Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 47 B orgarstjórinn í Reykjavík vakti máls á því í fjár- hagsáætl- unarræðu á fimmtudag að tímabært er að losa hlut borgarinnar í Lands- virkjun. Ástæðan er meðal annars þær gríðarlegu skuld- bindingar sem fyrirséð er að Reykvíkingar taki á sig vegna virkjunar við Kárahnjúka. Þetta er hárrétt. Ef Lands- virkjun væri hlutafélag skráð á Verðbréfaþingi gæti Reykja- víkurborg gert þá kröfu að verða leyst undan óvirkum 45% eignarhluta sínum í fyr- irtækinu. Málaleitunum þar að lútandi hefur hins vegar hing- að til verið hafnað á grundvelli sérlaga um fyrirtækið. Breyta þarf lögum til að losa um hlut- inn. Lög um Landsvirkjun gera hins vegar einnig ráð fyr- ir því að skuldbindingar sem fara yfir 5% af eiginfé fyrir- tækisins þurfi sérstakt sam- þykki eigenda. Þetta þýðir að á næstu vikum munu virkjun- aráform Landsvirkjunar við Kárahnjúka koma til kasta borgarstjórnar. Ég tel raunar að borgarstjórn eigi ekki að hafa síðasta orðið um Kára- hnjúka. Þá ábyrgð ber Al- þingi. Borgarstjórn á hins vegar tvímælaust að gæta hagsmuna Reykvíkinga í hví- vetna. Arðsemisathugun og áhættumat með þátttöku full- trúa Reykjavíkur fer nú fram á Kárahnjúkavirkjun. Jákvæð niðurstaða úr henni hlýtur að vera forsenda virkjunar. Frá sjónarhóli Reykvíkinga er þó ekki einsýnt að það þjóni hagsmunum borgarinnar að gangast í ábyrgð fyrir fram- kvæmdinni jafnvel þótt arð- semin reynist réttu megin við strikið. Þetta stafar af því að upphæð skuldbindinganna er gríðarleg eða allt að 45 millj- arðar króna. Í mínum huga gera stórfelld virkjunaráform Landsvirkjunnar því aðskilnað Reykjavíkur og fyrirtækisins að aðkallandi hagsmunamáli höfuðborgarbúa. Fyrir slíkum aðskilnaði eru þung rök. Augljóst er að það samrým- ist ekki boðaðri samkeppni á raforkumarkaði að Reykjavík- urborg eigi stóra hluti í tveim- ur langstærstu orkufyr- irtækjum landsins, Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Frá árinu 1988 hefur Orkuveitan ekki séð ein- vörðungu um endursölu á orku frá Landsvirkjun. Þá hófst virkjun varmaafls á Nesjavöll- um. Þær framkvæmdir hafa reynst mjög hagkvæmar eins- og best sést af góðum rekstri Orkuveitunnar og lækkun orkuverðs til fyrirtækja og heimila. Stefna Orkuveitunnar er að haldið verði áfram á sömu braut og í und- irbúningi er virkjun á Hellisheiði. Vegna þeirra framkvæmda munu Reykjavíkingar þurfa að gangast í umtalsverðar ábyrgðir. Fjölmörg sóknarfæri eru jafnframt hvarvetna í borginni. Skuldbindingar vegna virkjana Landsvirkj- unar verður að meta á móti öðrum kostum sem styrkja innviði atvinnulífsins, svo sem frekari varmaaflsvirkjanir Orkuveitu Reykjavíkur, Tón- listar- og ráðstefnuhús, Vís- indagarða í Vatnsmýri eða Sundabraut svo dæmi séu tek- in. Sú mótbára að ríkissjóður hafi ekki bolmagn til að losa um hlut borgarinnar í Lands- virkjun á heldur ekki við rök að styðjast. Reykjavík gæti leyst til sín stofnframlag borg- arinnar, virkjunina við Sog, eða aðrar virkjanir. Nýleg sala ríkisbankanna stæði hæglega undir því sem upp á myndi vanta. Kjöraðstæður eru ein- faldlega til að losa um eign- arhlut Reykvíkinga í Lands- virkjun. Þær á að nýta. Reykjavíkurborg og Landsvirkjun Eftir Dag B. Eggertsson ’ Aðkallandi er aðlosa um eignarhlut Reykvíkinga í Lands- virkjun. ‘ dagur@reykjavik.is – Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. Þessir þrír ágætu borgarráðsfulltrúar mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ásamt með framsóknarmönnum innan R-listans, sem lúta forystu Alfreðs Þorsteinssonar. Vekur óneitanlega athygli, að Alfreð skuli ekki valinn í sparnaðarnefndina, heldur sitja þar tveir sam- fylkingarmenn og einn vinstri/grænn. Hvað sem því líður er sérkennilegt, að sama dag og borg- arráð leggur lokahönd á þann hluta fjárhags- áætlunar Reykjavíkur, sem nú hefur verið kynntur, er ákveðið, að þeir setjist í sérstaka sparnaðarnefnd, sem hafa reist borgarsjóði hurðarás um öxl með útgjaldaþenslu á því fjár- hagsári, sem senn kveður. Með vísan til ábyrgðar R-listans á út- gjaldaþenslu borgarsjóðs og skuldasöfnunar í nafni Reykvíkinga ákváðu sjálfstæðismenn í borgarráði að hafna boði um setu í þessari dæmalausu sparnaðarnefnd. Er mikilvægt, að ábyrgð sé skýrt skilgreind í störfum sveit- arstjórna ekki síður en á alþingi, þar sem menn skipast í stjórn og stjórnarandstöðu. x x x Stærstur hluti útgjalda ríkisins rennur til heil- brigðis- og tryggingamála. Að þessu sinni skríð- ur kostnaðurinn í fyrsta sinn yfir 100 milljarða. Á þessu sviði er einnig mest deilt opinberlega um, hvernig nýta beri opinbera fjármuni. Furðu- legur er málflutningur þeirra, sem segja, að ekki megi virkja krafta einkaaðila í þágu hins op- inbera heilbrigðiskerfis. Er fráleitt að halda því fram, að umbætur í þá átt jafngildi einkavæð- ingu á heilbrigðiskerfinu eða mismunun á milli fólks eftir efnahag. Í Svíþjóð fara sveitarfélög með yfirstjórn heilbrigðisstofnana. Í Stokkhólmi og víðar hafa sveitarstjórnir farið inn á þá braut að nýta sér kosti einkareksturs til að nýta fjár- muni sem best í þágu heilbrigðiskerfisins. Sænsk-íslenska verslunarráðið efndi í lok sept- ember til fundar í Reykjavík um einkarekstur á sviði heilbrigðismála. Frummælandi var Johan Hjertqvist frá Timbro-stofnuninni í Svíþjóð, sem er höfundur bókarinnar The Health Care Revolution in Stockholm, sem á íslensku mætti nefna Heilbrigðisbyltingin í Stokkhólmi, en virkjun einkaframtaks í heilbrigðiskerfinu þar hefur vakið heimsathygli. Breytingarnar í Stokkhólmi felast ekki í því, að skattfé sé ekki lengur notað til að standa und- ir kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Þeir, sem búa við þröng fjárhagsleg kjör, eru ekki verr settir gagnvart þessari þjónustu en þeir, sem meira mega sín. Samskonar reglur gilda þar og hér um sama aðgang allra að heilbrigðiskerfinu án tillits til efnahags. Í Svíþjóð greiða menn um 1.000 til 2.500 krónur fyrir að nýta sér þjónustu kerfisins. Þeir sem eru á félagslegu framfæri eiga rétt á sérstökum stuðningi til að greiða þetta gjald. Í Stokkhólmi geta menn ekki keypt sér að- gang að sjúkraþjónustu. Allir, sem nýta sér þá þjónustu, sem kostuð er af skattfé, verða að sætta sig við samskonar biðlista. Skiptir þá engu máli, hvort menn snúa sér til þess, sem starfar sjálfstætt á grundvelli verktakasamnings eða borgarrekinnar stofnunar. Hið opinbera stendur undir lyfjakostnaði á sjúkrahúsum. Allir búa þar við sömu aðstæður og fæði, ekki er unnt að fá séstakan aðbúnað á opinberum sjúkrahúsum með því að borga meira. Þeir, sem sætta sig ekki við þá aðstöðu, sem sköpuð er með opinberum fjármunum, geta í Svíþjóð verið alfarið í höndum einkaaðila og bera þá allan kostnað sjálfir – sænska kerfið leyfir það en bannar ekki. Innan þessa kerfis í Stokkhólmi er lögð áhersla á árangur. Í stað fastra fjárveitinga fá sjúkrahús fé í samræmi við árangur í starfi þeirra og hafa verið settar mælistikur til að meta hann. Markaðsaðferðir eru nýttar með því að keppt er um opinbera samninga á grundvelli út- boða. Öllum sjúkrahúsum hefur verið breytt í fyrirtæki undir eigin stjórn. Skil eru á milli kaupanda þjónustu og þess, sem veitir hana. Starfsmönnum í opinberri þjónustu hefur verið veitt fræðsla og aðstoð til að auðvelda þeim að stofna eigin þjónustufyrirtæki. x x x Hvort heldur er hlustað á vinstrisinna í borg- arstjórn eða á alþingi ræða um ráðstöfun á op- inberu fé, er undarlegt að heyra þær röksemdir, að betur sé farið með skattfé almennings í hönd- um opinberra aðila, þar sem ábyrgðin er oft óljós, en einkaaðila, sem sjálfir taka áhættu. Rík tilhneiging er innan hins opinbera kerfis að þenja sig út. Hlutverk stjórnmálamanna er að stöðva slíka útþenslu í stað þess að ýta undir hana. Þannig þjóna þeir hagsmunum umbjóð- enda sinna best. Opinbera kerfið sér um sig sjálft og haldi kerfistrúarmenn um hinn póli- tíska stjórnvöl, er það oft eins og hellt sé olíu á eld. Stjórnmálamenn eiga að hafa forystu innan hins opinbera kerfis við að skilgreina verkefni og þjónustu við umbjóðendur sína á þann veg, að unnt sé að fela einkaaðilum að sjá um fram- kvæmdina og þeim sé greitt af skattfé almenn- ings í samræmi við þann árangur, sem þeir skila. Jafnvel þessi hugsun er bannorð hjá vinstrisinnum hér á landi. Skýrasta dæmið um gildi þess að virkja einkaaðila í samstarfi við opinbera er á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðar. Því miður sjást þess of mörg dæmi, að „ríkisvæðing“ í þekkingariðnaði sé að aukast í stað þess að verkefni séu með útboði falin einkaaðilum. Forðast ber, að opinberir aðilar þenjist út á þessu sviði eins og öðrum og menn sitji síðan eftir nokkur ár uppi með stöðnuð fyrirtæki, sem engum finnst í raun eiga heima undir opinberri stjórn og fá ekki lífsmark nema stefnt sé að því að einkavæða þau. hálfunnin fjárhagsáætlun bjorn@centrum.is YRJUN janúar hefjast æður um áhrif stækk- r ESB á EES-samn- nn. Fyrir skömmu ust þær fréttir til Ís- SB ætlaði að krefjast ðunum að Íslendingar russelsjóðina tuttugu- að framlag sem nú er ali við Morgunblaðið í u fréttirnar staðfestar esterlund, sem verður gamaður ESB í við- Auk þessa ætlar fram- rnin að gera kröfu um um innan ESB verði fjárfesta í íslenskum . yggt að ef Íslendingar að mörkuðum um- nna – sem við höfum frjálsan aðgang að í öltu og Kýpur - verði ir það. Við gerð EES- skuldbundu Íslend- að greiða í sjóði ESB ónir króna á ári í fimm r þáttur í því að fá að- nri markaði ESB og aðgang fyrir íslenskar nn markað, þar með flestar sjávarafurðir. a greitt uppsett verð í u Íslendingar sig hafa n hluta samningsins og yrfti ekki að greiða. nnarrar skoðunar. Að Spánverja voru Ís- þvingaðir til greiða áfram 100 milljónir króna á ári í sjóði ESB. Það höfum við gert samviskusamlega síðan. Kröfur ESB nú eru ekki síst ótrúlegar í þessu ljósi. Engin vafi er á því að aðgangur vara að mörkuðum núverandi ESB-ríkja er eitt af því mikilvæg- asta við EES-samninginn, enda koma um 70% útflutningstekna okkar þaðan. Því má segja að skynsamlegt hafi verið að fallast á óréttlátar kröfur ESB um áfram- haldandi greiðslur. En frá um- sóknarríkjunum koma um 0,02% af útflutningstekjum Íslendinga. Aðgangur fyrir 70% útflutnings- ins hefur kostað 100 milljónir á ári og til að halda óskertum aðgangi fyrir 0,02 % útflutningsins hækk- ar framlagið um meira en tvo milljarða! Það hlýtur hver maður að sjá hverskonar rugl þessar kröfur eru. Kröfurnar eru ekki í neinu sam- hengi við ávinning Íslendinga af stækkuninni og eiga ekki stoð í EES-samningnum. Enda stand- ast forsendur kröfugerðarinnar ekki nánari skoðun. Af nógu er að taka. T.d. kemur fram í máli West- erlunds í viðtalinu við Morgun- blaðið að við gerð EES-samnings- ins hafi Íslendingar þurft að sætta sig við tolla á tilteknar sjávaraf- urðir til þess að halda evrópskum aðilum frá fjárfestingum í íslensk- um sjávarútvegi. Þess vegna sé núna eðlilegt að tengja saman spurninguna um óskertan aðgang að mörkuðunum í austri og opnun á fjárfestingu í íslenskum sjávar- útvegi. Forsendan er hreinn til- búningur. Í EES-samningsgerð- inni voru þessi atriði aldrei tengd saman og annað notað sem skipti- mynt fyrir hitt. Krafan um fjár- festingu í sjávarútvegi styðst því ekki við rök, heldur fyrst og fremst löngun ESB-ríkja til að komast í auðlindirnar á Íslandsmiðum. Sú löngun er skiljanleg þar sem ástand fiskistofna Evrópusam- bandsríkjanna er slæmt vegna langvarandi óstjórnar og ofveiði. Hins vegar er krafan óskiljanleg. Kröfurnar og málatilbúnaður- inn segja okkur tvennt. Í fyrsta lagi hvað stækkun ESB kemur til með að kosta í framtíðinni. Kröf- urnar staðfesta það sem allir inn- an ESB vita en enginn þorir að segja, að kostnaðurinn verður gríðarlegur. Núverandi ríki munu taka ákvörðun á næstunni um hversu mikið framlag einstakra ríkja hækkar. En eftir 2006 munu umsóknarríkin, sem öll eru fátæk- ari en þau sem fyrir eru, taka þátt í að ákveða hve mikið skuli greiða í sjóði ESB. Frá þessum tíu ríkjum koma tæplega kröfur um lækkun framlags auðugustu þjóðanna. Er skrítið að leiðtogar auðugri aðild- arríkja skuli forðast að nefna tölur við fólkið sem kaus þá? Þeir vilja fyrir alla muni ekki þurfa að svara því hvort auknum útgjöldum til ESB verði mætt með niðurskurði á velferðarþjónustu eða í mennta- málum eða með hækkun skatta. Og hvað myndu íbúar þeirra ríkja sem notið hafa styrkjanna hingað til segja ef þeir uppgötvuðu að brátt hyrfu styrkirnir annað? Í öðru lagi sýna kröfurnar okk- ur hið rétta andlit ESB. Það birt- ist ekki í fagurlega smíðuðum yf- irlýsingum þess á hátíðarstundum heldur í því sem við sjáum nú. Minni hagsmunum er fórnað fyrir meiri ef það hentar. Íslendingar hafa upplifað það margsinnis hvernig er að semja við ESB. Það er venjulega eins og að framan er lýst. Mjög erfitt. Og þótt ýmsir vilji ekki sjá það vitum við að dvöl- in innan sambandsins er sífelld barátta um hagsmuni. Í þeirri bar- áttu er gott að vera stór, vont að vera lítill. Við eigum að draga lær- dóm af þessu máli og nýta hann í umræðunni um aðild Íslands að ESB. Aðildin gerist æ ólíklegri, en til eru aðilar sem halda því fram að við eigum að sækja um. Telur ein- hver í alvöru, í ljósi fenginnar reynslu, að við munum ein sitja að auðlindunum við Íslandsmið ef við erum innan ESB? Viljum við að mikilvægustu ákvarðanir um framtíð Íslands séu teknar í Brussel? Dæmi hver fyrir sig. Reuters ds og Evrópusambandsins í gegnum tíðina hafa ekki síst snúist um sjávarafurðir og tolla af þeim. ið rétta andlit ESB i Tjörva Pétursson Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæð- issinna í Evrópumálum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.