Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 58
MINNINGAR
58 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þórður Þórðar-son bifreiða-
stjóri og fram-
kvæmdastjóri á
Akranesi fæddist 26.
nóvember 1930.
Hann lést á heimili
sínu hinn 30. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Þórður Þ. Þórðarson
fv. bifreiðastj. og
framkvstj., f. 23.
ágúst 1899, d. 22.
nóvember 1989, og
Sigríður Guðmunds-
dóttir húsmóðir, f. 4.
febrúar 1910. Systkini Þórðar eru:
1) Ástríður Þórey, f. 8. mars 1929,
gift Guðmundi Magnússyni. 2)
Ævar Hreinn, f. 8. apríl 1936,
kvæntur Þóreyju Þórólfsdóttur. 3)
Sigurður, f. 9. júlí 1947, kvæntur
Maríu Lárusdóttur. Einnig ólust
upp á heimili foreldra hans föð-
ursystkinabörn hans, Þórður,
Jóna og Ársæll Valdimarsbörn en
móðir þeirra dó frá þeim korn-
ungum.
Hinn 12. apríl 1952 kvæntist
Þórður Ester Teitsdóttur, f. 26.
nesi og eignaðist síðan fyrirtækið
og rak það til æviloka. Hann var
einn af stofnendum Vöruflutn-
ingamiðstöðvarinnar og sat í
stjórn hennar til margra ára.
Með sinni vinnu sinnti hann lög-
gæslustörfum um skeið.
Þórður var einn af frumkvöðl-
um í knattspyrnunni á Akranesi
og var alla tíð einn öflugasti
stuðningsmaður alls íþróttalífs á
Akranesi í orðsins fyllstu merk-
ingu. Hann var einn þekktasti
knattspyrnumaður landsins um
árabil og ein af goðsögnum gull-
aldarliðs ÍA. Hann lék alls 139
leiki með liðinu og varð Íslands-
meistari með liðinu árin 1951,
1953, 1954, 1957, 1958 og 1960.
Hann lék alla leiki íslenska lands-
liðsins frá árunum 1951 til 1958 og
gerði níu mörk í 18 landsleikjum.
Þórður var í stjórn Knattspyrnu-
ráðs Akraness frá 1947 til 1954.
Hann var sæmdur silfurmerki KSÍ
á 50 ára afmæli sínu, 1980, og
sæmdur gullmerki KSÍ á 40 ára
afmæli ÍA, 1986. Þá var Þórður
sæmdur gullmerki ÍSÍ árið 1996.
Hann var heiðursfélagi bæði í
Íþróttabandalagi Akraness og
Knattspyrnufélagi ÍA. Á sínum
yngri árum starfaði hann í skáta-
hreyfingunni á Akranesi.
Útför Þórðar fer fram frá Akra-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
september 1932. For-
eldrar hennar eru
Teitur Benediktsson,
látinn, og Unnur
Sveinsdóttir. Börn
Þórðar og Esterar
eru: 1) Þórður Þ., f.
27. október 1949,
kvæntur Fríðu Sig-
urðardóttur og eiga
þau þrjú börn. 2) Teit-
ur Benedikt, f. 14. jan-
úar 1952, kvæntur Ás-
dísi Dóru Ólafsdóttur
og eiga þau tvö börn.
3) Lilja Þórey, f. 23.
júlí 1954, gift Valgeir
Valgeirssyni og eiga þau fjögur
börn. 4) Guðni, f. 28. mars 1957,
kvæntur Lindu Guðbjörgu Sam-
úelsdóttur og eiga þau sex börn. 5)
Sigríður, f. 9.maí 1963, maki Gör-
an Håkanson, hún á tvær dætur. 6)
Ólafur, f. 22. ágúst 1965, kvæntur
Friðmey Barkar Barkardóttur og
eiga þau þrjú börn. 7) Kristín, f.
20. júlí 1968, hún á tvö börn.
Barnabarnabörnin eru orðin níu.
Ungur hóf Þórður störf hjá fyr-
irtæki föður síns, Bifreiðastöð
Þórðar Þ. Þórðarsonar, á Akra-
Það var aðfaranótt laugardagsins
sem hringt var hjá okkur. Það voru
mamma og pabbi. Þá vissum við að
eitthvað alvarlegt hafði gerst. Og það
var rétt. Afi á Sóló var dáinn, hann
hafði bara sofnað. Hann hafði óskað
þess að þegar hann færi að þá færi
hann einmitt svona. Við fórum strax
að hugsa um afmælisveisluna hans
sem var sunnudaginn 24. nóvember.
Þá sat Patrekur Orri lengi hjá lang-
afa sínum og fékk Mackintosh kara-
mellur. Hann var alveg æstur í bit-
ana og beið með opinn munninn. Við
hlógum og hlógum, sérstaklega afi
Þórður sem fannst þetta svo gaman.
Einnig minntumst við þess þegar afi
Þórður og amma Ester komu í af-
mælið hjá Röggu og ekki bjuggumst
við við því að þau myndu stoppa lengi
því að afi Þórður var alltaf að flýta
sér. En viti menn, að þegar afi kom
settist hann beint í lazy-boy stólinn
og þau voru hjá okkur lengst af öll-
um. Svo hugsuðum við strax um
ömmu Ester og Roberto sem var eig-
inlega frekar að missa pabba heldur
en afa því að þeir voru svo nánir. En
núna situr afi Þórður í hægindastóln-
um sínum á himninum og horfir nið-
ur og fylgist með okkur.
Elsku afi Þórður, við þökkum kær-
lega fyrir tímann sem við fengum að
hafa þig. Við pössum öll ömmu Ester.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Unnar Örn, Ragnheiður
og Patrekur Orri.
Elsku afi. Við kveðjum þig með
miklum söknuði. Erfitt er að minnast
þín með fáum orðum. Allar þær
stundir sem við áttum með ykkur
ömmu og minningarnar um þig væru
efni í margar bækur. Þú varst alltaf
svo umhyggjusamur og tilbúinn að
rétta öllum hjálparhönd. Við erum
þakklát fyrir að hafa átt þig að, elsku
afi.
Stórt skarð er höggvið í líf okkar,
sem aldrei verður hægt að fylla. En
við verðum víst að reyna að læra að
lifa með því, þótt erfitt sé.
Elsku amma Ester, við biðjum
Guð að styrkja þig í þessari miklu
sorg.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi.
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði, –
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét.)
Við elskum þig, afi, og gleymum
þér aldrei.
Guð geymi þig.
Þín
Þórður Þórðarson,
Stefán Þór Þórðarson,
Anna María Þórðardóttir.
Elsku afi Þórður. Ég trúi því varla
ennþá að þú sért farinn frá okkur.
Mér fannst bara eins og þú yrðir allt-
af hérna. Þú varst svo stór, sterkur
og hraustur. Í barnalegri trú minni
taldi ég að þú gætir ráðið við hvað
sem var, en hver ræður örlögum sín-
um.
Þetta er allt ákveðið fyrirfram,
hvernig við komum í þennan heim og
hvernig við yfirgefum hann. Þú
fékkst að fara eins þú vildir, bara
sofna í eigin rúmi. Enginn fyrirvari
og þess vegna er erfiðara að skilja
þetta allt. Ég veit að þú ert á góðum
stað og munt taka á móti okkur þeg-
ar okkar tími kemur.
Elsku afi, takk fyrir allar stund-
irnar sem við áttum saman.
Ég bið Guð að vaka yfir ömmu
Ester, ömmu Siggu, mömmu og
systkinum hennar og okkur öllum
sem eigum um sárt að binda.
Elsku afi, Guð veri með þér.
Þín
Vilborg.
Elsku hjartans góði bróðir minn.
Aldrei hefði mér dottið í hug að þurfa
að kveðja þig svona fljótt og án nokk-
urs fyrirvara. Við vorum að gleðjast
saman á afmælisdaginn þinn allt
kvöldið 26. nóv. og nú ert þú ekki
lengur hér. Það fer svo margt í gegn
um hugann. Allir góðu dagarnir með
ykkur Ester í sumarbústöðunum
okkar. Á hverri helgi nánast allt árið
vorum við svo nálægt hvert öðru og
gerðum svo margt saman. Bústað-
irnir okkar lágu í landi hlið við hlið
svo þetta hefur verið svo notalegt.
Þórður minn, þú vildir öllum
hjálpa og aðstoða ef þess var þörf því
góðmennskan var alltaf í fyrirrúmi
hjá þér, og þess vegna eru svo marg-
ir harmi slegnir yfir hve fljótt þú
hvarfst okkur. Öllum sem þekktu þig
þótti svo undur vænt um þig, t.d.
finnst Guðmundi mínum hann hafa
nú misst sinn besta og traustasta vin.
Elsku Þórður, þú hefur alltaf verið
henni mömmu svo góður og gerðir
allt fyrir hana sem hægt var, fyrir
það þökkum við þér, en nú þarf hún
að kveðja þig, svo stuttu eftir að
yngsta systir hennar lést. Þá hugsum
við til hans litla Róbertó þíns, búinn
að missa sinn besta vin og afa sem
alltaf var reiðubúinn að aðstoða hann
hvenær sem var og ósjaldan sem
hann varð með í ferð í sumarbústaðn-
um sem og annars staðar, og reyndar
varstu það svo með öll þín barnabörn
jafnt stór sem lítil. Þú áttir góða
konu, hana Ester, þið voruð ætíð
saman sem eitt og oftast nefnd bæði í
einu. Þá eru sjö góðu börnin ykkar og
tengdabörn sem nú sakna pabba
síns.
Þú hlustaðir á allar útvarpsmessur
og varst svo mikið jólabarn. Alltaf
þegar komið var til ykkar var karla-
kór eða önnur falleg lög á fóninum.
Elsku Þórður, ég sakna þín svo
mikið. Góður guð gefi að þér líði vel.
Elsku Ester og börnin, tengda-
börn og barnabörn. Innilegar sam-
úðarkveðjur sendum við Guðmundur
til ykkar.
Hver minning er dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Gleðin er aldrei ein á ferð,
hún leiðir sorgina sér við hönd.
Allt sem þú elskar
vekur þér gleði
og vekur þér sorg.
Þín systir,
Ástríður.
Þórður frændi minn og ferming-
arbróðir hefur kvatt okkur skyndi-
lega. Það er stórt skarð sem hann
skilur eftir sig, ekki síst hjá hans
stóru fjölskyldu og starfsfólki. Þórði
kynntist ég þegar á unga aldri, því
mikil og góð vinátta var milli feðra
okkar, var ég því oft gestur á Hvíta-
nesi á þeim árum.
Faðir Þórðar, Þórður Þorsteinn
Þórðarson, rak um langt árabil bif-
reiðastöð, í fyrstu voru flutningarnir
aðallega mjólkurflutningar og vörur
til og frá bændum hér úr nágrenninu.
Þórður byrjaði ungur að aðstoða
föður sinn í þessum flutningum, enda
varð drengurinn fljótlega bæði stór
og sterkur, þá þurfti að lyfta öllum
flutningi á höndum upp á bílana,
hvort sem það voru fullir mjólkur-
brúsar eða fóðursekkir. Síðar hófu
þeir feðgar vöruflutninga milli Akra-
ness og Reykjavíkur, þá var vegur-
inn fyrir Hvalfjörð bæði seinfarinn
og hættulegur. Þar af leiðandi varð
vinnudagurinn oft langur hjá Þórði á
þessum árum, reyndar má segja að
svo hafi verið hjá honum alla tíð, þótt
bæði vegir og bílar hafi breyst til
batnaðar.
Á yngri árum æfði Þórður knatt-
spyrnu, var hann einn af máttar-
stólpum gullaldarliðsins á Akranesi,
sem frægt var um árabil. Einnig lék
hann í mörg ár með íslenska landslið-
inu. Þessari erfiðu íþrótt bætti hann
við sitt erfiða starf árum saman.
Árið 1952 byrjuðum við Þórður
báðir að byggja íbúðarhús okkar.
Hófust þá samskipti okkar, hann
flutti fyrir mig efni í húsið og ég
smíðaði í húsið hans á móti, gengu
þessi samskipti mjög vel.
Eftir lát föður síns tók Þórður við
rekstri fyrirtækisins, sem efldist
með hverju árinu sem leið. Viðskipti
fyrirtækja okkar hafa staðið yfir í
meir en 40 ár. Oft gerði Akur hf.
samninga við fyrirtæki Þórðar um
töluverð verkefni. Aldrei þurfti að
gera skriflega samninga, því orð-
heldnari og traustari manni en Þórði
hef ég ekki kynnst um dagana.
Þórður og þeir feðgar ráku einnig
fólksflutninga um árabil. Var Þórður
sérstaklega eftirsóttur bifreiðastjóri
í lengri og skemmri skemmti- og or-
lofsferðir. Þótti hann bæði traustur
og skemmtilegur ferðafélagi.
Nú síðustu árin voru Þórði mjög
erfið og ekki áfallalaus. Margur hefði
kiknað í hans sporum, en hann var
það sterkur að hann stóð af sér þá
storma sem um hann blésu með góðri
aðstoð eiginkonu og barna sinna.
Framkoma Þórðar var stundum
hrjúf, en innra með honum var mikil
velvild til annarra og höfðingsskap-
ur, sérstaklega gagnvart þeim sem
bjuggu við skarðan hlut í lífinu.
Barngóður var hann með afbrigðum.
Fjölskylda mín vottar aldraðri
móður og systkinum hans og þér,
Ester, og fjölskyldunni allri dýpstu
samúð.
Stefán Teitsson.
Hann Þórður bróðir er dáinn.
Þessi orð voru átakanleg að heyra frá
mömmu þegar hún hringdi að til-
kynna okkur andlát Þórðar, elsta
bróður hennar. Þórður sem hefur
reynst bæði henni og pabba og öllum
sem til hans þekktu svo vel. Þórður
var einstaklega góður maður, hann
mátti aldrei neitt aumt sjá eða vita af
svo ekki hann reyndi að leggja sitt af
mörkum til að létta undir. Hann var
einstakt ljúfmenni sem mikil eftirsjá
er að.
Hann hafði mikið gaman af því að
ferðast um landið sitt og eru ófáar
ferðirnar sem hann og Ester hafa
farið um landið á sumrin. Þórður og
Ester eru hafsjór af fróðleik um flest
alla kima landsins og ósjaldan buðu
þau foreldrum okkar með sér.
Öllum helgum eyddu þau í Stóra-
Fjalli í bústaðnum sínum sem liggur
að bústaðnum hjá mömmu og pabba
og mikill samgangur var þar þeirra á
milli, og höfðu mamma og pabbi
mikla ánægju af. Það var ekki síst
fyrir hvatningu Þórðar og Esterar að
þau drifu sig í að byggja sinn bústað.
Það verður tómlegt þar þegar
hans nýtur ekki lengur við. En von-
andi heldur þú, elsku Ester, áfram að
vera í Stóra-Fjalli því þar leið ykkur
svo vel saman. Þið voru búin að gera
svo huggulegt hjá ykkur og gróður-
setja heil ósköp og alltaf voruð þið að
dytta að og framkvæma eitthvað til
að gera þetta enn notalegra.
Þórður var dugnaðarforkur til
vinnu og gaf hann þeim yngri ekkert
eftir, hann vann alla daga frá morgni
langt fram á kvöld og hlífði sér aldrei
til neinna verka, hann kvartaði aldrei
þó hann örugglega oft fyndi til. Þórð-
ur gekk í gegnum þungar raunir í
gegnum tíðina sem fengu mjög á
hann, en alltaf reyndi hann að láta á
engu bera og bar sitt í hljóði.
Ester sér ekki bara á eftir eigin-
manni heldur miklum félaga, þau
voru alltaf saman og studdu hvort
annað svo aðdáun vakti.
Mikill harmur er kveðinn að fjöl-
skyldunni, Ester, börnunum og
þeirra fjölskyldum, ömmu sem lifir
son sinn, og systkinum Þórðar og
þeirra fjölskyldum. Við sitjum eftir
og drúpum höfði og vitum að tilveran
verður ekki söm á eftir en lífið heldur
áfram og minningin um góðan mann
lifir í hjörtum okkar. Með þessum
orðum viljum við kveðja elskulegan
frænda okkar. Megi guð styrkja okk-
ur öll í sorginni.
Emil Þór, Sigríður,
Inga og Þórey.
Svo haga örlögin því að fyrirvara-
laust er burt kallaður úr samfélagi
okkar góður drengur og einn af
þekktustu sonum Akraness. Bráð-
kvaddur, langt um aldur fram, er
Þórður Þórðarson, bifreiðastjóri og
einn af gullaldardrengjum knatt-
spyrnunnar á Akranesi. Sjónarsvipt-
ir er að þeim merkilega manni, sem
af dugnaði og elju vann hvert það
verk sem hann tók sér fyrir hendur.
Þórði verður ekki í fáum orðum lýst,
en verðugt viðfangsefni hefði hann
orðið söguriturum Íslendingasagna
hefðu þeir átt þess kost að lýsa per-
sónu Þórðar og atgervi. Eflaust
hefðu þeir notað orð eins og mynd-
arlegur maður, heljarmenni, ósér-
hlífinn, dökkur á brún og brá, fylginn
sér og beinskeyttur. Er þá ótalið
margt sem einkenndi þennan góða
dreng. Þórður flíkaði ekki tilfinning-
um sínum og fannst ef til vill ein-
hverjum að hann væri hrjúfur við-
kynningar. Vissulega var það svo að
löngum tíma eyddi hann ekki í óþarfa
orð heldur kom iðulega beint að efn-
inu og lá ekki á skoðunum sínum.
Annarri hlið fékk ég þó einnig að
kynnast á Þórði, sem sýndi svo ekki
varð um villst að undir hvatlegu fasi
var mildur maður, góðhjartaður og
einstaklega hjálpfús þeim sem til
hans leituðu. Mörg erindi mín leysti
hann án málalenginga og ávallt var
hann fús til verka ef einhverjum
þurfti að liðsinna. Ef málefnið var
honum ekki að skapi þá var svarið
skýrt og ekki þurfti að ræða það
frekar. Eitt atvik stendur alltaf ljós-
lifandi í minni mínu varðandi Þórð.
Ég sat fyrir aftan hann þegar ÍA lék
við Feyenoord á Laugardalsvellin-
um. Okkar mönnum gekk vel, en eins
og venjulega sýndi Þórður lítil svip-
brigði á meðan aðrir létu í sér heyra.
Loks gerðist það að Ólafur sonur
Þórðar skoraði eftirminnilegt mark,
sem reyndist sigurmark leiksins. Þá
sleppti Þórður fram af sér beislinu
augnablik og fagnaði ógurlega, en
settist niður jafn snögglega og hann
hafði sprottið á fætur, leit í kringum
sig og vonaði eflaust að enginn hefði
séð til hans. Jafn minnisstætt og
mark Ólafs er mun þessi mynd fylgja
með í huga mínum til sanninda um
það að hið ytra fas sagði lítið til um
ÞÓRÐUR
ÞÓRÐARSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.