Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 65
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 65 FYRIR 30–40 árum var sú stefna mótuð í landsmálum að leggja mikla áherslu á raforku- framleiðslu með vatnsafli. Eina kleifa orkunýtingin var stóriðja. Og stóriðjan kom að utan. Á þess- um árum voru ríflega tveir tugir orkuvera „reiknaðir inn í“ helstu stórár landsins og aðeins lítill hluti þeirra ekki talinn hagkvæmur eða tilhlýðilegur, t.d. vegna þekktra náttúrufyrirbæra sem orkuverin skertu. Eftir það urðu allmörg orkuveranna að raunveruleika, eitt af öðru og í takt við vaxandi málm- iðnað. Enn er þessari stefnu fylgt í meginatriðum, en tekið meira tillit til umhverfisins en áður. Mörgum milljörðum króna á nú- virði hefur verið eytt í margs kon- ar undirbúning orkuveranna og hefur Landsvirkjun ávallt unnið „fram fyrir sig“ eins og eðlilegt er. Markaðsátak stjórnvalda erlendis og elja, samhliða uppbyggingunni, hefur að mestu snúist um málm- iðnað. Köflótt reynsla af Kröfu- virkjun í fyrstu og rík áhersla á vatnsvirkjanir hefur leitt til þess að Landsvirkjun heldur sig að mestu við „langstærstu draumana“ í fallvötnunum. Ný og öflug orkufyrirtæki í jarð- hitageiranum gátu lengi ekki fullnustað sínar hugmyndir um raforkuframleiðslu með gufuafli því þau gátu ekki selt orkuna inn á landsnetið. Það var fyrst leyft ný- lega. Orkuverð gufuaflsvirkjana var enn fremur ekki samkeppn- ishæft við verð vatnsorkurafmagns nema ef heitt vatn og/eða gufa fylgdi með til einhverra kaupenda. Í markaðsátakinu erlendis var of lítið gert til að reyna að finna iðn- rekendur sem vantaði bæði raf- orku, heitt vatn og gufu, enda ein- blínt á orkufrekasta iðnaðinn. Þannig hjálpaði hver þáttur hinum til þess að áherslan á vatnsorkuver með tilheyrandi raski og miðlunum varð einráð; sem og áhersla á málmiðnaðinn. Einhæfnin litaði áfram það sem á eftir fór. Stefnumótendur og ráðamenn í þessum málaflokki hafa hvorki tekið nægilegt tillit til breyttra og nútímalegra umhverf- isviðhorfa né nýrra atvinnuhátta sl. tvo áratugi. Hefðu þeir gert það væru jarðhitaorkuver fleiri og stærri og með mun léttbærari um- hverfisáhrifum en svipuð vatns- orkuver. Hefðu þeir gert það væri uppi betri skilningur en ella á þörf- um ferðaþjónustunnar og hags- munum komandi kynslóða hvað landvernd varðar. Hefðu þeir gert það væru hér fleiri að skoða sig um en helst álframleiðendur. Í stað þess hefur gamli snjóboltinn oltið ofan brekkuna og stækkað. Enda- laus og stundum ósanngjörn gagn- rýni á Landsvirkjun og stjórnvöld, þref um mat á umhverfisáhrifum, auk landshlutarígs, hefur svo sundrað fólki og gert orkumálin tortryggileg í augum almennings, illu heilli. Til er tæknileg lausn á Norð- lingaölduveitu þannig að miðhá- lendinu og einkum Þjórsárverum verði hlíft. Aukinn kostnaður sem kann að hljótast af slíkri lausn er eðlilegt verð fyrir framtíðarauð- lindir og alþjóðaskuldbindingar. Í stað stóru Kárahnjúkavirkjunar- innar geta komið býsna vistvænar rennslisvirkjanir í Jökulsá á 4–8 árum, aðrar vatnsaflsvirkjanir og svo tenging við ný jarðhitaorkuver á Norðausturlandi og Suðvestur- landi sem unnt er að byggja á 2–4 árum. Fleira mætti tína til. Þá er óleystur sá vandi hvernig minnka megi áhersluna á álið og dreifa eggjunum í fleiri körfur. Hagvanir menn í þessum bransa vita eflaust af einhverju vitrænu; svo um það verður ekki fjölyrt hér. Allt annað en slíkar vænlegar lausnir á vandræðunum lítur út sem steinrunnin stefna eða eitt- hvað sem er óhjákvæmilegt af því menn líta ekki til hliðar, aðeins beint áfram. Það sem hér hefur komið fram er á vitorði fjölmargra. Þetta eru ekki einkaskoðanir mín- ar. Síðast heyrði ég staðreyndirnar koma fram í máli Júlíusar Sólness prófessors og fyrrv. umhverfisráð- herra í Útvarpi Sögu. Það þarf samt að minna á þær. Enn og aft- ur. Vand- ræði … enn og aftur Eftir Ara Trausta Guðmundsson Höfundur er jarðeðlisfræðingur og áhugamaður um orkumál og nátt- úruvernd. „Stefnumót- endur og ráðamenn í þessum málaflokki hafa hvorki tekið nægi- legt tillit til breyttra og nútímalegra umhverf- isviðhorfa né nýrra at- vinnuhátta.“ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.