Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 68
UMRÆÐAN 68 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í UMRÆÐUM á Alþingi hefir komið fram, að verð á matvöru er hér 68% hærra en í nágrannalöndunum. Þingmenn úr öllum flokkum krefjast eðlilega að fram fari opinber rann- sókn á fyrirbrigðinu. Forseti Alþing- is segir að augljóst sé að hér sé engin samkeppni þar sem sami einokunar- hringurinn sé alltaf með lægsta verð- ið á markaðnum. Hann krefst þess nú að Samkeppnisstofnun taki frum- kvæði í málunum og upplýsi hvernig geti á þessu staðið. Það verður að leita að rótum vandans. Almenning- ur getur ekki treyst Samkeppnis- stofnun. Núverandi einokun á neysluvörum almennings er óþol- andi, og augljóst að stjórnvöld hafa ekki haft það aðhald sem nauðsyn- legt er og þau eiga að bera ábyrgð á. Rætur vandans Það er augljóst, að hinn mikli verð- munur getur ekki legið í álagningu innanlands, til þess er verðmunurinn of mikill. Verður því að leita annarra skýringa. Kemur þá fyrst til athug- unar, flutningar til landsins, sem óhjákvæmilega hljóta að vera nokkru dýrari en til annarra landa vegna fjarlægðarinnar. Í annan stað verður svo að leita þess, hvort inn- kaup til landsins séu með eðlilegum hætti. Hér kemur fyrst og fremst til athugunar, hvort vörureikningar, bæði í flutningum og öðrum innkaup- um séu með eðlilegum hætti. Þetta er verkefni Samkeppnisstofnunar, en hefir augljóslega verið vanrækt. Flutningsgjöldin Ekki getur leikið á tveim tungum að samspil Eimskips og Samskipa um aðför að þriðja flutningafyrir- tækinu, Hafskip hf., sem leiddi til gjaldþrots þess árið 1985, hefir vald- ið mjög þröngri stöðu á flutningum til landsins. Eimskip hafði alla for- ystu um þessa aðför, og hefir verið allsráðandi um flutningsgjöld til landsins síðan. Samskip hefir síðan átt hæga stöðu í skjóli hinna háu flutningstaxta Eimskips, og gert það gott að því er sýnist. Enginn óvið- komandi hefir yfirsýn yfir fjármál Eimskips, en augljóst er þó að þar á sér stað mikil einokun á aðflutning- um til landsins og að þar er að finna mikla fjármagnsuppbyggingu, sem hefir mikil áhrif á allt athafnalíf landsins. Þetta er augljóslega vett- vangur, sem Samkeppnisstofnun hefir leitt hjá sér að fylgjast með. Stjórnvöld bera augljóslega ábyrgð á þessu ástandi. Eimskip rekur nú um 15 svonefnd einkahlutafélög, sem enginn hefir aðgang að upplýsingum um nema fulltrúar stjórnar Eim- skips, auk þess rekur Eimskip um 50 undirfélög, sem stjórnað er í sam- bandi við rekstur þess. Miklir fjár- magnsflutnigar eiga sér stað milli þessara félaga, og nema þeir millj- örðum, sem hlýtur að hafa mikil áhrif til hækkunar á heildartaxta í flutn- ingunum. Nýleg kaup Eimskips á út- gerðarfyrirtækjum sýnir að þessir flutningataxtar eru allt of háir og að þarna er um mikla misnotkun á ein- okunaraðstöðu þeirra að ræða. Það er augljóslega komið að því að Al- þingi taki þessi mál til skoðunar. Al- menningur sættir sig ekki við slíka misnotkun á einokunaraðstöðu við þessa flutninga. Hringamyndun og afslættir Hin mikla hringamyndun í smá- sölumarkaðnum hefir notið velvildar og samþykkis Samkeppnisstofnunar, sem er gagnstætt tilgangi þessarar stofnunar, svo sem forseti Alþingis benti á í ræðu sinni. Sameining Hag- kaups og Bónuss er augljóst dæmi um vanhæfni eða misnotkun Sam- keppnisstofnunar, en markaðshlut- deild þessa einokunarhrings er sagð- ur yfir 60%. Þetta myndi hvergi líðast af ábyrgum stjórnvöldum. Ein- okunaraðstaða stórmarkaðanna gerði þeim mögulegt að krefjast stærri afslátta af innkaupum sínum hjá innflytjendum en aðrir gátu fengið, sem leiddi til lokunar á kaup- mannaverzlunum í landinu. Sam- keppnisstofnun sá ekkert athuga- vert, ekki heldur önnur stjórnvöld. Engin nýliðun á sér nú stað í smásölu hér og ungt fólk kemst ekki að. Versta misnotkunin felst þó í af- slætti frá erlendum vörureikningum, þar sem þessi afsláttur er greiddur erlendis til innflytjenda. Um þetta atriði getur almenningur ekki haft neina örugga vitnesku, aðeins rök- studdan grun, en án efa er þarna um meginástæðu þessa háa vöruverðs hérlendis. Þarna er um að ræða und- anskot frá íslenzkum skattayfirvöld- um, sem jafnframt ætti að falla undir starfsviðs Samkeppnisstofnunar, þar sem það leiðir til stórfelldrar hækk- unar á neyzluvörum almennings í landinu. Ráðstöfun á þessu óskatt- lagða fé eða undanskotsfé hefir þó komið fram í ýmsum fjárfestingum, svo sem kaupum á lyfjaheildsölufyr- irtæki í Búlgaríu, bjórfyrirtæki í Rússlandi eða knattspyrnufélagi í Englandi, auk mikilla fjárfestinga innanlands og eflaust mætti fleira til nefna. Frumkvæði stjórnvalda og sérstaklega Samkeppnisstofnunar er nauðsynlegt svo sem forseti Alþingis hefir réttilega bent á. Þessi stofnun er nú aðeins blekking. Svindlið og samkeppnin Eftir Ønund Ásgeirsson Höfundur er fv. forstjóri. „Versta mis- notkunin felst þó í af- slætti frá er- lendum vörureikningum.“ REYKJAVÍKURBRÉF Morgun- blaðsins sunnudaginn 17. nóvember markaði ákveðin vatnaskil í ára- langri baráttu hins íslenska tónlist- ar- og vitundariðnaðar fyrir því að tilvist greinarinnar sé yfir höfuð við- urkennd hér á landi. Sem kunnugt er hafa íslensk hugverk í formi bóka, kvikmynda, hugbúnaðar og einkum þó tónlistar farið mikla sig- urför um heiminn á undanförnum árum. Sá meðbyr sem íslensk tónlist hefur notið er í raun alveg einstakur og hefur sú ímynd og umræða sem tónlistin hefur fært landi og þjóð átt hvað stærstan þátt í þeim fjölda for- vitinna ferðamanna sem hingað hafa streymt í vaxandi mæli. Um þann vaxtarbrodd í íslensku atvinnulífi munar verulega í hagtölum ríkisins. Þessar staðreyndir hafa svosum lengi blasað við, en ráðamenn hins vegar alfarið daufheyrst við sjálf- sögðum og eðlilegum kröfum grein- arinnar um einföldustu rættlætisað- gerðir á borð við: Að tónlistin sé sett við sama borð og önnur menningarstarfsemi í landinu. Menningarstarfsemi er lög- um samkvæmt undanþegin virðis- aukaskatti. Tónlistin er þar ein und- anskilin og greiðir fullan virðis- aukaskatt af geisladiskum en jafn- framt mega flytjendur nýgildrar tónlistar sæta því að hinn langi arm- ur laganna birtist í miðasölubúrum, færi til bókar sérhvern seldan miða og nemi á brott með sér, þar og þá, 24,5% virðisaukaskatt af seldum miðum! Mörgum er spurn hvort ein- hver önnur stétt í landinu þurfi að sætta sig við svo niðurlægjandi af- arkosti? Aðrar stéttir landsmanna hafa a.m.k. tvo mánuði til slíkra uppgjöra og geta þá jafnframt nýtt innskatt á móti útskatti? 2) Að þeir sem ítrekað færa hróð- ur landsins á forsíður stórblaða og inn í fjölþjóðlega ljósvakamiðla með frammistöðu sinni á erlendum tón- listarhátíðum og tónleikaferðum eigi þess kost að losna úr átthagafjötr- um dýrustu millilandafargjalda heims með e.k. ferða- og markaðs- setningarsjóði, svipuðum og flestar nágrannaþjóðir okkar hafa komið upp, sem gæti að einhverju leyti komið til móts við hinn gríðarlega kostnað sem fylgir því að flytja fjöl- mennar sveitir fólks og tæknibúnað á milli landa, a.m.k. rétt á meðan umræddir útverðir og sendiboðar ís- lenska fagnaðarerindisins eru að störfum. Útflutnings- og þróunarsjóður tónlistarinnar hefur um árabil verið á teikniborði viðskipta- og iðnaðar- ráðherra, sem reyndar hefur oftar en einu sinn freistað þess að leggja fram frumvarp um slíkan sjóð, en því miður án nokkurs skilnings eða sýnilegs áhuga samráðherra sinna. Munar þar mest um markvissa og staðfasta andstöðu Björns Bjarna- sonar, fyrrverandi menntamálráð- herra. Reykjavíkurbréfið vék að umræddu frumvarpi en ekki að þeirri staðreynd að fyrrverandi að- stoðarritstjóri blaðsins ber í raun stærsta ábyrgð á því að málið er aft- ur komið á núllpunkt. 3) Að efla, í stað þess að veikja það starfssvið Ríkisútvarpsins sem í reynd hefur til þessa verið eini vís- irinn að stoðkerfi fyrir þá grein sem hér um ræðir, þ.e. nýja íslenska tón- list. Rás 2 hafði til skamms tíma sem svarar fjórðungi af sameigin- legum ráðstöfunartekjum Rásar 1 og Rásar 2 og lagði sig fram um að hljóðrita nýja íslenska tónlist og út- varpa henni reglubundið til a.m.k. 60 þjóðlanda. Með annars sjálfsagðri eflingu svæðisútvarps á Norðurlandi hefur hins vegar verið skorið af takmörk- uðu ráðstöfunarfé tónlistarsviðs til þessarar starfsemi. Sú staðreynd og sá niðurskurður, sem varðar þetta fyrrum óskabarn íslensku þjóðarinnar, vöggu ís- lenskrar menningar, fortíðar- og samtíðarspegil okkar, sjálft Ríkisút- varpið, segir allt sem segja þarf um skilning þeirra og tilfinningu fyrir nýjum tækifærum til verðmæta- sköpunar, sem með valdið fara á Ís- landi tuttugustu og fyrstu aldarinn- ar. Þótt þeir hvorki heyri, skilji né vilji það sem fram fer í Ríkisútvarp- inu má þó gera því skóna að þeir lesi Morgunblaðið sitt samviskusam- lega. Ritstjórum þess og höfundi Reykjavíkurbréfsins góða skal hér, fyrir hönd hins íslenska tónlistariðn- aðar, þakkað fyrir afar tímabær og vel ígrunduð skrif, skrif sem kynnu að fanga athygli þeirra sem til þessa hafa neitað að viðurkenna hugtakið og fyrirbærið „tónlistariðnaður“, þó að það sé í alþjóðlegu samhengi ein af stærstu atvinnu- og iðngreinum veraldar, og blasi jafnframt við sem löngu augljós staðreynd á Íslandi. Tímabært Reykjavíkurbréf Eftir Jakob Frímann Magnússon „Fyrir hönd hins ís- lenska tón- listariðn- aðar skal þakkað fyrir afar tíma- bær og vel ígrunduð skrif.“ Höfundur er tónlistarmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.