Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 72

Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 72
UMRÆÐAN 72 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ • Enskur Jólabúðingur verð frá kr. 250 • Enskar ávaxta jólakökur verð frá kr. 995 • Ljúffengt enskt marmelaði, ávaxtasultur og margt fleira. Klapparstíg 44, sími 562 3614 ÁRÍÐANDI hluti lýðræðisins er sá að almennir borgarar taki þátt í umræðunni um mikilvæg þjóð- félagsmál. Fyrir tveimur árum skrifaði ég grein sem birtist í Morg- unblaðinu undir fyrirsögninni ,,Fyr- ir hvern er Schengen?“ Þar gerði ég m.a. að umtalsefni þann skelfi- lega kostnað sem Schengen-þátt- takan hefði fyrir Íslendinga, með skírskotun til sérhannaðrar Schengen-byggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 5–6 millj- arða. Vísaði ég þar einnig til mörg hundruð milljóna króna rekstrar- kostnaðar á ári vegna hennar og þess viðbótarkostnaðar sem félli á rekstraraðila í flugstöðinni og op- inbera aðila. Jafnframt benti ég á að þátttakan í Schengen hefði verið ákveðin án hvatningar, ef ekki með vanþökk, ferðaþjónustunnar í land- inu. Í sömu grein sagðist ég hafa veitt eftirtekt mikilli útþenslu í ut- anríkisþjónustunni með mörgum nýjum sendiráðum m.a. í Japan þar sem stofnkostnaðurinn, væri þús- und milljónir og rekstrarkostnaður- inn 100 milljónir á ári. Tilgangur minn var sá að vekja athygli á þess- um óhagnýtu útgjöldum samfélags- ins á sama tíma og umræðan í þjóð- félaginu stóð hátt um kjör öryrkja, ellilífeyrisþega, kostnað og þjón- ustu þjóðfélagsins við heilbrigðis- og menntamál og útgjöld til lög- gæslumála, en í alla þessa mála- flokka vantar tilfinnanlega fjár- magn. Litlar opinberar umræður Mikill fjöldi fólks hafði samband við mig eftir að greinin birtist og skynjaði ég vel að þessi vitneskja hafði farið framhjá mörgum. Í Morgunblaðinu í janúar 2001 birtist viðtal við utanríkisráðherra um þetta mál, en þar sagðist hann m.a. vera alveg ósammála þeim sjónar- miðum sem fram kæmu í grein minni og að hann hefði ekki heyrt mig halda þeim fram meðan ég hefði unnið að þessum málum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ráð- herrann sagði jafnframt aðspurður að hann væri sannfærður að það væri tvímælalaust í hag Íslendinga að vera aðili að Schengen-samstarf- inu. Viðbrögð hans um Schengen- þátttökuna komu ekki á óvart, enda hafa Evrópumálin haft eitthvert að- dráttarafl á hann frá því hann kom til starfa í utanríkisráðuneytinu. Flestir hagsmunaaðilar á móti Aftur á móti skil ég ekki ummæli ráðherrans um að ég hafi ekki látið efasemdir mínar um Schengen koma fram meðan ég gegndi störf- um sem framkvæmdastjóri Flug- málastjórnar á Keflavíkurflugvelli og síðar sem forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Skoðun mín lá alltaf skýr fyrir í ráðuneytinu og síðar í stjórn flugstöðvarinnar, en þessu viðhorfi deildi ég með yfir- mönnum íslensku flugfélaganna, forystumönnum ferðamála, nefnd- armönnum í Markaðsráði Keflavík- urflugvallar svo einhverjir séu nefndir. Á hinn bóginn lét ég ekki skoðun mína koma fram á opinber- um vettvangi, enda hafði ráðuneytið mælst til þess að embættismenn héldu persónulegum skoðunum í þessum efnum fyrir sig. Ef dýpra er skyggnst Frá því að grein mín birtist er komin nokkur reynsla hérlendis á Schengen-aðildina. Til allrar óham- ingju er ekki að finna neitt nýtt um ágæti þátttökunnar til viðbótar því sem við mátti búast þ.e. að ekki er lengur nauðsynlegt fyrir Íslendinga að sýna vegabréf þegar þeir ferðast til Schengen-landa. Aftur á móti eru annmarkarnir farnir að koma fram hver af öðrum. Kostnaðurinn hefur haft veruleg áhrif á afkomu rekstr- araðila í flugstöðinni. Verslun og viðskipti við tengiflugsfarþega (far- þega sem ferðast utan Schengen) er nánast engin orðin. Tekjur flug- stöðvarinnar hafa þannig verið skertar. Skráning og talning far- þega til og frá landinu er ekki leng- ur möguleg. Aðgengi útlendinga að landinu frá Schengen-löndum er hindrunarlaust. Þessi skipan mála hefur laðað að landinu fólk, sem sumt hefur skapað hér vandræði og útgjöld fyrir samfélagið. Talið er að á Schengen-svæðinu séu a.m.k. 20 milljónir manna sem komist hafa ólöglega inn á svæðið, mest frá Austur-Evrópu og Asíu, og margir þeirra stunda ýmiss konar glæpa- starfsemi. Þetta fólk ferðast hömlu- laust innan svæðisins og til Íslands. Meðal annars þess vegna hafa Bret- ar ákveðið að gerast ekki þátttak- endur í Schengen. Áleitnar spurningar Í viðtali sem nýlega birtist í Morgunblaðinu við forsætisráð- herra kom fram hjá honum að Schengen-aðildin væri ekki galla- laus. Má segja að þar með hafi kom- ið fram fyrsta vísbendingin um að ráðamenn geri sér nú grein fyrir að Schengen-aðild er ekki heppilegur kostur fyrir Íslendinga og að hún geti verið þessari fámennu eyþjóð hættuleg. Í Rómarrétti til forna var sagt: ,,Í vafamálum ber að kveða upp hinn mildari dóm“. Ef það verður um- sögn íslensku þjóðarinnar að hún vilji ekki opna dyr sínar fyrir öllum einstaklingum innan evrópska efna- hagssvæðisins, þá er sársauka- minnst fyrir hana að hætta þessari þátttöku. Með því má spara mikla fjármuni, sem nýtast munu vel til velferðarmála, og fækka til muna vandamálum sem tengjast hindrun- arlausu aðgengi útlendinga að land- inu. Áfram sem hingað til yrðu út- lendingar boðnir velkomnir til landsins gegn framvísun vegabréfs. Eftir Ómar Kristjánsson „Annmark- arnir eru farnir að koma fram hver af öðrum.“ Höfundur er framkvæmdastjóri og fv.forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar. SCHENGEN-aðild og hindrunarlaust að- gengi útlendinga NÚ er enn á ný komin upp sú um- ræða í fjölmiðlum hvort ekki sé kominn tími til að texta íslenskt sjónvarpsefni. Þetta mál hefur skot- ið upp kollinum af og til síðustu ár en hefur því miður ekki verið tekið föstum tökum af hálfu stjórnvalda. Það var ekki fyrr en 19. maí árið 2001 sem þingsályktun var sam- þykkt á Alþingi þess efnis að menntamálaráðherra skyldi beita sér fyrir textuninni. Ég man þennan dag vel þar sem ég er heyrnarlaus og hef misst af endalaust miklu ís- lensku efni sem mig hefur langað að sjá. Nú var loksins komin smáglæta í textamyrkrinu og var ég, sem og hinir 30.000 heyrnarlausu á landinu, fullur bjartsýni á komandi tíð. En hvar er svo textinn okkar? Ekkert hefur bólað á honum þrátt fyrir þessa þingsályktun. Er bara verið að þagga niður í heyrnarlausu fólki með því að „gefa“ þeim smávon um betri tíma eða ætla Alþingismenn að standa við orð sín eins og þeim ber? Ég er einn af þeim sem hafa alltaf haft trú á okkar lýðræðislega sam- félagi. Þar sem hver og einn ein- staklingur hefur sama rétt og hinn næsti óháð litarhætti, búsetu eða fötlun. Því miður hefur verið grafið undan þessu trausti hægt og bítandi undanfarin ár þar sem ég með mína fötlun hef ekki notið réttinda á við næsta mann. Þessu þarf að breyta. Hvernig stendur á því að 10% þjóðarinnar fá ekki að fylgjast með öllu því vandaða íslenska sjónvarps- efni sem í boði er svo ekki sé minnst á fréttatímann? Er RÚV sjónvarp allra landsmanna eða eingöngu þeirra sem hafa heyrn? Ætti ég ef til vill að fá afslátt af afnotagjöld- unum? Nýju íslensku kvikmyndirnar t.d. Fálkar og auðvitað sjálft Hafið, framlag okkar til Óskarsverð- launanna, skiluðu sér ekki til mín né annarra heyrnarlausra. Þetta er mikill missir fyrir kvikmyndaáhuga- menn sem eru mjög margir í þess- um hópi fatlaðra. Málið er einfalt. Allt íslenskt sjónvarpsefni sem og íslenskar kvikmyndir ættu að vera textaðar, annað er mismunun. Eru þingsályktanir bara orðin tóm? Eftir Þórð Örn Kristjánsson „Allt ís- lenskt sjón- varpsefni sem og ís- lenskar kvikmyndir ættu að vera textaðar, annað er mismunun.“ Höfundur er heyrnarlaus. EINS og kunnugt er leigði fyrir- tæki, nátengt bæjarlögmanni Kópa- vogs, ólöglegar íbúðir í atvinnuhús- næði á Hafnarbrautinni. Fréttastofa ríkissjónvarpsins greindi frá þessu í haust og vakti það talsverða athygli. Bæjarstjóri Kópavogs upplýsti að sér hefði verið kunnugt um þetta en hann hafði engar athugasemdir gert. Húsaleigubætur afnumdar Nokkrir leigjendur höfðu fengið greiddar húsaleigubætur enda höfðu þeir í höndum þinglýsta húsaleigu- samninga og lögheimili skráð í hús- inu. Kópavogsbær hefur heimilað slíkt um árabil, m.a. til að leysa bráð- an húsnæðisvanda fólks. Í kjölfar fréttaflutnings RÚV í september sl. gerði félagsmálaráðuneytið athuga- semd við greiðslu húsaleigubóta í ólöglegu íbúðarhúsnæði í Kópavogi, lög heimiluðu það ekki. Bæjaryfir- völd ákváðu því að hætta að greiða íbúunum bæturnar. Þar með var fót- unum kippt undan fjárhag þessa fólks, sem hafði flutt inn í húsnæðið í þeirri góðu trú að það hefði rétt á bótum. Fyrst á móti – svo með Bæjarfulltrúar Samfylkingarinn- ar lögðu til í bæjarstjórn að þeim íbúum sem misst hefðu húsaleigu- bæturnar yrðu greiddar samsvar- andi bætur þar til þeir hefðu fundið annað húsnæði. Þessa tillögu felldu fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks. Þeir sýndu engan vilja til að koma fólkinu til hjálpar, en auð- vitað báru þeir ábyrgð á þeirri stöðu sem það var komið í. Að frumkvæði fulltrúa Samfylkingarinnar sam- þykkti félagsmálaráð Kópavogs að koma til móts við íbúana og greiða þeim samsvarandi bætur næstu sex mánuði. Þar með var vandi þeirra leystur. Allt ykkur að kenna Í umræðum um málið komu fram undarleg viðhorf sjálfstæðis- og framsóknarmanna í bæjarstjórn. Þeir brugðust illa við umræðunni og kenndu Samfylkingunni um að hætt var að greiða húsaleigubæturnar. Viðbrögðin bentu til þess að fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks teldu að til þess hefði ekki komið ef málið hefði ekki farið í fjölmiðla, þá hefðu bæturnar einfaldlega verið greiddar áfram! Það er sem sagt allt í lagi að fara á svig við lögin ef allir eru sammála um að þegja um það. Sökudólgarnir í málinu væru fulltrú- ar Samfylkingarinnar sem höfðu leyft sér að taka málið upp og tala um það opinberlega. Þeir, sem treyst er til að stjórna bænum, eiga ávallt að fara að lögum og hefja hagsmuni íbúanna yfir póli- tískar þrætur. Þau vinnubrögð hafa fulltrúar Samfylkingarinnar að leið- arljósi í bæjarstjórn Kópavogs sem annars staðar. Allt í lagi að brjóta lögin kom- ist það ekki upp! Eftir Hafstein Karlsson Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Kópavogi. „Það er sem sagt allt í lagi að fara á svig við lögin ef allir eru sammála um að þegja um það.“ Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir Mikið úrval af blóma- vösum Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.