Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 74
UMRÆÐAN
74 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í skugga styrjalda
Ljósmyndasýning Þorkels Þorkelssonar
stendur yfir í Listasafni ASÍ við Freyjugötu.
Á sýningunni eru myndir frá Palestínu og Ísrael sem teknar voru síðastliðið vor ásamt myndum frá ýmsum löndum.
Sýningin er liður í verkefni þar sem lýst er lífi fólks sem býr við erfiðar að stæður víða um heim.
Síðasta sýningarhelgi - opið laugardag og sunnudag frá kl. 14-18.
Eftirtöldum aðilum er þakkaður stuðningurinn:
Flugfélagið Atlanta, Rauði kross Íslands,
Hjálparstarf kirkjunnar, BECO Ljósmyndaverslun, ASÍ, Efling, VR, BSRB, Morgunblaðið.
AF og til má heyra stjórnmála-
menn halda því fram að þeim sé
hreint ekki umhugað um eigin frama
þegar þeir bjóða sig fram til stjórn-
málastarfa, heldur skipti höfuðmáli
að styrkja stöðu þess flokks sem þeir
tilheyra. Slíkar yfirlýsingar eru lítið
skárri en sérhagsmuna- eða frama-
pot og líkjast vafasömu slagorði –
flokknum allt. Staðhæfingar af þessu
tagi sýna okkur í hnotskurn ófullgert
lýðræði eins og það birtist í flokks-
ræðinu á Íslandi og eflaust víðar.
Vert er að hafa í huga að fyrr á
öldum þegar stjórnarvald embættis-
manna, hermanna og/eða aðals-
manna var viðtekin venja, voru
stjórnmálamenn í skilningi okkar
tíma ekki til! Flestum ber saman um
að það hafi verið til bóta þegar þeir
komu fram sem afl í samfélaginu til
að tryggja áhrif hins almenna borg-
ara. Það verður því að teljast veru-
legur dragbítur á lýðræðisfyrir-
komulaginu nú á tímum hversu ræði
einstakra hópa, framar almennings-
ráði, er yfirgnæfandi. Slíkt ástand
felur að einhverju marki í sér leifar
af valdastjórnarfari fyrri tíma og
gerir það að verkum að við búum við
skammtað lýðræði í raun.
Þetta leiðir hugann að því á hvaða
forsendum karlar og konur bjóða sig
fram í stjórnmálum. Framvarðar-
sveit hvers stjórnmálaflokks ber
fyrst og síðast að starfa sem fulltrúi
almennings. Ef frambjóðendur láta
sem þeir ætli að vinna í umboði
fólksins en hafa svo önnur og
þrengri markmið í hyggju undir
niðri, til dæmis vegna þrýstings frá
flokksvaldi, hagsmunaaðilum eða
jafnvel embættismönnum grefur það
mjög undan lýðræðinu. Stjórnmála-
legt vald er æðra embættis- eða
flokksvaldi og eflaust vandmeð-
farnara en ef vel er á haldið á slíkt
áhrifavald að leiða til umbóta á sam-
félaginu og auka velsæld þjóðfélags-
þegnanna.
Vandinn við það að vera flokks-
bundinn á Íslandi er sá að allir flokk-
ar telja sig búa yfir hinni einu og
réttu sýn á hlutina og lausnum í sam-
ræmi við það. Hver flokkur telur öllu
skipta að skilgreina sig á einn veg
fremur en annan og aðskilja sig
þannig frá hinum flokkunum til að
vera fær um að etja kappi við þá um
sigur í flokkskosningum. Á hinn bóg-
inn fer ekki nógu mikið fyrir því heil-
brigða viðhorfi að skoðanir, ólíkar
skilgreiningum flokksins, gætu haft
eitthvað til síns máls við lausn mis-
munandi verkefna því ekkert skoð-
anakerfi höndli sannleikann eitt og
sér.
Ókostirnir við það að vera utan
flokka hins vegar eru þeir helstir að
menn hafa þá lítil sem engin áhrif á
gang mála og eru hvorki spurðir álits
né beðnir um að samþykkja mikil-
vægar ákvarðanir. Almenningur
virðist eingöngu nothæfur til að
merkja við ákveðinn flokk með
reglulegu millibili og tryggja þannig
völd hans. Ef við Íslendingar bærum
gæfu til þess að efna í auknum mæli
til beinna almenningskosninga um
málefni fremur en flokka yrðu nið-
urstöður líklega oft á tíðum þverpóli-
tískar. Í kjölfarið myndu hrein
flokkamynstur smám saman riðlast,
sérhyggja og flokksvald yrðu á und-
anhaldi en samhyggja og almenn-
ingsvald ráðandi afl. Ekki afleit
framtíðarsýn það að mati greinar-
höfundar.
Gera má því skóna að samkeppni
flokkanna um völd sé alls ekki kjarni
stjórnmálanna. Höfuðatriðið hlýtur
ætíð að snúast um viðhald, umbætur
og uppgang lýðræðisins, ekki stað-
festingu á einstaklings- flokks- og/
eða kerfisræði. Hreyfingar úr fortíð-
inni eins og kvennaframboðið og
kvennalistinn með áherslu sinni á
jafnræði kynjanna og þverpólitíska
samvinnu, ýttu undir margvíslega
þróun lýðræðisins í stjórnmálum al-
mennt. Þó fjórflokkurinn hafi eflaust
að einhverju leyti tekið slíkar hug-
sjónir upp á arma sína eimir samt
talsvert eftir af gömlum ósiðum og
klækjum sem lifað hafa með valda-
sæknum einstaklingum og sérhóp-
um um aldir og gera enn.
Stjórnmálamenn ætti ekki að
hefja til vegs og virðingar vegna
flokkslitar eða pólitískra rétthugs-
ana. Þegar til lengri tíma er litið
helgast samfélagslegt mikilvægi
karla og kvenna í stjórnmálum miklu
fremur af því hversu langt þau eru
tilbúin að ganga í að styðja vöxt og
viðgang almenningsráða og þá gildir
einu hver persónuleg flokkstrú við-
komandi er. Skoðanir stjórnmála-
mannanna eru ekki stóra málið held-
ur álit og vilji hins almenna borgara
hvort sem eða hvar sem hann stend-
ur í flokki, um það snýst ræði lýðs-
ins.
Grunnskyldur
stjórnmálamanna
Eftir Guðrúnu
Einarsdóttur
„Höfuð-
atriðið hlýt-
ur ætíð að
snúast um
viðhald, um-
bætur og uppgang lýð-
ræðisins.“
Höfundur er sálfræðingur.
VESTMANNAEYJAR eru og
verða í náinni framtíð háðar sam-
göngum á sjó og því þarf sá skipa-
kostur sem annar þeim sam-
göngum að svara kalli tímans
hverju sinni. Góðar samgöngur eru
lykillinn að blómlegri byggð og
krafa nútímans er að fólk sé ekki
bundið í fjötra í byggðarlagi sínu.
Núverandi Herjólfur sem siglir
milli lands og Eyja hefur þjónað á
þeirri leið í 10 ár og er kominn tími
til að huga að endurnýjun skipsins.
Háhraða skip eða notuð ferja
ekki vænlegur kostur
Ekki er líklegt að háhraða skip,
hvort sem um er að ræða loftpúða-
skip eða tvíbytnu, geti leyst það
verkefni að sigla milli lands og
Eyja í þeim veðrum og erfiðu að-
stæðum sem ríkt geta á siglinga-
leiðinni og skip það sem siglir milli
lands og Eyja þarf að vera þeim
eiginleikum búið að geta siglt í
slæmum vetrarveðrum og stórsjó
sem oft ríkir dögum saman yfir
veturinn.
Það er ekki auðvelt að finna not-
aða ferju sem hentar til siglinga á
þessari siglingaleið því slík ferja
verður að uppfylla strangar örygg-
iskröfur. Allar kröfur varðandi
ferjur hafa verið hertar til muna á
undanförnum árum og ólíklegt að
skip finnist sem hentar til þessa
verkefnis.
Rangt að ætla að endur-
byggja núverandi skip
Það væri að mínu mati röng
ákvörðun að endurbyggja núver-
andi Herjólf, lengja hann, skipta
um vélar o.fl. Núverandi Herjólfur
þyrfti að vera breiðari til hag-
kvæmari nýtingar og lenging
skipsins leysir ekki þann vanda.
Einnig ber að hafa í huga að þótt
skip séu endurbyggð þá er erfitt að
sníða af þeim ágalla og vankanta
með slíkri framkvæmd og þó að
lagt sé í mikinn kostnað við end-
urbyggingu situr eftir að þrátt fyr-
ir mikinn kostnað eru menn áfram
með gamalt skip í höndum með
þeim göllum sem því fylgja.
Nýbygging eini fýsilegi
kosturinn
Eini fýsilegi kosturinn við end-
urnýjun ferjunnar er því nýbygg-
ing, þar sem byggt verður skip
hannað frá grunni til þess verk-
efnis sem því er ætlað. Ljóst er að
tími er kominn til að huga að ný-
byggingu ferjunnar þar sem ferli
nýsmíði tekur einhver ár. Þegar
núverandi Herjólfur var byggður
tók ferlið sex ár frá því að und-
irbúningur hófst þar til nýtt skip
sigldi til hafnar í Eyjum.
Ég hef undanfarið unnið að því
að kanna hvaða möguleikar væru í
stöðunni varðandi nýbyggingu
Herjólfs og hvað slíkt myndi kosta.
Í samvinnu við hönnunar- og ráð-
gjafarfyrirtækin Skipatækni,
Nautic, NaviForm og Elliott Bay
Design Group hef ég lagt fram
hugmynd að byggingu nýrrar ferju
til siglinga milli lands og Eyja og í
samvinnu við BP skip og Asmar-
skipasmíðastöðina í Chile hefur
verið farið yfir teikningu þá sem
fyrir liggur og gerð kostnaðaráætl-
un um smíði skips samkvæmt
henni.
Nýtt öflugt skip fyrir
rúma tvo milljarða
Hugmynd sú sem við höfum lagt
fram er teikning af ferju sem er
110,6 metrar á lengd og 22,8 metr-
ar á breidd, búin tveimur 9.000
hestafla aðalvélum, með gír,
skrúfubúnaði, ljósavélum, hliðar-
skrúfum, andveltiuggum, siglinga-
tækjum og öðrum tilheyrandi bún-
aði og er áætlaður ganghraði þessa
skips um 22 sjómílur, sem þýðir
um tveggja tíma siglingatími milli
Þorlákshafnar og Vestmannaeyja.
Skipið á að geta tekið um 500
farþega og 80 bíla auk 18 flutn-
ingavagna og í því yrðu svefnrými
fyrir um 200 manns.
Áætlað verð á smíði slíks skips
hjá Asmar í Chile er um 23 millj-
ónir Bandaríkjadollara eða tæpir 2
milljarðar íslenskra króna.
Búast má við að smíði skips sem
þessa yrði talsvert dýrari í Evrópu
en í Chile en eftir að hafa í tvö ár
unnið við eftirlit með smíði eins af
þeim skipum sem smíðuð voru hjá
Asmar fyrir íslenskar útgerðir fyr-
ir skömmu er ég viss um getu
þeirra til að skila af sér skipi sem á
allan hátt stenst fyllilega saman-
burð við það sem best gerist í
skipasmíðum í nágrenni okkar.
Góðar samgöngur
lágmarkskrafa
Íbúar í Vestmannaeyjum eru ríf-
lega 4.000 og ferðamenn sem sækja
Eyjarnar heim ár hvert skipta tug-
um þúsunda. Það er lágmarkskrafa
fólksins sem býr í Vestmannaeyj-
um, þar sem afar stór hluti þjóð-
artekna m.v. íbúafjölda verður til,
að samgöngur séu eins góðar og
fullkomnar og mögulegt er. Krafan
um nýja ferju er því hógvær og
sanngjörn.
Ný ferja hógvær krafa miðað
við 8 milljarða jarðgöng
Á sama tíma og ákveðið hefur
verið að gera samgöngubætur fyrir
1.300 íbúa Siglufjarðar í formi
jarðganga til Ólafsfjarðar sem
kosta um 8 milljarða króna er hóg-
vær krafa að fara fram á byggingu
nýrrar ferju. Eyjamenn eiga ekki
aðra möguleika til að komast til og
frá Eyjum með farartæki sín en
sjóleiðina og því á þessi þjóðvegur
að vera eins fullkominn og mögu-
legt er.
Eyjamenn greiða sérstaklega
fyrir afnot af þjóðveginum
Ekki má heldur gleyma því að
Eyjamenn og aðrir sem til Eyja
koma greiða fyrir að ferðast um
þjóðveginn, sjóleiðis milli lands og
Eyja, í formi fargjalda en þeir sem
ferðast munu um þau jarðgöng
sem byggja á fyrir norðan og kosta
nærri fjórfalt meira en ný ferja
greiða ekki krónu fyrir að ferðast
um þann hluta þjóðvegarins. Það
er því lágmarkskrafa að nú þegar
verði hafist handa við undirbúning
að byggingu nýrrar ferju milli
lands og Eyja. Annað er hreinlega
ekki sanngjarnt.
Hefja á undir-
búning að bygg-
ingu nýs Herj-
ólfs nú þegar
Eftir Grím Gíslason
Höfundur er vélstjóri.
„Það er ekki
auðvelt að
finna notaða
ferju sem
hentar til
siglinga á þessari sigl-
ingaleið því slík ferja
verður að uppfylla
strangar öryggis-
kröfur.“