Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 81
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 81 VIÐ sem stöndum að útgáfu ís- lenskra barnabóka furðum okkur á þeim ummælum sem féllu í ritdómi Friðriku Benónýsdóttur í bókablaði Morgunblaðsins þann 4. desember sl. um íslenskar barnabækur og út- gefendur þeirra. Þar notar gagnrýn- andinn tækifærið til að slæma kló í alla aðstandendur íslenskra barna- bóka á afskaplega óvæginn og ófag- legan hátt. Segir hún íslenskar barnabækur „innihaldslausar sögur sem hróflað er upp án metnaðar“ og að útgefendur virðist „láta hagnað- arvonina nægja þegar kemur að vali barnabóka til útgáfu“. En hvorugt skiptir á endanum máli því „afi og amma kaupa hvort eð er þá bók sem mest er auglýst til að gefa barna- börnunum í jólagjöf“. Allir sem komið hafa nálægt út- gáfu íslenskra barnabóka vita að ekkert af þessu á við rök að styðjast. Mikill metnaður er lagður í sköpun íslenskra barnabóka og fjölmargir úrvalshöfundar eyða drjúgum hluta ársins í að rita vandaðar og metn- aðarfullar barnabækur. Útgefendur sækjast eftir þessum bókum vegna þess að það skiptir máli að í landinu séu skrifaðar bækur sem taka mark af því umhverfi og þeim hversdegi sem íslensk börn búa við. Útgáfa þessara bóka veltir ekki milljónum eins og gagnrýnandinn virðist halda. Barnabækur eru hlutfallslega ódýr- ar og fæstar gera mikið meira en að svara kostnaði. En þær eru lesnar upp til agna á bókasöfnum landsins af lestrarhestum landsins sem gera meiri kröfur en svo að láta bjóða sér upp á tómt drasl. Það gera afi og amma líka. Væru útgefendur jafnfíknir í gróða og gagnrýnandinn vill meina gæfu þeir sennilega ekkert annað út en erlendar metsölubækur sem kvik- myndir og sjónvarpsþættir tryggðu örugga sölu. Það minnkaði bæði áhættu og fyrirhöfn – en gerði um leið útgáfuna metnaðarlausa. Enda er það ekki tilfellið – sem betur fer. Miðað við nýútkomin bókatíðindi koma út um fjörutíu nýjar íslenskar barnabækur árið 2002, og við full- yrðum að flestar standast fyllilega samanburð við það sem gefið er út erlendis. Auðvitað sýnist sitt hverj- um um þessar bækur og þannig á það að vera – en að baki liggur metn- aður, vandvirkni og ekki síst velvilji í garð íslenskra bókaorma sem hafa fjölbreyttan smekk og mikla lyst. Við sem berum hag íslenskra barna, íslenskra barnabóka og ís- lenskra barnabókahöfunda fyrir brjósti vonumst til þess að Morgun- blaðið feli ekki öðrum að skrifa um barnabækur en þeim sem bera vott af virðingu fyrir því starfi sem unnið er á þessu sviði en fögnum allri ígrundaðri og rökstuddri umfjöllun um barnabækur jafnt sem aðrar bækur. HILDUR HERMÓÐSDÓTTIR, útgáfustjóri Sölku. ODDNÝ JÓNSDÓTTIR, ritstjóri barnabóka Vöku-Helgafells. SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON, útgáfustjóri Bjarts. SIGÞRÚÐUR GUNNARS- DÓTTIR, ritstjóri barnabóka Máls og menningar. Áfellisdómur um úrvalsbækur Frá Hildi Hermóðsdóttur, Oddnýju Jónsdóttur, Snæbirni Arngrímssyni og Sigþrúði Gunnarsdóttur: FYRIR nokkru skrifaði Úrsúla Jünemann lesendabréf í Morgun- blaðið. Í bréfinu koma fram furðu- legir fordómar í garð Landsvirkj- unar og starfsmanna fyrirtækisins. Ekki verður hér fjallað frekar um skoðanir Úrsúlu. Hins vegar sýnist mér nauðsynlegt að leiðrétta tvær rangar fullyrðingar hennar. Ástæðan er sú, að Úrsúla segist vera bæði leiðsögumaður og kenn- ari. Fólk í slíkri stöðu þarf að kunna skil á staðreyndum. Úrsúla skrifar m.a.: „En þetta fyrirtæki [Landsvirkjun] er fyrst og fremst að búa til ódýrt rafmagn handa erlendum stóriðjufyrirtækj- um á gjafaverði. Það er að vaða inn á hvaða landsvæði sem er til að útvega verkefni handa stórum verktökum, til dæmis Íslenskum aðalverktökum“. Tilgangur Landsvirkjunar er skv. lögum að nýta orkuauðlindir landsins. Fyrirtækið selur stór- iðjufyrirtækjum orku á samkeppn- isfæru verði en það er engan veg- inn lágt í samanburði við verð, sem býðst sums staðar í heim- inum. Landsvirkjun þarf leyfi stjórnvalda til að rannsaka virkj- unarkosti og margvísleg leyfi byggð á lögum til að virkja. Landsvirkjun býður út fram- kvæmdir við virkjanir. Í gegnum tíðina hefur Landsvirkjun hagnast af sölu rafmagns til orkufreks iðn- aðar, en við slíkan iðnað starfa hundruð Íslend- inga. Á öðrum stað segir Úrsúla: „Ekki nenni ég að borga hæsta rafmagnsverð í heimi til að styðja erlend stóriðjufyrir- tæki.“ Staðreyndin er sú að Úrsúla borgar eitt lægsta orkuverð á Vesturlöndum hér á landi m.a. vegna þess að hægt er að virkja hagkvæmar þegar einnig er virkj- að fyrir orkufrekan iðnað. Úrsúlu er velkomið, ef hún vill, að leita frekari upplýsinga um þessi mál hjá Landsvirkjun. Fjöldi ferða- manna, bæði erlendra og inn- lendra, heimsækir aflstöðvar hér á landi og eru flestir afar ánægðir að kynnast því hvernig Íslendingar virkja hreinar og endurnýjanlegar orkulindir sínar. Einnig finnst þeim fróðlegt að sjá hve vel orku- fyrirtækin umgangast starfs- stöðvar sínar og nágrenni þeirra. Úrsúla getur, hafi hún áhuga, farið með ferðahópa sína í slíka heim- sókn. Með því gæti hún í senn kynnt sér starfsemi orkufyrirtækj- anna og losað sig við þá fordóma í garð samlanda sinna sem einkenna lesendabréf hennar. FRIÐRIK SOPHUSSON, forstjóri Landsvirkjunar. Um raforkuverð og fleira Frá Friðrik Sophussyni: Friðrik Sophusson ÍÞEIM gleðum er nú brúkastá landi voru er lítil skynsemiog enn minni nytsemi tilnokkurs lærdóms,“ segir í texta frá 18. öld – og virðist fátt hafa breyst síðan þá. Allsterk hefð er fyrir því að nafn- orð, sem höfð eru um hugarástand eða önnur óáþreifanleg hugtök svo sem gleði, keppni, heppni, reiði o.s.frv. séu fyrst og fremst notuð í eintölu. Ýmsir ákafamenn um rot- varnir íslenskrar tungu telja alla fleirtölunotkun orða af þessu tagi „ranga“. Og víst er að fæstum dett- ur í hug að tala um „reiðir“ eða „heppnir“. En eins og dæmið, sem tekið var hér í upphafi, sýnir glöggt hefur lengi tíðkast að nota gleði í fleirtölu og þá í merkingunni veislugleði, ölteiti, jólaskemmtun eða samkoma, þ.e.a.s. um skipu- lagðan mannfagnað. Mörg dæmi eru um þessa notkun orðsins í gömlum textum. Eftir sem áður taka menn gleði sína aftur en ekki gleðir ef merkingin er gott skap eða ánægja. Þó er ekki loku fyrir það skotið að stundum hafi orðið jafnvel verið haft í fleirtölu í þeirri merkingu þótt sjaldgæft sé. Eftirfarandi dæmi er að finna í ársritinu Norð- urfara sem kom út tvisvar í Kaup- mannahöfn, 1848 og 1849: „Ef eg sje einhvern armingja, sem […] af- neitar sjer um […] alla virðingu fje- lagsbræðra sinna, og gleðir velvilj- aðrar vináttu.“ Ekki fær umsjónarmaður betur séð en hér merki orðið gleði ánægja fremur en samkoma. Ekki mælir hann þó sérstaklega með orðalagi sem þessu. – – – Það sem hér á undan er ritað leiðir hugann að orðinu keppni. Upphaflega merkir keppni það að keppa, kapp, kappsemi eða atorka, og lengi vel hafa hinir gallhörðustu í hópi vandlætara haft horn í síðu fleirtölumyndarinnar keppnir, tal- ið hana „ranga“. En eftir því sem farið er að keppa í fleiri greinum eru sífellt fleiri samkomur skipu- lagðar þar sem menn reyna með sér til dæmis í glímu, ormaáti, herfilegu látbragði eða bara svo saklausri íþrótt sem pönnuköku- bakstri. Samkoma af þessu tagi er oft kölluð keppni, og margar slíkar eru þá keppnir, ýmsum til ar- mæðu. Ekki veit umsjónarmaður hve gömul fleirtölumyndin er en elstu dæmin um hana í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru frá síð- ari hluta 20. aldar. Í Árbók Ferða- félagsins frá 1968 er til dæmis þessi klausa: „… að ekki sé síður holl sú hreyfing að klífa upp brekku en að bruna niður hana og horft hef ég hér á keppnir í þessum greinum.“ Þykir um- sjónarmanni ástæðulaust að amast við fleir- tölunotkun orðsins keppni og vísar til gleðanna því viðhorfi til stuðnings. Þó má benda á, ef ein- hverjum gæti orðið það til umhugs- unar, að þjóðin virðist hafa komist af án keppnanna í þúsund ár og haldið hér leika í staðinn. – – – Einn merkingarflokkur nafn- orða kallast safnheiti og eru það orð sem í eintölu eru höfð um magn af e-u (t.d. sandur, fólk), stendur í Íslenskri orðabók. Sum þeirra orða, sem flokkast undir safnheiti, eru notuð í fleirtölu, önnur ekki. Til dæmis getur sandur merkt sandi þakið svæði svo sem sjávarströnd eða eyðisandur og tekur fleirtölu í þeirri merkingu, sandar. Einnig getur vatn ýmist verið safnheiti eða táknað teljanleg fyrirbæri, t.d. stöðuvötn, og svo er með fleiri orð. Hins vegar dettur engum í hug að segja „mörg fólk“ – enn sem komið er. Orðið vín var í öndverðu jafnan safnheiti en er nú oft notað í fleir- tölu og þá yfirleitt í merkingunni víntegundir. Í Minningabók Þor- valds Thoroddsen frá 1922–23 stendur: „… þegar kampavíni, öli og heitum vínum er blandað sam- an.“ Af einhverjum ástæðum hefur öl ekki forframast með sama hætti og er kirfilega bundið á sinn safn- heitisbás. Hins vegar þykja þeir oft menn að meiri sem drekka marga bjóra en mjólkurþambararnir verða að láta sér nægja að drekka sína hvítu veig í eintölu þrátt fyrir að hér fáist bæði nýmjólk og létt- mjólk, fjörmjólk og súrmjólk. Ekki er umsjónarmanni fullljóst hvað veldur því að los kemst á sum eintöluorð og þau fara allt í einu að daðra við fleirtölu en önnur sitja sem fastast við sinn eintölukeip. Hver veit nema fólkin verði farin að þamba mjólkur um miðja öld- ina? – – – Sum sagnorð eru áhrifssagnir – taka með sér andlag. Dæmi um slíka sögn er stöðva (í miðmynd, stöðvast, er hún þó áhrifslaus). Ökumaður stöðvar bíl, lög- reglumaður stöðvar grunsamlegan náunga á förnum vegi en fátt virð- ist geta stöðvað hnignun tungu- málsins. Hér eru bíll, náungi og hnignun andlög. Æ meira ber á því að farið sé að nota stöðva sem áhrifslausa sögn í merkingunni nema staðar, staðnæmast, stöðv- ast: Bíllinn stöðvaði við umferð- arljósin; skriðan stöðvaði áður en hún náði byggðinni. Samkvæmt málhefð hefði átt að segja hér „bíll- inn staðnæmdist …“ og „skriðan stöðvaðist …“. Óneitanlega eykur þetta blæbrigði málsins. – – – Úr nýkansellíinu: Innstig: Það að stíga inn í strætisvagn. „Innstig í gær voru 4.567.“ (Ekki er gert ráð fyrir útstigi og gæti það fælt ein- hverja frá því að ferðast með strætó.) Fyrirtaka: Það dómstig þegar mál er tekið fyrir. „Málið fór í fyr- irtöku í gær.“ (Fyrirtaks orð.) Haldlagning: Sú athöfn lögreglu að leggja hald á eitthvað, til dæmis fíkniefni eða skattagögn. „Möppu- dýrið gerði grein fyrir heimildum og aðferðum embættisins til hald- lagningar gagna.“ (Tillögur: trún- aðarlagning; huglagning.) Ástæðulaust er að amast við fleirtölunotkun orðsins keppni keg@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Karl Emil Gunnarsson ÞAÐ er satt að segja undarlegt við- horf sem virðist ríkjandi hjá yfir- völdum í garð íslenskrar tónlistar. Er þá ekki skírskotað til lítils stuðn- ings þeirra við útflutning tónlistar, né heldur hins óbyggða tónlistar- húss, sem löngu er tímabært. Heldur er bréfkorn þetta ætlað til að benda á það misrétti sem gjörvöll íslensk tónlistarstétt býr við, sem birtist í því að ráðamenn sjá ástæðu til að leggja hærri virðisaukaskatt á verk hennar en á verk annarra lista- manna, innlendra sem erlendra. Íslendingar hafa löngum talið sig tilheyra menntaþjóðum, ekki síst bókmenntaþjóðum. Yfirvaldið hefur sýnt stuðning við bókmenntir í verki á ýmsan hátt, ekki síst með lækkun virðiskaukaskatts á íslenskum bók- um í 14% fyrir nokkrum árum, neyt- endum, bókaforlögum og rithöfund- um til beinna og óbeinna hagsbóta. Gott var það og vel. Gladdist íslenskt tónlistarfólk eðlilega við þetta, enda átti það von á að sanngirni yrði gætt og í kjölfarið kæmi lækkun skatts á hljómföng. En því var ekki að fagna. Svo gerðist það, eins og frægt var, að skattur af erlendum bókum og tíma- ritum var lækkaður niður í 14%. En eftir situr tónlistin, innlend sem er- lend. Hver eru rökin fyrir því að prent- uð verk ljóðskálda þjóðarinnar beri 14% virðisaukaskatt, á meðan plötur Megasar bera 24,5%? Og hvaða glóra er í því, að af nýrri bók um tón- listarmanninn KK sé innheimtur lægri skattur en af nýrri hljómplötu hans? Óréttlætið verður loks hróp- legt, þegar litið er til þess að kaup- endur erlendra tímarita á borð við „Hustler“ greiða lægri virðisauka- skatt, en þeir sem kjósa að halla sér aftur heima í stofu og njóta söngs Kristjáns Jóhannssonar eða Bjarkar Guðmundsdóttur. Þetta hlýtur að teljast undarlegt virðismat hjá stjórnvöldum, ef ekki hreinlega skammarlegt. Það jaðrar við að hægt sé að lesa úr þessu vísvitandi virðingarleysi ráðamanna gagnvart tónlistarfólki, sem þrátt fyrir allt er jú það listafólk sem borið hefur hróð- ur þjóðarinnar víðast. Ekki er laust við að upp í hugann komi orð Guð- rúnar Ósvífursdóttur, „þeim var ég verst er ég unni mest“. Vel á minnst; „Laxdæla“ fæst í næstu bókabúð með 14% álagningu. Einnig fæst hún sem ’hljóðbók’, þá reyndar nokkuð dýrari. Við undirrituð hvetjum ráðamenn til að leiðrétta misréttið og sýna ís- lenskri tónlist þá sanngirni og virð- ingu sem hún á skilið. Virðingarfyllst, BIRGIR ÖRN STEINARSSON, BIRGITTA HAUKDAL, BUBBI MORTHENS, BJÖRGVIN HALLDÓRSSON, ERPUR EYVINDARSON, HRAFN THORODDSEN, HREIMUR ÖRN HEIMISSON, KRISTINN SIGMUNDSSON, PÁLL RÓSINKRANZ, STEFÁN HILMARSSON, JÓN ÓLAFSSON, píanóleikari, JÓN STEFÁNSSON, kórstjóri. Vér mót- mælum óréttlæti! Frá íslensku tónlistarfólki: Morgunblaðið/Arnaldur Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.