Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 84

Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 84
KVIKMYNDIR 84 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STEVEN Soderbergh er án efa einn af virtari leikstjórum Holly- wood, og virðist hann vera að skapa sér virðingarstöðu í anda kvikmynda- höfunda á borð við Robert Altman og Woody Allen, sem birtist m.a. í því að rándýrar stjörnur vilja ólmar leika í myndum hans, og slá þá af verðkröf- um í því skyni að ná sér í „listræna“ fjöður í hatt sinn. En að mínu mati hefur Soderbergh ekki einu sinni táneglurnar þar sem hinir fyrrnefndu hafa hælana og eru þær vonir sem bundnar voru við leik- stjórann eftir að hann sendi frá sér hina frábæru frumraun sex, lies and videotapes árið 1989 enn óuppfulltar. Myndir á borð við Erin Brockovich, Traffic og Ocean’s Eleven eru lítið annað en meðalmyndir þó svo að stjörnufansinn sé mikill og Óskars- vænleikinn nægilegur til að menn séu farnir að tala um „meistara Soder- bergh“. Ein athyglisverðasta mynd Soderberghs sem ég hef séð síðan sex, lies and videotapes er reyndar The Limey með Terence Stamp í að- alhlutverki. Í Full Frontal virðist Soderbergh hafa ákveðið að stilla sig inn á „óháða“ og „listræna“ stigið (þó svo að hann hafi ekki náð að hrista af sér stjörnufansinn) nema hvað hér virð- ist frumleikinn og innsæið á þrotum hjá leikstjóranum. Þannig er í mynd- inni sögð saga í anda Short Cuts Alt- mans. Við kynnumst nokkrum per- sónum, sem tengjast lauslega og stundum á tilviljunarkenndan hátt. Þær lifa dag sem er einn af mörgum í lífi þeira og endurspeglar sagan átök þeirra við skammvinn og langvarandi vandamál tilveru sinnar. Margar þessara persóna eru ágætlega skap- aðar, og leikararnir sem túlka þær fínir. En hér er Soderbergh ekkert að gera sem ekki hefur verið áber- andi og gert áður og betur á síðasta áratug, s.s. að leika með margfaldar sviðssetningar, fjalla um kvikmynd- ina í kvikmyndinni, heiminn á bak við Hollywood glansmyndina, og nota hráa tökuvél sem veltir upp spurn- ingum um réttu leiðina til að miðla „veruleikanum“. Satt að segja held ég að myndin hefði ekkert orðið verri án hinna tilgerðarlegu tilrauna Sod- erbergs til að búa til einhverja list- ræna umgjörð utan um efnið. Sem fyrr segir eru það persónurnar og sögur þeirra, sem sagðar eru að hluta til í gegnum þeirra eigin frásagnar- raddir, sem gera myndina áhuga- verða. Þær spanna reyndar allt frá hinum tilgerðarlegu leikhúsmönnum sem eru að setja upp tilraunakennt verk um Hitler, til hinna öllu áhuga- verðari Bright-hjóna (Catherine Keener og David Hyde Pierce). Eig- inkonan Lee Bright er reyndar sú persóna sem hvað dýpst er kafað of- an í og tekst reyndar vel að draga upp sársaukafulla mynd af sálarlífi hennar. Það má hins vegar spyrja sig hvað innslag leikara á borð við Brad Pitt og Juliu Roberts hefur fram að færa fyrir heildina, annað en að vekja forvitni stjörnuþyrstra áhorfenda. Tengsl milli persónanna eru dreg- in upp á nokkuð lipran hátt, og er það einna helst í því púsluspili sem svið- setningarflækjur Soderberghs ganga upp. Full Frontal er því ágætismynd, sem á sínar stundir, en þegar á heild- ina er litið vantar talsvert upp á næmi leikstjórans fyrir einhverju sem er raunverulega frumlegt og hefur eitthvað að segja. FULL FRONTAL (ALLT LÁTIÐ FLAKKA) Regnboginn, 101 bíófélag  Leikstjórn: Steven Soderbergh. Handrit: Coleman Hough. Kvikmyndataka: Steven Soderbergh. Aðalhlutverk: Blair Under- wood, Julia Roberts, David Hyde Pierce, Catherine Keener, Mary McCormack. Lengd: 103 mín. Bandaríkin, Miramax Films, 2002. Heiða Jóhannsdóttir Í „list- rænum“ stellingum Í umsögn um mynd Stevens Soderberghs, Allt látið flakka, segir að hana skorti tilfinnanlega frumleika en bjóði upp á lipur persónutengsl. UM síðustu helgi hófust loksins reglubundnar sýningar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Bíóið sögufræga hefur verið í umsjá Kvikmyndasafns Ís- lands undanfarin ár og eru sýning- arnar einnig fyrir tilstuðlan safns- ins. Til að byrja með verður sýnt á laugardögum og standa nú yfir sýn- ingar á kvikmyndum sem tengjast með einum eða öðrum hætti heimabæ bíósins og safnsins, Hafn- arfirði, gerast þar, voru teknar þar eða skarta hafnfirskum leikurum. Í dag verður sýnd verðlauna- mynd Ágústs Guðmundssonar Mávahlátur en hún er gerð eftir sögu Kristínar Marju Baldursdóttur sem á sér stað í Hafnarfirði og dreg- ur upp skýra og spennandi mynd af bænum eftir miðbik síðustu aldar. Næsta laugardag verður svo sýnd Punktur, punktur, komma, strik sem Þorsteinn Jónsson gerði eftir sögu Péturs Gunnarssonar, mynd sem frumsýnd var 1980. Á undan sýningunum verða auka- myndir eða myndbútar úr fórum safnsins sem teknir voru í Hafn- arfirði um 1920 af Bíó-Petersen, brautryðjanda í bíósýningahaldi á Íslandi. Mávahlátur verður sýnd í Bæjarbíói í dag kl. 16. Miðaverð 500 kr. Miðasala verður opnuð í bíóinu kl. 15.30 en einnig er hægt að fá miða hjá Kvikmyndasafni Íslands. Reglulega kvikmyndasýningar í Bæjarbíói Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason í Hafnarfjarðar- myndinni Mávahlátri sem sýnd verður í Bæjarbíói í dag. Hafnarfjörður er algjört bíó "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu Í kvöld kl. 20, nokkur sæti, þri 17. des, UPPSELT, sun 29. des kl. 20, HÁTÍÐARSÝNINING, nokkur sæti Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur mið 11. des, Félagsheimilinu Klifi, ÓLAFSVÍK, föst 13. des, LOKASÝNING FYRIR JÓL, nokkur sæti Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Munið gjafakortin! Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti, síðasta sýning fyrir jól Veisla í Vesturporti! Allra síðustu sýningar í Vesturporti lau. 7. des. kl. 23 mið. 11. des. kl. 21 Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 - www.senan.is Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Lau 28/12 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Í kvöld kl 20, Su 8/12 kl 14,Su 29/12 kl 14 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 12. des kl kl 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐASTA SÝNING Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Forsalur Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Su 8/12 kl 20, UPPSELT, Lau 14/12 kl. 20, Má 30/12 kl 20 SÓL & MÁNI Nýr íslenskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR TILBOÐSVERÐ KR. 2.800 GILDIR TIL JÓLA Frumsýning 11. janúar BROT AF ÞVÍ BESTA - UPPLESTUR OG TÓNLIST Jól í Kringlusafni og Borgarleikhúsi: Rithöfundar lesa - léttur jazz Fi 12/12 kl 20 Arnaldur Indriðason, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Stefán Máni og Þórarinn Eldjárn. JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Í kvöld kl 20, Su 29/12 kl 20 JÓLAGAMAN Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl. Í dag kl 15:00, Lau 14/12 kl 15:00 Su 15/12 kl 15:00 - Aðeins kr. 500, ELEGIA - FJÖGUR DANSVERK Pars pro toto - Rússibanar - Benda Fö 13/12 kl 20:00,Lau 14/12 kl 20:00 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF 7. des. kl. 14 laus sæti Sérstakar jólasýningar! 26. des. kl. 14 laus sæti 29. des. kl. 14 laus sæti 5. jan. kl. 14 laus sæti 12. jan. kl. 14 laus sæti 19. jan. kl. 14 laus sæti JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur Lau. 7. des. kl. 13 og 15.15 uppselt Sun. 8. des. kl. 14. laus sæti Mán. 9. des. kl. 9.30 og 10.40 upp- selt Fim. 12. des. kl. 10 uppselt Fös. 13. des. kl. 10 og 13.30 uppselt Sun. 15. des. kl. 14 laus sæti HVAR ER STEKKJARSTAUR? eftir Pétur Eggerz Mið. 11. des. kl. 10 uppselt Fim. 12. des. kl. 10 og 16.30 uppselt Fös. 13. des. kl. 10 og 14 uppselt Miðaverð kr. 1.100. Netfang: ml@islandia.is ww.islandia.is/ml Lau. 7. des. UPPSELT Lau. 14. des. kl. 20.30 Aukasýning Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Lau. 7. des. kl. 20 Sun. 8. des. kl. 15 og 20 Lau. 14. des. kl. 20 Sun. 15. des. kl. 15 og 20 Veisla í Vesturporti Allra síðustu sýningar í Vesturporti lau. 7. des. kl. 23 síðast sýning í Vesturporti Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 - www.senan.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.