Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 11 Hvernig undirbjóstu svo sjálfar tökurnar? „Ég hafði verið þó nokkuð á Hlemmi tæpu ári áður til að undirbúa ritun handrits eða öllu heldur lýsingar á því hvers konar mynd ég vildi gera um Hlemm og fólkið þar. Það var for- senda fyrir því að fá peninga í verkefnið. Síðan kom ég heim til Íslands um mánuði áður en tökurnar hófust og fór því sem næst á hverjum degi á Hlemminn, fyrst bara til að skoða og hlusta en svo fór ég smám saman að tala við fastagesti, verði og aðra starfsmenn og segja þeim frá myndinni sem ég væri að fara að gera. Þegar við byrjuðum að taka vissu því allir, sem tengdust Hlemmnum eitthvað að ráði, hvað um var að vera. Nokkrum mánuðum áður hafði ég fengið tökuleyfi hjá SVR þar sem stöðvarstjór- inn Þórhallur Halldórsson reyndist okkur frá- bærlega vel, sem og flestallir starfsmenn Hlemms, meðan á tökunum stóð.“ Að kynnast myndefninu rólega Myndstíllinn, taka og klipping, er kyrr og stillilegur en ekki ágengur og hraður eins og einkennt hefur nýlegar stafrænar heimilda- myndir, t.d. Lalla Johns og Í skóm drekans. Myndefnið gengur frekar inn í og út úr ramm- anum en að vélin elti það uppi með látum. Hvað réð? „Þetta er mynd um fólk og það er mín reynsla að vilji maður kynnast einhverjum virkilega vel þurfi tíma og þolinmæði, bæði til að öðlast traust viðkomandi en ekki síður til að fylgjast með honum í rólegheitunum úr fjar- lægð svo maður geti dregið sínar eigin álykt- anir, sem geta verið í hrópandi mótsögn við það sem hann fullyrðir um sjálfan sig. Myndin ein- beitir sér að nokkrum aðalpersónum sem áhorfandinn kynnist betur og betur eftir því sem á hana líður og getur dregið sínar eigin ályktanir út frá því sem hann sér og heyrir. Þar fyrir utan er útgangspunkturinn ákveðinn staður, þar sem aðalpersónurnar sitja, spjalla og bíða. Stærstur hluti dagsins fer í það að fá tímann einhvern veginn til að líða. Þar er ágengur, hraður stíll einfaldlega ekki rétta leiðin til að fanga andrúmsloftið, hvorki hjá manneskjunum né heldur á staðnum.“ Þú nærð ótrúlega nánu og einlægu sambandi við fólkið á Hlemmi. Hvernig gekk það fyrir sig? „Við undirbúninginn kynntist ég mörgum og spjallaði mikið við þá sem mér þótti hvað áhugaverðastir. Þetta voru fulltrúar mismun- andi hópa sem sóttu Hlemm og gátu talist til fastagesta, því meiningin var auðvitað að gefa sem raunsæjasta mynd af gestunum. Og satt best að segja gekk miklu betur að fá þá til að vera með en ég hefði fyrirfram þorað að vona. Á Íslandi þekkja allir alla, eða það ímynda menn sér alltént, og trúlega er Hlemmur ekki endilega sá staður á höfuðborgarsvæðinu sem fólk almennt dreymir um að tengjast á opin- berum vettvangi. Svo mættum við með græj- urnar, stóra myndavél, þrífót, myndskjá, pró- fessjónal hljóðupptökutæki og annað sem svona vinnu fylgir og byrjuðum að taka. Það voru mánaðamót og mikið um að vera hjá drykkjumönnunum sem vermdu bekkina sem þá voru fyrir utan Hlemm en er nú búið að fjar- lægja, svo við byrjuðum á að taka með þeim. Það gekk vel, enda bar ég gæfu til að velja tvo góða félaga, Hannes og Ómar, sem mér fór að þykja virkilega vænt um eftir því sem á tök- urnar leið og ég kynntist þeim betur. Þeir voru báðir mjög skýrir, klárir í kollinum og sér með- vitandi um eigið ástand sem þeir reyndu ekki að fegra á einn eða neinn hátt. Þeir höfðu líka fínan húmor, þannig að það var á köflum bráð- skemmtilegt að vera með þeim. Eftir tvo daga ætlaði ég síðan að herma loforðin upp á alla hina, sem höfðu sagt að þeir yrðu með. En þá brá svo við enginn þeirra vildi vera með, ekki einn einasti. Þrjár vikur voru planaðar í tökur um sumarið og síðan tvær veturinn eftir og lengi vel leit út fyrir að ég hefði ekki möguleika á að gera myndina sem ég hafði ætlað mér.“ Það sem raunveruleikinn býður Þannig að menn duttu úr skaftinu og reyndu jafnvel að koma í veg fyrir gerð myndarinnar? „Þeir voru fjölmargir sem ekki vildu vera með og ekkert við því að segja; við urðum ein- faldlega að virða það. Hins vegar var einn starfsmaður á Hlemmi sem virkilega vann gegn okkur, bókstaflega rægði okkur, en aðrir starfsmenn reyndust okkur frábærlega vel; án þeirra góða samstarfs hefðum við aldrei náð að klára myndina. Það tók langan tíma að vinna traust fólks á nýjan leik, en af því við vorum á staðnum daglega urðum við smám saman hluti af lífinu á Hlemmi. Málið leystist á endanum með því annars vegar að menn komu til okkar, voru forvitnir og sögðust gjarnan vilja vera með og hins vegar því að ég eyddi heilu og hálfu dögunum í að spjalla við fólk, meðan sam- starfsmenn mínir biðu, og tókst að sannfæra það um gildi þess að vera með. Eftir því sem fleiri gáfu samþykki sitt og við mynduðum við- komandi bráðnaði ísinn. Og menn skynjuðu náttúrulega fljótlega að við höfðum raunveru- legan áhuga á þeim sem manneskjum en litum ekki á þá sem einhvers konar félagsleg fyr- irbæri. Kannski það sé meginástæðan fyrir því að þetta fólk treysti okkur og var ótrúlega opið og einlægt í frásögnum sínum. En þannig er auðvitað vinna við heimildamyndir: Maður fer af stað með ákveðna hugmynd og verður síðan að fanga það sem raunveruleikinn býður manni, sem er reyndar hérumbil alltaf mun áhugaverðara en það sem maður sjálfur hafði í kollinum.“ Óhreinu börnin hennar Evu Í eðli sínu er Hlemmur dramatísk mynd um örlög fólks. Var það ætlun þín frá upphafi frek- ar en að gera pólitíska eða gagnrýna heim- ildamynd um félagslegt ástand? „Þetta er mynd um fólk en ekki ástand; það er hárrétt. Og það sem meira er, hún er um mjög áhugaverðar manneskjur að mínum dómi, sannkallaðar hversdagshetjur í þess orðs besta skilningi, fólk sem heldur áfram að berjast þrátt fyrir aðstæður sem fæstir gætu hugsað sér að lifa við. Hins vegar vona ég auð- vitað að myndin veki ákveðnar spurningar um það hvernig búið er að þeim sem að lenda á jaðri samfélagsins á Íslandi og það á jafnt við þá sem eiga við áfengissýki og alvarleg geðræn vandamál að stríða. Þetta fólk er skilið eftir, samfélagið vill ekki vita af því, þetta eru óhreinu börnin hennar Evu. Og það á reyndar líka við um aðstandendur þeirra sem lenda ut- angarðs; oft á tíðum virðist eins og þegjandi samkomulag sé um það í samfélaginu að þetta sé mál fjölskyldu viðkomandi og fyrir- greiðslum yfirvalda og stofnana er þar af leið- andi oft ansi ábótavant.“ Þrátt fyrir að myndin sé vitnisburður um líf sem flestum þykir sjálfsagt einhæft, einmana- legt, átakanlegt og í sumum tilvikum hræði- legt, þá eru í henni atriði sem einkennast af fegurð, glaðværð, vináttu og merkilegri bjart- sýni og trú á möguleika manneskjunnar? „Að sjálfsögðu. Ég meina, þetta er ekki mynd um aumingja. Þetta er mynd um fólk sem ég kynntist, lærði að meta og þykir mjög vænt um. Lífið hefur leikið marga ansi grátt, það er hárrétt, en það gerir þá ekki að verri manneskjum. Miklu frekar er aðdáunarvert að þeir skuli halda áfram að berjast. Og þá er lífs- nauðsyn að missa ekki húmorinn; það held ég að flestir þekki sem hafa lent í einhverjum verulegum erfiðleikum. Ef maður missir húm- orinn er sótsvart vonleysi og uppgjöf á næsta leiti.“ Geðhvarfasjúkt þjóðfélag? Tónlist Sigur Rósar brúar einhvern veginn svo vel tregann og birtuna í efninu. Hvernig varð það samstarf til og þróaðist? „Ég hafði hlustað mikið á Ágætis byrjun og var mjög hrifinn af tónlistinni, sérstaklega þessari seiðandi blöndu af trega og hlýju sem í henni er. Ég var sannfærður um að þeir væru réttu mennirnir til að semja tónlist við Hlemm. Nokkrum mánuðum áður en við byrjuðum að klippa hafði ég samband við þá og sýndi þeim efni úr væntanlegri mynd. Þeim leist vel á og slógu ekki aðeins til, heldur byrjuðu strax að semja og taka upp lög fyrir myndina. Síðan sendi ég þeim spólur með myndinni, fyrst gróf- klipptri og svo endanlega útgáfu skömmu áður en ég fór heim til að klára hljóðvinnsluna, því við klipptum í Berlín. Þá höfðu þeir samið um helminginn af tónlistinni og þegar við lögðum hana við myndina kom í ljós að hún passaði ákaflega vel. Við fórum í gegnum myndina, ég útskýrði fyrir þeim hvers konar stemningu ég vildi hafa á mismunandi stöðum og þeir komu tveimur dögum síðar með ný lög og ný stef. Þennan leik endurtókum við tvisvar eða þrisv- ar og það var ótrúlegt hversu fljótt og vel þeir náðu að skapa hárrétta stemningu, sama hvort ég vildi dramatík, léttleika, húmor eða íróníu. Fyrir mig var þessi samvinna mjög gjöful og ánægjuleg í alla staði og ég held reyndar fyrir þá líka. Og það er hárrétt að tónlistin gerir ótrúlega mikið fyrir myndina, límir hana sam- an ef svo má segja.“ Myndin lýsir lífi fólks á tveimur árstíðum, að sumri og vetri. Það hefur verið nauðsynlegt til að fá breiðari heildarmynd? „Hugsunin hjá mér var reyndar sú í byrjun að sýna Ísland umfram allt um sumar og vetur, því stundum hef ég á tilfinningunni að þessi þjóð þjáist af maníu-depressjón, geðhvarfa- sýki. Alltént er ótrúlegur munur að hringja heim frá útlöndum í svartasta skammdeginu skömmu eftir jól og áramót þegar manni skilst að allt sé að fara til fjandans, bæði prívat hjá fólki og í þjóðfélaginu, og svo á vorin og sumr- in. Þá eru allir að springa úr bjartsýni, sama hvernig ástandið er annars í þjóðfélaginu. Sem kvikmyndagerðarmaður vonaðist ég svo auð- vitað til þess að milli árstíðanna gerðist eitt- hvað sem fleytti sögunni áfram og dýpkaði hana, að einhver þróun yrði í henni.“ Þegar söguhetjur deyja Af þessum tiltölulega langa tökutíma leiðir einmitt að við sjáum breytingar til bæði góðs og ills, sumar ánægjulegar, aðrar átakanlegar. Og sú átakanlegasta er að ein aðalpersónan deyr á tökutímanum, auk nokkurra aukaper- sóna. Hlemmur er tileinkuð þessu fólki í loka- titlum en ekki kemur fram hvað varð fólkinu að aldurtila. Hvers vegna? „Þeir voru einir átta sem dóu, muni ég það rétt. Allt saman útigangsmenn og flestir á besta aldri, menn milli þrítugs og fertugs. Og þeir dóu af fylgikvillum þess lífs sem þeir lifðu. Af því til dæmis að fá hvergi inni þegar þeir voru á því, nema á Hótel Hilton, eins og þeir kalla Hverfissteininn. Þeir fengu hjartaáfall, heilablóðfall, lungnabólgu, einn dó af völdum höfuðhöggs eða -högga, annar hvarf og allir á götunni vissu að hann var að öllum líkindum myrtur, án þess að nokkuð væri gert til að hafa uppi á honum nema til málamynda.“ Hvernig leið þér með þetta? Að kynnast fólki sem deyr og fanga myndefni, veruleika, sem hverfur á ferlinu? „Það var ömurlegt; ég get ekki orðað það öðruvísi. Ég var ekki nema málkunnugur flest- um þeirra en hafði kynnst einum vel og var auðvitað alltaf að vona að hann næði að koma sér út úr þessu líferni. Ég hitti hann skömmu áður en hann dó; hann leit óvenjuvel út og var í góðu formi, þannig að mér brá ansi mikið þeg- ar ég frétti að hann væri farinn. Hins vegar eru allir sem lifa á götunni sér mjög meðvitandi um að nái þeir ekki að hætta að drekka er dauðinn það eina sem bíður þeirra. Hann er allt um kring og allir sem hafa verið á götunni í ein- hvern tíma hafa misst svo og svo marga af vin- um sínum.“ Gætirðu dregið saman, ja, ekki kannski þann lærdóm sem vinnan að Hlemmi færði þér, segj- um frekar heildaráhrif eða niðurstöðu? „Kannski annars vegar þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum heimi og þessu fólki og hins vegar meðvitund um hversu lítið þarf oft út af að bera í lífinu til að maður lendi sjálfur á jaðri samfélagsins; sú tilfinning er miklum mun sterkari en áður. Ég held að öll- um sé hollt að gera sér grein fyrir þessu og eins hinu hvað það er sem raunverulega bíður manns ef maður lendir í því.“ Virðingin og friðhelgin Lokaskot myndarinnar sýnir eina aðalper- sónanna sitja enn á sínum bekk og fyrir utan staðnæmist strætisvagn með auglýsingaskilti sem á stendur: ÓSKABÖRN ÞJÓÐARINN- AR. Tilviljun? „Það var tilviljun að við náðum þessari mynd, en auðvitað er ekki tilviljun að hún er lokaskot myndarinnar. Hins vegar læt ég áhorfendur alfarið um túlkunina.“ Í Hlemmi eru atriði sem sýna fólk í niður- – eða dauðans Morgunblaðið/Golli Söguhetjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.