Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NICK Cave er eflausteinn hópdýrkaðastipoppari nútímans, ífljótu bragði kemuraðeins Tom Waits upp í hugann þegar kemur til blindrar og skilyrðislausrar aðdáunar á „sín- um manni“. Trúið mér – varist að hallmæla Nick Cave þannig að sannir aðdáendur heyri. Það er ekki vel liðið. Ekki það að Cave hafi ekki unnið fyrir orðsporinu. Hann var söngvari einnar athyglisverðustu sveitar sem pönkið gat af sér, The Birthday Party (’80–’83), og sem sólólista- maður hefur hann troðið dimma, fá- farna stíga; viðleitni sem getið hef- ur af sér gæðaplötur eins og Tender Prey (’88), The Good Son (’90) og The Boatman’s Call (’97). Á þessum verkum notast Cave við drungaleg- an hljóðvef, unnin úr rokki, gospeli, blús og ekki má gleyma rótunum sem ávallt liggja undir, síðpönkið. Textar Cave falla svo eins og flís við þennan rass – magnaðir prósar sem snúast um ást, dauða, trúarbrögð og ýmiss konar dapurleg ókenni- legheit. Blandan er svo toppuð með predikunarlegri barítónrödd Cave. List Nick Cave er síst allra og það mætti tala um lærðan eða áunn- inn smekk. Tilvísanir og tákn í text- um hans eru oft æði lykluð og t.a.m. gaf hann út skáldsöguna And the Ass Saw the Angel, um margt gróteskt og furðulegt rit. Þeir sem hafa umfaðmað veröld Cave af ein- hverri alvöru sogast þó venjulega inn og líkar það bara dægivel. Napur Rokkfræðilega má skipta ferli Cave í tvennt. Árin 1980–1983 er hann starfaði með hljómsveitinni Birthday Party (sem áður hét The Boys Next Door, og starfaði sem slík frá 1977–1980) og svo einherja- ferilinn sem staðið hefur frá 1984, en fyrsta platan, From Her To Eternity, kom út sama ár. Hér var Birthday Party sprungin í loft upp en síðasta árið dvöldu fé- lagarnir í Berlín, þar sem þeir tóku upp síðustu plötur sínar, stuttskíf- urnar frábæru The Bad Seed og Mutiny. Í Berlín komst Cave í kynni við suma af þeim tónlistar- mönnum sem áttu eftir að starfa með honum í hljómsveitinni The Bad Seeds, sem Cave setti saman fyrir fyrstu plötu sína. Blixa Bar- geld, úr iðnaðarsveitinni Einstürz- ende Neubauten, spilaði sem gestur á From Her To Eternity en síðar átti trymbillinn Thomas Wydler, úr Die Haut, eftir að slást í hópinn. Þessir tveir starfa enn í dag með Cave. Það var ágætis keyrsla fyrstu árin og strax árið eftir kom næsta plata út, hin blúsaða The Firstborn Is Dead (Delta-blúsinn var auðvit- að staðfærður og umsnúinn að smekk Cave og félaga). Blixa leik- ur á plötunni, svo og Mick Harvey, sem var með Cave í Birthday Party og hafði einnig spilað á fyr- irrennaranum. Hann átti síðar eftir að verða einskonar hljómsveitar- stjóri/umboðsmaður Bad Seed stórfjölskyldunnar. Á bassa leikur Barry Adamson, fyrrum Magazine- liði en hann starfaði t.a.m. með Pan Sonic að plötu sem Tilraunaeldhús- ið íslenska stóð fyrir á síðasta ári. Á The Firstborn Is Dead er farið að gæta þess firnamikla áhuga sem Cave hefur á Biblíunni og hefur hann aukist ef eitthvað er, er t.a.m. afar greinanlegur á síðustu plötu hans, No More Shall We Part, sem kom út í fyrra (lagatitlar eins og „Hallelujah“, „God Is In The House“ og „Oh My Lord“ segja meira en mörg orð). Árið 1998 rit- aði hann meira að segja inngang að Markúsarguðspjalli, í kiljuútgáfu Canongate Press í Edinborg. Næst var komið að nokkuð skrýtnum leik en 1986 kom út plat- an Kicking Against the Pricks sem hafði eingöngu að geyma tökulög lög eins og „Hey Joe“, „All Tomorr- ow’s Parties“ (með Velvet Und- erground), „By The Time I Get to Phoenix“ og „Something’s Gotten Hold of My Heart“, sem Gene Pitn- ey gerði frægt í árdaga. Cave og Bad Seeds eiga stórleik á plötunni en tökulög hafa einhverra hluta vegna alltaf staðið nálægt Cave, á fyrstu plötunni er t.d. útgáfa af „In The Ghetto“, einhvern tíma söng hann „It’s A Wonderful World“ með lagsbróður sínum Shane McGowan, sem eitt sinn var í þjóðlagarokk- sveitinni Pouges. Það merkilega er að Cave hefur alltaf komist bráðvel frá þessu, nýjasta dæmið er ynd- isleg útgáfa af „Let It Be“ Bítlanna sem er að finna á plötu sem inni- heldur tónlist við myndina I am Sam. Your Funeral...My Trial kemur einnig út árið 1986, hrjóstrugt verk og napurt, plata sem vaxið hefur í áliti Cave-pælara allar götur síðan. Ömurlegt andrúmsloftið kom ekki af tilviljun, Cave og hans menn voru á kafi í mikilli eiturlyfjaneyslu á þessum tíma eins og lesa má um í fylgigreininni. Næstu tvö ár fóru svo í hitt og þetta, aðallega kvikmyndadufl og kom Cave m.a. fram í mynd Wim Wenders, Wings of Desire frá 1987. Árið 1988 kom svo hin magnaða Tender Prey út sem m.a. inniheldur hið brjálaða „Mercy Seat“ sem er ein allra besta smíð Cave frá upp- hafi. Hér var hann á endastöð í dóp- inu (Blixa Bargeld er grænn í fram- an á bakhlið umslagsins) og orðinn mjög djúpt sokkinn. Það sama ár húrraði hann sér í meðferð og hefur verið þurr síðan. Ljúfsár Í raun má segja að nýr kafli byrji hjá listamanninum Nick Cave eftir að niður af snúrunni er komið. Rætnar raddir sögðu í blábyrjun: „Hann er ekkert merkilegur eftir að hann hætti í dópinu“ en Cave átti eftir að sanna hið gagnstæða. Af- köstin jukust t.a.m. til muna og 1997 gaf hann út hina geysifallegu The Boatman’s Call, lágstemmt og ljúfsárt meistaraverk. Fyrsta plata hans eftir meðferð, The Good Son, var á svipuðu róli og nú var Cave farinn að vekja athygli þeirra sem ofan jarðar búa. Henry’s Dream (’92) og Let Love In (’94) áttu báðar eftir að hjálpa til við það, einkanlega sú síðarnefnda. Árið 1996, tíu árum eftir Kicking Against The Pricks, var komið að þemaplötu um morð, dauða og aðra óáran, sem ber hinn hæfandi titil Murder Ball- ads (Cave er fylginn sér, það má hann eiga!). Þar er að finna það lag sem er efalaust hans þekktasta, „Where The Wild Roses Grow“, þar sem hann syngur með samlanda sínum, poppprinsessunni Kylie Minogue. Platan sem kom út árið eftir, The Boatmans Call, var þó allt annars eðlis eins og áður er getið. Margir hafa nefnt þessa plötu sem bestu plötu Cave – hér er hann nærgöng- ull og berar tilfinningar sínar, eitt- hvað sem hann var ekki vanur að gera. Fjögurra ára bið var eftir næstu plötu, No More Shall We Part. Þar rær Cave á svipuð mið og á Boat- man’s Call en hún er þó nokkuð að- gengilegri. Cave sýslaði ýmislegt á þessu fjögurra ára bili, meðal ann- ars var skáldsaga hans endurútgef- in og þykir hún í dag vera hið fram- bærilegasta bókmenntaverk. Sagan var einnig gefin út á hljómdisk með undirleik og einnig diskur með bók- menntafyrirlestrum sem hann hafði flutt í útvarpi og sem gestafyrirles- ari í háskóla í Vín. Hingað til lands kemur Nick Cave ásamt hljómsveitinni Dirty Three frá Melbourne. Tríóið hefur m.a. á að skipa fiðlu- leikaranum Warren Ellis sem hefur verið fastur meðlimur í The Bad Seeds um árabil. Það má því gera því skóna að tónleikar hans hér á landi verði innilegir og kyrrlátir, en sjálfur mun Cave víst leika á píanó. Kannski fáum við þá að heyra lög af væntanlegri plötu Cave sem ber nafnið Nocturama og kemur út í febrúar 2003. Og við skulum líka vona að Nick Cave kynnist landi og þjóð ögn betur en í síðustu ferð sinni hingað. Myrkrahöfðinginn Fáir samtímadægurtónlist- armenn eru sveipaðir við- líka dulúð og Ástralinn Nick Cave. Arnar Eggert Thoroddsen lítur yfir feril þessa einstæða listamanns sem heldur tvenna tónleika hérlendis á morgun og hinn. Nick Cave heldur tvenna tónleika hér á landi á veitingastaðnum Broadway á morgun og hinn. Ný hljóðversskífa Cave, Nocturama, kemur út í febrúar 2003. arnart@mbl.is NICK Cave heimsótti Ísland í fyrsta sinn í október 1986 og hélt hér hljómleika í Roxy (Casablanca, Safari). Á þess- um tíma var Cave á síðasta snúningi í eiturlyfjaneyslu og var að sögn þeirra sem upp- lifðu tónleikana og heimsókn hans, óalandi og óferjandi og meira og minna út úr heim- inum. Sagan segir að ein- hverju sinni hafi blaðamaður innt Cave eftir þessari heim- sókn og þá kannaðist hann aldrei við það að hafa komið hingað og þvertók fyrir það meira að segja. Jóhannes Ágústsson, einn eigandi hljómplötuverslunar- innar 12 tóna, var einn tón- leikagesta og átti meira að segja miða nr. 001. „Jú, ég var þarna í góðu stuði,“ segir Jóhannes þegar hann rifjar þetta upp. „Ég man að það var mikið öng- þveiti þarna inni og það var mikil ölvun í gangi. Það var svo harðsvíruð neysla í kringum þetta að það var allsvakalegt.“ Jóhannes segir að Cave og hljómsveit hans, The Bad Seeds, hafi verið fremur óárennileg. „Mick Harvey (allra handa hljóðfæraleikari í The Bad Seeds) hótaði að myrða mig, þar sem ég var að „boot- legga“ tónleikana. Hann öskraði þetta á mig í gegn- um hljóðnemann þar sem ég stóð þarna framarlega með lítið upptökutæki. Þegar Cave kom svo af sviðinu og gekk í gegnum kösina, rétti ég honum penna og hann áritaði „bootlegginn“ (sem var hljómsnælda) með skjálf- andi hendi og augun lukt. Um leið og hann skrifaði „NO“ á kassettuna notaði ég tækifærið og reif lokk úr hári hans. Hann geymdi ég svo vel þar til honum var stolið í partíi...“ Svipað ástand var á öðrum meðlimum sveitarinnar. „Blixa (Bargeld, gítarleik- ari og jafnframt meðlimur í Einstürzende Neubauten) var eins og gangandi beinagrind. Daginn eftir tónleikana mæti ég honum niðri í bæ þar sem hann var klæddur í leður frá toppi til táar og með risa- stóra skjalatösku undir hend- inni. Þetta er sjón sem ég gleymi aldrei.“ Að sögn Jóhannesar urðu miklar tafir á tónleikunum, þar sem sveitin neitaði að fara upp á svið, fengju þeir ekki skammtinn sinn. Platan Your Funeral...My Trial var nýkomin út um þetta leyti og voru mörg lag- anna sem spiluð voru þetta kvöld af henni. „Tónleikarnir voru óaðfinnanlegir þannig séð. Það var ofsalegur kraft- ur í bandinu,“ segir Jóhann- es. Eins og þessar línur bera með sér var Nick Cave mjög djúpt sokkinn í eitur- lyfjaneyslu þegar hann kom hingað ásamt hljómsveit sinni. Tveimur árum síðar tókst honum hins vegar að losna úr viðjum eitur- lyfjanna. Hann hefur verið laus úr þeim síðan og það er því annar maður og breyttur sem mun stíga á svið á Broadway á morgun og þriðjudag en lék í Roxy fyrir 15 árum. Út úr heim- inum á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.