Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 27
fram við lögguna, vissi að það yrði tómt vesen. Þeir voru með mann- inn í haldi og mér skildist að þeir hefðu alveg næg sönnunargögn án þess að ég færi að segja þeim að ég hefði keyrt hann frá a til b, það gat nú varla breytt öllu. Álpaðist hinsvegar til að missa þetta útúr mér á stöðinni og stöðvarstjórinn skikkaði mig til að hringja, hótaði að gera það sjálfur ef ég gerði það ekki, þannig að ég hringdi í rann- sóknarlögregluna fyrir rest. Var kallaður í viðtal og gaf skýrslu og jújú, þetta stemmdi alltsaman, lýs- ingin á manninum og tíminn og vopnið í skónum og áverkinn á hendinni, þetta var greinilega maðurinn sem þeir voru með í haldi, sögðu þeir. Þannig að hann hefur drepið manninn, þrifið sig, bundið um sárið, rölt út og tekið svo leigara heim, alveg sallaró- legur, gæinn. Og lenti á mér af öllum mönnum. Það leið og beið og gerðist svo- sem ekkert meira fyrren kom að réttarhaldinu, þá var ég kallaður inn sem vitni, átti að endurtaka það fyrir dómnum sem ég var bú- inn að segja löggunni. Þeir full- vissuðu mig um að maðurinn yrði ekki á staðnum, hann væri á Hrauninu í gæsluvarðhaldi og yrði ekki viðstaddur vitnaleiðslurnar. Ég mætti þarna niðureftir og var kallaður inní dómssalinn og sagt að setjast. Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom inn var morðinginn. Hann sat nánast við hliðina á mér, mað- urinn. Djöfull varð ég reiður. Lá við að ég drægi allt til baka og neitaði að bera vitni. Eftir þessa uppákomu hef ég aldrei sagt neinum neitt sem gæti endað í einhverju svona. Fer alltaf Krýsuvíkurleiðina ef ég þarf að koma einhverjum upplýsingum á framfæri. Ég meina, það var ekki beint spennandi að opna munninn og segja satt og rétt frá öllu við þessar kringumstæður, með morð- ingjann sitjandi þarna við hliðina á mér og starandi á mig allan tím- ann. Ekki þægileg tilfinning sem fylgdi því, síður en svo. Ætli hann sé ekki að losna sirkabát núna, ég gæti trúað því. Fylgd Ég var sendur uppí Kók- verksmiðju einu sinni, uppá Ártúnshöfða, þar sem ég átti að hitta mann. Fékk nafnið á honum og rúllaði uppeftir. Þar beið gamall maður og veifaði mér til sín þegar ég kom. Sagðist vera bóndi austan úr sveit og rata illa í bænum. Var með kaskeiti og allt, á eldgömlum Landrover og virki- lega bóndalegur uppá gamla móð- inn. „Ég hef ekki komið hingað í tuttugu og fimm ár,“ sagði hann, „hef ekkert átt erindi hingað, en mig vantar að komast niðrá Grund. Á elliheimilið, þarf að kveðja þar manneskju sem á ekki langt eftir. Ég var að spekúlera hvort þú værir ekki fáanlegur til að keyra þetta á undan mér, ég þori ekki að vera að ana þetta sjálfur í allri þessari umferð.“ Ég maldaði í móinn, sagði hon- um að þetta væri nú býsna einfalt, hann þyrfti að taka þarna tvær beygjur og svo væri þetta bara bein leið. Kunni ekki við að láta hann vera að eyða peningum í þetta, reyndi bara að segja honum til vegar og sannfæra hann um að þetta væri ekkert mál. En hann vildi þetta endilega, sá gamli, þannig að ég lét undan, keyrði af stað og hann elti á Landrovernum. Keyrði hægt og rólega auðvitað og við komumst klakklaust að Grund. Hann lagði jeppanum, kom til mín og borgaði og ég spurði hvort hann héldi að hann rataði til baka. „Það kemur í ljós, góði, það er seinni tíma vandamál.“ Tók í höndina á mér og labbaði inná Grund. Taxi – 101 saga úr heimi íslenskra leigubílstjóra eftir Ævar Örn Jós- epsson er gefin út af Almenna bóka- félaginu. Bókin er 239 bls. að lengd. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 27 Skí›apakkar - um jólin Catmandoo snjógallar 5.990 kr. Stær›ir: 90-130. Litir: Rau›ur og blár. Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 12 /2 00 2 Barnaskí›apakkar: 15% afsláttur ef keypt eru skí›i, bindingar og skór Opi› í Glæsibæ í dag kl. 13-17. C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.