Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVAR verður þú/þiðum jólin? Þessispurning gengursem eldur í sinu milli fólks á mínum aldri (milli tvítugs og þrítugs) þessa dagana. Fólks sem er flutt að heiman (og oft löngu flutt) en er samt ekki alltaf alveg búið að slíta naflastrenginn. Að minnsta kosti er eins og leifarnar af honum, sem fastar eru við æskuheimilið, verði alveg einstaklega sýnilegar á þessum árstíma og togi fólk í eina átt og aðeins eina – heim. Ég treysti mér vel til að halda því fram að íhalds- semi ungs fólks komi aldrei eins skýrt og kröftuglega fram og um jól. Fólk, sem alla jafna telur sig for- dómalaust, opið og víðsýnt, getur orðið alveg ótrúlega forpokað í kringum hátíð- arnar. Litli anarkistinn kemur heim af hljómsveit- aræfingu, alveg búinn á því eftir að hafa kúkað á kerfið í fimm klukkutíma sam- fleytt, og brjálast svo út í mömmu sína fyrir að vera ekki ennþá búin að baka vanilluhringina; „ég kemst ekki í jólaskap fyrr en ég fæ helv … vanilluhringina!“ Ungi femínistinn kemur heim af baráttufundi, þar sem voru gerðar magnaðar áætlanir um að uppræta hugmyndina um hefðbundið hlutverk kvenna innan heimilanna í eitt skipti fyrir öll, og brjálast svo út í mömmu sína fyrir að ætla ekki að baka sörur þetta ár- ið; „mér er alveg sama þótt það sé mikið vesen að baka sörur!“ Allt verður að vera ná- kvæmlega eins og það hefur alltaf verið og bara tilhugs- unin um lítilsháttar frávik frá hinum hefðbundnu há- tíðarhöldum æskuheimilisins nægir til að setji að unga fólkinu hroll. Í ljósi þessa getur verið afskaplega flók- ið að láta allt ganga upp þegar fólk tekur svo að rugla saman reytum sínum. Þegar ungt par tekur það skref að vera „saman“ á að- fangadagskvöld er gjarnan byrjað á því að vera heima hjá mömmu og/eða pabba annars hvors þeirra. Þá þarf annar aðilinn að taka þátt í jólahaldi allt annarrar fjölskyldu og líkt og margir þekkja getur slíkt verið stórt og stundum erfitt þroskaskref. „Jólin koma ekki nema ég finni bragðið af rjúpunum hennar mömmu.“ „Já, en við borðum alltaf kalkún.“ „Þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld stöndum við alltaf saman inni í stofu og horfum á ljósin á trénu.“ „En ég er vön að fara í messu.“ „Frænka okkar í Sviss sendir okkur alltaf jólakonfektið.“ „Hvað er að Nóa-Síríus?“ „Hvar er jóla- grauturinn?“ „Trivial Pursuit? En það er bannað að spila á jólunum.“ „Lesið þið á jólakortin fyrir mat- inn?“ „Hvar er mandlan?“ „Syngið þið sálma eftir mat- inn? (Þarf ég að syngja með?)“ „Hvað er triffle?“ „Humar í forrétt? Eruð þið brjáluð?“ „Spiliði Pottþétt jól á aðfangadagskvöld???“ Hvenær koma jólin og hvernig? Sú spurning liggur líklega undir ofangreindum vangaveltum. Og því hlýtur svarið við henni óhjákvæmi- lega að vera einstaklings- bundið. Hjá sumum koma þau með fyrsta tóni orgels- ins í aftansöngnum, hjá öðr- um með bragðinu af laufa- brauðinu, kæfunni hans afa, röndóttu kökunni hennar ömmu, sama lélega brand- aranum yfir möndlugrautn- um, eða fjórða laginu á fyrri diskinum af Pottþéttum jól- um. Þegar að er gáð er þetta raunar allt sama svar- ið; Jólin koma þegar allt er eins og það er alltaf á jól- unum. Og breytingar eru að sjálfsögðu ógn við þetta. Ógn við sjálf jólin. Woody Allen sagði eitt sinn að hefðir væru ekkert annað en tálsýn um var- anleika. Hvort sem maður tekur undir það eða ekki er ljóst að hefðir færa manni tilfinningu fyrir stöðugleika og varanleika. Og slíkt veit- ir manni öryggi. Þegar stöð- ugar breytingar dynja yfir bæði í eigin lífi og umhverf- is mann er gott að vita til þess að sumt þarf ekki að breytast. Gott að sumt sé bara alltaf eins. En íhaldssemi okkar þeg- ar kemur að jólum getur líka gengið út í öfgar. Ég er viss um að margir þekkja fullorðið fólk sem er búið að stofna eigið heimili en getur ekki verið saman á jólunum. Hann verður að fá rjúp- urnar hennar mömmu og hún gæsina hjá sinni mömmu. Svo hittast þau eftir matinn. Þá hljóta margir að kannast við hvað ákvörðunin um hvar skuli vera á jólunum getur orðið mikið hitamál milli kær- ustupara og hjóna. Hvað þá þegar til umræðu kemur að halda kannski bara sín „eig- in“ jól. Hræðslan um að jólin komi hreinlega ekki, sé brugðið út af vananum, get- ur verið sterk. Og kröfurnar um að kærastunni/ kærastanum takist að búa til nákvæmlega eins sósu og „mamma“ geta vissulega aukið á jólastressið. Og það á fleiri heimilum en einu, enda er þessi sama mamma þá bæði að búa til sína eigin sósu, greiða sér og tala í símann: „Þú fleytir fituna ofan af … nei áður en soðið fer í pottinn …“ Þá er farsælasta leiðin í þessum efnum líklega sú sem margir foreldrar mæla með við börnin sín. Að þau geri sér far um að búa sér til sínar eigin hefðir. Sú leið uppfyllir þörfina fyrir hið „hefðbundna“ á jólum og þá getur fólk haldið áfram að vera forpokað en í þetta sinn heima hjá sér. Ekki má heldur gleyma því að næsta kynslóð þarf að hafa eitt- hvað til að þurfa að halda í þegar hún flytur að heiman. Og svo koll af kolli af kolli … Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Römm er sú taug bab@mbl.is Þ EGAR flett er nýjustu Bóka- tíðindum (Bókatíðindi 2002) kemur í ljós að bókaútgáfa er mikil á Íslandi og um marga kosti að velja fyrir lesendur og gefendur bóka. Það vekur athygli að ungir höfundar sækja fram og ekki síst að saka- málasögum fjölgar. Þetta hefur verið þróunin undanfarin ár. Ekki bara á Íslandi. Á Bókastefnunni í Gauta- borg í haust var sakamálasagan í öndvegi og lesendur/gestir sólgnir í morð eða þær bækur sem Svíar kalla „deckare“. Það er reyndar hefð fyrir slíkum bókum í Svíþjóð en sænsku morð- sögurnar oft samfélagslegar líka, einkum ádeila á valdamenn og lögreglu. Hver man ekki eftir Sjöwall og Wahlöö? Sænsku höfundarnir tveir sem unnu saman eru dæmigerðir fyrir athyglisverðar saka- málasögur. En það eru til margar teg- undir af slíkum bók- um, margar þeirra bara venjulegir reyf- arar. Á fyrrnefndri Bókastefnu í Gautaborg var sérstakur dagur helgaður áhugasömum glæpasagnalesendum og veitt verðlaun fyrir bestu glæpasöguna. „Deckarens dag“ nefndist dagurinn og var um það skrifað í blaði stefn- unnar að 160 glæpasögur komi út í ár, helm- ingurinn sænskur. Í sama blaði er sagt frá því að ef eitthvað seljist í Svíþjóð séu það glæpasögur, oft hvort- tveggja vel ritaðar og æsilegar. „Mord i mass- or på deckardagen“ stendur í aðalfyrirsögn blaðsins á forsíðu. Eins og kom fram í viðtali við Önnu Ein-arsdóttur hér í blaðinu voru það ekkieingöngu glæpasögur sem vöktu at-hygli í Gautaborg. Fræðimaðurinn Noam Chomsky var vinsæll og eftirsóttur. En Anna sagði í samtali við undirritaðan að glæpa- sögur væru alls staðar að slá í gegn, ekki síst á bókastefnum. Þær væru „inni“. Soffía Auður Birgisdóttir skrifaði fyrir nokkru um bókmenntaárið 2002 og kallaði það „ár yngstu höfundanna og ár glæpasagnanna“ (sjá Morgunblaðið 20. nóvember sl.). Tilefnið var umsögn um Í upphafi var morðið eftir Árna Þórarinsson og Pál Kr. Pálsson. Í kynningu bókarinnar var m. a. komist þannig að orði að Í upphafi var morðið sé „leik- ur með sakamálasöguna sem bókmennta- form“. Soffía Auður segir að frásögnin standi engan veginn undir þessari fullyrðingu. Þvert á móti, telur Soffía Auður, að hér sé um fremur hefðbundna morðsögu að ræða og sem slík sé hún „vel lukkuð“. Soffía Auður heldur áfram: „Aðdáendursakamálasagna fá hér nokkuð fyrirsinn snúð, en ef þeir vilja kynna sérverk þar sem leikið er með sakamála- söguna sem bókmenntaform get ég bent þeim á þrjár bækur sem komu út í fyrra: Mann- ætukonan og maður hennar, eftir Bjarna Bjarnason, Við fótskör meistarans, eftir Þor- vald Þorsteinsson, og Með titrandi tár, eftir Sjón.“ Niðurstaðan er sú að glæpasögurnar í ár séu „hins vegar fremur klassískar í formi“. Vera má að lesendur vilji hafa glæpasögur klassískar í formi og það er í raun líklegt. En ekki sakaði að áhuginn á glæpasögum kæmi því til leiðar að sögur með bókmenntalegan metnað fengju að njóta þess. Ég minnist þess að Guðmundur G. Hagalín sem eitt sinn starfaði sem bókavörður taldi að útlán reyfara og annars léttmetis gæti stuðlað að því að lesendur slíkra bóka reru á dýpri mið síðar meir. Lesturinn væri út af fyrir sig já- kvæður með tilliti til vandaðra bókmennta. Svo að vikið sé að yngri höfundum íslensk- um sem keppast við að skrifa skáldsögur og freista þess að fara nýjar leiðir, má segja um þá eins og fleiri höfunda á jólamarkaði að megi trúa takmarkalausri hrifningu gagnrýnenda, einkum á sjónvarpsstöðvum, að ástæðulaust sé að kvíða því að íslenskar bókmenntir séu í aft- urför. Samkvæmt gagnrýnendunum eru bæk- urnar á heimsmælikvarða ef ekki bestar. Bók- menntaþjóðin er enn sannkölluð bókmennta- þjóð! Meðal þessara höfunda eru Stefán Máni, Mikael Torfason, Steinar Bragi, Guðrún Eva Mínervudóttir (tvær bækur), Sigurbjörg Þrastardóttir, Andri Snær Magnason og Krist- ján Þórður Hrafnsson. Miðaldra og eldri höfundar láta ekkisitt eftir liggja. Vigdís Gríms-dóttir og Steinunn Sigurðardóttirsitja ekki með hendur í skauti frekar en fyrri daginn. Pétur Gunnarsson heldur áfram Skáldsögu Íslands. Einar Már Guðmundsson kemur með Nafnlausa vegi og er enn á kunnuglegum slóðum. Thor Vil- hjálmsson greinir frá þeim tíma sem við kynnt- umst í Morgunþulu í stráum. Matthías Johann- essen er aftur með persónulega skáldsögu, Vatnaskil, sem er öðrum þræði dagbókarsaga. Þórarinn Eldjárn er trúr smásögunni. Guð- bergur Bergsson birtir óvæntar hugsanir sín- ar. Ljóðskáldið Sigurður Pálsson reynir enn á ný við skáldsagnagerð. Guðrún Helgadóttir segir frá Öðruvísi dögum í sögu fyrir börn. Ljóðabækur eru eftir kunna höfunda eins og Þorstein frá Hamri, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Ísak Harðarson og Baldur Óskarsson, einnig Hallberg Hallmundsson og Sigmund Erni Rúnarsson. Fá má allar fimm ljóðabækur Ein- ars Más Guðmundssonar í einni bók: Ljóð 1980–1995. En hin söguþyrsta þjóð virðist ekki dottin í skáldskap sé miðað við fjölda ljóða- bóka. Hvað fær maður annars fyrir snúð sinn á þessum blómlegu dögum íslenskrar bókaút- gáfu? Óhætt er að segja að það sé töluvert. Ónefndar eru ævisögur, fræði og þýdd skáldverk og af fleiru er að taka. Margt er greinilega vel gert og vonandi gefa lesendur sér tíma til að lesa um jólin og ekki bara þá heldur allt árið. Góð þróun er að nú koma bækur út á vorin og reyndar allt árið. Lestur á ekki að binda við einn árstíma.Sumarið er góður tími fyrir bækuren þá verða kiljur vinsælar endaheppilegar á ferðalögum. Sjónvarpsstöðvar bjóða upp á morðsögur og framhaldsþætti um morð og aðra glæpi. Eng- inn kvartar yfir þessum þáttum. Og menn halda áfram að sækjast eftir glæpasögum. Ís- lenskir höfundar láta að sér kveða í þessum efnum þótt hefð slíkra sagna hér á landi sé fá- tækleg. Hver kemur til með að taka upp rómað merki Basils fursta? Slíkur höfundur yrði fljótt frægur og nyti meiri aðdáunar en þeir sem eru að burðast við að halda uppi merki íslensks skáldskapar. Hvað fær maður fyrir snúðinn? Á Bókastefnunni í Gautaborg í haust var sakamálasagan í öndvegi og lesendur/gestir sólgnir í morð. AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.