Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 8. desember 1945: „Lýðræðið hefir verið allmikið rætt hjer í Morgunblaðinu að und- anförnu. Tilefnið er það, að kommúnistar hafa haldið því fram í blaði sínu og einnig í útvarpinu, að flokkseinræðið í Rússlandi væri hið full- komnasta lýðræðisstjórn- skipulag, sem til væri í víðri veröld. Þetta hefir gefið Morg- unblaðinu tilefni til að skýra nánar stjórnskipulagið í Rússlandi og í þeim löndum öðrum, sem eru að reyna að koma á hjá sjer samskonar stjórnarfari. Þessar umræð- ur hafa opnað augu allra Ís- lendinga, sem ekki eru staur- blindaðir af trúnni á kommúnismann. Menn hafa skilið það fullkomlega, að stjórnarfarið í Rússlandi á ekkert skylt við það, sem við og aðrar vestrænar þjóðir meina með lýðræði.“ . . . . . . . . . . 8. desember 1965: „Hér á Ís- landi ríkir um þessar mundir mikið góðæri. Aflabrögð eru með fádæmum góð og fram- leiðsla mikil og vaxandi til lands og sjávar. Almenn vel- megun ríkir í landinu og framkvæmdir og umbætur unnar á öllum sviðum hins ís- lenzka þjóðfélags. Þetta er sönn og rétt mynd af því sem er að gerast á Íslandi í dag. Hún stingur verulega í stúf við aðra mynd, sem framsóknarmenn og komm- únistar eru stöðugt að mála af þeirri „óstjórn“, sem Við- reisnarstjórnin hafi leitt yfir íslenzka þjóð. Góð aflabrögð og hagstæð veðrátta eru að sjálfsögðu ekki ríkisstjórn- inni að þakka. Hitt getur eng- um hugsandi manni blandast hugur um, að farsæl stefna Viðreisnarstjórnarinnar í efnahagsmálum hefur gert þjóðinni mögulegt að hag- nýta sér árgæzkuna.“ . . . . . . . . . . 8. desember 1985: „Nób- elsverðlaunahafinn Andrei Sakharov, sem sætir útlegð og einangrun í heimalandi sínu, Sovétríkjunum, vegna skoðana sinna einna saman, var sex mánuði í hungurverk- falli til að knýja á um að konu hans, Yelenu Bonner, yrði leyft að leita sér lækninga á Vesturlöndum. Sovézk yfir- völd breyttu símskeytum og fölsuðu myndbönd til að koma í veg fyrir að veröldin fengi vitneskju um hung- urverkfall og heilsu Sakhar- ovs. Þegar Bonner fékk loks að fara úr landi var heim- koma hennar bundin því skil- yrði að hún ræddi ekki stöðu og aðbúnað eiginmanns síns við vestræna fréttamenn. Hetjusaga Sakharov- hjónanna er aðeins eitt af óteljandi dæmum um mann- fjandsamlegt stjórnvalds- kerfi Sovétríkjanna. Gulag- skipulagið er í senn eins- konar vörumerki á stjórnkerfinu og allsherj- arfjötur á sjálfstæða skoð- anamyndun og sjálfs- ákvörðunarrétt einstak- lingsins.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍTALSKA TILBOÐIÐ Á þessari stundu er ekki tíma-bært að kveða upp úr meðað Landsvirkjun hafi fast land undir fótum vegna fram- kvæmda við Kárahnjúkavirkjun en þó eru verulegar líkur á að svo sé. Á nokkrum undanförnum mán- uðum hafa erlend verktakafyrir- tæki, sem búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði og höfðu verið valin í forvali til að gera tilboð í þessar miklu framkvæmdir dregið sig í hlé. Skýrar upplýsingar hafa ekki legið fyrir um ástæður þess. Hins vegar hafa sögusagnir verið á kreiki um að þau vildu ekki standa að framkvæmdum, sem gætu átt eftir að valda miklum deilum af umhverfisástæðum. Einnig hefur komið fram að um miklar og áhættusamar framkvæmdir gæti verið að ræða. Þegar tilboð þeirra þriggja aðila, sem eftir stóðu voru opnuð í gær vakti athygli að tveir af þremur fyrirtækjahópum gerðu tilboð, sem voru langt yfir kostnaðaráætlun. Kostnaðarverð af þeirri stærðar- gráðu, sem þau tilboð gerðu ráð fyrir hefði vafalaust vakið upp spurningar um, hvort Landsvirkj- un gæti boðið raforkuverð frá virkjuninni, sem væri raunhæft til að byggja á álvinnslu í Reyðarfirði. Tilboð ítalska verktakafyrirtæk- isins Impregilo er hins vegar 6 milljörðum undir kostnaðaráætlun. Hér er um að ræða alþjóðlega við- urkennt verktakafyrirtæki, sem hefur tekið að sér stórframkvæmd- ir bæði í Evrópu og annars staðar í heiminum. Standist þetta tilboð þá nákvæmu skoðun, sem fram fer á næstu vikum á vegum Landsvirkj- unar má gera ráð fyrir að fjárhags- legar forsendur séu að skapast fyr- ir byggingu virkjunarinnar og sölu á raforku til hugsanlegs álvers Alcoa í Reyðarfirði. Það er því ekki að ástæðulausu, að Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra lýsti því yfir, eftir opn- un tilboðanna í fyrradag að þeim fylgdi ákveðinn léttir. Það fer ekki á milli mála, að breiðari pólitísk samstaða hefur skapazt um Kárahnjúkavirkjun en t.d. Norðlingaölduveitu. Auk stjórnarflokkanna tveggja hefur verulegur hluti þingflokks Sam- fylkingar lýst stuðningi við virkj- unina og stór hluti verkalýðshreyf- ingarinnar. Þótt svo víðtækur pólitískur stuðningur sé fyrir hendi og með tilboði ítalska fyrirtækisins séu líklega að skapast fjárhagslegar forsendur fyrir byggingu virkjun- arinnar er málið ekki þar með í höfn. Auk nákvæmari skoðunar á ítalska tilboðinu hafa samningar við Alcoa ekki verið undirritaðir. Þær viðræður hafa frá upphafi gengið vel en við Íslendingar höf- um áður kynnzt því að alþjóðleg ál- fyrirtæki hafa dregið sig í hlé á síðustu stundu. Ástandið í alþjóðlegum efna- hagsmálum getur m.a. haft áhrif á framvindu þessa þáttar málsins. Í þeim efnum ríkir mikil óvissa. Þjóðverjar standa frammi fyrir miklum efnahagsvanda. Afsögn fjármálaráðherra Bandaríkjanna og helzta efnahagsráðgjafa Banda- ríkjaforseta í fyrradag benda til þess að forsetinn hafi áhyggjur af þróun mála vestan hafs og telji nauðsyn á stefnubreytingu. Verð- hjöðnun hefur verið mjög til um- ræðu í blöðum víða um heim und- anfarnar vikur og valdið áhyggj- um. Allt getur þetta sett strik í reikninginn. Það breytir ekki því að opnun tilboðanna í Kárahnjúkavirkjun í gær færir okkur skrefi nær því að þessar framkvæmdir verði að veru- leika. H VAÐ á að gefa Nonna litla í jólagjöf? Þessarar spurningar spyr t.d. amma hans Nonna. Ef Nonni er strákur á tán- ingsaldri, eða kannski bara ellefu eða tólf ára, er ekki ósennilegt að hann eigi leikjatölvu og að svarið sé að það mætti nú gjarnan gefa honum svosem eins og einn tölvu- leik, það sé nú einu sinni það sem hann hafi mest gaman af. Ef amma Nonna fer í tölvu- eða plötu- búð og spyr um vinsælasta leikinn, er ekki ósennilegt að hún fái þau svör að vinsælasti tölvuleikur í heimi þessa dagana sé „Grand Theft Auto: Vice City“. Leiknum er stillt upp í búðinni með áberandi hætti. Ef amman slysast til að spyrja fyrir hvaða aldurshóp sá leikur sé hugsaður, áður en hún tekur upp budduna, mun hún hugsanlega fá sama svar og höfundur þessa Reykjavíkurbréfs fékk í verzlun í Reykjavík í gær: Að það sé nú ekki mælt með honum fyrir yngri en sextán ára (á umbúðunum stendur 18 ára), en það sé allt undir því komið hvað for- eldrar leyfi og mörg dæmi séu um að leikurinn sé keyptur handa yngri krökkum. Mörk siðmennt- aðrar hegðunar útmáð Í síðustu viku birtist á leiðaraopnu bandaríska blaðsins The New York Times grein eftir einn af dálkahöfundum blaðsins, Bob Herbert, undir fyrirsögninni „Gift of Mayhem“ eða „Lim- lestingargjöfin“. Efni hennar hefur verið rakið að hluta á vefútgáfu Morgunblaðsins, mbl.is. Herbert fjallar þar m.a. um nokkra tölvuleiki, sem séu líklegir til að verða í jólapökkum barna og unglinga í ár. Þar á meðal er áðurnefndur leikur, Grand Theft Auto, en Vice City er af- brigði af þriðju útgáfu hans. Herbert bendir á að leikurinn sé merktur þannig af hálfu fram- leiðandans að ekki sé mælt með honum fyrir börn yngri en 17 ára, en táningar séu ekki í neinum vandræðum með að fá að kaupa leiki, sem þannig séu merktir og Grand Theft Auto- leikirnir hafi notið mikilla vinsælda hjá þeim. „Þetta er leikur, þar sem öll landamæri sið- menntaðrar hegðunar hafa verið útmáð,“ skrif- ar Herbert. „Það má skjóta hvern sem maður vill, þar á meðal löggur. Menn fá að berja konur til dauða með hafnaboltakylfum. Það er hægt að hafa mök við vændiskonur og drepa þær svo (og fá peningana til baka). Leikurinn hefur selzt í ótrúlegu magni. Hver leikur kostar um 50 dollara og milljónir eintaka seljast árlega. Búizt er við að nýjasta úgáfan, Grand Theft Auto: Vice City, verði einn af metsöluleikjunum fyrir þessi jól.“ Herbert fjallar um annan vinsælan tölvuleik, „Burnout 2: Point of Impact“, sem hann segir merktan þannig að hann henti börnum frá sex ára aldri. Þar séu sérstaklega hrikaleg umferð- arslys sett á svið, og í auglýsingu um leikinn sé höfuð manns sýnt fara í gegnum framrúðu bíls, með textanum „það síðasta sem fer í gegnum huga þinn verður afturendinn á þér.“ „Hér verður einhver að taka í taumana og þá á ég ekki við krakka með hönd á stýripinn- anum,“ segir Herbert. „Fullorðinn maður, sem telur að þetta efni hæfi fimm eða sex ára börn- um, er vitskertur.“ Í verzlunum í Reykjavík er þessi leikur merktur þannig af hálfu framleiðandans að hann henti ellefu ára og eldri, en afgreiðslumað- ur í búð benti á að tilgreindur aldur gæfi frekar „styrkleikann“ til kynna og yngri börn gætu vel náð tökum á leiknum: „Krakkarnir eru ótrúlega færir í þessu.“ Þriðji leikurinn sem Herbert fjallar um er „State of Emergency“, frá Rockstar Games, sem einnig bjó til Grand Theft Auto-leikina. Herbert segir leikinn minna á götuóeirðirnar í Los Angeles fyrir áratug, sem þó ættu ekki að vera efni í leiki og skemmtun að hans mati. „Í leiknum eru götuóeirðir, gripdeildir, öfgafullur kvalalosti og auðvitað endalaus, blóðug morð. Leikandinn fær að vera þátttakandi í þessu öllu saman, drepa og limlesta eins og honum sýn- ist.“ Dálkahöfundurinn vitnar síðan í umsagnir um leikinn á Netinu, þar sem einn leikandinn segir m.a.: „Það var hægt að hlaupa niður rúllustig- ann og bíða fyrir neðan ... og horfa á þegar hausinn á einhverjum gaur eða gellu er skotinn af, horfa á þau skjögra svolítið um áður en þau hníga niður og hirða svo upp hausinn og berja dálítið meira á þeim með honum.“ Annar leik- andi hafði myndað sér skoðun á leiknum, sem hann lét í ljósi á Amazon.com: „Unaðsleg sam- suða af tilfinningalausu ofbeldi.“ Siðferði sýnd- arveruleikans Herbert segist ekki telja að banna ætti þessa leiki. „En ég tel að milljónir fullorðins fólks í Bandaríkjunum hafi tapað allri tilfinn- ingu fyrir því hvað sé viðeigandi form leikja fyr- ir börn og unglinga. Landið í heild hagar sér eins og það kosti okkur ekki neitt í hinum raun- verulega heimi að til sé orðin menning, sem hef- ur gert okkur svo rækilega ónæm fyrir ofbeldi að það þarf hryðjuverkaárás eða raðmorð leyni- skyttu í úthverfunum til að ná athygli okkar al- mennilega.“ Eins og áður sagði fást allir tölvuleikirnir, sem Bob Herbert fjallar um, í íslenzkum verzl- unum – og þeir eru ekki geymdir þar sem börn ná ekki til. Þegar horft er yfir tölvuleikjahillur þessara verzlana virðist verulegur meirihluti úrvalsins vera ofbeldisleikir af ýmsu tagi og í kynningartextum á umslögunum er augljóst hverjir eru „sölupunktarnir“; það er meira of- beldi en í síðustu útgáfu, leikurinn er raunveru- legri en aðrir og síðast en ekki sízt stendur leik- andanum til boða meira af vopnum og bardagaaðferðum en áður hefur þekkzt. Það fer heldur ekkert á milli mála hverjir eru áhuga- sömustu viðskiptavinirnir; það eru strákar frá u.þ.b. 12 ára aldri, jafnvel yngri. Markaðs- setningu ofbeldisleikjanna er enda fyrst og fremst beint að strákum, eins og vikið var að í Reykjavíkurbréfi 3. nóvember. Þegar af- greiðslufólk er spurt hverjir fái að kaupa sér tölvuleik, sem er merktur af hálfu framleiðand- ans með 18 ára aldurstakmarki, fást loðin svör. Sumir segjast nú ekki myndu selja „smákrökk- um“ State of Emergency, aðrir segja að það séu í rauninni engar reglur í gildi en foreldrar ráði því hvað börnin fái að kaupa. Til er talsvert ýtarleg löggjöf um bann við of- beldiskvikmyndum og skoðun kvikmynda af op- inberri hálfu, þar sem m.a. er lagt bann við að slíkt efni sé afhent börnum undir lögaldri. Í sömu lögum, sem eru frá 1995, er að finna heimild fyrir menntamálaráðherra „að setja reglur um skoðun tölvuforrita sem hafa að geyma gagnvirka leiki til að tryggja að notkun þeirra sé ekki í ósamræmi við tilgang laga þess- ara“. Ekki verður séð að neinar slíkar reglur hafi verið settar, þótt hugsanlega væri jafnvel ríkari ástæða til að hafa reglur um ofbeldisefni, þar sem notandinn er ekki aðeins áhorfandi að blóðbaðinu, heldur þátttakandi í því sjálfur. Í Noregi var fyrr á þessu ári lögð fram kæra gegn dreifingaraðila Grand Theft Auto III, þar sem leikurinn var beinlínis talinn brjóta gegn ákvæðum refsilaga um gróft ofbeldi í kvik- myndum, myndböndum og öðrum slíkum miðl- um. Norska neytendaráðið, umboðsmaður barna og Laila Dåvøy fjölskylduráðherra lögð- ust á eitt að fá leikinn gerðan útlægan úr hillum verzlana en endanleg niðurstaða hefur ekki fengizt í málinu og nýjasta útgáfa leiksins rann út eins og heitar lummur í norskum tölvu- leikjabúðum þegar hún kom á markað í síðasta mánuði. Það má líka spyrja hvort opinber boð og bönn séu líklegust til að skila árangri í þessum efn- um. Það hlýtur fyrst og fremst að vera hlutverk foreldra að fylgjast með því hvers konar leiki börnin þeirra leika og mynda sér skoðun á því hvað sé hollt og uppbyggilegt í þeim efnum. Af framansögðu má vera ljóst að foreldrar geta eingöngu treyst á sjálfa sig í þessum efnum – opinberum reglum er ekki til að dreifa og ekki er hægt að gera ráð fyrir að starfsfólk verzlana takmarki aðgang barna að ofbeldisfullum tölvu- leikjum. En hér stendur kannski líka hnífurinn í kúnni. Upplýsingatæknin, hinn gagnvirki sýnd- arveruleiki sem leikur í höndunum á mörgum börnum og unglingum, er fjölda fullorðins fólks hér um bil lokuð bók. Af lýsingunum hér að framan má vera ljóst að leikirnir, sem fjöldinn allur af íslenzkum drengjum situr yfir klukku- tímum saman á degi hverjum, eru órafjarri tindátaleik, sjóorrustu og löggu- og bófaleik, sem voru þeir „ofbeldisleikir“, sem feður þeirra kunna að hafa ástundað. Vilji foreldrar sinna sínu leiðbeinandi hlut- verki þurfa þeir í raun að stíga skrefið inn í þennan heim, þ.e. kynnast tækninni og mögu- leikum hennar og taka þátt í gagnvirkum tölvu- leikjum með börnunum sínum, en án þess að samþykkja allt það, sem vel smurðar markaðs- vélar ota að börnum og unglingum. Foreldrar eiga að vera óhræddir við að hafa skoðun á því hvað er keypt og notað og ekki að hika við að fleygja ógeði og andstyggð eins og tölvuleikj- unum, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, út í yztu myrkur. Eins og vikið var að í áð- urnefndu Reykjavíkurbréfi 3. nóvember bendir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.