Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 39 ✝ Svanhildur Egg-ertsdóttir fædd- ist í Holtseli 8. sept- ember 1911. Hún lést 23. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Leós- dóttir, f. 30.10. 1881, d. 3.8. 1961, og Eggert Jónsson, f. 10.4. 1881, d. 8.11. 1949. Svanhildur giftist 3.2. 1939 Agli Halldórssyni, f. í Vaglagerði í Blönduhlíð í Skaga- firði 16.4. 1914, d. 10.3. 1985. Dætur þeirra eru: a) Hildur Margrét, f. 16.8. 1939, maki Ágúst Vilhelmsson, f. 3.12. 1946. Börn Hildar eru: Haukur Sveinsson f. 18.12. 1958, Svanhildur Anna Sveinsdóttir, f. 9.4. 1960, Ásta Guðrún Sveinsdótt- ir, f. 13.11. 1961, og Hafdís Hrönn Ágústsdóttir, f. 12.8. 1979. b) Guð- rún, f. 1.12. 1947, maki Guðmundur Jón Guðmundsson, f. 8.8. 1954, dóttir þeirra er Arna Mjöll, f. 5.2. 1991. Egill og Svanhildur tóku við búi í Holt- seli af foreldrum Svanhildar 1940 og bjuggu í 40 ár. Útför Svanhildar var gerð frá Grundarkirkju í Eyjafirði 4. desember. Ég lyfti mér upp þegar lýkur hér ferð um ljósheim á vængjuðum hesti. (S.J.) Loksins hefur Svana mín lagt á hann „Þyt“ sinn og lyft sér upp í ljósheiminn. Laus úr fjötrum hins jarðneska líkama. Líkama sem hef- ur haldið henni í heljargreipum í alltof mörg ár. Heljargreipum sem þó náðu ekki að fjötra andann. Anda sem sífrjór flaug um draumlendur. Fylgdist með nútímanum, fjöl- skyldu og vinum og var ekkert óvið- komandi. Anda sem lét sig dreyma um að skapa listaverk hugar og handa, ljóðs og texta. Já, parkinson-veiki er harður hús- bóndi og enginn ræður för. Svana var fædd og uppalin í Holt- seli, einkabarn foreldra sinna og þar var starfsvettvangur hennar alla tíð. Hún var manneskja framfara og framkvæmda. Um það vitnaði bú- skapurinn í Holtseli þar sem hún ásamt Agli, manni sínum, gerði kot- ið Holtsel að stórbýli. Hún kunni að meta arf forfeðranna og eitt sinn að næturlagi fékk hún þá hugmynd að nýta aflagt mjólkurhús undir alla gömlu munina og amboðin sem nú- tíma búskaparhættir þörfnuðust ekki lengur. Það var ekki eftir neinu að bíða og næsta morgun var hafist handa.Það var hreinsað, skafið, skúrað og málað og fyrr en varði var komið hið vistlegasta minjasafn, bjart og rúmgott. Þarna undum við okkur oft, prófuðum jafnvel að sofa í gamla rúminu og spáðum í drauma að morgni. Þarna unnum við líka að sameiginlegu áhugamáli okkar, þ.e. jurtalitun, og gerðum ýmsar til- raunir þar að lútandi. Veturinn 1930–1931 var Svana við nám í Héraðsskólanum að Laugum. Þegar 50 ár voru liðin frá skólaver- unni fór ég með Svönu og Laufeyju skólasystur hennar austur í Laugar með trjáplöntur sem þær gróður- settu í fallegri brekku til minningar um veru sína og ánægjustundir í skólanum. Svana hafði mikinn áhuga á skóg- rækt og starfaði í Skógræktarfélagi Eyjafjarðar af lífi og sál. Girti og plantaði í stóran reit heima í Holt- seli. Þar er nú gróskumikill skógur, minnisvarði um hugsjón ræktunar- mannsins. Hún lét ekki þar við sitja. Garðurinn sunnan við húsið var sannkallaður unaðsreitur. Vel hirt- ur, blómskrúð mikið og fjölbreytt, ótal trjátegundir og aspirnar tign- arlegu löngu komnar upp fyrir íbúð- arhúsið. Það kom því ekki á óvart þegar garðurinn fékk viðurkenn- ingu sveitarfélagsins fyrir fegurð og umhirðu. Svana var félagslynd, söng í kirkjukórnum og fyrir utan skóg- ræktarfélagið og Ferðafélag Akur- eyrar sem hún ferðaðist mikið með, starfaði hún af miklum áhuga í Kvenfélaginu Iðunni og var formað- ur þess um árabil. Síðast en ekki síst var hún upphafsmanneskja að stofn- un félags aldraðra í Eyjafirði. Svana var óvenju fjölhæf og list- feng. Það virtist ekki skipta máli hvort efniviðurinn var leir eða litir, nál eða penni. Verkin spruttu fram að því er virtist áreynslulaust. Feg- urð landsins í mikilleik sínum, sam- spil ljóss og lita, forms og fjalla nærðu hug hennar. Kynni okkar Svönu hófust í gegn- um hestamennsku sem veitti okkur báðum ómældar ánægjustundir. Eins og þegar við í átta manna hóp riðum suður Kjöl og norður Sprengisand sumarið 1973. Hún fór ríðandi norðan úr Eyjafirði á fyrsta landsmót hestamanna á Þingvöllum árið 1950 og aftur árið 1962. Svana var hestakona af lífi og sál. Átti og kunni að meta góða hesta. Þytur var þeirra mestur og minn- ingin um hann stytti henni oft stundir. Og stundirnar urðu oft langar. Síðustu sjö árin dvaldi hún á hjúkrunardeild FSA á Kristnesspít- ala, þrotin að kröftum en andinn óbugaður. En þá var hægt að láta sig dreyma um fjallaferðir og öræfa- kyrrð. Löngum stundum sat hún í hjólastólnum með stóru bækurnar hans Guðmundar P. Ólafssonar, Há- lendið eða Perlur í íslenskri náttúru, fyrir framan sig og lét sig dreyma um ferðalög bæði farin og ófarin. Hún unni vorinu og hafði það lengi fyrir sið að vaka eina nótt á vori. Ógleymanleg var vornóttin þegar við gengum saman á Möðru- fellið. Við lögðum af stað frá Holtseli um háttatíma, í björtu og góðu veðri, fórum okkur hægt, nutum stundarinnar, skoðuðum blóm og steina. Hlustuðum á kyrrðina um lágnættið þegar fuglarnir þögnuðu og sveitin sofnaði. Gróðurinn var að vakna af vetrardvala. Sólin kom upp og jörðin angaði. Við stóðum sem bergnumdar á austurbrún Möðru- fells, orð voru óþörf. Þá var Eyja- fjörðurinn fallegur. Og við skynjuð- um til fulls ljóðlínur Stephans G., „nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín“. Aldrei varð af því að ég gengi með Svönu á Kerlingu, hæsta fjall við Eyjafjörð, sem gnæf- ir tignarlega beint fyrir ofan Holt- sel. En þangað fór hún margar ferð- ir. Þó að tæp 30 ár væru milli fæð- ingardaga okkar hugði hvorug okk- ar nokkru sinni að þeim aldursmun. Það var eitthvað sem dró okkur saman, einhver ósýnilegur þráður, þannig að mér fannst ég eiga fáa betri vini. Svana var dul og flíkaði ekki til- finningum sínum. Hafði þykka skel, sem að heiminum snéri og oft hrjúfa. En innan við þá skel var næm og tilfinningarík sál sem tjáði tilfinningar sínar helst í formi lita og ljóða sem flest lýstu ást á landinu. Inn fyrir þá skel komust ekki marg- ir, ég var ein hinna heppnu. „Að eignast vináttu er að öðlast fjársjóð. Að eignast kærleika er eins og að ganga í sólskini.“ Svana mín var orð- in þreytt og hvíldin kærkomin lausn. Ég sakna vinkonu minnar og heimsóknanna í Holtsel, þangað sem ég gjarnan fór og „hlóð batt- eríin“ þegar erill dagsins reyndist nokkuð straumfrekur. Loksins, loksins, og Þytur lyftir sér upp, tekur skeiðsprett á græn- um grundum í sól og sunnanþey, inn í ljósheim eilífðarinnar. Farðu vel, vinkona. Jenný Karlsdóttir. SVANHILDUR EGGERTSDÓTTIR ✝ Guðrún GuðlaugPétursdóttir fæddist í Vík í Mýr- dal 7. apríl 1922. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Drop- laugarstöðum mánu- daginn 2. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ólafía Árnadóttir, f. 6. október 1882 á Melhól í Meðallandi, húsmóðir, d. 23. mars 1950, og Pétur Hansson, f. 10. nóv- ember 1874 í Króki í Meðallandi, trésmiður í Vík, d. 27. desember 1956. Systkini Guð- rúnar eru: Ólafur, f. 12. júní 1909, bóndi að Giljum í Mýrdal, og Guðmundur, f. 28. ágúst 1911, landbúnaðarráðunautur og bóndi að Gullberastöðum í Lundar- reykjadal, d. 12. mars 2000. Árið 1948 giftist Guðrún Geir Emil Einarssyni loftskeytamanni, f. 26. ágúst 1924, d. 3. febrúar 1982. Foreldrar hans voru Einar Geirtryggur Skúlason, f. 31. maí 1899, bókbindari í Reykjavík, d. 27. nóvember 1980, og Stefanía Helgadóttir, f. 16. nóvember 1901 á Spáná í Skagafirði, hús- móðir í Reykjavík, d. 26. nóvember 1985. Börn Guðrún- ar og Geirs eru: 1) Gylfi, f. 21. október 1948, forstöðumað- ur hjá Landhelgis- gæslunni, kvæntur Steinunni Ingólfs- dóttur, f. 7. júlí 1943, börn þeirra eru: Geir flugvirki, f. 25. september 1977; Jóhanna, nemi, f. 7. júlí 1979. 2) Ólöf Ásta, f. 5. desember 1955, d. 27. mars 1968. 3) Pétur Jón, f. 21. janúar 1961, arkitekt í Bretlandi. Guðrún ólst upp í Vík og bjó þar að mestu til ársins 1959 er hún og Geir fluttu heimili sitt til Reykjavíkur. Guðrún starfaði við saumaskap á nokkrum sauma- stofum, m.a. í mörg ár á Sauma- stofu Vesturbæjar. Í desember árið 1994 flutti Guðrún á hjúkr- unarheimilið Droplaugarstaði í Reykjavík og bjó þar til dauða- dags. Útför Guðrúnar fer fram frá Neskirkju á morgun, mánudag- inn 9. desember, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Við ævilok Guðrúnar Pétursdótt- ur eru mér efst í huga kærar minn- ingar frá samfylgd okkar síðustu þrjá áratugi. Kynni okkar hófust þegar börnin okkar, Gylfi sonur hennar og Steinunn dóttir mín, ákváðu að ganga í hjónaband. Síðan þá hefur daglegt líf okkar og áhuga- mál verið tengt fjölskylduböndum. Þegar við hittumst fyrst bjuggu þau hjónin Guðrún og Geir á Dun- haga 13 í Reykjavík. Áður höfðu þau búið í Vík í Mýrdal, þar sem Guðrún var fædd og uppalin. Við nánari kynni kom í ljós að æskustöðvarnar voru henni kærar. Oft minntist hún ungdómsáranna þar og ættingja og vina frá þeim tíma. Auðheyrt var að hún hafði notið umhyggju og ást- úðar fjölskyldu sinnar í uppvextin- um. Á unglingsaldri hafði hún orðið fyrir slysi þegar hún datt af reið- hjóli. Afleiðingar þess voru að hún náði aldrei fullum bata og höfðu áhrif á skólagöngu hennar og mögu- leika á ýmsan hátt. Þrátt fyrir það náði hún að standa jafnfætis öðru ungu fólki eins og gerðist á þeim tíma. Átti hún góðar minningar frá þeim árum, þegar hún sem ung stúlka vann í Kaupfélagi Vestur- Skaftfellinga, sem þá var til húsa í Brydebúðarhúsi sem nú er orðið að veitinga- og menningarhúsi í Vík. En það sem réð mestu um framtíð Guðrúnar var það þegar verðandi eiginmaður hennar, Geir Emil Ein- arsson loftskeytamaður, kom til Víkur 1946 og réðst til starfa á Lor- anstöðinni á Reynisfjalli þegar Ís- lendingar tóku við rekstri stöðvar- innar af Bretum. Þau gengu í hjónaband 1948 og stofnuðu heimili í Vík. Eitt af því sem Guðrún minnt- ist oft á var sá tími sem Geir starf- aði á Reynisfjalli og starfsfélagar hans þar. Árið 1959 fluttu þau frá Vík til Reykjavíkur, en þau höfðu keypt sér íbúð í byggingu á Dun- haga 13 nokkrum árum áður, þar sem heimili þeirra stóð upp frá því. Þar biðu þeirra starfsamir dagar, gleði en einnig sorg. Árið 1968 urðu þau hjón fyrir þeirri sáru sorg að missa dóttur sína, Ólöfu Ástu, skömmu áður en hún átti að ferm- ast. Er ekki ofsagt að fráfall hennar hafi sett mark sitt á líf fjölskyld- unnar upp frá því. Guðrún var þeirr- ar gerðar að ræða ekki hátt um sín einkamál en þeim sem til þekktu duldist ekki að sá atburður mundi fylgja henni til æviloka. Þegar við komum fyrst á heimili þeirra hjóna á Dunhaga voru syn- irnir Gylfi og Pétur enn í heima- húsum. Á það heimili var gott að koma og þangað var ferðinni oft heitið á komandi árum. Margar góð- ar og ánægjulegar samverustundir voru framundan, hvort sem fjöl- skyldan kom saman af sérstöku til- efni á heimili þeirra á Dunhaganum, hjá okkur Einari á Háaleitisbraut eða heimili þeirra Gylfa og Stein- unnar. Börnin þeirra Geir og Jó- hanna áttu auðvitað stærstan þátt í gleðistundum okkar á þessum árum. Ekki má gleyma góðum sumardög- um í Skorradal þar sem fjölskyldan á Dunhaga hafði byggt sér sum- arbústað. En snemma árs 1982 barði sorg enn að dyrum þegar Geir Einarsson lést af völdum hjartaáfalls, aðeins 57 ára að aldri. Þá urðu stór kaflaskipti í lífi Guðrúnar. Mikill skuggi féll á líf fjölskyldunnar við fráfall hans. En áfram héldu heimsóknir okkar á Dunhagann. Guðrún hélt áfram að búa þar ásamt Pétri syni sínum þar til hann fór til náms í Englandi þar sem hann hefur búið að mestu síðan. Guðrún hafði unnið að hluta til ut- an heimilis og hélt því enn áfram í nokkur ár eða á meðan heilsa henn- ar entist. Heilsu hennar hrakaði smám saman og kom í ljós að hún þjáðist af Parkinson-sjúkdómi. Árið 1994 flutti Guðrún á hjúkrunar- heimilið Droplaugarstaði. Með tím- anum dró úr mætti hennar til að hreyfa sig og sat hún þá löngum í stól sínum í vistlegu herbergi sínu með nokkra af sínum smekklegu húsmunum í kringum sig að ógleymdri fallegri mynd af dóttur sinni, Ólöfu Ástu, á veggnum gegnt rúmi sínu. Nú kom í ljós hve vinmörg Guð- rún var því margir vinir og sam- ferðamenn komu reglulega að heim- sækja hana. Síðustu mánuði hrakaði heilsu hennar mjög og hygg ég að hvíldin hafi verið henni kærkomin. Guðrún var ekki fyrir að berast á, var hæglát og hæversk í framkomu. Henni var svo margt vel gefið; hafði fágað handbragð við hvað sem hún vann og hafði næman smekk fyrir fínlegum og fallegum hlutum. Hún hefði vafalaust getað náð langt í námi ef hún hefði átt þess kost, svo stálminnug sem hún var. Ævigöngu Guðrúnar Pétursdótt- ur er lokið. Ég þakka henni sam- fylgdina og geymi minningarnar. Þuríður Árnadóttir. Andlát Guðrúnar Pétursdóttur kom ekki á óvart. Heilsu hennar hrakaði í haust og lífskrafturinn fór þverrandi. Hún hélt upp á 80 ára af- mæli sitt í faðmi fjölskyldu og vina síðastliðið vor og var þá líðan henn- ar bærileg og var afmælisdagurinn henni ánægjulegur. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Vík. Á heimilinu var oft glatt á hjalla, mikið af börnum í nágrenn- inu og margir komu í heimsókn, vin- ir og vandamenn. Á barnsaldri fékk hún berkla í mjöðm, átti lengi í þeim veikindum og varð aldrei jafngóð eftir. Hún tók til hendinni við ýmis störf á unglingsárunum, meðal ann- ars gætti hún barna, þar á meðal undirritaðs. Angi heimsstyrjaldarinnar teygði sig að nokkru til Víkur en þar var allfjölmennt herlið Breta og síðar Bandaríkjamanna. Talsverð umsvif voru hjá herliðinu og á Reynisfjalli risu bæði radarstöð og lóranstöð. Ný verkmenning ruddi sér til rúms með komu hersins. Meðal annars komu ný og öflug farartæki sem voru óþekkt þar um slóðir áður. Á þessum árum var Guðrún af- greiðslustúlka í verslun kaupfélags- ins. Eftir stríðið tóku Íslendingar við rekstri lóranstöðvarinnar og flutt- ust þá til Víkur nokkrir ungir loft- skeytamenn. Einn þeirra var Geir Einarsson. Þau Guðrún felldu sam- an hugi og stofnuðu heimili í Vík. Þau fluttust til Reykjavíkur nokkr- um árum síðar og Geir starfaði hjá Landssímanum. Þau eignuðust börnin Gylfa, Ólöfu Ástu og Pétur Jón. Fjölskyldan varð fyrir mikilli sorg og missi þegar Ólöf Ásta lést árið 1968, kornung. Annað áfall varð þegar heimilisfaðirinn lést árið 1982. Alllangt er síðan Guðrún greind- ist með parkinson-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn ágerðist og gerði henni erfitt með allar hreyfingar og í mörg ár hefur hún varla komist um nema í hjólastól. Síðustu árin hefur hún átt heimili á Droplaugarstöðum þar sem mjög vel hefur verið annast um hana. Guðrún var hógvær kona og glað- lynd að eðlisfari. Hún hefur haldið góðu og stöðugu sambandi við frændfólk og vini og fylgdist af áhuga með lífi og störfum þeirra. Átthagarnir og árin þar voru henni ofarlega í huga og fróðlegt var að hlusta á hana rifja upp ýmislegt frá þeim tíma. Ég þakka henni góð kynni í fjölda ára og fyrir að hafa gætt mín þegar ég var barn. Bless- uð sé minning hennar. Ólafur Jónsson. GUÐRÚN GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR GYÐA SIGURÐARDÓTTIR myndlistarkona, Miðbraut 29, Seltjarnarnesi, sem andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 29. nóv- ember, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 10. desember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er sérstaklega bent á Hjálparstarf kirkjunnar, sími 562 4400 vegna verkefnisins „Vatn fyrir lífstíð“. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð. Sigurgeir Sigurðsson, Margrét Sigurgeirsdóttir, Héðinn Valdimarsson, Sigurður Ingi Sigurgeirsson, Lóa S. Hjaltested, Þór Sigurgeirsson, María Björk Óskarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.