Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku afi. Það er sárt að þú sért farinn frá okkur. Þú varst skemmtilegur og stundum svolítið stríðinn, en alltaf góður. Við mun- um sakna þín sárt því þú varst besti afi í heimi. Við vitum að nú líður þér vel því þér er ekki lengur illt í fætinum eða hjartanu. Nú ertu engill sem vakir yfir okkur. Hafðu bestu þakkir fyrir allt og allt. Petra María og Emma Lind. HINSTA KVEÐJA ✝ Svavar Guð-laugsson fæddist í Vík í Mýrdal 27. apríl 1935. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 28. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, f. 1892, d. 1938, og Guðlaug- ur Gunnar Jónsson, f. 1894, d. 1984. Systkini Svavars eru: Jakob, f. 1917, d. 1992; Valgerður, f. 1918, d. 2002; Jón, f. 1919; Anton, f. 1920, d. 1993; Guð- rún, f. 1922, d. 1999; Guðfinna, f. 1923, d. 1998; Sólveig, f. 1924; Guðlaug Sigurlaug, f. 1926; Einar, f. 1927, d. 1996; Guðbjörg, f. 1929; Ester, f. 1931; Erna, f. 1932; Þor- steinn, f. 1933, d. 1999; Guðlaug Jónsdóttir, f. 1973, er Emma Lind, f. 26. október 1996. 2) Sigurlaug, f. 30. júlí 1967, búsett í Reykjavík, uppeldis- og menntunarfræðingur og deildarstjóri nýbúafræðslu í Fellaskóla. Dóttir hennar og Gunnars Eymarssonar, f. 1957, er Petra María, f. 23. október 1991. Sambýlismaður Sigurlaugar er Þröstur Ingólfur Víðisson, f. 1953. Svavar ólst upp í Vík í Mýrdal og gekk þar í barnaskóla. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og stundaði akstur og sveitabúskap um hríð. Lengst af starfsævinnar vann hann við ýmis verslunarstörf m.a. hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli og Sláturfélagi Suður- lands í Reykjavík. Um tíma rak hann eigin verslun í Reykjavík. Svavar fluttist að Fögruhlíð í Fljótshlíð árið 1991 og starfaði hann þá hjá Sláturfélagi Suður- lands og Kaupfélagi Árnesinga á Hvolsvelli, þar til að hann lét af störfum vegna heilsubrests 1998. Að ósk Svavars fór útför hans fram í kyrrþey frá Breiðabólstað- arkirkju í Fljótshlíð 5. desember. Matthildur, f. 1938. Hinn 28. apríl 1962 kvæntist Svavar Steinunni Auði Guð- mundsdóttur, f. 5. 12. 1937 í Fögruhlíð í Fljótshlíð. Foreldrar hennar voru Sigur- laug Guðjónsdóttir, f. 1909 frá Tungu í Fljótshlíð, og Guð- mundur Guðnason, f. 1909, d. 1998, frá Kot- múla í Fljótshlíð, bændur í Fögruhlíð. Systkini Steinunnar eru Ingilaug Auður, f. 1935, Theódór Aðalsteinn, f. 1943, Guðjón, f. 1950. Börn Svavars og Steinunnar eru: 1) Guðmundur, f. 23. janúar 1963, búsettur á Hvols- velli, rekstrarfræðingur og fram- leiðslustjóri Sláturfélags Suður- lands. Dóttir hans og Fjólu Þegar blessuð jólaljósin kvikna eitt af öðru slökknar lífsljós ástkærs föður míns. Dauði hans kom e.t.v. ekki á óvart en samt hafði ég gert mér vonir um að njóta hans einlægu og góðu nærveru eitthvað áfram. Margs er að minnast. Minningar um okkur feðgana í fjárhúsunum í Bjargarkoti að stússast í kindum og hrossum. Útskýringarnar um það að hrúturinn væri að „ýta ánum í gang“ um fengitímann og viðbrögð í fjár- húsum nágrannabóndans þegar fimm ára pjakkur fór að deila af viskubrunni sínum um þetta athæfi hrútanna. Þegar pabbi hinn einlægi dýravinur kom heim úr vinnunni á Hvolsvelli með útrunna mjólk og brauðafganga til að gleðja folöldin og hænurnar. Þegar villikettlingurinn úr pakkhúsinu á Hvolsvelli flúði und- an byssukjöftum inn í búð til pabba og fékk þar öruggt skjól, því hann var settur í kassa og komið með hann heim mér til mikillar gleði. Ferðir í fjós og fjárhús til nágranna okkar til að aðstoða kýr og kindur við burð, en við það var pabbi einstaklega laginn. Ógleymanlegar eru ferðir í Botn- langalón á Skaftártunguafrétti með vinum og félögum. Þegar komið var í kofann eftir kulsaman dag og ilm- urinn af nýsoðnum silungi og fiski- súpunni hans pabba fyllti vitin. Bar- áttan við sandbrekkuna fyrir ofan kofann þegar bakka varð sumum jeppunum til að komast upp, en gamli græni Willysinn hans pabba komst klakklaust og þegar Willysinn setti ofan á heimleiðinni og topp- grindin með öllum afla ferðarinnar flaug út fyrir veg. Sú ánægja hlotn- aðist okkur feðgum fyrir tveimur ár- um að endurnýja kynni okkar af Botnlangalóni og einstöku umhverfi þess ásamt góðum vinum og fé- lögum. Náttúran skartaði sínu feg- ursta og menn sýndu gamla takta við veiðiskap og eldamennsku. Sú ferð var mikil upplifun og mun ávallt geymast í hugskotinu. Minnisstæðar ferðir á „kaup- félagsbílnum“ til Reykjavíkur, þar sem komið var við í Tryggvaskála á Selfossi þar sem maður drakk kaffi og borðaði jólaköku eins og „hinir bílstjórarnir“ og svo Múlakaffi í há- deginu þar sem fengin var ábót á hina undursamlegu „Múlakaffis- súpu“. Pabbi að stússast í eldhúsinu þar sem mamma ber til hans fyllsta traust og þau töfra fram hvern veisluréttinn á fætur öðrum, enda samvinna og samheldni þeirra til fyrirmyndar á öllum sviðum. Ég sé þau fyrir mér í minningunni að und- irbúa stórveislur í fjölskyldunni, t.d. þegar ég fagnaði 25 og 30 ára afmæl- um mínum. Það verður fróðlegt að vita hvort okkur tekst nógu vel upp með jólamatinn þetta árið þegar hans frábæru matreiðsluhæfileika nýtur ekki lengur við. Faðir minn var rólegur og dag- farsprúður maður og mikill barna- vinur. Hann vann hylli barna og þau hændust að honum, ekki síst barna- börnin hans tvö þær Petra María og Emma Lind, sem voru hans sólar- geislar og sakna hans sárt. Pabbi var einkar þægilegur í umgengni og ávann sér virðingu margra. Hann var elskaður og dáður af þeim sem þekktu hann vel. Hann var traustur maður, skipti sjaldan skapi og leit- aðist við að sætta ólík sjónarmið. Hann gat verið fastur fyrir ef því var að skipta en var fordómalaus og um- gekkst fólk af virðingu. Hann var hrókur alls fagnaðar á gleðistundu og átti fáa en einkar trausta vini og félaga. Hann bar minn hag og fjöl- skyldu sinnar ávallt fyrir brjósti. Hann hafði metnað fyrir hönd barna sinna og hvatti mig til menntunar og til að takast á við nýja hluti. Að öðr- um ólöstuðum held ég að enginn hafi honum fremur beint lífi mínu í þann farveg sem það er í og gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Eftirfarandi ljóðlínur Stefáns frá Hvítadal segja að mínu viti margt um lífshlaup föður míns og þau gildi sem hann lifði eftir: Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. Með þeim orðum kveð ég föður minn með söknuði og djúpu þakk- læti. Guðmundur Svavarsson. Nú þegar komið er að leiðarlokum hjá kærum frænda og vini reikar hugur minn til baka og nær til ársins 1962. Svavar og Ninna höfðu nýlega hafið búskap í lítilli íbúð á Seltjarn- arnesinu. Ég þurfti um þetta leyti að ganga til talkennara daglega og voru ferðalögin á milli Keflavíkur og Reykjavíkur ansi þreytandi til lengdar. Kom að því að þau Svavar og Ninna buðust til að taka að sér drenginn síðasta hálfa mánuðinn og varð það úr. Ég er hræddur um að vandfundinn hafi verið sá staður þar sem hægt var að skilja eftir litla mömmudrenginn svo lengi. Man ég enn hversu ljúf og góð þau voru og hvað ég hændist strax að þeim. Árið 1964 flytjast þau að Bjargarkoti í Fljótshlíð og fór ég ófáar ferðirnar þangað með foreldrum mínum. Á sumrin fékk ég að dvelja lengri og skemmri tíma hjá þeim. Þá var Muli litli kominn til sögunnar og man ég að ég óttaðist um stöðu mína á heim- ili þeirra, þar sem nú áttu þau sjálf orðið strák. Sá ótti reyndist auðvitað óþarfur, hann var bara krydd í til- veruna. Enn voru þau svo ljúf og góð og það sem meira var, ég var farinn að taka eftir því hvað þau voru falleg hjón. Þarna upplifði maður sveita- rómantíkina í fyrsta sinn, fór á hest- bak, sá folöldin fæðast, gefa hænun- um, moka hesthúsið og í Fögruhlíð sá ég mjólkað með mjaltavélum og stóð gapandi yfir, ég tala nú ekki um þegar sæðingamaðurinn kom í heim- sókn. Ég sé núna að þarna uppgötv- aði ég sveitamanninn í mér. Á þess- um fjörutíu árum sem ég hef þekkt þau hjón hef ég átt við þau samskipti reglulega en þó allt of sjaldan eins og oft vill verða nú á dögum. Ég heim- sótti þau í Fögruhlíð í haust, móttök- urnar eins og þegar ég man fyrst eft- ir, þau voru svo ljúf og góð, og svo falleg. Ég gef hugmyndaflugi mínu lausan tauminn og sé Svavar fyrir mér á æðri stigum, lausan við þján- ingar, og þeir feðgar farnir að þeysa um grundir á glæstum fákum og mikið ef ekki hefur verið tekinn tappi úr pyttlu. Með þetta í huga kveð ég minn kæra frænda. Elsku Ninna, Guðmundur og Sig- urlaug, innilega samúð frá mér og mínum. Guð styrki ykkur í sorginni. Gunnar Björnsson. Okkur systurnar langar að minn- ast Svavars Guðlaugssonar með ör- fáum orðum. Ekki grunaði okkur að kallið kæmi svo fljótt þótt mikil veik- indi væru búin að hrjá Svavar frá því í vor en svona er lífið og því breytum við ekki. Svavar og Ninna voru einstaklega samrýnd hjón. Aldrei talaði maður um Svavar án þess að minnast á Ninnu og öfugt því þau voru alltaf saman og gerðu allt saman. Við kynntumst Svavari og Ninnu ungar að árum en þá bjuggu þau á Hvols- velli og við lékum okkur við Sillu, dóttur þeirra. Síðar fluttu þau til Reykjavíkur og þá datt niður sam- bandið í nokkurn tíma en þegar við vorum á unglingsárum endurnýjað- ist það. Oft fengum við að gista hjá Svavari og Ninnu, þegar þau bjuggu á Kambsveginum, og þá var oft hleg- ið með tárum því Svavar og Ninna tóku fullan þátt í því sem við vinkon- urnar vorum að gera og gáfu sér allt- af tíma til að spjalla við okkur og hlógu svo bara að allri vitleysunni sem okkur datt í hug. Svavar var einstaklega ljúfur maður. Hann gekk í öll störf innan heimilisins, sem ekki er algengt hjá mönnum af þessari kynslóð. Aldrei heyrðum við hann æsa sig eða skipta skapi og hefði nú stundum jafnvel verið ástæða til að sussa aðeins niður í okkur vinkonunum. Það er okkur ógleymanlegt eitt skiptið þegar við komum í heimsókn á Kambsveginn og Svavar kemur til dyra. Fljótlega sjáum við að hann er ekki með neinar augabrúnir. Við vildum auðvitað fá skýringu á því, en þá hafði Svavar náð að brenna þær af sér með einhverjum hætti og auðvit- að kostaði þetta eitt hláturskastið, enda hefur verið minnst á þennan at- burð óslitið síðan í jólakortum til Svavars og Ninnu og jafnvel föndr- aðar á Svavar „brúnir“ úr lopa og honum sendar. Eftir að Svavar og Ninna flytja í Fögruhlíðina og við vinkonurnar stofnum okkar eigin fjölskyldur urðu samverustundirnar færri. Við héld- um samt alltaf áfram að heimsækja Svavar og Ninnu, því þrátt fyrir ald- ursmuninn náðu þau að verða vinir okkar og allra í vinahópnum hennar Sillu. Það verður skrýtið að koma í Fögruhlíðina og hitta ekki Svavar, en minningarnar sem við eigum um hann geymum við í hjörtum okkar um aldur og ævi. Elsku Ninna, Silla, Muli og fjöl- skyldur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ykkar missir er mik- ill og við biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk til að takast á við sorg- ina. Elsku Svavar, það voru forréttindi að fá að kynnast þér og eiga þig sem vin. Hvíl þú í friði. Unnur og Þórunn. SVAVAR GUÐLAUGSSON Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SVAVAR GUÐLAUGSSON, Fögruhlíð, Fljótshlíð, lést fimmtudaginn 28. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum einlæga samúð og vináttu. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Auður Guðmundsdóttir, Guðmundur Svavarsson, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, Þröstur Ingólfur Víðisson, Petra María Gunnarsdóttir, Emma Lind Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.