Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Elskulegur sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sambýlismaður og bróðir, SÍMON ÁSGEIR GRÉTARSSON, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnu- daginn 1. desember. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju þriðju- daginn 10. desember kl. 13.30. Grétar Símonarson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Grétar Símonarson, Signý Yrsa Pétursdóttir, Ásgeir Hrafn Símonarson, Andri Dagur Símonarson, Guðný Indriðadóttir, barnabörn og systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og frændi, BRAGI ÁSGEIRSSON AUSTFJÖRÐ bifvélavirkjameistari, Aðalstræti 21, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 9. desember kl. 14.00. Ólöf Halblaub, Ásgeir Vilhelm Bragason, Sólveig Bragadóttir, Kristín Ásgeirsdóttir, Kolbeinn Pétursson, tengdabörn, barnabörn og frændsystkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, bróðir og afi, ÖRN TRAUSTASON, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju mánu- daginn 9. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Doris Traustason, Sveinn Daníel Arnarson, Ásta Halldóra Styff, Ingibjörg Erna Arnardóttir, Jóhannes Ægir Baldursson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, systkini og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HERDÍSAR SÍMONARDÓTTUR, Miklubraut 88, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki líknardeildar Landspítalans Kópavogi og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Ása Kristjánsdóttir, Sigurður Hauksson, Margrét Kristjánsdóttir, Þorsteinn J. Stefánsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sverrir Ingólfsson, Símon Kristjánsson, Sigríður Guðbergsdóttir, Kristinn Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHANNESAR EGGERTSSONAR hljómlistarmanns, Norðurbrún 1, Reykjavík. Eggert Jóhannesson, Gabriele Jóhannesson, Halldóra Jóhannesdóttir, Þorvaldur Jóhannesson, Guðfinna Hjálmarsdóttir, Pétur Jóhannesson, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Jón Tryggvason, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Árni Björnsson, Margrét Eggertsdóttir, Einar Eggertsson. ✝ Guðlaugur Guð-mundsson fædd- ist 21. júlí 1914 í Sunnuhlíð í Vatnsdal. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Drop- laugarstöðum 25. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Guð- laugs voru Guð- mundur Magnússon bóndi, f. 21.7. 1874, d. 20.9. 1934, og kona hans Guðrún Guð- brandsdóttir, f. 24.3. 1883, d. 13.9. 1968. Guðlaugur var næst- elstur sjö systkina. Eftirlifandi eru Björn, Gestur, Gunnar, Sig- urður og Rannveig. Látinn er Kjartan. Guðlaugur kvæntist 17. júní 1944 Kristínu Þorsteinsdóttur verslunarmanni, f. 22.9. 1924. Dætur þeirra eru: 1) Margrét Þóra kennari, f. 7.2. 1944, gift Friðgeiri Björnssyni, dómstjóra í Reykjavík, f. 18.10. 1940, eiga þau tvær dætur, Kristínu, f. 9.8. 1971, sambýlismaður Björgvin Skúli Sigurðsson, og Guðlaugu, f. 29.10. 1972, unnusti Morten Findstrøm. 2) Sigrún verslunarmaður, f. 24.4. 1947, sambýlismaður Gunnlaugur Gunnarsson verslunarmaður, f. 20.4. 1957. 3) Guðmunda Hrönn kennari, f. 15.12. 1960, hún á eina dóttur, Huldu Margréti Erlings- dóttur, f. 1.11. 1994. Guðlaugur stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjum og kynnti sér síðan loð- dýrarækt og land- búnaðarstörf í Sví- þjóð, Noregi og Danmörku. Hann starfaði við loðdýra- rækt í Þingeyjar- sýslu 1939–41. Á stríðsárunum hóf Guðlaugur leigubíla- akstur á bifreiða- stöðinni Hreyfli. Ár- ið 1960 byrjaði hann verslunarrekstur, fyrst í kjötbúðinni Hofsvallagötu 16 en byggði síðan versl- unarhús ásamt Ólafi Pálssyni múrarameistara í Tindaseli 3 í Reykjavík. Þar rak fjölskyldan verslun til ársins 1995. Guðlaugur sinnti ritstörfum samhliða öðrum störfum. Hann skrifaði bækurnar Vinir dýranna (1956), Reynistað- arbræður (1968), Enginn má und- an líta (1974) og Ástir í aftursæti (1978). Guðlaugur hafði forgöngu um að reistur var minnisvarði á Beinahóli á Kili árið 1971 um Reynistaðarbræður er urðu þar úti 1780. Guðlaugur var alla tíð virkur í félagsmálum og sat í stjórnum ýmissa félagasamtaka, s.s. Hreyfils, Kaupmannasamtak- anna og Skáksambands Íslands. Auk þess var hann félagi í Rithöf- undasambandi Íslands. Útför Guðlaugs verður gerð frá Háteigskirkju á morgun, mánu- daginn 9. desember, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Afi minn og amma áttu heima „uppi“ í húsinu okkar í Barmahlíð- inni. Ég var ekki stór þegar ég fór að fara ein upp á efri hæðina og voru ferðirnar margar á degi hverjum. Afa þótti vænt um sveitina sína og dýrin; hann átti margar sögur að segja. Hann gaf mér bókina sína Vin- ir dýranna. Afi kenndi mér mann- ganginn og tefldum við oft við eld- húsborðið. Hann var ekkert að gefa eftir, en sagði að ég væri seig að tefla. Afi var orðinn gamall og lasinn. Hann flutti á Droplaugarstaði, þar var vel hugsað um hann og þar leið honum vel. Ég heimsótti hann oft. Ég kveð afa minn með söknuði. Hulda Margrét. Guðlaugur Guðmundsson frá Sunnuhlíð í Vatnsdal er látinn, 88 ára. Við vorum nánast jafnaldrar, fæddir og uppaldir í sömu sveit og áttum auk þess heima í sama húsi sl. 54 ár. Eftir svo langa samleið bregð- ur mörgu fyrir hugskotssjónir. Það er alllangt á milli Sunnuhlíðar og Haukagils, fæðingarbæjar míns, og var yfir tvær ár að fara, sem í þá daga voru óbrúaðar. Það tíðkaðist í sveitinni að fara í fjölskylduheim- sóknir til góðra granna, og svo var á þessum bæjum. Þetta voru sannkall- aðar skemmtiferðir, sem viðhéldu góðum vinskap. Þannig kynntist ég Sunnuhlíðarfjölskyldunni fyrst. Frekari kynni með okkur Guðlaugi tókust við barnaskólagöngu okkar í Þórormstungu og hafa þau haldist síðan. Sunnuhlíð var þá frekar nytjarýr og erfið jörð til ábúðar, en veiði- hlunnindi allmikil. Krafðist búskap- urinn ýtrasta dugnaðar og hagsýni til að framfleyta barnmargri fjöl- skyldu. Synirnir voru 6, en yngst var stúlka. Dugnaðurinn virtist foreldr- um Guðlaugs í blóð borinn. Þá eig- inleika fengu systkinin ríkulega í arf og sýndu það snemma í verki. Guðmundur Magnússon, faðir Guðlaugs, nýtti veiðihlunnindi jarð- arinnar vel, bæði heimavið og til heiðarinnar; síðar með tilstyrk sona sinna, er þeir uxu úr grasi. Hann var annáluð refaskytta. Guðmundur varð hins vegar úti í aftakahríð í september 1934 og má nærri geta, hvílíkt áfall fráfall hans var eigin- konu og sjö ungum börnum. Guðrún Guðbrandsdóttir, móðir Guðlaugs, var hæglát og yfirlætis- laus. Kona mín, Lára Böðvarsdóttir, kynntist henni nokkuð í fyrstu ferð- um okkar norður í Vatnsdalinn, er við vorum ung, og fór vel á með þeim. Eitt sinn barst tal þeirra að fráfalli Guðmundar og hvernig Guðrún hefði brugðist við, er henni voru færð tíð- indin. Lára rifjaði samtal þetta upp í blaðagrein á áttræðisafmæli Guð- laugs: „Allt í einu varð hún að vera sterkust í forsjá heimilisins og barna sinna. Snjór hafði komið snemma og kartöflur óuppteknar. Hún brá á það ráð til að láta ekki bugast, að hún bað börnin að hjálpa sér við að taka upp kartöflurnar úr garðinum. Það var kalt og erfitt verk, en þau systkinin hafi verið svo dugleg að hjálpa sér, að það hafi gefið henni það þrek, sem öllu hafi bjargað. En fram í myrkur hélt hún þeim að verki þennan dag.“ Guðrún átti enn marga daga og langt líf fyrir höndum, og með vinnu- semi og þrautseigju hélt hún búi og kom börnum sínum til manns. Mér hefur dvalist nokkuð við æskuheimili Guðlaugs og fyrri tíð. Tilgangurinn er að sýna úr hvað jarðvegi og aðstæðum hann er sprottinn og mótaður. Á nútíma- mælikvarða mega það heita hrein undur, að unglingar aldir upp við jafnþröng og erfið kjör og Guðlaug- ur, skyldu ná að brjótast til fullrar stærðar og virðingar í samfélaginu. Guðlaugur hleypti snemma heim- draganum eins og svo mörg ung- menni í sveitum landsins á þeim byltingartímum í atvinnuháttum, sem þá voru hafnir. Hann menntaði sig í refaeldi, sneri sér síðan að bif- reiðakstri og loks að kaupmennsku, sem hann sinnti lengst af. Hann tók ríkan þátt í félagsmálum samferða- manna sinna og ávann sér frama og trúnað. Hann var snarpur skákmað- ur og sinnti fræðagrúski og ritstörf- um, sem skilja eftir sig ófennt spor. Guðlaugur var fríður sýnum og myndarlegur á velli. Hann kynntist í æsku harðri lífsbaráttu og nálægð við náttúru landsins og óvægin öfl hennar. Hann var athugull og tilfinn- ingaríkur hugsjónamaður, sem fann sér farveg í félagslífi og ritstörfum. Hann átti auðvelt með að lifa sig inn í hugstæða atburði, kanna sögu þeirra og draga síðan upp áhrifaríkar myndir af þeim í bókum sínum. Guðlaugur kvæntist Kristínu Þor- steinsdóttur frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, náfrænku minni, og hefur hún rækt frændskap gagnvart fjöl- skyldu minni af alúð. Meginsamskipti okkar Guðlaugs hófust 1946, er við tókum höndum saman, ásamt Hirti Jónssyni kaup- manni, sem er nýlátinn, við að byggja húseignina í Barmahlíð 54–56 í Reykjavík. Þar höfum við Guðlaug- ur og eiginkonur okkar átt heimili síðan og hefur sambýli og samgang- ur verið með miklum ágætum. Börn okkar áttu á uppvaxtarárum sínum samleið í leik og námi. Við Lára og börnin okkar vottum Kristínu, börnum hennar og fjöl- skyldum samúð og þökkum fyrir þá samveru, sem við Guðlaugur höfum átt svo lengi. Haukur Eggertsson. Guðlaugur vinur minn Guðmunds- son er látinn eftir langvarandi veik- indi. Við störfuðum saman að mál- efnum félags kjötverslana, sátum saman í verðlagsnefnd félagsins og stjórn. Einnig sem áheyrnarfulltrú- ar í sex manna nefnd. Guðlaugur hafði góða þekkingu á kjötvörum enda starfrækti hann kjötverslun við Hofsvallagötu. Margt hefur breyst í verslunarháttum síðan þá. Árið 1978 færði Guðlaugur sig um set með sinn rekstur þegar hann reisti verslunar- hús í félagi við annan mann í Breið- holti, en þar rak hann verslun í mörg ár. Guðlaugur lét ýmis félagsmál til sín taka auk þess sem að framan greinir. Hann sat t.d. í fyrstu stjórn stofnlánasjóðs matvöruverslana. Guðlaugi var margt til lista lagt. Hann var góður skákmaður, fór m.a. með hóp skákmanna árið 1956 til út- landa til keppni á vegum Hreyfils, en þá starfaði hann við leigubílaakstur. Um það leyti sem einvígi aldarinnar í skák var haldið hér á landi, árið 1972, sat Guðlaugur í stjórn Skáksam- bands Íslands. Ekki má gleyma því að hann var mjög ritfær maður, en hann skrifaði og gaf út fjórar bækur, en þær eru: Vinir dýranna, Reynis- staðabræður, Enginn má undan líta og Ástir í aftursæti. Í tengslum við sögu Reynisstaðabræðra á hann heiðurinn af því að minnisvarði var settur upp við Beinhól á Kili árið 1971. Eins og að framan greinir átti ég þess kost að starfa með Guðlaugi að ýmsum hagsmunamálum innan Kaupmannasamtakanna. Margs er að minnast frá þeim árum, sem of langt væri upp að telja, en geymist í minningunni. Ég þakka að lokum Guðlaugi fyrir samfylgdina og sam- starfið. Við, ég og fjölskylda mín, vottum Kristínu, börnum þeirra hjóna og öðrum ástvinum einlæga samúð. Blessuð sé minning Guðlaugs Guðmundssonar. Gunnar Snorrason. Góður vinur minn Guðlaugur Guð- mundsson, er látinn í hárri elli. Sam- eiginlegt áhugamál okkar beggja, skákin, átti stærstan þátt í að leiðir okkar lágu saman upp úr 1970 er við báðir vorum kosnir í stjórn Skák- sambands Íslands. Ég hafði fylgst með Guðlaugi úr fjarlægð og vissi að hann var sterkur skákmaður og máttarstólpi í skáksveit Taflfélags Hreyfils, en árið 1968 varð Guðlaug- ur sigurvegari á meistaramóti NSU og þar með Norðurlandameistari vagnstjóra í skák. Lítið grunaði okkur Guðlaug, er GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.