Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 49 Kringlunni & Hamraborg Vor í desember[sva rt á h v ítu ] Fyrsta sending vorlínunnar komin opið í dag sunnudag 13-18 Fyrirtæki til sölu:  Langar þig í eigin rekstur? Höfum til sölu nokkur lítil en góð fyrirtæki sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur.  Rótgróin blóma- og gjafavöruverslun miðsvæðis í Reykjavík.  Lítil sápugerð með fjölbreytt úrval hreinsefna sem þykja mjög góð. Mikl- ir möguleikar. Tilvalið til flutnings út á land.  Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð, góður rekstur og skemmti- legt tækifæri.  Heildverslun með þekkt merki í matvöru. Ásvelta 40 m. kr.  Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr. Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla- virkja.  Ein stærsta og besta myndbandasjoppa borgarinnar. Ársvelta 100 m. kr. Mikill hagnaður, góð fjárfesting.  Rótgróin blómaverslun í verslunarmiðstöð. Ársvelta 14,4 m. kr.  Veitingastaðurinn Tex-Mex á Langholtsvegi er fáanlegur á rekstrarleigu með kauprétti. Góður rekstur og pottþétt dæmi fyrir duglegt fólk.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 40-50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn.  Rótgróin snyrtistofa í verslunarkjarna. Verð 3 m. kr.  Bílaverkstæði í Hafnarfirði. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Mjög mikið að gera. Hentugt fyrir 3—4 starfsmenn.  Dagsöluturn við Laugaveg. Fallegur og snyrtilegur staður. Verð aðeins 3,8 m. kr.  Lítil málmsteypa. Hentar vel fyrir grafískan hönnuð á landsbyggðinni.  Járn & lykkjur ehf. Vel tæknivætt framleiðslufyrirtæki sem þjónar bygg- ingariðnaðinum. Sameining eða sameign kemur vel til greina.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning.  Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vax- andi velta og miklir möguleikar.  Rótgróin deild úr heildverslun með búsáhöld. Sala 10,2 m. kr. á ári, framlegð 5 m. kr.  Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins.  Lagerhótel - búslóðageymsla. Ársvelta 10 m. kr. Gott tækifæri fyrir sameiningu við annan rekstur. Möguleiki á miklum akstri.  Verslunin Litla-Brú, Höfn í Hornafirði. Blóma- og gjafavöruverslun í eigin húsnæði á besta stað í bænum. Auðvelt að breyta í annan rekstur, t.d. kaffihús. Auðveld kaup.  Rekstrarleiga með kauprétti. Við höfum verið að þróa nýjan valkost fyrir seljendur og kaupendur sem virðist henta mörgum vel. Gerður er fimm ára samningur um leigu á rekstri með ákveðinni leiguupphæð á mánuði, með tilteknum tryggingum. Jafnframt er samið um að leigutaki geti hvenær sem er á leigutímanum keypt reksturinn á tilteknu verði og ef hann nýtir þann rétt, gengur helmingur þeirrar leigu sem greidd hefur verið upp í kaupverðið. Nánari upplýsingar um þennan valkost er að finna á www.husid.is.  Þekkt lítil heildverslun með jurtabaðvörur og gjafavörur. Tilvalið sem viðbót við annan rekstur.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekktur suðrænn veitingastaður til leigu. Fullbúinn og í fullum rekstri. 100 sæti. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk.  Lítið fyrirtæki sem rekur 9 leikjakassa í sjoppum. Auðveldur rekstur í aukavinnu.  Fullbúin naglaverksmiðja með nýjum tækjum sem passar í lítið húsnæði eða jafnvel bílskúr. Hentar vel til flutnings út á land. Verð aðeins 3,5 m. kr.  Sérhæft fyrirtæki sem setur lakkvörn á bíla. Gott einkaumboð, tæki og lag- er. Hentugt fyrir tvo menn.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4-6 störf. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 TEKIST hefur að afstýra því að netaveiðar hefjist aftur í Hvítá í Borgarfirði á næstu vertíð, en lengi vel í sumar og haust hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum hagsmunaaðila eftir að Þverár- menn sögðu upp samningi sem kveður á um fjárhagslegan hlut hvers bergvatnshóps í samkomu- laginu. Óðinn Sigþórsson formaður Landssambands veiðifélaga stað- festi í samtali við Morgunblaðið að sá árangur hefði náðst að fram- lengja samkomulagið út vertíðina 2003 en nota tímann vel til að slétta úr ójöfnum sem myndast hafa á samkomulaginu. Sem fyrr deila menn um hlut hvers berg- vatnshóps til greiðslu til neta- manna fyrir netaupptökuna og hefur Þverármönnum lengi þótt sinn hlutur fullstór miðað við hlut hinna stóránna tveggja, Norðurár og Grímsár. Ekkert að gerast Varðandi aðra stóra netaupp- töku sagði Hilmar Hansson for- maður landssambands stangaveiði- félaga í samtali við Morgunblaðið nýverið að staðan í netaupptöku- málum í Árnessýslu væri lítt breytt frá því sem verið hefði og fregnir á dögunum um að mjög hefði þokast í þeim efnum nýverið væru ekki á rökum reistar. „Við erum að vinna í þessu enn þá, en helstu tíðindin eru að það eru eng- in tíðindi,“ sagði Hilmar. Almennt er talið að uppkaup neta í Ölfusá og Hvítá séu stórum erfiðara og flóknara mál heldur en netauppkaupin í Hvítá í Borgar- firði, ekki hvað síst vegna þess að bergvatnsárnar í Árnessýslu hafa svo litla meðalveiði á ári nú um langt árabil að veiðitölur nýtast ekki til að reikna út hvað netaupp- takan ætti að kosta. Þá eru afar skiptar skoðanir meðal netabænda um ágæti þess að hætta netaveið- um. Stangaveiðimenn tala hins vegar margir um að það sé gríð- arlega áleitin spurning hvað myndi gerast ef netaveiðar yrðu aflagðar í eitt ár. Fróðlegt væri að sjá hvað mikið af jökulvatnslaxinum myndi skila sér upp í bergvötnin. Þessa dagana sækja félagar í SVFR um veiðileyfi hjá félaginu og þar á bæ eru menn ánægðir með umsóknarþungann. Sum svæði eru umsetnari en áður. Þannig þurfti t.d. að láta fulltrúa 29 hópa með svokallaðar 4-A um- sóknir draga um 14 tveggja daga holl á besta tímanum í Tungufljóti. Vissu menn er þeir gengu í salinn að helmingur þeirra færi tómhent- ur út. Auk Tungufljóts er Leir- vogsá, Norðurá og svæði 1–2 í Stóru-Laxá í september hvað vin- sælust, einnig Fáskrúð, Krossá, Gljúfurá, Skógá og nýju árnar Andakílsá og Þverá í Fljótshlíð. Margir glaðningar Mikið af sjónrænu og lesvænu efni er að berast stangaveiðimönn- um þessa dagana. Íslenska stanga- veiðiárbókin er að koma út og fyr- ir fáum dögum datt inn um lúg- urnar nýjasta tölublað Sportveiði- blaðsins. Þá sendi Eggert Skúla- son frá sér myndbandið Silungur á Íslandi með fallegum myndskeið- um frá Eyjafjarðará og Laxá í Mý- vatnssveit. Þá kom nýlega út verðskrá SVFR og á allra næstu dögum bætast við verðskrár Lax-á og Strengja og síðasta tölublað Veiðimannsins í ritstjórn Eiríks St. Eiríkssonar. Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson Hressir karlar austur á Iðu síðasta haust. Búið að semja um Hvítárnetin ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.