Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÖRÐUSTU unnendur sálartón- listarinnar sem kennd er við gömlu Motown- og Stax-útgáfurnar fengu vægt áfall þegar snjóhvítir og rauð- birknir Írar tóku sig til hér um árið og spreyttu sig á nokkrum sígildum sálarslögurum. Til- efnið var kvikmynd- in ágæta The Com- mitments, en tónlistin kom rétt svo þolanlega út en þó aðeins í samhengi við tilganginn með uppátækinu, nefnilega myndina og efni hennar. Ekki átta ég mig á hinn bóginn al- veg á tilganginum með þessari ís- lensku sálarplötu. Vissulega eigum við orðið marga færa söngvara sem sungið geta af öllum sínum lífs og sál- ar kröftum en ég fæ samt ekki alveg séð hvers vegna þeir vilja eða telja sig þurfa að sanna það með því að syngja nær lýtalaus listaverk sem ekkert hafa orðið fyrir barðinu á tím- ans tönn. Ekki er verið að leiða í ljós nýjar hliðar á þessum margfrægu lögum og hvergi verið að bæta um betur – sem væri líka að sjálfsögðu til of mikils mælst. En hver er þá til- gangurinn? Hvers vegna vilja menn vera að senda frá sér hálfbakaðar hljóðversútgáfur af fullkomnum og næsta heilögum slögurum sem enn má njóta í upprunalegum útgáfum? Af fjórtán lögum plötunnar eru sýnu verst afbökuð útgáfa á „Elean- or Rigby“ Bítlanna – vissulega áður verið flutt í sálarstíl af liði eins og Arethu Franklin og Booker T. & the MG’s, sem breytir þó því ekki að mér þykir meðferðin einkar óviðeigandi, upphafslagið „Shake Your Tailfeath- er“ sem hreinlega skortir allt sem kenna má við sál og „River Deep Mountain High“ – upprunalega snilld fyrir tvennar sakir, „hljóð- vegg“ Phils Spectors og rödd Tinu Turner, sem hvorugt er að finna hér. Á stöku stað, eða í fjórum lögum, gengur dæmið hins vegar allt að því upp og er athyglisvert að velta fyrir sér ástæðunni því tvö eru sungin af reyndustu söngvurunum. Jóhann G. syngur best heppnaða lag plötunnar „People Get Ready“ af sannri tilfinn- ingu og Stefán Hilmarsson, sem hef- ur fyrir löngu skapað sér sinn eigin sálarstíl, gerir lögin tvö sem hann syngur „Now That We’ve Found Love“ (ásamt Páli Rósinkranz) og „Ain’t No Love In the Heart of the City“ að sínum eigin. Ósungnu lögin tvö, gamalt lag Mar-Keys – fyrstu hússveitar Stax – „Bush Bash“ og „Wade in the Wat- er“ eftir Ramsey Lewis, flutt af „hússsveit“ plötunnar The Soul Hats, ganga líka ágætlega upp og sér í lagi fer Jón Ólafs fimum fingrum um svarthvítu sleglana í því síðar- nefnda. Maður sér það ekki beint í hendi sér við hvern er að sakast hér. Söngvarar skila því sem þeir geta og margreyndir hljóðfæraleikarar ugg- laust því sem þeim er sagt að gera. Útsetningar eru vissulega lítt spenn- andi, tilþrifalitlar og í raun alltof vandaðar, eða réttara sagt of fín- pússaðar til að hin nauðsynlega leik- gleði og hrynhiti sem einkenna verð- ur sálartónlist nái í gegn. En ég fer þó ekki ofan af því að helst verði að beina fingrinum að sjálfum aðstand- endum plötunnar, útgefendum fyrir að hafa ákveðið að gera hana, og það á þennan máta. Miklu fremur hefði ég skilið útgáfuna hefði hún innihald- ið tónlist úr einhverri kvikmynd eða a.m.k. upptöku frá vel heppnuðum tónleikum, því lifandi nýtur gamla sálartónlistin sín best ef á annað borð hún er vakin til lífs. Mér er þannig til efs að nokkur unnandi sálartónlistar eigi eftir að heillast af Svörtu plötunni og fyrir utan fagmannlega frammistöðu lista- manna þá sé ég þann eina jákvæða vinkil á henni að lagavalið sem slíkt er gott og kemur vonandi einhverj- um á bragðið og vísar þeim veginn að gömlu upprunalegu útgáfunum. Tónlist Ýmsir Svarta platan – Higher Ground 1001 nótt Svarta platan – Higher Ground inniheldur fjórtán erlenda sálarslagara í flutningi söngvaranna Páls Rósinkranz, Stefáns Hilmarssonar, Margrétar Eirar Hjart- ardóttur, Regínu Óskar Óskarsdóttur, Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, Jóhanns G. Jóhannssonar og Péturs Hrafnssonar, auk hljóðfæraleikaranna Ólafs Hólm trommara, Friðriks Sturlusonar á bassa, Jóns Ólafssonar hljómborði og röddum, Guðmundar Péturssonar gítar, Samúel Jón Samúelssyni básúnu, Kjartani Há- konarsyni trompeti, Jóel Pálssyni saxó- fóni og Karli Olgeirssyni bakröddum. Upptökustjórn var í höndum Jóns Ólafs- sonar en Samúel Jón Samúelsson útsetti fyrir blásturshljóðfæri. Upptökur fóru fram í Eyranu haustið 2002. Svart og hvítt – gamalt nýtt Skarphéðinn Guðmundsson "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu þri 17. des, UPPSELT, sun 29. des kl. 20, HÁTÍÐARSÝNINING, laus sæti Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur mið 11. des, Félagsheimilinu Klifi, ÓLAFSVÍK, föst 13. des, LOKASÝNING FYRIR JÓL, nokkur sæti. Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Lau 28/12 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Í dag kl 14, Su 29/12 kl 14 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 12. des kl kl 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐASTA SÝNING Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Forsalur Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20, UPPSELT Lau 14/12 kl 20, Má 30/12 kl 20 SÓL & MÁNI Nýr íslenskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR TILBOÐSVERÐ KR. 2.800 GILDIR TIL JÓLA Frumsýning 11. janúar BROT AF ÞVÍ BESTA - UPPLESTUR OG TÓNLIST Jól í Kringlusafni og Borgarleikhúsi: Rithöfundar lesa - léttur jazz Fi 12/12 kl 20 Arnaldur Indriðason, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Stefán Máni og Þórarinn Eldjárn. JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Su 29/12 kl 20 JÓLAGAMAN Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl. Lau 14/12 kl 15:00 Su 15/12 kl 15:00 - Aðeins kr. 500, ELEGIA - FJÖGUR DANSVERK Pars pro toto - Rússibanar - Benda Fö 13/12 kl 20, Lau 14/12 kl 20 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur Sun. 8. des. kl. 14 laus sæti Mán. 9. des. kl. 9.30 og 10.40 upp- selt Fim. 12. des. kl. 10 uppselt Fös. 13. des. kl. 10 og 13.30 uppselt. Sun. 15. des. kl. 14 laus sæti HVAR ER STEKKJARSTAUR? eftir Pétur Eggerz Mið. 11. des. kl. 10 uppselt Fim. 12. des. kl. 10 og 16.30 uppselt Fös. 13. des. kl. 10 og 14 uppselt Miðaverð kr. 1.100. Netfang: ml@islandia.is ww.islandia.is/ml Söngsveitin Fílharmónía og kammersveit Aðventutónleikar í Langholtskirkju Sun. 8. des. kl. 17.00 Þri. 10. des. kl. 20.30 Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir Miðasala í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 og við innganginn. www.filharmonia.mi.is Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Sun. 8. des. kl. 15 og 20 Lau. 14. des. kl. 20 Sun. 15. des. kl. 15 og 20 Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Hádegistilboð alla daga og gott kaffi Cappuccino, Caffe latte og Espresso Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Jólatónleikar Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Jólatónleikar fjölskyldunnar í Háskólabíói laugardaginn 14. desember kl. 15:00 Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Kórstjóri: Jón Stefánsson Einleikarar: Nemendur úr Allegro Suzuki skólanum Kór: Graduale nobile Kynnir: Atli Rafn Sigurðarson Á boðstólum verður m.a. tónlist úr kvikmyndinni um töfrastrákinn Harry Potter og heimsþekkt jóla- lög. Að síðustu taka allir lagið saman og aldrei að vita nema jólasveinninn komi í heimsókn. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN ÖRFÁ SÆTI LAUS Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti síðasta sýning fyrir jól Munið gjafakortin Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Sunnudagur 8. des. kl. 16-17 TÍBRÁ: Jólatónleikar Kammerhópur Salarins býður stórfjöl- skyldunni til klassískrar jólaveislu. Á efn- isskrá eru vinsæl kammerverk og jólalög. Fyrir tónleikana frá kl. 15.30 er boðið uppá jólakonfekt frá Nóa&Síríus og jóla- smákökur frá Kökuhorninu. Jólasveinn- inn mætir á staðinn. Aðgangur er ókeypis fyrir yngri en 20 ára og eldri en 60 ára. Styrktar- og samstarfsaðilar: Omega Farma, strik.is, 12Tónar, Stafræna hljóðupptökufélagið, Kökuhornið, Nói&Sirius. Verð kr. 1.500/1.200 Þriðjudagur 10. des. kl. 20 Flauta og fleira Tónleikar kennara Tónlistarskóla Kóp- avogs. Margrét Stefánsdóttir flauta, Eydís Franzdóttir óbó, Guðrún Þórar- insdóttir víóla, Nína Margrét Grímsd- óttir píanó og Elísabet Waage harpa flytja Tríó sónötu í c-moll eftir Quantz, Þrjár afrískar svipmyndir eftir Alan Bush, auk verka eftir Madeleine Dring, Hendrik Andriessen, Eldin Burton og Claude Debussy. Verð kr. 1.500/1.200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.