Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 58
ÓMAR Ragnarsson tók hressileg bakföll þegar lesið var fyrir hann uppúr nýútkominni bók, Í frétt- um er þetta helst. Gam- ansögur af íslenskum fjöl- miðlamönnum. Ómari var afhent fyrsta eintak bók- arinnar og fór vel á því vegna þess að hann prýðir kápu bókarinnar – þar sem hann er flögr- andi á hvolfi um á frúnni – og fyrsti hluti bókar- innar er helgaður nokkrum af þeim fjöl- mörgu gamansögum sem orðið hafa til á hartnær fjögurra áratuga löngum fjölmiðlaferli Óm- ars, eins og t.d. þegar hann flutti ára- mótafrétt með myndum frá áramóta- brennu og festi tunguna í kók- flöskustút nokkrum sekúndum áður en hann átti að fara í loftið. Þeir eru fleiri fjölmiðlamennirnir sem eiga gullkorn í bókinni og þarf ekki að koma á óvart að blessaðir íþróttafréttamennirnir ríði þar feit- um hesti enda vellur gjarnan uppúr þeim „snilldin“ í hita leiksins. Þannig fer Guðjón Guðmundsson, Gaupi á Stöð 2 og Sýn, mikinn í bókinni og eftir honum eru hafðar skrautlegar yfirlýsingar eins og: „Nicky Butt hefur löngum verið talinn furðulegur í framan eins og reyndar allt lið Manchester United“ – „Rio Ferdin- and er traustur í þessum leik. Hann hefur ekki stigið feilnótu!“ Einar Ágúst, engill og útvarps- maður á FM 957, sagði síðan er hann flutti fréttir af fólkinu: „Og Pavarotti ætlar að gifta sig í sumar. Hin heppna er þrjátíu og þriggja ára og því yngri en allar dætur hans. Já, ástin lætur ekki að sér kveða.“ Það voru að sjálfsögðu gárungarn- ir Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason sem söfnuðu efni og rit- stýrðu bókinni, en þeir hafa áður sent frá sér sjö bækur með gaman- sögum af alþingismönnum, prestum, læknum og íþróttamönnum. Og þá hló Ómar … Ómar tók að sjálfsögðu bakföll þegar hann fékkað heyra nokkrar af gamansögunum um sig viðafhendingu fyrstu bókarinnar. Út er komin bók með gamansögum af fjölmiðlamönnum Morgunblaðið/RAX 58 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10. Mán 5.30, 8, 10 og 10.45. B. i. 12. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i DV RadíóX Hamagangur á Sjónarhóli kl. 3 Vetur á Sjónarhóli kl. 4.30 Kvikmyndir.com DV HJ. MBL Sýnd kl. 2.40. Mán 5.30. B.i. 16. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán 4, 6, 8 og 10. Bi 14. Ben Cronin átti bjarta framtíð, en á einu augnabliki breyttist allt saman. Nú er hans mesti aðdáandi orðin hans versta martröð. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10. Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT 4, 7 og 10 Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.50. Mán 5, 8 og 10.50. B. i. 12. DV RadíóX EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS ÍSLENSK raftónlist hefur verið við ágæta heilsu undanfarið, rafpopp- kvartettinn múm er t.a.m. á fínu flugi og útgáfufyrirtækið Thule við Ægisgötuna fæst sem áður við út- flutning á þess háttar tónlist. Þeir bröttustu láta eyjuna Ísland nefni- lega engan veginn nægja og ágætt dæmi um þannig raf-víkinga er dú- ettinn Einóma sem í ár gaf út breið- skífuna Undir feilnótum. Platan hef- ur vakið verðskuldaða athygli, m.a. erlendis. Í dómi Morgunblaðsins um plötuna (Árni Matthíasson, 24.9. 2002) segir: „Skemmtilegur drungi er í mörgum verkanna, tilfinninga- legur þungi sem gerir þau áheyri- legri … Öll vinnsla á tónlistinni er til fyrirmyndar, hljóð vel unnin, dýpt í hljómnum og hljóðskraut fjöl- breytilegt.“ Platan sneyðir jafn- framt smekklega hjá hentitöktum þeim sem tröllriðið hafa tilrauna- kenndri raftónlist undanfarin fimm ár eða svo (í anda Autechre og skyldra sveita). Platan kemur út á vegum tæknó- útgáfunnar Vertical Form sem er þokkalegasta stærð í þeim heimi og með virtustu útgáfum. Fyrsta út- gáfa Einóma var stuttskífan Float- ing point by zero en hún kom út á vegum Thule í fyrra. Uppteknari „Samstarf okkar við Vertical Form kom þannig til að Bola, lista- maður sem ég flutti inn til landsins kom mér í samband við vin sinn, eiganda Vertical Form,“ segir Steindór. Tónlistina sjálfa vinna þeir í tölv- um þar sem þeir hagræða hljóðum og móta. „Við byrjum á einhverju hljóði og svo þróast það í einhverjar áttir. Svo er komin hugmynd í endann,“ útskýrir Steindór og segir að í byrj- un hafi þeir verið að smala saman hljóðum úr bíómyndum og mallað því einhvern veginn saman. „En svo breyttist þetta allt þegar við lærðum almennilega á græj- urnar og forritin,“ segir hann og brosir. Hann segir í framhaldinu að lögin séu öll hugsuð sem eins konar sögur; með byrjun, miðju og endi og bætir jafnframt við að síst stefni þeir félagar á að gera þægilega tón- list og eyrnavæna eins og Röyksopp eða Air t.d. Vertical Form er sýnilega með öfluga dreifingu því dómar um plöt- una hafa verið að birtast víða und- anfarið. Einkanlega á hinum og þessum vefsíðum en raftónlist- argeirinn virkar náið með net- heimum, eðlis síns vegna. M.a. birt- ist lofsamlegur dómur um þá félaga á síðunni www.absorb.org, sem mun vera með stærstu raftónlistarsíðum. Af stærri, almennum, netmiðlum má nefna heimasíðu BBC og Yahoo, og eru dómarnir jákvæðir þar, eink- anlega er rýnir BBC hrifinn. Steindór og Bjarni eru þegar byrjaðir á næstu plötu og greinilega allt að gerast um þessar mundir. „Maður er orðinn mun upptekn- ari af þessu en áður var,“ segir Steindór og Bjarni skýtur inn í að lokum að þetta sé ekki spurning um slá í gegn. „Það væri bara gaman að geta lif- að af þessu.“ Undir feilnótum er fyrsta breiðskífa Einóma Hringlaga glerborgir Einóma. Bjarni Þór Gunnarsson og Steindór Kristinsson. Þeir Einóma-liðar, Steindór Kristinsson og Bjarni Þór Gunnarsson, segja Arnari Eggert Thoroddsen frá plöt- unni sinni nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.