Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4 og 6. Vit 461 KRINGLA ÁLF Sýnd kl. 12.30, 2.40, 4.45, 6.50 og 9. Mán 4.45, 6.50 og 9. Vit 485 Kl. 1.3 ÁLFABAKKI Sýnd k ÁL Kvikmyndir.is 4 5 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 5 D Ö G U M E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. B. I. 16. VIT 469.Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem ke Jólamyndin Kvimyndir.is Fortíðin mun tengja þau! Gwyneth Paltrow og Aaron Eckhart í dularfullri, rómantískri mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim.  HL. MBL  SK RadíóX  ÓHT Rás2  HK DV 1/2 Kvikmyndir.com TILRAUNIN Sýnd kl. 5.50. Ísl. texti. B.i. 16. Yfir 53.000 áhorfendur WITH ENGLIS H SUBTIT LES AT 3.5 0 Sýnd kl. 1.50, 3.50 með enskum texta 8 og 10.05. Mán 5.45 með enskum texta og 10.15. B.i. 12. 8 Eddu verðlaun POSSESSION GWYNETH PALTROW AARON ECHART JENNIFER EHLE JEREMY NORTHAM Sýnd kl. 4, 8 og 10.05. Mán 8 og 10.05. 1/2MBL 1/2Roger Ebert  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV 4 5 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 5 D Ö G U M 1/2HL MBL  RadíóX Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem kemur öllum í jólaskap Jólamyndin 2002 Sýnd sunnudag kl. 2. Sýnd kl. 6.10. Mán 6. Sýnd kl. 6. Mán 8.15. Sýnd kl. 1.30, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Mán. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 1, 2, 4.10, 6, 8 og 10. Mán 6, 8 og 10. Kvimyndir.is BLAÐAMAÐUR var ekki í félagsskapmargra er hann sá Ash leika í Laug-ardalshöllinni fyrir sjö árum. Innanvið þúsund manns sáu þá þessa kornungu sveit skipaða þremur 17 ára pjökk- um leika lögin 10 sem hún kunni. En áhuga- leysi landans skipti blaðamann engu máli og ekki þurfti hann að heyra fleiri lög því hann var mættur til að heyra aðeins eitt lag: „Girl From Mars“. Þvílíkt ungæði, þvílíkar klisjur, þvílíkt gaman! Það er fátt sem jafnast á við það þegar hljómsveit dettur ofan á rétta lagið, hittir nagl- ann á höfuðuð, á réttum tíma, réttum stað. Og það gerðu ungu Ash og við fengum að sjá þá, akkúrat þá. En síðan liðu árin og sveitin tók út sinn þroska, gaf árið 1996 út 1977, hreint ótrú- lega heilsteyptan frumburð miðað við aldur – eða önnur plata eftir hvernig á er litið því fyrsta platan var eiginlega smáplatan Trailer frá ’95. Fylgdi honum eftir tveimur árum síðar með óþarflega metnaðarfullri plötu og um margt klaufalegri, Nu-Clear Sounds, og réttu síðan sinn hlut með ágætri Free All Angels. Í ár var maður svo minntur rækilega á hversu mörg fín lög sveitin hefur sent frá sér á til- tölulega stuttum ferli en á haustdögum kom út fyrsta safnplata sveitarinnar, algjörlega skot- heldur 19 laga gripur sem heitir því óþjála nafni Intergalactic Sonic 7"s. Og það er sú plata sem fjórmenningarnir er skipa Ash, þau Tim Wheeler söngvari, Rick „Rock“ McMurray trommari, Charlotte Hatherley gítarleikari og Mark Hamilton bassaleikari, eru að fylgja eftir um þessar mundir með heimsreisu. Og það var leynt og ljóst draumur sveitarmanna að ná að endur- nýja kynni sín við Ísland á þeirri ferð, landið þar sem þau fengu svo „hlýjar“ en í senn „létt- klikkaðar“ móttökur, að sögn Wheelers, sem blaðamaður ræddi við á dögunum í tilefni væntanlegra tónleika. Upphitunarsveit Wheeler er staddur vestanhafs á miðri tón- leikaferð sem staðið hefur í nær tvo mánuði þar sem Ash hefur á flestum tónleikum hitað upp fyrir bandarísku sveitina Saves The Day. Hann segist ekki fá neina minnimáttarkennd yfir því að vera allt í einu farinn að hita upp, eftir að hafa verið aðalbandið á tónleikum í áratug. „Okkur er nákvæmlega sama. Ef það er það sem þarf til að ná til bandarískra rokk- unnenda þá erum við til,“ segir Wheeler. „Það hressir líka og endurnærir okkur að þurfa að spila fyrir áhorfendur sem ekki eru í raun komnir til að sjá mann. Þetta er fólk sem við eigum eftir að sanna okkur fyrir og það er hvetjandi.“ Og Ash er líka sama þótt þeir hiti upp fyrir vini sína í Coldplay, bara að þau geti komið við á Íslandi á leið sinni heim yfir hafið. „Við vor- um búnir að tala saman um hvað það væri gaman að hittast einhvers staðar í jólafríinu og skemmta okkur svolítið saman. Þeir sögðu okkur þá að þeir væru að fara að spila á Íslandi og buðu okkur að vera með í gigginu og við stukkum á það því okkur er búið að dauðlanga að spila á Íslandi aftur.“ Þeir voru svolítið skrítnir tónleikarnir sem Ash lék á árið 1995, aðeins búin að senda frá sér nokkur lög, kornung sveitin. „Það var eig- inlega algjör klikkun að einhver vildi fá okkur alla leið til Íslands eftir að hafa gert svona lít- ið,“ segir Wheeler. „Það verður gaman að geta boðið upp á eitthvað meira og bitastæðara núna.“ Wheeler segir þá Ash-liða sjaldnast mikið fyrir að velta sér uppúr hvað áhorf- endum finnist en tónleikarnir á Íslandi kunni að vera öðruvísi í ljósi þess að hér hafi þau ekki leikið í sjö ár og breytingarnar verið miklar á sveitinni, „til batnaðar vona ég,“ segir Wheel- er. Hann segist allavega búast við því að þeir sem komu á tónleikana ’95 verði svolítið undr- andi yfir því að þetta skuli yfir höfuð vera sama sveitin. „Við erum síðan þá komin með annan gítarleikara í bandið og erum orðin trilljón sinnum þéttari og öruggari á sviði.“ Um fyrstu kynni sín af Íslandi segir Wheel- er að þetta klikkaða lið sem þar býr hafi heillað sig helst. Ungt fólk sem legði mikið upp úr því að skemmta sér og öðrum sem best, af sem mestu hamsleysi. „Við komum svo aftur á síð- asta ári og gerðum myndband við lagið „There’s A Star“, síðustu smáskífuna af Free All Angels. Tökur fóru fram í nágrenni Víkur, held ég að staðurinn heiti, þar sem svörtu sandarnir eru. Magnað landslag þar. Svo höfum við verið að hitta hinar og þessar íslensku sveitir á tónleikaferðum, nú síðast strákana í Quarashi, þeir eru alveg jafnklikk- aðir og allir hinir Íslendingarnir sem við höf- um kynnst. Ótrúleg orka, ótrúlegt skemmt- anaúthald. Við virðumst eiga mjög auðvelt með að umgangast ykkur. Ég velti fyrir mér hvers vegna?“ segir Wheeler og veit alveg hvers vegna. Mamma og pabbi koma líka Wheeler segist hlakka mjög til Íslandsferð- arinnar því auk þess að spila fyrir Íslendinga ætli þau og vinir þeirra í Coldplay að reyna að skoða landið eitthvað. „Við erum að vonast til að geta þeyst um einhverja jökla á vélsleðum, það hljómar ótrúlega girnilega, sérstaklega í góðum félagsskap. Það er gaman að þessum Coldplay-strákum en maður fær alltof sjaldan tækifæri til að gera eitthvað með félögum sín- um þegar maður er í hljómsveit.“ Það verður kannski ekki alveg sama stand- andi partístemmningin hjá Ash og í síðustu Ís- landsferð því nú segir Wheeler markmiðið að reyna að koma því í kring að foreldrar þeirra geti komið og skoðað landið með þeim. „Hing- að til höfum við haldið lokatónleika okkar á árinu heima í Belfast en nú gerum við það í Reykjavík og því er við hæfi að fá fjölskyldur okkar til að gleðjast með okkur. Við verður í nokkra daga en þó trúlega ekki yfir sjálfa há- tíðina.“ Wheeler segir að þau verði örugglega meðvituð um að þetta verði þeirra síðustu tón- leikar á árinu, og í nokkuð langan tíma: „Það verður örugglega mjög létt yfir þessu hjá okk- ur og við munum alveg pottþétt gefa allt í spilamennskuna, ljúka árinu með stæl.“ Bestu lögin í Höllinni Þótt Ash hafi í raun enn verið að fylgja eftir síðustu plötu sinni, Free All Angels, vestra þar sem hún kom ekki út fyrr en á þessu ári þá eru þau á tónleikaferð sinni einnig að minna á ný- útkomna safnplötu sína sem inniheldur 19 bestu lögin frá ferlinum, lög eins og áðurnefnt „Girl from Mars“, „Kung-Fu“, „Goldfinger“, „Oh Yeah“, „Shining Light“, „Burn Baby Burn“ og „Sometimes“. Wheeler segir þau lög verða í aðalhlutverki á tónleikunum í Höllinni 19. desember. „Við erum búin að vera saman í 10 ár og vildu fagna því með því að horfa um öxl. Einnig höfum við heyrt svo oft að við séum smáskífusveit og því vildum við einmitt minna á okkur á þann veg, með því að leiða saman öll lögin sem gefin voru út á smáskífum og okkar bestu hliðar. Þannig er safnplatan í raun okkar besta plata.“ Og þannig mun frægasta rokksveit Norður- Írlands, Ash, gera sitt besta til að sýna sínar bestu hliðar í Höllinni 19. nóvember, sem upp- hitunarsveit fyrir vini sína í Coldplay. Stelpur eru frá Mars og strákar frá Venus Þau grátbáðu um að fá að koma og spila fyrir Íslendinga með vinum sínum í Coldplay og varð að ósk sinni. Skarp- héðinn Guðmundsson ræddi við Tim Wheeler söngvara norður-írsku hljómsveitarinnar Ash – „alvöru“ Íslandsvina. Á tónleikunum í Höllinni ætlar Ash einkum að leika lög af safnplötu sinni, sem sagt sín vinsælustu lög. skarpi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.