Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 15
UMSVIF vopnaeftirlitsmanna í
Írak hafa aukist mjög á síðustu
dögum en Íraksstjórn sakar aft-
ur Bandaríkjastjórn um að vilja
spilla fyrir þeim með því að ein-
oka skýrslu um vopnaeign og
vopnatilraunir Íraka. Sakaði
hún í gær Bandaríkjastjórn um
„glæpsamlegt athæfi“, sem ætti
ekki sinn líka í bandarískri sögu.
Bandaríkjastjórn, sem hefur
tekið að sér upp á sitt eindæmi
að deila út skýrslunni, segir aft-
ur á móti, að fyrir utan þau ríki,
sem eiga fastafulltrúa í örygg-
isráðinu, verði að takmarka að-
gang annarra að mikilvægum
kjarnorkuleyndarmálum. Full-
trúi Norðmanna, sem ekki eiga
fastafulltrúa, krafðist þess í gær
að fá að sjá skýrsluna óritskoð-
aða og mörg ríki eru mjög
óánægð með framferði Banda-
ríkjastjórnar í málinu.
Kosningar
„ógerlegar“
AHMED Qorei, forseti palest-
ínska þingsins, sagði í gær að
það væri í raun ógerlegt fyrir
Palestínumenn að ganga til
kosninga í næsta mánuði, eins
og áætlað hafi verið. „Það er
ógerlegt í skugga ísraelskra
skriðdreka og því tel ég að það
verði erfitt að skipuleggja kjör-
fundi,“ sagði Qorei við frétta-
menn. Palestínumenn tilkynntu
í júní sl. að þingkosningar yrðu
haldnar 20. janúar og sveitar-
stjórnarkosningar í mars.
Fleiri göt
finnast
ÞRJÚ göt til viðbótar hafa kom-
ið í ljós á skrokki olíuskipsins
Prestige sem liggur á hafsbotni
úti fyrir norðvesturströnd Spán-
ar og hafa þá alls fundist níu göt
á skipinu sem olía flæðir úr. Sér-
fræðingar efast um að vænlegt
sé að reyna að dæla olíunni úr
skipinu. Mariano Rajoy, aðstoð-
arforsætisráðherra Spánar,
sagði í gær að hátt í 125 tonn af
olíu lækju úr skipinu á dag. Í
byrjun vikunnar beindu suðlæg-
ir og suðaustlægir vindar meng-
uninni frá ströndum Spánar.
Likud enn
til hægri
LIKUD-FLOKKURINN, sem
verður að öllum líkindum yfir-
gnæfandi í ísraelskum stjórn-
málum eftir væntanlegar kosn-
ingar í landinu í næsta mánuði,
hefur enn sveigt til hægri í
stefnu sinni. Hefur miðstjórn
flokksins, sem er hlynnt
Benjamin Netanyahu utanríkis-
ráðherra, skipað fjölda harðlínu-
manna á lista flokksins. Sumir
helstu stuðningsmenn Ariels
Sharons forsætisráðherra hafa
verið settir neðarlega á lista.
Tóbakslög
staðfest
ÆÐSTI dómstóll Evrópusam-
bandsins, Evrópudómstóllinn,
staðfesti í gær lög um tóbak er
vísað var frá máli sem borið var
fram af tveim tóbaksfyrirtækj-
um. Staðfesti hann ESB-tilskip-
un frá í fyrra þar sem m.a. er
kveðið á um bann við merking-
unum „létt“ og „milt“ því slíkar
merkingar geti verið villandi.
STUTT
Deilt um
vopna-
skýrslu
MIKIÐ var um dýrðir í Færeyjum í
gær, er fyrstu neðansjávargöngin,
sem þar hafa verið gerð, voru opnuð.
Hin 4,9 km löngu göng undir Vest-
mannasund tengja Straumey með
höfuðstaðnum Þórshöfn við eyna
Voga, þar sem eini flugvöllur Fær-
eyja er.
Síðdegis í gær klippti Barni Djur-
holm, efnahags-, atvinnu- og sam-
göngumálaráðherra í færeysku land-
stjórninni, á borða við hátíðlega
athöfn við gangamunnann og opnaði
þar með fyrir bílaumferð um göngin,
hálfu ári á undan áætlun. Skömmu
áður hafði ferjan yfir Vestmanna-
sund farið sína síðustu áætlunarferð.
Opnun ganganna er svo stór við-
burður í Færeyjum að færeyska út-
varpið sendi út beint frá opnunar-
athöfninni mestan hluta dagsins, og
færeyska sjónvarpið var einnig með
nokkurra tíma beina útsendingu.
Vágatunnelin, eins og göngin heita
á færeysku, voru tilbúin til notkunar
hálfu ári á undan áætlun; fram-
kvæmdin, sem var með sambæri-
legum hætti og við Hvalfjarðargöng-
in, gekk einfaldlega hraðar en búizt
hafði verið við í upphafi. Byrjað var
að bora Straumeyjarmegin í lok
september 2000 en Vogamegin í lok
febrúar 2001.
Um 2.500 manns nýttu sér á
sunnudag tækifæri sem þá var gefið
til að fara fótgangandi – eða hlaup-
andi – í gegn um göngin. Ekki er vit-
að til þess að svo margir Færeyingar
hafi áður sameinazt í einni göngu.
Reyndar stefndi í að úlfúð vegna
gjaldskrár, sem stjórn Vágatunnelin
birti fyrir hálfum mánuði, yrði til að
spilla hátíðarstemmningunni í kring
um opnun ganganna. Verðið sem
sett var upp fyrir eina ferð fyrir
fólksbíl fram og til baka um göngin
var 250 d.kr., 2.850 ísl.kr., og gjaldið
fyrir stærstu gerð bíla fór allt upp í
andvirði 25.000 ísl.kr. skv. gjald-
skránni. Einkum voru það íbúar
Voga sem sýndu hörð viðbrögð við
þessu og hótuðu að sameinast um að
sniðganga hátíðahöldin. Í kjölfarið
var gjaldskráin endurskoðuð og nú
er hægt að komast fram og aftur í
fólksbíl fyrir sem nemur 1300 ísl.kr.
Þórshöfn. Morgunblaðið.
Fyrstu neðan-
sjávargöng
Færeyja opnuð
Reiknað er með að gangatollurinn
borgi framkvæmdina upp á 15–20 ár-
um.
Göng til Klakksvíkur áformuð
Kostnaður við borun og frágang
ganganna er kominn í alls um 240
milljónir danskra króna, andvirði
2.750 milljóna íslenzkra króna. Fjár-
mögnun og rekstur ganganna er með
sama hætti og við Hvalfjarðargöng-
in. Stjórn rekstrarfélags Vágatunn-
elin kynnti sér vel hvernig staðið var
að gerð Hvalfjarðarganganna og
rekstri þeirra.
Færeyska lögþingið hefur ákveðið
að ráðast í gerð annarra slíkra neð-
ansjávarganga, sem ætlað er að
tengja Austurey og Borðey, en á
henni er annað stærsta bæjarfélag
Færeyja, Klakksvík. Áætlaður
kostnaður við það verk er um 4,7
milljarðar ísl.kr., en með gerð þess-
ara ganga komast Norðureyjar Fær-
eyja í mun betra samband við
kjarnabyggðina á Austurey og
Straumey.
MIKIÐ úrhelli og aurskriður urðu
að minnsta kosti 36 að bana á ferða-
mannaeynni Angra dos Reis í Bras-
ilíu að því er greint var frá í fyrra-
dag. Þá er um 40 manns enn
saknað. Hér er einn íbúanna í sam-
nefndu þorpi að bjarga hundinum
sínum en jafnmikið rigndi á þessum
slóðum á einum sólarhring og að
jafnaði á tveimur mánuðum. Um
1.500 manns hafa misst heimili sín
af völdum skriðnanna er byrjuðu á
sunnudaginn og hefst fólkið nú við í
bráðabirgðaskýlum í skólahúsum.
Angra dos Reis er um 180 km vest-
ur af Rio de Janeiro. Algengt er, að
aurskriður verði fólki að fjörtjóni í
Brasilíu, einkum þar sem fátækt
fólk hefur hrófað upp húsum í
bröttum hlíðum. Brasilískir veð-
urfræðingar spáðu í gær áfram-
haldandi rigningu næsta sólar-
hringinn en bjuggust þó við, að
heldur drægi úr henni.
Reuters
Mannskæðar aurskriður
HÆSTIRÉTTUR í Ástralíu felldi
tímamótaúrskurð í gær og óttast þeir
sem gefa út efni á Netinu að dóm-
urinn muni hefta tjáningarfrelsi og
gera þá veika fyrir meiðyrðamáls-
höfðunum hvaðanæva úr heiminum,
burtséð frá því hvar í veröldinni hin
meiðandi skrif voru rituð.
Rétturinn samþykkti einróma að
vísa frá áfrýjunarbeiðni frá Dow Jon-
es-fréttaþjónustunni um að meið-
yrðamál, sem námueigandinn Joseph
Gutnick hefur höfðað á hendur henni,
verði tekið fyrir í Bandaríkjunum,
fremur en Ástralíu. Komst rétturinn
að þeirri niðurstöðu að hægt væri að
höfða mál á hendur netútgefendum í
því landi þar sem efni þeirra er skoð-
að fremur en í því landi þar sem það
er sett á Netið.
Lögspekingar segja að úrskurður-
inn í Ástralíu, sem talinn er sá fyrsti
sinnar tegundar í heiminum, gæti
neytt útgefendur til að meðhöndla
efni á Netinu af meiri varkárni og
hindra frjáls skoðanaskipti þar.
Úrskurðaði rétturinn að höfða
megi málið í Victoria-fylki í Ástralíu,
heimafylki Gutnicks, þar sem meið-
yrðalöggjöf er mjög ströng og engin
ákvæði sambærileg við fyrsta viðauka
bandarísku stjórnarskrárinnar, sem
kveður á um tjáningarfrelsi, og Dow
Jones hefði getað vísað til hefði málið
verið tekið fyrir í Bandaríkjunum.
Michael Gawenda, ritstjóri blaðs-
ins Age, sem gefið er út í Melbourne,
segir að hafi dómurinn fordæmi ann-
ars staðar í heiminum verði útgefend-
ur að fara að taka með í reikninginn
hættu á lögsókn, en ekki aðeins í
heimalandi sínu heldur í öllum lönd-
um þar sem möguleiki er á að efnið
verði skoðað á Netinu.
Gutnick höfðaði mál vegna greinar
um skattamál hans er birtist á vefsíðu
er tengist vef blaðsins Wall Street
Journal, sem er í eigu Dow Jones.
Fulltrúar Dow Jones héldu því fram
að greinin hefði verið skrifuð af
bandarískum blaðamanni, fyrst og
fremst ætluð bandarískum lesendum
og þar sem hún hefði verið sett á Net-
ið í Bandaríkjunum ætti málshöfðun-
in vegna hennar að fara fram þar í
landi.
„Hrollvekjandi“
Damian Sturzaker, meiðyrðalög-
fræðingur í Sydney, sagði að úrskurð-
urinn væri „hrollvekjandi“ fyrir þá
sem stunduðu útgáfu á Netinu. Litlir
útgefendur, sem hefðu takmörkuð
ráð á lögfræðiaðstoð, ættu einkum á
hættu að mál yrðu höfðuð gegn þeim.
„Þetta á ekki bara við um fjölmiðla –
háskólar og fyrirtæki sem birta upp-
lýsingar á Netinu verða einnig að
taka þetta með í reikninginn.“
Rétturinn sagði að einungis væri
hægt að höfða meiðyrðamál ef ein-
staklingurinn sem höfðaði málið hefði
getið sér orð í því lögsagnarumdæmi
þar sem efnið, sem sagt væri meið-
andi, hefði birst. Sturzaker sagði að
þetta þýddi að hætt væri við að Ástr-
alía yrði heimsmiðstöð fyrir meið-
yrðamál og fólk, sem teldi sig ekki
eiga möguleika á að fá dæmt sér í hag
í heimalandi sínu, myndi höfða mál á
grundvelli strangrar meiðyrðalög-
gjafar Ástralíu.
„Ef til dæmis breskur miðill segir
eitthvað sem móðgaði Cherie Blair
gæti hún höfðað meiðyrðamál í Ástr-
alíu, samkvæmt þessum úrskurði, því
að hún er vel þekkt í Ástralíu,“ sagði
Sturzaker.
Gutnick kvaðst himinsæll yfir úr-
skurðinum sem sýndi að „Netið er
ekkert öðru vísi en hvert annað dag-
blað“ og útgefendur yrðu að með-
höndla útgefið efni í samræmi við það.
Dow Jones kvaðst harma niðurstöð-
una en mundu mæta Gutnick fyrir
rétti í Victoria-fylki.
Dómur er gæti haft
áhrif á tjáningar-
frelsi á Netinu
Meiðyrðamál má höfða í viðtöku-
landi fremur en útgáfulandi
Melbourne. AFP.
Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi,
Austurvegi 3, 800 Selfossi,
sími 480 2900 - fax 482 2801- fasteignir@log.is
Vorum að fá í einkasölu fallegt og
mikið endurnýjað 141,6 m² timbur
einbýlishús ásamt 22,2 m²
geymslu. Elsti hlutinn er byggður
árið 1910. Eignin telur m.a. stofu
m/uppteknu panilklæddu lofti,
eldhús m/eldri innréttingu, þrjú
svefnherbergi og baðherbergi
m/sturtu og innréttingu. Húsið stendur innst í botnlanga og möguleiki
er á að fá leigða tæplega 6 ha lands sem liggur að lóðinni. Ef þú vilt
vera svolítið út af fyrir þig þá er þetta kjörin eign!. Verð 11,3 m.
Nánari uppl. á skrifstofu og á www.log.is
Tjarnarstígur 9 (Helgastaðir)
- Stokkseyri