Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 74
UMRÆÐAN
74 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ENN hefur velunnariþáttarins, Bjarni Sig-tryggsson, sent um-sjónarmanni tölvupóst
með ábendingum um ýmislegt sem
betur mætti fara. Tekur hann
nokkur dæmi um það af fréttavef
Morgunblaðsins. Fer póstur
Bjarna hér á eftir:
„Innlent | 29.11. 2002 | 15:50
Bifreið valt út í Hólmsá. Alvarlegt
umferðarslys varð á Suðurlands-
vegi nú á fjórða tímanum er bifreið
með fjórum manns innanborðs fór
útaf veginum og hafnaði út í
Hólmsá.
Alltaf gaman að vita af farþegum
bíla og flugvéla innanborðs en ekki
utanáhangandi.
Erlent | AFP | 17.11. 2002 |
18:34 Olíuskip sem strandaði við
Danmörku komið á flot. Olíuskip,
með 50 þúsund tonn af olíu innan-
borðs, losnaði af strandstað við
dönsku eyjuna Læsø í Kattegat
þar sem skipið strandaði í gær.
Engin olía rann úr lestum skipsins
en það laskaðist þó eitthvað. Upp-
haflega var áformað að dæla ol-
íunni úr skipinu en síðan reyndist
nóg að færa til vatn í botntönkum
skipsins. Skipið heitir Pindar, er
skráð á Bahamaeyjum en er í eigu
skipafélags í Hong Kong. Það var á
leið með farm frá Litháen til Rott-
erdam þegar það bar af leið í
dimmri þoku og strandaði.
Erlent | AFP | 4.5. 2002 | 14:33
Flugvél með 75 manns innanborðs
brotlenti í Nígeríu. Farþegaflugvél
með 75 manns innanborðs hrapaði í
norðurhluta Nígeríu í dag. Flug-
vélin brotlenti á byggingu nærri
flugvellinum í Kano. Flugvélin var
að koma frá höfuðborginni Lagos í
Nígeríu. Mikinn reyk lagði upp frá
flakinu. Ekki er vitað á þessari
stundu um afdrif þeirra sem í vél-
inni voru.
Lítum nú á málsgreinina, lið fyr-
ir lið: Farþegaflugvél með 75
manns innanborðs (hvar eru far-
þegar um borð í flugvélum nema
innanborðs? Ljótur óþarfi.)
… hrapaði í norðurhluta (suður-
hluti, norðurhluti, austurhluti,
vesturhluti? Af hverju ekki bara í
norðanverðu landinu eða í Norður-
Nígeríu?) Nígeríu í dag. Flugvélin
brotlenti á byggingu (væntanlega
var um að ræða hús, sem ekki var
lengur í byggingu) nærri flugvell-
inum í Kano. Flugvélin (til að fyr-
irbyggja endurtekningu samsettra
orða í sífellu fer betur á því að
segja aðeins: Vélin var að koma …)
var að koma frá höfuðborginni
Lagos í Nígeríu. (Það er þegar
komið nokkrum sinnum fram að
slysið varð í Nígeríu. Þess vegna er
endurtekning óþörf. Nóg að segja:
… frá höfuðborginni Lagos.) Mik-
inn reyk lagði upp (reyk leggur
jafnan upp, og því nóg að segja:
lagði frá flakinu) frá flakinu. Ekki
er vitað á þessari stundu (af hverju
á þessari stundu? Hverju bætir það
við fréttina?
Einfaldara og
stílhreinna er að
segja aðeins;
Ekki er vitað
um afdrif …)
um afdrif þeirra
sem í vélinni
voru. Hér vant-
aði aðeins hinn
klassíska rugl-
ing, sem svo oft sést í fréttum;
„Vélin sprakk í loft upp“ þegar um
er að ræða þotu á flugi, sem spring-
ur ekki í loft upp, öllu frekar til
jarðar niður.“
Umsjónarmaður tekur undir
ábendingar Bjarna. Fjórir voru í
bílnum og olíuskipið var einfald-
lega með olíu. Innanborðs er al-
gjörlega ofaukið. Um flugslysið í
Nígeríu er engu við athugasemdir
Bjarna að bæta. Það er oft betra að
vanda sig við skrifin.
Bjarni leggur einnig fyrir sig ný-
yrðasmíði. „Orðið netnotendur
sést æ oftar í Morgunblaðinu.
Hvað segir þú um einföldun; net-
endur,“ spyr Bjarni. Já, af hverju
ekki? Við segjum lesendur, not-
endur og iðkendur.
Umsjónarmaður þakkar Bjarna
fyrir góðar ábendingar.
– – –
Enskan er mikill áhrifavaldur og
skín oft í gegnum íslenskuna þegar
úr henni er þýtt. Á forsíðu sérblaðs
DV, Magasíns, er athyglisverð fyr-
irsögn: „Affleck tók ekki augun af
Lopez“. Undir fyrirsögninni er vís-
að á síðu 31. Umsjónarmaður er
Affleck þakklátur fyrir að svipta
söngkonuna ekki sjóninni og leyfa
henni að halda augunum. Ljóst er
að þarna er enskupúkinn á ferð-
inni, því þarna hefði átt að standa:
„Affleck hafði ekki augun af Lop-
ez“. Á ensku hefur þetta vænt-
anlega verið: „Affleck did not take
his eyes off Lopez“. Þegar Íslend-
ingar stara á einhvern hafa þeir
ekki augun af honum, en taka þau
ekki af honum.
– – –
Það er fleira skrítið sem kemst á
síður blaðanna.
„Hversdagshetjurnar okkar
allra,“ sagði Óli H. Þórðarson um
þá sem á fimmtudag fengu við-
urkenningu Umferðarráðs 2002,
Umferðarljósið, fyrir starf á sviði
umferðaröryggismála. Viðurkenn-
ingin var veitt á 5. umferðarþingi
Umferðarráðs sem haldið var í vik-
unni og kom í hlut allra viðbragðs-
aðila á vettvangi umferðarslysa.
Rannsóknarnefnd flugslysa,
RNF, gerir athugasemdir við ým-
islegt sem lýtur að viðbúnaði og
verklagi við björgunaraðgerðir á
Reykjavíkurflugvelli. Nefndin tel-
ur á hinn bóginn að ekki þurfi að
rannsaka að nýju björgunarþátt
flugslyssins þegar flugvélin TF-
GTI fórst í Skerjafirði 7. ágúst
2000 og að mati nefndarinnar hefðu
viðbragðsaðilar naumast getað
staðið betur að því að auka mögu-
leika hinna slösuðu til að komast af.
„Ef hringt er í Neyðarlínuna frá
Akureyri koma upp á skjáinn
helstu viðbragðsaðilar á svæðinu.
Starfsmaður Neyðarlínunnar get-
ur tengt símann beint til þeirra
þegar hann er búinn að meta þörf-
ina á aðstoð. Hann getur kallað út
þá hópa sem hann telur þörf á
hverju sinni hvort sem um er að
ræða lögreglu, björgunarsveitir,
lækna eða hjálparsveitir.“
Þessi þrjú dæmi eru tekin af síð-
um Morgunblaðsins, en það er orð-
ið viðbragðsaðili, sem pirrar um-
sjónarmann. Felst ekki í því að
vera aðili að viðbragði, hvaða við-
bragði? Við lestur fréttanna má
reyndar draga þá ályktun að orðið
eigi að merkja þá sem bregðast við
slysum, líklega lögreglu, sjúkra-
flutningafólk, slökkvilið, hjálp-
arsveitir og svo framvegis. Um-
sjónarmaður leggur til að reynt
verði að finna betra orð yfir þessa
aðila.
Umsjónarmað-
ur er Affleck
þakklátur fyrir
að svipta söng-
konuna ekki
sjóninni og
leyfa henni að
halda augunum
hjgi@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Hjört Gíslason
JÓLATRÉÐ er ómissandi hluti
jólahaldsins. Talið er að sá siður
að setja upp jólatré hafi borist til
landsins með dönskum kaupmönn-
um undir lok 18. aldar. Á Íslandi
uxu ekki sígræn tré og því þurfti
að flytja þau inn frá Danmörku.
Þau voru hins vegar ekki aðgengi-
leg almenningi á þeim tíma. Í trjá-
leysinu varð því sá siður algengur
að fólk útbjó heimagerð jólatré.
Yfirleitt voru þau gerð úr tréstoð
með greinum sem síðan voru vafð-
ar með sígrænu efni úr náttúrunni
eins og sortulyngi, krækilyngi og
eini. Þessi tré voru skreytt og á
þau sett kertaljós. Þessi tré voru
útbreidd allt fram yfir miðja síð-
ustu öld.
Um miðja öldina hófst ræktun á
jólatrjám hérlendis. Upphaf henn-
ar má miða við stóra gróðursetn-
ingu á rauðgreni árið 1958 á Hall-
ormsstað. Fóru íslensk jólatré að
koma á markað að ráði um 1970.
Íslensk jólatré eru nú framleidd
um allt land. Lætur nærri að fyrir
jólin 2002 verði felld um 10.000
tré, mest í Haukadal, Skorradal,
Brynjudal og á Hallormsstað, en
einnig á fjölmörgum öðrum svæð-
um.
Margar tegundir sígrænna trjáa
henta sem jólatré. Mest aukning
hefur verið í sölu stafafuru und-
anfarin ár. Stafafura er jólatré
sem er dökkgrænt og ilmar sér-
staklega vel. Hún fellir ekki barrið
og stendur þannig fersk yfir hátíð-
irnar. Stafafuran er frekar gróf-
gerð og fyrir vikið er gott að
skreyta hana. Minnir hún þannig
að einhverju leyti á heimagerðu
jólatrén sem notuð voru hér á
landi fram undir miðja síðustu öld.
Auk stafafuru eru rauðgreni,
blágreni, sitkagreni og fjallaþinur
höggvin sem jólatré. Rauðgreni er
hið hefðbundna jólatré, þétt og
ilmandi, en hefur þann ókost að
tapa nálunum, sér í lagi ef það er
ekki vökvað. Blágrenið og sitka-
grenið hafa á síðustu árum í aukn-
um mæli verið nýtt sem jólatré
hér á landi. Þau halda nálum betur
en rauðgrenið. Fjallaþinurinn er
sjaldgæfasta jólatréð.
Undanfarin ár hefur fólki víða
verið boðið upp á að koma í skóg-
ana og velja þar sitt eigið jólatré.
Þetta hefur notið sívaxandi vin-
sælda, enda geta fjölskyldur þann-
ig komist úr jólastressinu út í frið-
sældina í skóginum. Þessi
viðburður er orðinn fastur liður í
jólaundirbúningi á mörgum heim-
ilum.
Það er ekki sama hvernig tré
eru meðhöndluð sem jólatré, enda
eru þau lifandi. Gilda því svipuð
lögmál um þau og afskorin blóm.
Nýhöggvið jólatré þarf að standa á
köldum stað t.d. utandyra eða í
kaldri geymslu þangað til það er
tekið inn í stofu. Upplagt er að
láta það standa í vatnsfötu úti á
svölum. Þegar tréð er skreytt í
stofunni er gott að saga þunna
sneið neðan af stofninum og stinga
því í góðan vatnsfót. Fyrsta vatns-
áfyllingin má gjarnan vera með
heitu vatni. Þess verður að gæta
að aldrei þorni í fætinum meðan
tréð stendur í stofunni. Ef þessum
reglum er fylgt stendur tréð ferskt
og ilmandi yfir hátíðirnar.
Það skiptir máli hvernig tré fólk
velur um jólin. Íslensk jólatré eru
umhverfisvænni en innflutt lifandi
tré eða gervitré. Við ræktun ís-
lenskra jólatrjáa er ekkert notað
af mengandi efnum. Við ræktun í
Danmörku, þaðan sem innfluttu
trén koma, er notað mjög mikið af
illgresis- og skordýraeitri sem
ekki þarf hér. Við þetta bætist að
eldsneytisnotkun er meiri þegar
trén eru flutt frá útlöndum. Til
dæmis má nefna að gervijólatré
eru flest flutt yfir hálfan hnöttinn
frá Asíu hingað til lands. Lifandi
tré eru því umhverfisvænni en
gervitré, auk þess að þau má end-
urvinna.
Íslensku trén eru grisjuð úr
skógunum. Þannig er ekki verið að
ganga á skóglendi landsins við
framleiðslu þeirra, heldur þvert á
móti, verið að auka við þau með
auknum tekjum til skógræktar-
starfseminnar. Með því að velja ís-
lenskt jólatré í ár styður þú skóg-
rækt á Íslandi. Fyrir hvert selt
íslenskt jólatré er hægt að gróð-
ursetja 30-40 ný tré.
Veljum íslensk jólatré
Eftir Hrein Óskarsson
og Jón Geir Pétursson
„Íslensk jólatré eru um-
hverfisvænni en innflutt
lifandi tré eða gervitré.“
Hreinn er skógarvörður á Suður-
landi og Jón Geir skógfræðingur hjá
Skógræktarfélagi Íslands.
Jón Geir
Pétursson
Hreinn
Óskarsson
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Góðir skór
Skóbúðin
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
Mörkinni 3, sími 568 7477
www.virka.is
Opið til kl. 18 alla daga nema sun. til jóla,
Þorláksmessu 10-20, aðfangadag 10-12.
Öskjur
nýkomnar
einstaklega fallegar
Moggabúðin
Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
FASTEIGNIR
mbl.is
Vönduð
karlmannsúr
LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900
www.michelsen.biz
Kíktu á úrvalið á