Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 1
AÐKOMUGÖNGIN sem NCC og Íslenskir aðalverktakar eru að sprengja við Kárahnjúka og verða alls 720 metrar eru orðin 40 metra löng eftir fjögurra daga vinnu við þau. Að sögn Guðgeirs Sigurgeirs- sonar, aðstoðarstaðarstjóra Ís- lenskra aðalverktaka við Kára- hnjúka, hefur vinna við ganga- gerðina gengið vel. Unnið verður stanslaust við göngin, fyrir utan hálfs mánaðar jólafrí. Unnið er allan sólarhringinn á vöktum og eru áætluð verklok 15. apríl. Guðgeir segir að vet- urinn leggist vel í menn á vinnu- svæðinu enda viðri vel. Við- bragðsáætlun vegna öryggis á staðnum er góð þar sem reiknað er með snjóbílum og þyrlu verði slys á svæðinu. Morgunblaðið/Sigurður Aðstæðurnar eru stundum glæfralegar og vissara að fara varlega. Aðkomugöng orðin um fjörutíu metrar Norður-Héraði. Morgunblaðið. STOFNAÐ 1913 294. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 mbl.is Engan harðfisk Íslandsvinirnir í Coldplay aftur á ferð Fólk 56 Stella fer í framboð Ný íslensk gamanmynd frumsýnd í vikulokin B14 Úr körfu í kennslu Leifur S. Garðarsson er nýr skólastjóri Áslandsskóla 10 LEIÐTOGAR núverandi fimmtán aðildar- ríkja Evrópusambandsins og hinna tíu sem nú er ljóst að munu ganga í það vorið 2004 héldu heim á leið frá Kaupmannahöfn í gær, eftir að hafa gengið frá samkomulagi um sögulega sameiningu álfunnar 13 árum eftir fall járntjaldsins. Þótt ýmis vandamál séu enn óleyst í stækkunarferlinu var árangr- inum af leiðtogafundinum sem lauk í dönsku höfuðborginni seint á föstudagskvöld fagn- að innan álfunnar sem utan. ?Ákvörðun ESB sameinar betur ný og rótgrónari lýðræðisríki Evrópu og þokar mótun einnar, frjálsrar og friðsamlegrar Evrópu lengra áleiðis,? sagði Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, um niðurstöðuna. Stemmningin í Tyrklandi var hins vegar mörkuð vonbrigðum. Tyrkir sóttust eftir því að fá loforð um að aðildarviðræður yrðu hafnar við þá á næsta ári, en fengu ekki. Niðurstöð- um fagnað Kaupmannahöfn, Ankara. AFP, AP. L52159 Evrópudraumur/12 ALLT stefnir í að fóstureyðingum hér á landi fækki um 10% á þessu ári ef miðað er við meðaltalið árin fimm þar á undan. Í nóvember höfðu 707 fóstureyðingar verið gerðar á höfuð- borgarsvæðinu og stefnir í að þær verði innan við 800. Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á Landspítalan- um, segir það sérstaklega jákvætt að fækkunin sé mest hjá ungum konum, þ.e. 30% hjá konum á aldrinum 15 til 19 ára og 4% hjá konum 20 til 24 ára. Íslenskar konur leita til útlanda Hér eru sett læknisfræðileg og fé- lagsleg skilyrði fyrir því að konur fái fóstureyðingu og þurfa þær að leita samþykkis tveggja lækna eða læknis og félagsráðgjafa. Að sögn Reynis Tómasar kemur fyrir að umsóknum kvenna um fóstureyðingar sé neitað vegna þess að þær falli ekki inn í ramma laganna. Það gerist sjaldan ef innan við tólf vikur séu liðnar af meðgöngu, en oft sé umsóknum hafnað þegar liðnar séu 12 til 16 vik- ur þyki aðstæður ?ekki knýjandi?. Þá komi fyrir að konur leiti til ann- arra sjúkrahúsa eða til útlanda. Í hlekkjum feðraveldisins Dr. Henry Morgentaler, ötull bar- áttumaður fyrir rétti kvenna til fóst- ureyðinga, gagnrýnir íslensku lög- gjöfina um fóstureyðingar í blaðinu í dag. ?Mér finnst að konur eigi sjálfar að ákveða hvort þær vilji halda áfram með sína óléttu eða ekki. Fyr- ir mér er það augljóst. Íslendingar virðast því ekki vera alveg lausir úr hlekkjum feðraveldisins.? Fóstureyðing- um fækkar Kanadískur sérfræðingur segir ís- lensku lögin í hlekkjum feðraveldis L52159 Hugsjónirnar/14 TALIÐ er að yfir tvö þúsund fjöl- skyldur, jafnvel kringum 2.400, leiti aðstoðar hjá hjálparsamtökum fyrir jólin samkvæmt upplýsingum frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum, Mæðrastyrks- nefndum og Rauða krossi Íslands sem eru meðal þeirra aðila sem veita slíka hjálp. Hugsanlegt er að sumir leiti aðstoðar víðar en á ein- um stað og fjöldinn sé því nokkru minni. Margir leggja lið Aðstoð þessara samtaka eru matargjafir, úttektarkort í stór- mörkuðum og fatnaður. Kostnaður er talinn í nokkrum tugum millj- óna, bæði bein fjárútlát og varn- ingur sem ýmsir aðilar gefa þess- um aðilum, auk vinnu. Deildir Rauða krossins, 51 um allt land, verja árlega í kringum tólf milljónum króna til aðstoðar einstaklingum í erfiðleikum. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desember, gjarnan í gegnum mæðrastyrksnefndir og Hjálpar- starf kirkjunnar á hverjum stað, segir Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins. Hjálparstarf kirkjunnar veitti um 900 fjölskyldum aðstoð fyrir síðustu jól. Jónas Þ. Þórisson framkvæmdastjóri telur að fleiri muni jafnvel leita aðstoðar nú. Fyrir helgina höfðu verið afgreidd- ar hjálparbeiðnir 600 fjölskyldna. Hjálparstarfið er einnig með útibú á Akureyri og þar er búist við um 50 umsóknum. Hjá Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík höfðu 550 fjölskyldur fengið aðstoð fyrir helgina og er búist við öðrum eins fjölda í næstu viku en þá verður opið frá mánu- degi til fimmtudags. Munu því um 1.100 fjölskyldur fá aðstoð hjá nefndinni. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs aðstoðaði 83 fjölskyldur í fyrra og er búist við fleirum í ár. Um 300 einstaklingar nutu að- stoðar hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík í fyrra. Sagði talsmaður Hjálpræðishersins aðstoð veitta í hlutfalli við það sem inn kæmi í söfnunarbaukana. Yfir 2.000 fjölskyld- ur leita sér aðstoðar BÚIZT er við því að George W. Bush Bandaríkjaforseti verði fljótur að tilnefna nýjan formann nefndar sem falið hefur ver- ið að leita að veilum í bandarísku stjórnkerfi í kring um hryðjuverka- árásirnar 11. september í fyrra, eftir að Henry Kissinger fyrrverandi utanríkisráðherra, sem tekið hafði starfið að sér, sagði skyndilega af sér á föstudag. Tilgreindi Kissinger meinta hagsmuna- árekstra sem ástæðu afsagnarinnar. Hann tilkynnti hana hálfum mánuði eftir að hafa verið skipaður í formennskuhlutverkið og tveimur dögum eftir að varaformaður nefndarinnar, fyrrverandi öldungadeildar- þingmaðurinn George Mitchell, sagði af sér. Óvænt afsögn Kissingers Washington. AP. Henry Kissinger ???
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.