Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRIAN Mikkelsen, menningar- málaráðherra Danmerkur, treystir sér ekki til að styðja þá hugmynd Tómasar Inga Olrich, menntamála- ráðherra, að stofna íslensk-danska menningarstofnun hér á landi og að íslenskir forngripir í vörslu Dana verði fluttir til landsins. Mikkelsen segir hins vegar í bréfi til Tómasar Inga, að hann sé tilbú- inn til nánara samstarfs á sviði menningarmála. Tómas Ingi segir að viðræður um þetta mál haldi áfram og hann hefur boðið Mikk- elsen í heimsókn til Íslands á næsta ári. Tómas Ingi kynnti þá hugmynd í byrjun október að hér á landi verði komið á fót íslenskri-danskri menningarstofnun og að íslenskir forngripir í vörslu Dana verði flutt- ir til landsins. Tómas Ingi fékk ný- lega bréf frá menningarmálaráð- herra Dana þar sem koma fram viðbrögð við þessari hugmynd. Kemur í heimsókn til Íslands „Ég lít svo á að viðbrögð Mikk- elsen við erindi mínu leggi ágætan grundvöll að frekari viðræðum um málið. Hann lýsir því reyndar yfir að hann hafi fullan skilning á áhuga Íslendinga að efla menning- arsamstarf þjóðanna og kynna bet- ur sameiginlega sögu þeirra. Hann treystir sér ekki að styðja hug- mynd mína um ís- lensk-danska menn- ingarstofnun í þeirri mynd sem hún var kynnt honum. Það er hins vegar ljóst að við munum á næstu mán- uðum leita leiða til að nálgast þau markmið sem ég lýsti í bréfi mínu.“ Tómas Ingi sagði að Mikkelsen hefði lýst áhuga á því að koma til Íslands til að ræða þessi mál og hefði raunar þegið boð um að koma í heimsókn til landsins. Af heimsókninni yrði væntanlega næsta vor. Tómas Ingi sagðist ætla að fara til Kaup- mannahafnar fljótlega eftir ára- mótin til að ræða þessi mál frekar við danska ráðherrann. „Á þeim fundi munum við fara yfir önnur samstarfsverkefni okkar á menningarsviðinu sem tengjast kynningu á menningu og sameig- inlegum menningararfi þjóðanna. Þar á ég við menningarhúsin á Norðurbryggju sem verða opnuð í lok næsta árs og sýningu í Þjóð- minjasafninu sem væntanlega verður opnuð á árinu 2004. Það sem skiptir mestu máli í mínum huga er að málinu hefur verið hreyft og við- ræðurnar eru á mjög jákvæðum nótum. Það er sameiginlegur skilningur okkar að efla menningarsam- skipti þjóðanna.“ Tómas Ingi sagðist ekki líta svo á að hug- myndin um íslensk- danska menningar- stofnun á Íslandi væri úr sögunni. Mikkelsen treysti sér hins vegar ekki til að styðja hana eins og hún hefði ver- ið kynnt honum. „Við munum því leita leiða að nálgast hvor annan í sambandi við þessi sameiginlegu verkefni,“ sagði menntamálaráðherra. Í Morgunblaðinu á þriðjudag var sagt frá því að forstjórar nokkurra stærstu safna heims hefðu samein- ast um að lýsa því yfir að þeir muni ekki senda umdeilda forn- muni aftur til upprunalandanna. Tómas Ingi sagðist telja að þessi stefna ætti undir högg að sækja og söfnin muni breyta afstöðu sinni. „Danir eru gott dæmi um hvernig þjóðir geta tekið skynsamlega á þessum málum. Ég er þeirrar skoðunar að þrýstingur muni vaxa á að menningarverðmætum verði skilað.“ Menningarmálaráðherra Dana um stofnun íslensk-danskrar menningarstofnunar Tómas Ingi Olrich Styður ekki hugmynd Tómasar Inga óbreytta SVO virðist sem fólk haldi meira um budduna í ár en undanfarin jól, þótt útlit sé fyrir svipaða jólaversl- un og í fyrra. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unarinnar, segir greinilegt að fólk hafi minna milli handanna en áður, um 1.000 manns færri hafi atvinnu nú en um síðustu jól sem hafi sín áhrif. Matvöruheildsalar finni þetta að einhverju leyti. Margt spili inn í, t.d. hafi hlutfall smásölu í lágvöru- verðsverslunum aukist frá því í fyrra, sem hafi minni framlegð í för með sér. Andrés segir að svo virðist sem verslunin þessi jól verði svipuð og í fyrra hvað smásöluna varðar. Jóla- verslunin virðist ætla að verða svipuð og í fyrra, en alls ekki betri. Samkeppni í bóksölu hafi aldrei verið jafngrimm og nú, og sam- keppnin hafi færst yfir í leiki, spil og geisladiska. Gífurlegt framboð sé á kjöti sem hafi lækkað verð í för með sér og fataverslanir hafi stórlækkað verð. Samdráttur í merkjafatnaði Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), á ekki von á samdrætti í jólverslun í heildina. Hann segir að þó sé samdráttur áberandi í einstökum greinum, t.d. hjá fataverslunum sem selja al- þjóðlega merkjavöru. Samdrátturinn þar nemi ein- hverjum tugum prósenta það sem af er desember í ár, miðað við sama tímabil í fyrra. Fólk leiti þangað sem er ódýrt, hafi minna fé milli handanna og eyði því minna fé í merkjavöru. Þá bendir Sigurð- ur á að útsölurnar í sumarlok hafi staðið langt fram eftir hausti og hagsýnt fólk hafi jafnvel keypt til jólanna á sumarútsölunum. Hann segir jólaverslunina nema um 15–20% af ársveltu t.d. skart- gripaverslana og gjafavöruversl- ana. Jólamánuðurinn skipti því gríðarlega miklu máli. Þær upp- lýsingar fengust hjá Hagstofunni að síðustu þrjú ár hafi velta í heild- og smásöluverslun aukist um 16– 18% í nóvember og desember, miðað við aðra mánuði ársins. Þetta kemur fram í tölum um skil á virðirsaukaskatti. SVÞ áætla að hver Íslendingur verji að jafnaði liðlega 25 þúsund krónum til kaupa á svonefndri dagvöru og áfengi í desember að virðisaukaskatti undanskildum. Velta dagvöruverslunar sé 44% hærri í desember en meðaltal ann- arra mánaða ársins. Þessar tölur miði við smásöluvísitölu SVÞ síð- ustu 12 mánuði, samtökin geri hvorki ráð fyrir aukningu né sam- drætti í verslun frá því í fyrra. Jólaverslunin svipuð og í fyrra RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að láta vinna lagafrumvarp um verð- lagningu og aðgang að opinberum upplýsingum. Sérstök nefnd hefur verið starfandi um þessi mál og legg- ur hún til að aðgengi að opinberum upplýsingum verði aukið og jafn- framt að notendur greiði gjald sem endurspegli kostnað við öflun upp- lýsinganna. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði að þróunin erlendis gerði það að verkum að það væri nauðsynlegt að settar yrðu almennar reglur um að- gang og verðlagningu opinberra upplýsinga. Hann sagði að í Banda- ríkjunum væri aðgengi að opinberr- um upplýsingum meira en í Evrópu, en jafnframt væri innheimt kostnað- argjald af þeim upplýsingum sem veittar væru. Í Evrópu væru upplýs- ingar almennt ekki eins aðgengileg- ar og í Bandaríkjunum, en þróunin væri samt greinilega í átt að sömu stefnu og fylgt hefði verið í Banda- ríkjunum. Baldur sagði að starfshópurinn hefði lagt til að lög yrðu sett um þessi mál og hann mælti með auknu aðgengi að opinberum upplýsingum sem veittar yrðu gegn gjaldtöku. Jafnframt væri lagt til að leiðir yrðu skoðaðar til að auka framboð á opin- berum upplýsingum á Netinu. Hann sagði að nokkrar stofnanir hefðu talsverðar tekjur af sölu opinberra upplýsingar og skoða þyrfti áhrif breyttrar stefnu á tekjur þeirra. Áfram væri þó gert ráð fyrir gjald- töku. Dæmi um opinber gögn sem heyra myndu undir lögin sem fyrirhugað er að setja eru gögn frá Hagstofu Ís- lands, Fasteignamatinu, Landmæl- ingum og Veðurstofu Íslands. Lög verði sett um aðgang að opinber- um upplýsingum NÝJA hótelálman á Höfðabrekku í Mýrdal hefur risið hratt síðustu daga. Á tæpri viku er búið að gera húsið fokhelt. Í húsinu verða 24 tveggja manna herbergi með baði. Húsið er smíðað af fyrirtækinu Límtré á Flúðum og kom nánast tilbúið á staðinn, aðeins var eftir að raða því saman og festa. 250 kílóa þakplötur voru settar sinn stað með stórum krana. Flokkur manna frá Límtré sá um það verkið og dugði þeim fimm dagar til verks- ins. Gott tíðarfar gerði þeim auð- veldara fyrir en veðrið hefur verið eins og á góðum sumardegi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hótelið rís hratt Fagradal. Morgunblaðið. STEFÁN Krist- jánsson sigraði í gærmorgun Hvít-Rússann Sergei Azarov í 7. umferð Heimsmeist- aramóts ung- linga, 20 ára og yngri, sem fram fer í Goa á Ind- landi. Azarov er alþjóðlegur meistari. Stefán er nú í 3.–11. sæti með fimm vinninga. Davíð Kjartansson tapaði fyrir kínverska FIDE-meistaranum Qun Li og hefur 3 vinninga, er nú í 52.–68. sæti. Efstir eru armenski stórmeistarinn Levon Aronian og kínverski alþjóðlegi meistarinn Hua Ni með 5½ vinning. Englendingurinn Luke McShane, sem tók nýlega þótt í mjólkurskákmótinu á Selfossi og einn af öflugum liðsmönnum skákfélagsins Hróksins er einnig í 3.–11. sæti. Áttunda umferð fer fram í dag. Þá mætir Stefán indverska stór- meistaranum P. Harikrishna, og Davíð mætir landa hans R. Nav- een. Mótinu lýkur hinn 20. des- ember en leiknar eru 13 umferð- ir. Stefán í 3.–11. sæti á HM unglinga Stefán Kristjánsson TALSVERÐUR erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfara- nótt laugardags og fram á morgun. Eins og svo oft áður stafaði ónæðið af ölvuðu fólki. Eitthvað var um slagsmál en alls voru bókuð 63 mál í dagbók lögreglunnar. Sjö manns voru í fanga- geymslum þegar lögreglumenn luku næturvaktinni. Að sögn lögreglumanna í Hafnarfirði og Kópavogi bar ekki til sérstakra tíðinda. Ölvun í borginni og erill hjá lögreglu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.