Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMARGIR lögðu leið sína í verslunarmiðstöðina Glæsibæ sem var opnuð í gær eftir gagngerar breytingar. Verslunarhæðin hefur nú verið endurhönnuð og stækkuð og glerhýsi reist framan og aftan við húsið. Að sögn Sævars Sigurgerirsson- ar, formanns húsfélags Glæsibæjar, er hér um fyrsta áfanga að ræða í frekari uppbyggingu hússins. Það féll í hlut Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra að opna nýjan Glæsibæ í gærmorgun. Ingibjörg rifjaði upp þegar hún ólst upp í Heimahverfinu og Glæsibær var opnaður fyrir rúmum þrjátíu árum en fyrstu tvö árin voru ein- ungis matvöruverslun og snyrti- vöruverslun í húsinu. Fljótlega bættust þó fleiri verslanir við. Ýmsar uppákomur voru í gangi í gær og margar verslanir voru með sérstök opnunartilboð. Morgunblaðið/Jim Smart Borgarstjóri mundar skærin. Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju, fylgist með ásamt fulltrúum ÍA, stjórnar húsfélags Glæsibæjar og bygginganefndar. Lengst t.h. er Sævar Sigurgeirsson, formaður húsfélagsins. Nýr Glæsibær opnaður ÞRJÚ ungmenni sluppu með minni- háttar meiðsli þegar bifreið þeirra valt á Laugardalsvegi í Árnessýslu snemma í gærmorgun. Þau voru öll í bílbelti og telur lögreglan á Selfossi ljóst að beltin hafi bjargað því að ekki fór verr. Ökumaður var fluttur á Heilbrigð- isstofnunina á Selfossi en meiðsl hans voru talin minniháttar að sögn lögreglu. Bíllinn er mikið skemmdur. Með litla áverka eftir bílveltu STEFNT er að því að ljúka við end- urbætur á göngudeildum og flutning endurhæfingar á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi á næsta ári. Þá hefur framkvæmdastjórn LSH tekið ákvörðun um næstu skref varð- andi staðsetningu deilda á sjúkra- húsinu en gera má ráð fyrir að breyt- ingarnar taki um tvö ár, að því er fram kemur í tilkynningu á heima- síðu spítalans. Stefnt er að því meðal annars að endurhæfing verði framvegis á deild 14D og lýtadeild verði í Fossvogi. Þá er stefnt að því að húðdeild flytjist á Landakot. Fram kemur að flutning- ur húðdeildar sé tímabundin lausn. Lokið við endurbætur á næsta ári EKKERT bendir til þess að draga muni úr straumi útlendinga til lands- ins og stærð útlendingasamfélagsins á Íslandi kallar á aukna og breytta umræðu um málaflokkinn en um- ræðan hefur einkennst af upphróp- unum sem oftar en ekki eru byggðar á misskilningi eða rangtúlkunum. Þetta er meðal þess sem Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlendingaeftir- litsins, segir í inngangi að skýrslu stofnunarinnar fyrir árið 2001. Ýmsan fróðleik er að finna í skýrslunni. Þar kemur m.a. fram að ef tekið er mið af heildaríbúafjölda eru 3,4% þeirra sem búa á Íslandi er- lendir ríkisborgarar. Í Danmörku er hlutfallið 4,8%, í Svíþjóð er það 5,4, í Noregi 4,1% og 1,8% í Finnlandi. Ís- land er í miðjum hópi Evrópuþjóða, með hlutfallslega færri íbúa en t.d. Bretland og Holland en hlutfallslega fleiri en Ítalía, Spánn og Finnland. Toppárið 2001 Útlendingaeftirlitið hefur aldrei gefið út fleiri dvalarleyfi en árið 2001 eða 6.515. Á þessu ári stefnir í að þeim fækki nokkuð en búið er að gefa út um 6.300 leyfi á árinu. Þá fjölgar hlutfallslega dvalarleyfum án atvinnuþátttöku, þau voru 12,6% af útgefnum dvalarleyfum árið 2000 en hlutfallið hækkaði í 14,3% 2001. Hlutfallið hækkar enn á þessu ári. Erlendir ríkisborg- arar 3,4%                  ! " #  "$ %&  '( )  * + ,  -./0 1.-0 1./0 2./0 /.10 /.30 /.30 /.30 4./0 4.40 4.50 5.40 5.50 5.50 5.60 5.30 3.-0 3.10 3.50 3.30 MILLI 300 og 400 útlendingar munu leggja leið sína hingað til lands um áramótin, aðallega Bretar, Bandaríkjamenn og Japanir. Ferðaskrifstofa Guð- mundar Jónassonar ehf. hefur einkum annast mót- töku hópa um áramót og segir Signý Guðmunds- dóttir heldur fleiri koma í ár en í fyrra eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum í fyrra þegar innan við 300 ferðamenn komu hingað. Signý segir ferðum Bandaríkjamanna um ára- mót hafa fækkað en í staðinn hafi tekist að fá hing- að fleiri frá öðrum löndum, einkum Bretlandi og Japan. Ferðamennirnir koma hingað yfirleitt 29. eða 30. desember og halda fara 1., 2. eða 3. janúar. Á dagskrá Íslandsdvalarinnar er m.a. ferð að Gullfossi og Geysi, í Bláa lónið, skoðunarferð um Reykjavík og síðan hátíðarkvöldverður í Perlunni á gamlárskvöld. Segir Signý gesti koma þangað um kvöldmatarleytið. Eftir matinn er gestum boð- ið upp á bílferð að nokkrum brennum og síðan er haldið í Perluna á ný og skálað fyrir nýju ári og fylgst með flugeldum höfuðborgarbúa sem njóti sín mjög vel úr Perlunni. Sem dæmi um verð segir Signý að pakki sem þessi, þ.e. flug milli Bretlands og Íslands, gisting í nokkrar nætur, áðurnefndar ferðir og kvöldverður tvö kvöld, kosti 1.075 pund eða kringum 140 þús- und krónur. Þá segir Signý einnig boðið upp á jeppa- og vélsleðaferðir á jökla og margir kaupi einnig slíka ferð. „En það sem okkur vantar núna er snjórinn og meiri birta,“ segir Signý. Hún segir að þótt útlend- ingarnir séu ekki síst að sækja hingað í snjó og kulda sé gamlárskvöldið með hátíðarkvöldverði, brennuferð og flugeldum hápunkturinn. Ferðamenn líka um jólin Nokkrir tugir ferðamanna dveljast hérlendis um jólin á vegum Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónas- sonar. Signý segir ferðamenn koma til landsins bæði að kvöldi Þorláksmessu og á aðfangadags- kvöld og eru það einkum Bretar. Segir hún þetta nýlundu og fari þessi hópur líka í hefðbundnar skoðunarferðir austur fyrir fjall og í Bláa lónið. Signý segir móttöku hópa sem þessa um jól hafa nánast verið útilokaða fyrir fáum árum þar sem hótel og veitingastaðir hafi gjarnan haft lokað á þessum tíma. Það hafi hins vegar breyst mjög á allra síðustu árum og því sé þetta nú gerlegt. Útlendingar sækja til landsins til að upplifa áramótabrennur og flugelda Búist er við 300 til 400 erlendum ferðamönnum GANGI áætlanir Gnógs ehf. og fast- eignasölunnar Eign.is eftir munu framkvæmdir á Miðbæjarreit Akur- nesinga hefjast næsta vor en sl. mið- vikudag kynnti vinnuhópur, sem starfar með Herði Jónssyni bygg- ingameistara, hugmyndir að mann- virkjum og skipulagi á svæðinu sem er betur þekkt sem „Skagaverstún- ið“ á Akranesi. Björn S. Lárusson, rekstrarfræð- ingur og talsmaður undirbúnings- hópsins, sagði við Morgunblaðið að tillögur Kristins Reynissonar arki- tekts hefðu vakið jákvæð viðbrögð hjá þeim 70 aðilum sem sátu kynn- ingarfundinn. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði reistar tvær íbúðarblokkir með alls 80 íbúðum og verða blokk- irnar tíu hæðir hvor um sig. Versl- unarmiðstöð verður miðdepill svæð- isins og verður hún á einni hæð, alls 7000 fermetrar að flatarmáli og seg- ir Björn að nú þegar sé búið að ræða óformlega við verslunaraðila á Akranesi sem og af höfuðborgar- svæðinu og hafa þær kannanir gefið vísbendingar um að þessir aðilar muni nota a.m.k. 80 % af verslunar- miðstöðinni. „Við höfum haft nauman tíma til þess að fínpússa hugmyndir okkar betur og höfum óskað eftir því að fá frest til að skila af okkur lokatil- lögum okkar. Þær yrðu þá lagðar fyrir bygginga- og skipulagsnefnd í upphafi næsta árs,“ sagði Björn. Yrðu tillögurnar samþykktar af hálfu bæjaryfirvalda mundu fram- kvæmdir á svæðinu hefjast af krafti næsta vor. Skipulag miðbæjarreits á Akranesi Framkvæmdir gætu hafist næsta vor Akranesi. Morgunblaðið. Sækist eftir 3. sæti. Drífa Sig- fúsdóttir, fv. for- seti bæjarstjórn- ar og varabæjar- stjóri í Reykja- nesbæ, sækist eftir 3ja sæti á lista Framsókn- arflokksins í Suð- urkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Hún er formaður fjölskylduráðs og brunamálaráðs auk þess að sitja í stjórn Viðlagatryggingar og Lög- gildingarstofu. Hún hefur verið varaþingmaður frá 1995, vararitari Framsóknarflokksins og gjaldkeri Landsambands framsóknarkvenna. Drífa starfar sem deildarstjóri fyr- irtækjadeildar hjá Lánstrausti hf. STJÓRNMÁL Drífa Sigfúsdóttir ÖKUMAÐUR var stöðvaður grun- aður um ölvun við akstur á Seyðis- firði í fyrrinótt og annar ökumaður stöðvaður á Egilsstöðum grunaður um ölvun. Báðir voru einir í bílunum. Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði freistast því miður fleiri ökumenn til að aka undir áhrifum í jólamánuðin- um en aðra mánuði ársins. Tveir teknir fyr- ir ölvunarakstur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.