Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ L EIFUR S. Garðarsson er fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Hann var ráðinn skólastjóri Ás- landsskóla fyrir skemmstu og í bænum vakti það a.m.k. tals- verða athygli að nýr meirihluti Samfylkingar- innar í bæjarstjórn skyldi ráða sjálfstæð- ismanninn, eftir að bæjarstjórn ákvað að rifta rekstrarsamningi við Íslensku mennta- samtökin, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði gert meðan hann hafði meirihluta í bæj- arstjórn, og bærinn tók sjálfur við stjórn skólans. Snúið? Ef til vill svolítið óvenjulegt, en Leifur segir ráðningu sína gott dæmi um það þegar faglega er staðið að málum. „Þetta kom mér í sjálfu sér ekki á óvart. Maður lagði verk sín undir og fræðsluráð valdi faglega úr þeim góða hópi sem lagði inn umsóknir. Hver umsækjandi skilaði inn greinargerð og viðtöl voru tekin við alla um- sækjendur. Vissulega voru mjög hæfir ein- staklingar sem sóttu um, en mín skoðun er sú að hér hafi pólitísk víðsýni verið fyrir hendi; að leitast hafi verið við að velja þann sem talinn var hæfastur til að sinna starf- inu.“ Leifur nefnir að þessi nýi skóli hafi kannski ekki þurft á að halda, „með fullri virðingu fyrir þeim sem hafa verið lengi í stjórnunarstarfi í grunnskóla, einhverjum sjóuðum, fastmótuðum einstaklingi. Slíkur maður hentar kannski í einhverjum öðrum skóla en ég er á þeirri skoðun að hér hafi þurft einhvern opinn og jákvæðan, helst í yngri kantinum. Ég held að það hjálpi þróuninni að fá ákveðinn ferskleika hér inn. En í einfaldleik mínum finnst mér að við allar svona ráðningur eigi faglegt mat al- gjörlega að ráða. Pólitík má alls ekki ráða ferðinni.“ Leifur er Hafnfirðingur í húð og hár; ekta Gaflari eins og hann orðar það. Hann stund- aði íþróttir af miklum móð á yngri árum eins og alsiða er hérlendis. Handboltinn vék fyrst, síðan körfuboltinn „af því ég hélt ég gæti eitthvað í fótbolta, en svo meiddist ég og datt þá óvart inn í dómgæslu.“ Það er körfuknattleikshreyfingin sem nýt- ur krafta Leifs í dómarastarfinu, hann hefur blásið í körfuboltaflautu frá 1987, varð al- þjóðlegur dómari árið 1993 og þykir nú einn efnilegasti dómari Evrópu. Hefur dæmt mik- ið í Evrópukeppni síðustu tvö árin, en vegna anna í nýju starfi við Áslandsskóla tók hann sér frí í vetur frá dómgæslu á erlendri grundu – hvað sem síðar verður. „Einhverju varð að fórna og uppleiðina í dómgæslunni varð því miður að stöðva í bili, hvað sem síðar verður. Ég veit ekkert hvort ég á afturkvæmt í þetta hjá FIBA [Al- þjóðakörfuknattleikssambandinu]. Körfu- knattleikssamband Íslands sendi bréf fyrir mína hönd þar sem tilkynnt var að ég gæfi ekki kost á mér í verkefni erlendis í vetur. Nú er ég „bara“ í íslensku deildinni, ef orða má það þannig, og það er óneitanlega erfitt þegar maður er búinn að dæma svona mikið þar sem gæðin eru meiri að fá ekki þá ögrun að dæma hjá toppliðum fremstu körfuboltaþjóða álfunnar. En ég hef alltaf haft gaman af því að dæma í öllum deildum karla og kvenna hér heima og víla það því ekki fyrir mér.“ Knattspyrnuskóm sínum sleit Leifur lengst af í ranni FH-inga, en lék auk þess eitt sumar með Þór á Akureyri og Sindra á Hornafirði. Segir dvölina á báðum stöðum hafa verið frábæra. „Ég hef oft heyrt talað um hve erfitt sé að komast inn í allt á Ak- ureyri en það var ekki vandamál hjá Þór. Bæði þessi samfélög tóku vel á móti okkur í fjölskyldunni og á báðum stöðum eignaðist maður marga frábæra vini.“ Leifur var kennari við Öldutúnsskóla um 10 ára skeið. Tók sér reyndar eitt ár frí á því tímabili og var þá í fullu starfi hjá Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur; var yfirþjálfari yngri flokka og vann að smíði uppeldisstefnu félagsins ásamt fleirum, stefnu sem önnur félög hafa litið til við uppbyggingu barna- og unglingastarfs. Bætir því svo við að hann hafi ekki þjálfað eftir að hafa starfað fyrir KR. „Það segir kannski sína sögu. KR er sérstakt; allir elska að hata félagið en þeir sem koma ná- lægt því sogast inn í ákveðna veröld. Þarna hafa allir skoðun á öllu en félagið er samt eins og stór, góð fjölskylda.“ Leiðin lá í Öldutúnsskóla á ný, eftir árs- dvöl hjá KR og Leifur varð fljótlega aðstoð- arskólastjóri. Hann gegndi því starfi þar til 7. nóvember síðastliðinn, að hann var ráðinn í Áslandsskóla. Skólastjórinn Áslandsskóli var mikið í fréttum vegna breytinganna sem þar urðu. Leifur er spurð- ur hvernig það hafi verið að koma til starfa í skólanum. „Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna greinir á um aðferðafræðina við rekstur skólans. Hugmyndafræðin er hins vegar fín sem slík; stendur sannarlega fyrir sínu enda er stefnan að framhald verði á þróun henn- ar. Það fór ekki framhjá neinum að hér hafði ýmislegt gengið á. Bærinn tók reksturinn yf- ir í september og þá voru settir skólastjórn- endur, Erla Guðjónsdóttir og Vigfús Hall- grímsson, sem þurftu að hefja vor- og sumarverk. Þeirra hlutverk hefur alls ekki verið öfundsvert.“ Við skipulag skólastarfs bregður Leifur fyrir sig líkingamáli úr fótboltanum og segir: „Menn þurfa að vita hvort þeir hafa ellefu menn inni á vellinum til þess að geta ákveðið hvaða leikskipulag á að notast við. Það þýðir ekki að segjast ætla að nota leikaðferðina 4- 4-2 ef það mæta svo bara átta leikmenn til leiks. Margt í þessum uppeldiskenningum er mjög áhugavert en það vantaði ákveðið grunnskipulag, jarðveginn til þess að byggja ofan á.“ Hann segir mikla óvissu hafa verið í skól- anum. „Starfsfólkið var óvisst og óöruggt um sína stöðu; hvaða réttindi það hefði, hvaða laun það fengi og svo framvegis, og reyndar er enn verið að vinna í þeim málum. Og hvað nemendur varðar hef ég stundum sagt í gríni að það hafi ekki tekið því fyrir þau að læra nafnið á skólastjóranum; það hafa verið fimm skólastjórar hér á einu og hálfu ári!“ Leifur segir að nú sé ástandið orðið mun rólegra og ákveðið öryggi komið á, bæði fyr- ir starfsmenn og nemendur. „Ég er ekki að segja að það hafi ekki verið neitt öryggi áður en þetta rót hjálpaði örugglega ekki til. Starfsfólk og nemendur bjuggu við ákveðið óöryggi og foreldrar líka. Hér er rekin ákveðin skólastefna kennd við Mariu Montessori og við munum koma til með að viðhalda þróun hennar. Það er ein- mitt frábært tækifæri að gera nýjan skóla svolítið sérstakan.“ Hvað er það í raun og veru sem er öðru- vísi í Áslandsskóla en í öðrum grunnskólum? Leifur svarar því: „Eflaust geta menn endalaust velt því fyr- ir sér hvað er venjulegur skóli og hvað ekki. En við vinnum með sérstök skólaheit og ákveðnar dyggðir. Svo er örugglega á fleiri stöðum, en hér er þetta í forgrunni skóla- starfsins. Svo eru tækifæri til að byggja skólastarfið upp á annan hátt en venjulega í nýjum skóla; það er ekkert launungarmál að ákveðnir þættir skólastarfs víða um land eru staðn- aðir að vissu leyti; lestin gengur bara sömu leiðina ár eftir ár. Ákveðið þróunarstarf er auðvitað mögulegt inni í skólum sem hafa starfað í mörg ár en ég held að tækifæri til þess séu betri í nýjum. Skólar geta verið einhverjar íhaldssöm- ustu stofnanir veraldar og því getur verið erfitt að brjóta upp hefðir og gera eitthvað nýtt. Ef ég væri að koma inn í 30 ára gamlan skóla sem verið hefði í sama farinu alla tíð myndi það auðvitað kosta miklu meira átak að ná fram breytingum en að koma svona inn í nýjan skóla. Hér njóta starfsmenn ákveðins frjálsræðis til að prófa ýmsar nýjungar; prófa sig áfram til að skapa hefðina því hún er ekki fyrir hendi. Að sama skapi þarf að vanda það mjög sem gert er, sérstaklega það sem við viljum að festist að einhverju leyti í sessi.“ Og sem dæmi um það sem öðruvísi er í Áslandsskóla en annars staðar, segir Leifur: „Hér hefja börn enskunám sex ára og dönskukennsla er tveimur árum lengur en í öðrum skólum. Þá erum við með leiðsögn í skapandi skrifum þar sem farið er í greina- skrif, smásögur, ljóðagerð og svo framvegis. Ýmislegt fleira má nefna. Við vorum til dæmis að taka upp sem tilraun í 2. bekk svo- kallað Friðarborð, hugmynd sem í raun er þróuð frá skóla Sameinuðu þjóðanna í New York; þeir sem lenda í einhverjum útistöðum setjast við Friðarborðið og leysa málin sín á milli. Það þarf ekki alltaf kennara eða skóla- stjóra til.“ Leifur segir skólastjórastarfið mjög spennandi en vissulega ákaflega krefjandi að ýmsu leyti. „Orðið þolinmæði er til dæmis al- gjört bannorð í þessu hverfi liggur mér við að segja; foreldrar eru náttúrlega búnir að fá nóg af öllum þeim breytingum sem hér hafa orðið og öllum umbrotum. En vissulega tekur lengri tíma en eitt og hálft ár að móta nýjan skóla og skapa heildstæða skóla- mynd.“ Það hafi því komið skólastjórnendum þægilega á óvart hve mikinn áhuga foreldrar sýndu skólakynningarnámskeiðum sem hald- in voru á dögunum. „Mætingin var frábær. Ég var svolítið hræddur um að fólk væri bú- ið að fá nóg af umræðunni um skólann og myndi snúa sér að einhverju öðru. En ég lít allt foreldrastarf jákvæðum augum. Það er frábært ef foreldrar hafa áhuga á því sem börnin eru að gera og eru tilbúnir að taka þátt í skólastarfinu af lífi og sál.“ Ævintýrinu lokið? Leifur varð alþjóðlegur körfuboltadómari 1993 sem fyrr segir en segist ekki hafa kom- ist „á kortið“ fyrr en fyrir um tveimur árum. „Það er mjög erfitt fyrir dómara frá Ís- landi að vera eitthvert númer en það sem gerði gæfumuninn hjá mér var þegar ég dæmdi riðil í Evrópukeppni 20 ára og yngri í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Dæmdi þá úr- slitaleikinn í riðlinum og hef síðan dæmt fullt af Evrópuleikjum og landsleikjum.“ Síðasta vetur dæmdi Leifur 12 Evrópu- leiki á meginlandinu og einnig í úrslita- keppni Evrópumóts 18 ára og yngri í Þýska- landi svo dæmi sé tekið. Var „hlutlaus“ dómari – ekki fulltrúi neinnar keppnisþjóð- arinnar, sem sagt – sem þykir talsverð upp- hefð. „Í sumar var mér svo boðið til Treviso á Ítalíu, bækistöðva Benetton Treviso eins stærsta liðs í Evrópukörfunni, í þjálfunar- búðir fyrir 20 efnilegustu dómara í Evrópu 35 ára og yngri. Þar var verið að skoða hverjir gætu orðið framtíðardómarar í meistaradeild Evrópukeppninnar, Euro League, þar sem öll stærstu liðin keppa.“ Á mótinu í Þýskalandi varð Leifur fyrir því óláni að gömul knattspyrnumeiðsli tóku sig upp og hann varð að fara heim. „Ég meiddist í nára og var lengi að ná mér. Það var ekki fyrr en rétt fyrir Íslandsmót í haust sem ég gat farið að hlaupa aftur.“ Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, en hversu hátt var hann kominn í virð- ingarstiga dómaranna? „Ég held að boðið til Treviso hafi sýnt að ég var kominn ansi hátt þannig að ég trúi því að minnsta kosti að ekki hafi verið langt fyrir mig í meistaradeildina.“ Þeir sem dæmi þar hafi dómgæsluna í raun að fullri atvinnu. „Enda fá menn þá um 80 þúsund krónur í laun fyrir að dæma hvern leik og umhverfið er allt annað.“ Sjálfstæðismaðurinn sem Leifur S. Garðarsson segir suma Hafnfirðinga hafa verið ósátta þegar meirihluti Samfylkingarinnar réð hann skólastjóra Ás- landsskóla fyrir skömmu, en Leifur er fyrsti varafulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn. Skapti Hallgrímsson ræddi við Leif um skólann, stjórnmálaþátttökuna og störf hans sem al- þjóðlegur dómari í körfuknattleik en hann þykir einn sá efnileg- asti í Evrópu á því sviði. Leifur S. Garðarsson: Eflaust geta menn endalaust velt því fyrir sér hvað sé venjulegur skóli og hvað ekki. En stöðum, en hér er þetta í forgrunni skólastarfsins. Svo eru tækifæri til að byggja skólastarfið upp á annan hát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.