Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÆVIGANGA dr. Henrys Morg-entalers er óvenjuleg ogáhrifarík, ekki aðeins vegnaþess að margt hefur á dagahans drifið heldur einnig vegna þess að hann hefur hrifið marga með sér á göngunni. Morgentaler er enginn venjulegur maður. Blaðamaður hafði þó búist við að hann væri hærri í loftinu eftir að hafa horft á fréttamyndir þar sem dr. Morgentaler stendur fyrir máli sínu. Það þarf ekki stóran mann til að breyta hugsunarhætti þjóðar. En þegar hann talar, þá er hann stór. Dr. Henry Morgentaler fæddist í Llodz, mestu iðnaðarborg Póllands, árið 1923. Faðir hans var leiðtogi gyðinglega sósíalistaflokksins Bund og átti sæti í borgarráði um langt skeið. Þremur vikum eftir að stríðið braust út hand- tók Gestapo hann. „Ekki vegna þess að hann var gyðingur, heldur vegna þess að hann var sósíalisti. En það að hann var gyðingur bætti ekki úr skák,“ segir Morgentaler. „Og hann hvarf eftir nokkrar vikur – var líklega tekinn af lífi.“ Morgentaler var áfram í Llodz eins og flestir gyðingar í borginni, sem bjuggu í gettói. „Þetta var lítið svæði umgirt gaddavír og ástæðan fyr- ir því að við fengum að lifa, en vorum ekki send til Auschwitz, var að við unnum fyrir Þjóðverja, klæðskerar gerðu einkennisbúninga og járn var unnið í verksmiðjum.“ Þar bjó Morgentaler til 1944 við þröngan kost. „Þá var ákveðið að rýma gettóið og senda alla til Auschwitz. Þegar þangað var komið var móðir mín send í gasklef- ann, en ég og yngri bróðir minn vorum sendir til Dachau í Þýskalandi og lifðum þar stríðið af.“ Svarti sauður og kardináli Eftir stríð hóf Morgentaler nám í læknis- fræði í Þýskalandi. „Fyrsta árið gat ég ekki far- ið annað, því ég var landlaus maður. En ég vildi ekki búa þar og greip fyrsta tækifæri til að fara burt, fluttist til Belgíu og hélt áfram í námi þar. Ég fékk þó enga vinnu þar, vegna þess að ég var útlendingur. Eini kosturinn var að flytjast til Belgísku Kongó, sem mér fannst lítið spenn- andi.“ Frændi hans hafði sest að í Kanada og bauðst Morgentaler að flytja þangað. Þar var hann tekinn inn í fransk-kaþólskan háskóla og þegar hann útskrifaðist fékk hann prófskírteinið af- hent af rektor skólans, sem jafnframt var kard- ináli. Verður það að teljast gráglettni örlag- anna, því síðar átti honum eftir að lenda saman við kaþólsku kirkjuna. „Hann vissi ekki hversu svartur sauður ég yrði og ég vissi það ekki held- ur,“ segir Morgentaler og hristist af hlátri. Nú var ekkert því til fyrirstöðu að Morg- entaler hæfi læknisstörf, en hann sökkti sér einnig í félagsstarf og varð forseti húmanista- hreyfingarinnar í Montreal. „Það kom því í minn hlut að halda erindi á þinginu í Ottawa ár- ið 1967, þar sem við sögðum í fyrsta skipti að konur ættu að eiga rétt á fóstureyðingum færu þær fram á það, a.m.k. á fyrstu þremur mán- uðum meðgöngunnar. Það ætti ekki að vera háð úrskurði annarra.“ Þetta var byltingarkennd hugmynd á þeim tíma og er það enn. Þótt lög um fóstureyðingar væru víða orðin frjálslyndari, s.s. í Bretlandi og í flestum ríkjum Austur-Evrópu, voru lögin í Kanada ennþá ströng. Ef læknir veitti fóstur- eyðingu átti hann yfir höfði sér ævilangt fang- elsi og færi kona í fóstureyðingu gat hún verið dæmd í tveggja ára fangelsi. „Þetta var forn lagasetning,“ segir Morg- entaler. „Eftir ræðuna, sem olli miklu fjölmiðla- fári, leituðu konur til mín sem vildu fara í fóst- ureyðingu. Þær sögðu: „Dr. Morgentaler, geturðu hjálpað mér?“ Og ég sagði: „Ég hef samúð með þér og trúi því að þú eigir að hafa þennan rétt, en lögin segja að ef ég hjálpi þér, þá fari ég í fangelsi og missi lífsviðurværi mitt. Ég á konu og tvö börn og get því ekki hjálpað þér.“ Svo konurnar fóru frá mér, langt niðri og jafnvel í sjálfsvígshugleiðingum. Þetta var dap- urleg saga, sem setti mig í erfiða stöðu. Fyrst hélt ég því fram opinberlega að þær ættu að hafa þennan rétt, en þegar þær leituðu til mín, þá neitaði ég. Mér leið eins og hræsnara og hug- leysingja. Og eftir mikla innri baráttu ákvað ég að hjálpa þessum konum, þótt það stangaðist á við lögin.“ Manngæskan sameiginleg Morgentaler byrjaði því að veita fóstureyð- ingar. „Auðvitað vildi ég gera það við bestu hugsanlegu skilyrði á þeim tíma. Það er leg- tæming með útsogi, aðferð sem upprunnin er í Kína og breiddist út til Sovétríkjanna, ríkja Austur-Evrópu og Bretlands. Ég fékk tæki og áhöld frá Bretlandi, byrjaði að nota þessar að- ferðir, þróaði þær og varð brátt vel þekktur í Montreal, Québec og hluta Bandaríkjanna.“ En starfsemin var ólögleg. „Ég vissi auðvitað af því, en líka að ef ég yrði handtekinn myndi ég segja kviðdómnum að konur væru að deyja þús- undum saman úr ólöglegum fóstureyðingum eða fóstureyðingum, sem þær kæmu af stað sjálfar. Þetta væri faraldur, sem látinn væri af- skiptalaus. Lögin væru óréttlát og grimm. Það hefði fallið í minn hlut að andæfa þeim, því kon- ur hefðu leitað til mín eftir að ég gagnrýndi kerfið opinberlega; ég hefði verið knúinn til að standa við orð mín og sannfæringu.“ – Hafði reynsla þín úr seinni heimsstyrjöld- inni áhrif á ákvörðun þína, þar sem ofsóknir á hendur gyðingum voru lögbundnar og þorri al- mennings sat þögull hjá? „Svo sannarlega. Ég var í útrýmingarbúðum lögum samkvæmt. Þýska ríkið setti mig þangað og þá var orðið löglegt að drepa mig. Svo fyrir mér hefur það enga þýðingu að eitthvað sé lög- bundið. Lögin verða að vera mannúðleg og koma til móts við mannlegar þarfir. Kanadísku lögin voru grimm og óréttlát gagnvart konum. Þau dæmdu konur til að koma fóstureyðingum af stað sjálfar eða fara í ólöglegar fóstureyð- ingar, dæmdu þær til dauða eða ófrjósemi. Ég horfði upp á hversu óréttlát lögin voru og órétt- látum lögum ber ekki að hlýða.“ – Þetta hefur fallið undir hatt borgaralegrar óhlýðni, fyrst þú braust gegn lögum opinber- lega og varst reiðubúinn að afplána refsingu. „Alveg tvímælalaust. Og ég vonaði að ef ég segði kviðdómnum sögu mína yrði ég sýknaður. Sem kom á daginn! Það kom mér á óvart, því þetta var fransk-kanadískur og kaþólskur kvið- dómur. Ég var gyðingur, guðleysingi og mann- vinur, sór ekki við Biblíuna og átti ekki mikið sameiginlegt með þessum kviðdómendum. En við áttum manngæskuna sameiginlega; þau trúðu mér og sýknuðu mig. Það var mikill sigur, sem endurvakti trú mína á mannkynið.“ Hjartaáfall í fangelsi Björninn var þó ekki unninn, því áfrýjunar- dómstóll í Québec á hærra dómsstigi, skipaður fimm kaþólskum dómurum, hnekkti úrskurði kviðdómsins, sem hafði aldrei áður gerst í Kan- ada. Og þótt víðar væri leitað, því lögin heimila ekki slíkt í Bretlandi eða Bandaríkjunum. „Þetta voru lítt þekkt lög frá 1930, sem Hugsjónirnar hefðu getað orðið aska í Auschwitz Morgunblaðið/Þorkell Dr. Henry Morgentaler er skeleggur baráttumaður fyrir rétti kvenna til að fara í fóstureyðingu. Dr. Henry Morgentaler er „faðir“ þeirrar hreyfingar sem barist hefur fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga í Kanada. Hann varð fyrstur til að vera dæmdur í fangelsi þar í landi eftir sýknun kvið- dóms. Pétur Blöndal talaði við hann um vegferð sem nær frá gettói í Llodz og móðurmissi í Auschwitz til tvísýnnar og lífs- hættulegrar baráttu fyrir opnun fóstureyðingarstöðva í Kanada. ÓTAL spurningar vakna þegar fóstur- eyðingar eru ræddar og Morgentaler var fenginn til að svara nokkrum þeirra. —Hvenær byrjar lífið? „Líf er stöðug þróun. Við getnað sameinast sæðisfruma og eggfruma. En sæðisfruman og eggfruman eru lif- andi. Þetta er mikilvægt skref í sköp- uninni, en aðeins eitt margra. Eftir því sem fósturvísirinn þroskast verða skrefin fleiri. Það mikilvæga er að með því að vilja fóstureyðingu er konan ekki að fara fram á að drepa barn, því ekkert barn er til staðar. Hún vill ekki að fóst- urvísir verði að barni. Sumir andstæð- ingar fóstureyðinga skilja þetta ekki. Þeir halda að á þegar getnaður eigi sér stað verði til barn. Sú söguskýring er fullkomlega óvísindaleg og fáránleg.“ —Eiga allar konur rétt á fóstureyð- ingu? „Já, það á að vera þeirra ákvörðun hvort óléttan heldur áfram. Þegar kon- ur komast að þeirri niðurstöðu að ekki séu skilyrði fyrir barneignum ber að virða það. Fyrir því geta verið margar ástæður, s.s. aldur, fjárhagur, andleg og líkamleg heilsa og fjölskyldustærð eða hreinlega að ekki sé rétti tíminn til að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eignast barn. Áttum okkur á að næstum allar samfarir geta endað með getnaði og konur sem lifa virku kynlífi geta alltaf orðið óléttar. Það er ekki auðvelt að annast barn, – það krefst umhyggju, ábyrgðar, þroska og er heilmikil vinna. Því er mikilvægt að konan fái að taka ákvörðunina. Og það getur verið ábyrgðarfull og siðferðileg ákvörðun að vilja ekki barn í þetta skipti, þótt nið- urstaðan verði önnur eftir tvö ár.“ —Hversu langan tíma eiga konur að hafa áður en þær gera upp hug sinn? „Sem betur fer er mögulegt að gefa þeim þó nokkurn tíma, því auðvelt er að eyða fóstri eftir tólf vikur, sextán vikur eða átján vikur. Það verður þó flóknara ferli eftir því sem lengra líður á ólétt- una. Og það er orðið of seint þegar 24 vikur eru liðnar, þá er fóstrið þegar komið með sköpulag barns. Þá er ekki um annað að velja en að halda áfram og getur verið úrræði að gefa barnið í ættleiðingu eftir fæðinguna. En fram að því á konan rétt á fóstureyðingu. Og því fyrr því betra. Þess vegna er mikilvægt að ekki séu settar hömlur á konur. Þetta er ein öruggasta skurðaðgerð sem til er, en því lengri sem biðin er, því flóknari og erfiðari verður hún.“ —Eiga ekki að vera neinar hömlur? „Ég held að konan eigi að taka þessa ákvörðun. Það er ekkert flóknara en það. Þetta er hennar líkami og hennar framtíð. Setjum sem svo að hún verði ófrísk í hjónabandi, eigi tvö til þrjú börn og vilji ekki fleiri. Ef hún er í góðu sam- bandi ræða þau málin og komast sam- an að niðurstöðu. En ef það er ósam- komulag, þá er þetta val konunnar.“ —Á Íslandi hefur verið komið upp þröskuldi. Konur þurfa undirskrift læknis og félagsráðgjafa eða tveggja lækna, ef ástæðan fyrir ósk um fóstur- eyðingu er læknisfræðileg. „Ég er ósammála nauðung kvenna með þessum hætti. Mér finnst það vera afskipti af þeirra ákvörðunartöku. Hæstiréttur Kanada komst þannig að orði að sumum ríkisstjórnum líkaði ef til vill ekki ákvörðun konunnar, en þær yrðu að virða hana, þar sem þetta væri hennar ákvörðun. Það er ótækt að þvinga konu til að leita samþykkis ókunnugra, sem gætu jafnvel haft for- dóma gagnvart aðstæðum hennar. Hún veit best sjálf við hvaða aðstæður hún býr. Öll afskipti tefja ferlið, auka skrif- ræði og læknirinn gæti haft fordóma gegn fóstureyðingum, sem er ekki af hinu góða. Mér skilst þó að þetta séu minniháttar óþægindi hér á landi, flest- ar konur komist hér í gegn.“ —Í íslenskum lögum segir einnig að fóstureyðing skuli gerð á sjúkrahúsi. „Það var líka álitamál í Kanada. Reynslan af fóstureyðingum sýnir að læknastofur ná betri árangri en sjúkra- hús. Ástæðan er að sjúkrahús eru stór- ar og svifaseinar stofnanir, en lækna- stofur, sem má líka kalla lítil sjúkrahús, eru sérhæfðari og fljótari að bregðast við. Á meðan það getur tekið sjúkrahús sex vikur að bæta við nýjum tækjum, þá tekur það læknastofur viku. Á mín- um stofum notum við ekki svæfingu, heldur „meðvitaða deyfingu“, sem dug- ar í 15 til 20 mínútur, konan heldur ró sinni og sársaukinn er enginn. Á stof- unni í Toronto vinna níu læknar og þar þurfa konur ekki að gista yfir nóttina. Við höfum þróað kerfi, þar sem ein hjúkrunarkona réttir mér áhöldin og önnur hjúkrunarkona sinnir konunni. Hennar starf er að fylgjast með henni, tala við hana, halda í höndina á henni og sýna hlýju og skilning. Það er mik- ilvægt. Þegar konur fara í fóstureyð- ingu eru þær óttaslegnar og tauga- óstyrkar. Þær halda jafnvel að þær deyi á skurðarborðinu, sem er löngu liðin tíð. Nú líður konunum betur þegar þetta er yfirstaðið og ganga út brosandi. Þetta er allt annar veruleiki en fyrir 25 árum. Við verðum að horfast í augu við fram- farirnar og leggja gömlu hugtökunum. Eins og að takmarka aðgerðirnar við spítala, það er heimskulegt. Hugmyndin var að væri aðgerðin hættuleg, væri betra að hún færi fram á sjúkrahúsi. En reynslan sýnir betri árangur á lækna- stofum. Heilbrigðisráðuneyti Ontario gerði rannsókn, þar sem mín lækna- stofa var borin saman við sjúkrahús, og við náum mun betri árangri.“ Konan á að taka þessa ákvörðun 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.