Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 19
Snjólaust er á háum hólum hiti alls staðar, Guðni spáir grænum jólum gjöf til Framsóknar. Hjálmar skaut því næst á Halldór og sagðist hafa tekið eftir því þegar þeir fóru saman til Afríku að ekki væri sama hvernig hann hallaði höfð- inu þegar hann orti. Ef hann hallaði höfðinu í tiltekna gráðu þá væri al- veg útilokað að vísan skildist. Svo klykkti Hjálmar út með: Andinn svífur eins og fugl upp til hæstu fjalla þó er ljóðið þvílíkt rugl með 30 gráðu halla. En Halldór svaraði: Andinn flýgur fjaðralaus fer um salinn þytur í þrjátíu gráður er þessi haus og þar við situr. Nokkru síðar sagðist Hjálmar hafa frétt að Halldór væri farinn að stunda golfíþróttina með mági sín- um. „Ég hélt að hann hefði ekki þol- inmæði í svoleiðis, en sá að það var ekki alvont að hann hallaði höfðinu svona mikið.“ Og þá kom vísan: Þessu trúa vildi ég varla að vappaði hann um gróinn blett; í þrjátíu gráðu hliðarhalla Halldór Blöndal stendur rétt Ekki stóð á svörum hjá Halldóri: Við ágalla þennan verð aldrei laus annan fæ betri varla fullgóður þykir mér þessi haus í þrjátíu gráðu halla. Jón hjó eftir því að Hjálmar nefndi Afríkuferð þeirra Halldórs: Dóri og Hjálmar drengir góðir drifu sig til Afríku þurrkar voru þar um slóðir þeir eru ekki vanir slíku. Hákon sagði sögu af því að maður hefði leitað til sín og beðið sig að yrkja afmælisvísu til konunnar sinn- ar. En tekið fram að hann vildi ekki fá væmna ástarvellu heldur eðlilega vísu. Kveðjan varð svona: Konan mín er ekki léttfætt lengur lífsklukkan gengur, með árunum byrjar húðin að herpast hrukkurnar skerpast. Enginn fær vikist frá örlagaveginum afmælisdeginum, veröldin hleður árunum á hana það er ósköp að sjá hana. Það fylgir sögunni að maðurinn horfði á Hákon og spurði: „Þorir þú að fara með svona til konunnar þinn- ar?“ Það varð fátt um svör. Halldóri varð hugsað til nýafstað- ins prófkjörs í Suðurkjördæmi og hann rifjaði upp hver skipuðu sæti á listanum: Margrét fannst mér furðu slyng að fanga lítinn rauðbrysting. Síðan leiðast þau á þing það verður skrýtin Samfylking. Og prófkjörin urðu efniviður limru hjá Hjálmari: Nú er offramboð mætra manna sem mörg nýleg dæmi sanna fyrst er prófkjör og röðun síðan pólitísk böðun og svo grátur og gnístran tanna. Hákon hjó hins vegar eftir því að fáar konur hefðu komist að á listum: Kosningarnar koma senn kveikja sumum trega konur verða undir enn eins og venjulega. Jón sagðist hafa heyrt sér til ánægju að Guðni hefði lent í fyrsta sæti á vinsældalista þingmanna. Komið hefði fram að 95% framsókn- armanna hefðu verið ánægð með Guðna: Ég hef í sigursæti lent sýnist ég ekki mega slugsa en fífl eru þessi fimm prósent hvern fjandann eru þau að hugsa? Halldór bætti við: Guðni í flokki þótti þar þreklundaður, gáfnasnar. En víst er það til vegsemdar að vera laukur Framsóknar. Steingrímur rifjaði upp að Guðni hefði verið í Kastljósþætti um dag- inn og verið spurður nokkrum sinn- um um Þjórsárverin, en alltaf tekist að fara í kringum svarið: Enginn maður eins og hann orðin kann að vega og sveima kringum sannleikann svona skemmtilega. Hjálmar rifjaði upp þegar hann borðaði með andstæðingum sínum í þingliðinu og raunar Guðna líka: Meðan lifa málin brýn mæti ég þingraun hverri ég hef borðað betri svín og borðað með þeim verri. Ómar lagði fyrripart fyrir hagyrð- ingana: Kominn er ég á kvæðaþing en hvað á hér að gera? Og Flosi botnaði: Á ég að fá mér afrétting eða láta það vera? Hákon lagði út af öðrum fyrri- parti, þar sem talað var um „kvæða- keng“: Áfram mína götu geng geysist þar í einum fleng nú er ég í kvæðakeng og kominn alveg hreint í spreng. Flosi kvaðst vera óvinur norðan- manna númer eitt, því hann hefði sent þeim miður fallegar kveðjur í bundnu máli. Og hann vílaði ekki fyr- ir sér að bæta fleirum í safnið, m.a.: Á Norðurlandi er nístingshríð napurt skítaveður, enginn kona finnst þar fríð og fátt sem augað gleður. Hann bætti svo um betur: Á Norðurlandi nepjuhríð nístir karlaliðið, enginn kona þar er þýð og þeim er ekki…hampað. Nokkuð var um að skotið væri á Hákon vegna afstöðu hans til virkj- ana á Austurlandi. Ekki var við því að búast að hann sæti þögull undir því: Sit ég með sveittan búkinn sunnan við Kárahnjúkinn verjandi land og lýð. Bakvið mig bíður höndin bláa með reiddan vöndinn hræddur ég höggsins bíð. Það rifjaðist upp að Hákon gekk fyrir Noregskonung og flutti honum drápu og varð það Halldóri yrkis- efni: Hákon skáld á Húsum á hreindýr og tré. Hann flutti drápu fertuga og fyrir kónginn sté. Það sýpur enginn álið þó á Austfjörðum sé. Guðni var í salnum með Margréti Hauksdóttur eiginkonu sinni og skemmtu þau sér konunglega, ekki síst þegar Hjálmar orti til þeirra: Orðstír hans aldregi deyr ekki er hann veikur sem reyr þótt elski hann kýr og allskonar dýr þá elskar hann Margréti meir. Eftir jólastemmningu frá séra Hjálmari í lokin, tvísöngsstemmu frá kvæðamönnunum Steindóri Ander- sen og Sigurði Sigurðarsyni voru til- kynnt úrslit og áttu Steingrímur Sig- fússon og Hákon Aðalsteinsson bestu vísur kvöldins, að mati dóm- aranna, þeirra Hjartar Þórarinsson- ar og Jóhannesar í Stapa. Ekki var gefið upp hverjar vísurnar voru. En það fer vel á því að Steingrímur eigi síðasta orðið þegar hann lýsir lands- ins fegurð: Í Þistilfirði er fegurð slíka að finna að sjálfur drottinn hrærist, en í Flóanum er fallegt líka og flatneskjan sem slík, hún lærist. pebl@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.