Morgunblaðið - 15.12.2002, Page 24

Morgunblaðið - 15.12.2002, Page 24
24 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ I. Nýlega barst mér í hendur ljós- mynd af 15 félögum í Rakarafélagi Reykjavíkur, tekin í ársbyrjun 1927 (jan./febr.) af Sigríði Zoëga. Allir eru þeir í hvítum sloppum og með hálstau, ólíkt því sem nú tíðkast. Sá sem tók afrit af myndinni á ljósrit- unarstofu spurði mig: „Eru þetta spítalalæknar?“ Ég þekkti aðeins einn þessara manna, Eyjólf Einar Jóhannsson, sem fæddur var í Kolla- búðum í Reykhólasveit árið 1892 og dó í Reykjavík 1975. Hann hafði lengst rakarastofu í Bankastræti 12 og þar áttum við feðgar öll okkar viðskipti, faðir minn Sveinn Magnús Sveinsson (1891–1951) lét raka sig þar alla virka daga, en við bræður Sveinn Kjartan (f. 1924), Haraldur (f. 1925) og ég (f. 1927) létum skera hár okkar þar mánaðarlega. Þegar bítlaárin gengu í garð snarminnk- uðu viðskipti rakaranna og svo kom, að margir þeirra gáfust upp og fengu sér aðra vinnu. Ég mun hafa skipt við Eyjólf og son hans Trausta (f. 1927) um hálfa öld, frá 1928–1978. Óneitanlega rifjast upp margar minningar frá svo löngum tíma, en í bernsku okkar bræðra starfaði hjá Eyjólfi rakarasveinn einn, Guð- mundur Aron Guðbrandsson, fædd- ur á Eyrarbakka árið 1905, en dáinn í Reykjavík árið 1981. Aron lauk námi í hárskurði árið 1925 og starf- aði við þá iðngrein allt til ársins 1931, að hann hélt til Kaupmanna- hafnar að kynna sér bankastarfsemi og hagfræði. Ég geri ráð fyrir því, að Aron hafi starfað hjá Eyjólfi þessi sex ár, veit ekki betur. Árið 1928 fer móðursystir mín Guðrún Haralz (1910–1983) með Harald bróður til Eyjólfs, því jólin voru að nálgast og allir áttu að vera sem snyrtilegastir. Fjöl var lögð yfir arma rakarastólsins og þar setur Aron Harald og hefur hárskurðinn. Fljótlega spyr Haraldur frænku sína: „Gunna, af hverju hefur mað- urinn ekkert hár?“ Hún hvíslar að Haraldi, að hann eigi að þegja. „Kemur aldrei, aldrei hár meir?“ heyrist nú af fjölinni og enn biður Guðrún Harald um að þegja. Andlit Arons var nú orðið allrautt og á því augnabliki ákvað hann að afla sér menntunar í annarri starfsgrein, þannig að hann þyrfti ekki að standa undir slíkum svívirðingum lengur. Þrem árum síðar hélt hann til Kaup- mannahafnar sem fyrr segir. Við heimkomuna keypti Aron þriðjungs- hlut í Kauphöllinni og eignaðist hana á endanum einn, en þrír voru eigendur í upphafi. Ég kynntist Aroni síðar á ævinni og átti við hann margháttuð viðskipti og að lokum urðum við bestu vinir og sagði hann mér ýmislegt úr lífi sínu og viðskipt- um, sem ég efa að hann hafi sagt nokkrum öðrum. II. Eitt atvik er mér minnisstætt úr Bankastræti 12. Eyjólfur er að klippa Gústaf Adolf Sveinsson (1898–1971) hæstaréttarlögmann, en ég var að skoða greiðu eina mikla, sem fylgdi ársábyrgð: „Ég ætla að fá hana þessa,“ segi ég, „en ekki vildi ég vera í þínum sporum að ári, ef eitthvað hefði hent hana þá.“ „Hvað áttu við?“ segir Eyjólfur. „Það yrði lokað hérna vegna jarð- arfarar.“ „Þetta er hótun, ég tek þig til vitnis um það, Gústaf.“ „Tókstu það sem hótun,“ segir Gústaf. „Allt- af standið þið saman lögfræðingarn- ir,“ heyrðist þá í Eyjólfi. Eyjólfur var kvæntur Jónínu Þórunni Jóns- dóttur (1895–1988) frá Miðhúsum í Álftaneshreppi. Pétur bróðir hennar (1904–1991) rakarameistari mun lík- lega hafa tekið við starfi Arons, er hann hélt til Kaupmannahafnar. Pétur starfaði síðar sjálfstætt með eigin rakarastofu, þar til hann fór að helga sig þjónustu við laxveiðimenn og gerðist „maðkabóndi“ a.m.k. á sumrin. Þá mun Trausti sonur Eyj- ólfs hafa lokið námi sínu í hárskurði og ráku þeir feðgar stofuna saman, allt til þess, að Eyjólf- ur lést árið 1975. III. Mörg stórmenni voru viðskiptavinir Eyjólfs, svo sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra (1908–1970), Einar Olgeirsson alþingis- maður (1902–1993), Jón Árnason banka- stjóri (1885–1977), Stefán Pjetursson (1898–1987) ritstjóri, Kristján Guðlaugsson (1906-1982) ritstjóri Vísis og hrl, Óskar Norðmann forstjóri (1902–1971) o.fl. Í furðufuglaflokknum vorum við þó langtum fleiri, svo sem Ólafur frændi minn frá Faxafeni (1886– 1964), Karl Ísfeld blaðamaður (1906–1960), Helgi Sæmundsson rit- stjóri (f. 1920), Steinn Steinarr skáld (1908–1958), Pétur Hoffmann Sal- ómonsson (1897–1980) úr Selsvör vestur og við bræður. Í slagsmála- flokknum voru aðeins tveir, þeir Kristinn Einarsson kaupmaður (1896–1986) og Stefán Þorláksson frá Reykjahlíð í Mosfellssveit (1895– 1959), en þeir máttu aldrei hittast á rakarastofunni án þess að takast á tökum og þurfti mannsöfnuð til þess að skilja þá. Líklegast átt einhverjar óuppgerðar sakir í viðskiptum. Ávallt alls gáðir. Mörgum samtölum man ég eftir á stofu Eyjólfs, en upp úr stendur, þegar Austfirðingur einn vék sér að Pétri Hoffmann vor- ið 1952, þegar forsetakosningar stóðu sem hæst. Austfirðingur spyr Pétur: „Ert þú ekki bróðir Helga Hjörvar (1888–1963)?“ „Jú, eigi neita ég þeim frændskap,“ svarar Pétur. Síðan berst talið að framboði Péturs til forseta, en hann skorti að- eins stuðningsmannafjölda í Aust- firðingafjórðungi til þess að framboð hans væri löglegt. Pétur sagðist hafa farið víða í leit að stuðnings- mönnum, en verst hefði sér verið tekið í Möðrudal. Jón A. Stefánsson bóndi þar (1880–1971) þvertók fyrir stuðning, sagði Pétri, að Ásgeir Ás- geirsson (1894–1972) hefði verið kaupamaður í Möðrudal og hann væri sinn maður. „En ég get gert eitt fyrir þig Pétur, ég get fylgt þér inn á öræfi og látið þig verða þar úti.“ Þar með lauk framboðssögu Péturs, en bætti svo við, er hann hafði lokið frásögn sinni af viðskipt- um sínum við Jón í Möðrudal: „Enda sögðu þeir mér á Eskifirði, að þetta væri vitlaus maður.“ IV. Eitt sinn bar svo við, að Helgi Hjörvar lagði leið sína í Völund, hugðist eiga einhver viðskipti við fyrirtækið, en þá var faðir minn upp- tekinn við að sinna öðrum viðskipta- vini. Jón Hafliðason fulltrúi (1891– 1981) og Andreas S.J. Bergmann (1893–1987) gjaldkeri deildu her- bergi fyrir framan skrifstofu föður míns, sem var hornherbergi á 1. hæð, fimm veggja. Helga er boðið sæti hjá þeim Jóni og Andreasi, for- stjórinn muni koma út úr herbergi sínu von bráðar. Þá opnast dyrnar og út koma faðir minn og Eyjólfur Jóhannsson rakarameistari úr Bankastræti 12. Sprettur þá Helgi upp úr sæti sínu og mælir: „Hvor rakar nú annan meira?“ Annað atvik er mér einnig minnisstætt. Hár- skurði var lokið og ég hugðist kveðja, en saknaði þá hattsins míns af hillunni. Þetta var forláta hattur, grænn Mossant frá París, keyptur í Cason í Malmö vorið 1951. Í því opn- ast dyrnar og Ólafur frændi frá Faxafeni strunsar inn og segir: „Ég hef líklegast tekið hattafeil, því þeg- ar ég var kominn niður í mitt Banka- stræti, þá sá ég ekki neitt. Ég nota hatta nr. 7 og 5⁄8, en Ólafur nr. 6 og ½ Þannig hafði minn stóri hattur byrgt byltingarmanninum gamla sýn. Finnur hann sinn rétta hatt og seg- ir: „Ætli nú verði ekki til enn ein sagan um mig,“ því ekki hafði farið hjá því, að menn brostu að þessum mistökum Ólafs. V. Silli & Valdi munu hafa átt Banka- stræti 12 á þessum árum og var þetta afar sérstakt hús, sem hefði átt að friða. Þrír stólar voru þar fyr- ir viðskiptamenn að láta snyrta hár sitt, tveir fyrir norðan mjög sérstætt súlnaskilrúm, bogadregið, en einn stóll þar fyrir innan, handlaug og salerni. Eftir seinna stríð keypti Eyjólfur þrjá forláta stóla úr herfor- ingjaklúbbnum í Kamp Knox og fór vel um mann í þeim. Stærsti gluggi rakarastofunnar sneri í norður og var þar betra útsýni en í nokkrum öðrum glugga bæjarins. Eitt sinn var enginn viðskiptavinur nema ég, klippingu lokið og við Trausti höll- uðum okkur fram í gluggakistuna og stakk ég upp á því við jafnaldra minn, að við hefðum sama hátt á og á landsmótum hestamanna, að dæma hryssur í dómhring, gæfum öllum stúlkum á aldrinum 18–25 ára ein- kunnir með sama móti og hjá L.H., en þar voru um þetta leyti gefnar einkunnir fyrir eftirfarandi: 1. Byggingu. 2. Geðslag. 3. Vilja. 4. Fegurð í reið. Hófum við þegar einkunnagjöf- ina, mannfjöldinn streymdi framhjá í stríðum straumum, en við svo að segja inni í mannhafinu, glugginn var svo nærri gangstéttinni. Kom- umst við í mikinn ham, dæmdum að sjálfsögðu aðeins fyrir þrjá fyrstu liðina, en er við höfðum dæmt 25 fljóð, þá æpir Trausti: „Ekki dæma þessa, þetta er konan mín.“ Þar með var dómstörfum okkar lokið. Þessi gluggi er nú nýttur til útstillinga í skartgripabúð og má því segja, „að nú sé hún Eyjólfsbúð stekkur“. Rak- arastofunni var svo endanlega lokað árið 1984, er nýr eigandi vildi fimm- falda húsaleiguna. Af þeim 15, sem á hópmyndinni sjást, eru afkomendur Runólfs Ei- ríkssonar (1903-1978) þeir einu, sem enn stunda hárskurð. Það eru þau Ágústa og Reynir Sigurðarbörn rakara Runólfssonar. Heitir stofa þeirra Rakarastofa Miðbæjarins og er til húsa í Hafnarstræti 5, Tryggvagötumegin. Á gulu síðum símaskrárinnar heita þessar stofur nú „Hársnyrti- og rakarastofur“, allir eiga að vera jafnvígir á karla og konur. Ný öld er runnin upp, bíld- urinn horfinn af rakarastofunum, rafmagnsrakvélar teknar við af rak- hnífnum o.s.frv. Ný öld ber með sér nýja siði, en hinar gömlu fréttastof- ur eru þó ekki alveg horfnar með rakstrinum, því enn má fræðast um það helsta í bæjarlífinu, ef lagt er við hlustir. – – – Hárskeri minn Lýður Sörlason af Ströndum norður (f. 1942) léði mér hópmyndina frægu. Sá hefur gaman af rakarasögum og enda ég ritsmíð þessa með þeirri sögu, sem honum finnst best: Rakarinn spyr við- skiptavininn: „Hefi ég ekki rakað yður áður?“ en hann svarar: „Nei, örið er eftir bílslys.“ Heimildir Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Menn sem ég mætti. Þáttur um Aron Guðbrandsson. Úr kotinu í Kauphöllina, bls. 141–151. Hvor rakar nú annan meira? Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Morgunblaðið/Sverrir Gullsmíðastofa Ólafs G. Jósefssonar. Þar rak frá árinu 1923 Eyjólfur Einar Jóhannsson rakarameistari stofu sína þar til hann lést 1975. Þá tóku við börn hans Svana (f. 1922) og Trausti (f. 1927) og ráku hana til ársins 1984. Sigríður Zoëga Hópmynd af Rakarafélagi Reykjavíkur árið 1927 eftir Sigríði Zöega. Fremri röð: 1. Kjartan Ólafsson. 2. Elías Jóhann- esson. 3. Jóhannes Mortensen. 4. Eyjólfur Einar Jóhannsson. 5. Sigurður Ólafsson. Aftari röð: 1. Óþekktur. 2. Runólfur Eiríksson. 3. Haraldur Ámundínusson. 4. Þorbergur Ólafsson. 5. Skúli Eggertsson. 6. Sigurjón Sigurgeirsson. 7. Haraldur Lárusson. 8. Bjarni Jóhannesson. 9. Mogens Andersen. 10. Guðjón Mýrdal. Eftir Leif Sveinsson Helgi Hjörvar, fyrsti formaður útvarpsráðs. Aron Guðbrandsson, forstjóri í Kauphöllinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.