Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 15. desember 1945: „Í þeim undirbúningi, sem fram hefir farið af hálfu stjórn- málaflokkanna vegna bæj- arstjórnarkosninganna, hefir aðeins einn flokkurinn snúið sjer til fólksins sjálfs og spurt það, hverja það óskaði að hafa í kjöri. Það er Sjálfstæðisflokk- urinn, sem hefir þetta gjört, með almennum prófkosn- ingum meðal þúsunda reyk- vískra kjósenda. Þessi lýðræðislega aðferð Sjálfstæðisflokksins hefir mælst mjög vel fyrir meðal borgaranna. En það eru ekki allir jafn ánægðir. Kommúnistar hafa ærst út af þessari prófkosn- ingu. Fólkið var spurt. Fólkið hefir svarað. Fólkið verður látið ráða. Er þetta svo voða- legt? Af hverju leggja komm- únistar á það höfuðkapp dag eftir dag í blaði sínu að gera gys að því að leitað er eftir al- menningsálitinu og það látið ráða? Þeir hafa verið að skreyta sig með lýðræðisfagurgala. Það tilheyrir e.t.v. ekki hinu „austræna lýðræði“, að leita álits almennings?“ . . . . . . . . . . 15. desember 1965: „Norska jólatréð á Austurvelli, gjöf höfuðborgar Noregs til höf- uðborgar Íslands, er fagur vottur um ævarandi vináttu Íslendinga og Norðmanna. Oslóarborg gefur Reykjavík jólatré fyrir hver jól. Íslend- ingar vita að á bak við þessa gjöf liggur mikill vinarhugur og trúnaður við gömul ætt- artengsl. – Þess vegna er hinu norska jólatré fagnað og gjöf þess þökkuð. Norðmenn hafa lagt merk- an skerf fram til íslenzkra skógræktarmála. Hundruð Norðmanna hafa undanfarin ár komið hingað til lands og unnið hér skógræktarstörf.“ . . . . . . . . . . 15. desember 1985: „Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, vakti máls á því í setningarræðu vetrarfundar utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsins, að Íslend- ingar líta á samstarf ríkjanna beggja vegna Atlantshafs sem hinn besta kost í utan- ríkis- og öryggismálum. Hann lýsti ótrú og óbeit á því, ef Atlantshafið yrði hyldýpi milli þjóða, sem stefna að sameiginlegu markmiði, að tryggja lýðræði, mannrétt- indi og frið með frelsi. Jafn- framt ítrekaði hann þá stað- reynd, að meiri samstaða er um megin stefnuna í þessum málum hér á landi nú en nokkru sinni síðan 1949. Íslendingar hafa þá sérstöðu innan Atlantshafsbandalags- ins, að þeir eru vopnlausir. Þetta breytir þó ekki því, að aðrar þjóðir bandalagsins eiga jafn mikið undir því og við að samstaða lýðræð- isþjóðanna í öryggismálum haldist. Meginefni ræðu Geirs Hallgrímssonar snerist um það, hvernig samvinnu ríkjanna yrði best háttað með hliðsjón af nýju tímabili í samskiptum austurs og vest- urs.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U MRÆÐUR UM Landspít- alann – háskólasjúkrahús hafa lengi vel fyrst og fremst snúist um rekstur hans og rekstrarvanda, sparnaðaraðgerðir, sjúk- linga er liggja á göngum, endalausa biðlista og lok- anir deilda. Það hefur verið árviss atburður að í lok ársins þurfi að bregðast við þeim rekstrar- vanda með aukafjárveitingum. Landspítalinn– háskólasjúkrahús er risinn í ís- lenska heilbrigðiskerfinu. Hann varð til við sam- einingu Ríkisspítalanna og Sjúkrahúss Reykja- víkur í mars árið 2000 en ríkið hafði tekið yfir rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur árið 1999. Enn fyrr hafði Sjúkrahús Reykjavíkur orðið til við samruna Borgarspítala og Landakots. Samein- ingin byggðist á því mati, sem meðal annars var byggt á úttekt erlends ráðgjafafyrirtækis, að hag- kvæmt væri að sameina spítalana í eina stóra sjúkrastofnun. Þótt þessi stofnun sé risavaxin á ís- lenskan mælikvarða, rekstrarkostnaður LSH er rúmir 22 milljarðar á ári og þar starfa 4.600 ein- staklingar, telst spítalinn ekki stór á alþjóðlegan mælikvarða. Skiptar skoðanir voru um ýmislegt í tengslum við sameininguna á sínum tíma. Hún er hins vegar staðreynd og á þeim grundvelli verður umræðan um framtíð spítalans að fara fram. Með því að sameina spítalana er hægt að byggja hér upp eitt öflugt hátæknisjúkrahús, sem jafnframt sinnir menntun heilbrigðisstétta og vísindarann- sóknum og tryggja að þeir fjármunir sem varið er til heilbrigðismála séu nýttir með sem hagkvæm- ustum hætti, t.d. með sameiningu sérgreina. Birgir Jakobsson, framkvæmdastjóri sviðs hjá Huddinge-háskólasjúkrahúsinu, sem er annað tveggja háskólasjúkrahúsa í Stokkhólmi, ræddi um reynslu Svía í þessum efnum á fundi með stjórnendum Landspítalans – háskólasjúkrahúss, sem haldinn var í síðustu viku. Í máli hans kom fram að samkvæmt mati Svía væri raunhæfur grundvöllur fyrir rekstri háskólasjúkrahúss á svæði þar sem byggju tvær milljónir manna. Þær forsendur væru hins vegar ekki einu sinni til stað- ar á Stokkhólmssvæðinu og því væri meðal annars rætt um aukna samvinnu Huddinge og Karol- inska sjúkrahússins og jafnvel einhvers konar sameiningu starfseminnar þegar fram í sækir. Þegar sameining Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur var ákveðin á sínum tíma fór ekki fram skýr stefnumótun um það hvert ætti að vera hlutverk hinnar nýju sjúkrastofnunar og hvernig haga ætti verkaskiptingu hennar og annarra þátta heilbrigðiskerfisins. Þá er ljóst að sameiningu stórra eininga fylgja ávallt einhver átök og óánægja. Störfum er fækkað og oft getur reynst erfitt að samræma ólíka stofnanamenningu og hefðir á skömmum tíma. Þetta er alþekkt í við- skiptalífinu þegar fyrirtæki eru sameinuð og á ekki síður við í opinberum rekstri. Rétt eins og lengi var talað um Loftleiðamenn og Flugfélags- menn eftir stofnun Flugleiða má búast við að áfram muni einhverjir skilgreina sig sem Borgar- spítalamenn og Landspítalamenn um nokkurt skeið. Það kemur því varla á óvart að samkvæmt nýrri könnun sem unnin hefur verið fyrir Land- læknisembættið kemur í ljós að þrátt fyrir að starfsánægja sé mikil er stór hluti aðspurðra óánægður með upplýsingaflæði og annað í tengslum við sameininguna. Hlutverk Land- spítalans Það blasir við að um- ræður um heilbrigðis- mál hljóta að snúast um Landspítalann og hlutverk hans að miklu leyti. Líkt og áður var vik- ið að virðast þær umræður hins vegar oft fyrst og fremst snúast um rekstur spítalans en ekki hlut- verk. Þrátt fyrir að þær tölur sem yfirleitt eru nefnd- ar í umræðunni um rekstrarhalla Landspítalans séu mjög háar benda líkur til að jafnvægi sé að nást í rekstri hans. Rekstrarkostnaður spítalans lækkaði um 0,6% milli áranna 1999 og 2000 og aft- ur um 1,6% á milli áranna 2000 og 2001. Rekstrar- kostnaðurinn hefur samkvæmt því lækkað á föstu verðlagi um 2,2 prósentustig á tveimur árum, sem líklega má skýra með samlegðaráhrifum vegna sameiningar sjúkrahúsanna að miklu leyti. Í byrj- un næsta árs mun Ríkisendurskoðun í samvinnu við ríkisendurskoðun Bretlands vinna úttekt á því hvernig til hefur tekist með sameininguna, jafnt hvað hagræðingu varðar sem faglega. Á grund- velli þeirrar úttektar verður væntanlega hægt að leggja mat á sameininguna. Íslendingum fjölgar stöðugt og þjóðin eldist. Með nýrri tækni og lyfjum verður hægt að veita stöðugt betri en einnig oftar en ekki dýrari þjón- ustu en áður. Þegar horft er til framtíðar virðist augljóst að eftirspurnin eftir læknisþjónustu fari stöðugt vaxandi. Við gerum líka kröfu til þess að heilbrigðisþjónusta sem Íslendingum stendur til boða sé jafngóð og helst betri en í öðrum ríkjum. Raunar má segja að þetta sé ekki einungis krafa almennings heldur lagalegur réttur því í lögum um réttindi sjúklinga frá 1997 segir í þriðju grein: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.“ Þegar fólk veikist vill það hafa aðgang að bestu mögulegu lyfjum, þótt þau kunni jafnframt að vera þau dýrustu. Það er almanna vilji fyrir því að læknar hafi aðgang að nýjustu og fullkomnustu tækni í störfum sínum. og að þeir sem veikjast þurfi ekki að bíða vikum og jafnvel mánuðum sam- an eftir að fá bót meina sinna. Kröfurnar eru endalausar og þær vaxa eftir því sem framfarir í læknavísindum verða meiri. Þeir fjármunir sem hægt verður að verja til heilbrigðismála verða hins vegar áfram takmarkaðir. Nú þegar verja Ís- lendingar hærri fjárhæðum til heilbrigðismála en flestar aðrar þjóðir. Í vefriti fjármálaráðuneytis- ins var fyrir nokkru vitnað í tölur frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, þar sem fram kom að hvergi er greitt meira úr opinberum sjóð- um til heilbrigðismála en á Íslandi eða 2.200 doll- arar á mann árlega. Ekki eru þó allir sammála um þessa túlkun og ritaði til dæmis Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, grein í Morgunblaðið í septembermánuði, þar sem hann benti á að samanburður á milli OECD-ríkjanna væri ekki al- veg raunhæfur, þar sem útgjöld til heilbrigðis- mála væru skilgreind með ólíkum hætti milli ríkja. Margt af því sem Íslendingar flokkuðu með heil- brigðismálum, s.s. ýmis þjónusta við aldraða, væri skilgreint sem félagsmál í öðrum ríkjum. Eftir stendur að upphæðirnar sem fara í heilbrigðismál eru háar, hvort sem miðað er við hlutfall af ríkisút- gjöldum eða þjóðarframleiðslu. Í vefritinu kom fram að opinber framlög til heilbrigðismála voru 3,2% af vergri landsframleiðslu árið 1970, 6,8% ár- ið 1990 og nú eru þau komin yfir 8%. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár verða útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála rúmlega 100 milljarðar á næsta ári. Af þessari upphæð fara um 60 milljarðar til heilbrigðismála eða um fjórðungur af útgjöldum ríkisins. Sam- kvæmt áliti heilbrigðis- og trygginganefndar, sem fylgdi með fjárlagafrumvarpinu, má gera ráð fyrir enn frekari aukningu útgjalda á næstu árum. Því er til dæmis spáð að lyfjaútgjöld muni aukast um 7% á ári næstu fjögur árin. Það er því ljóst, að átök um heilbrigðismál eiga eftir að setja svip sinn á stjórnmálabaráttuna á næstu árum og jafnvel áratugum. Þau átök munu snúast um fjármuni en þau verða einnig að snúast um grundvallarstefnu og um hlutverk heilbrigðis- kerfisins. Hvaða þjónustu á það að veita? Hvernig eigum við að forgangsraða í ljósi þess að eftir- spurnin verður ávallt meiri en það framboð sem fjárveitingar standa undir? Hver á að vera verka- skipting ríkisins og einkaaðila? Hvernig er hægt að tryggja val sjúklinga í kerfinu þar sem það á við t.d. með einkarekstri þar sem sjúklingar greiða kostnað sinn að mestu eða öllu leyti sjálfir? Ekki síst mun þessi umræða snúast um það hvert eigi að vera hlutverk Landspítalans og hvernig eigi að skipta verkum á milli hans og annarra meginstoða heilbrigðiskerfisins, þ.e. heilsugæslunnar og einkarekinna læknastofa sérfræðinga. Föst fjárlög og kostnaðar- greining Rekstur Landspítal- ans er fjármagnaður með föstum fjárveit- ingum, sem hefur jafnt kosti sem galla. Segja má að kosturinn við þetta er að stjórnendur spítalans vita fyrirfram hversu mikið fjármagn þeir fá til ráðstöfunar. Helsti gallinn er hins vegar auðvitað sá að engin leið er að segja til um það fyrirfram nema að tak- mörkuðu leyti hversu umfangsmikil verkefnin verða né heldur er skilgreint hver forgangsröð- unin á að vera. Heilbrigðisþjónusta er þess eðlis að mörgum aðgerðum er ekki hægt að fresta þótt þær séu kostnaðarsamar. Ef einstaklingur fær krabbamein, heilablóðfall eða lendir í slysi er ekki hægt að setja hann á biðlista. Þessa þjónustu verður að veita þótt framlög séu á þrotum. En hvað má þá bíða? Árið 1996 var skipuð nefnd um forgangsröðun í íslenskum heilbrigðismálum. Niðurstaða hennar var sú að þeir sem hefðu mesta þörf á þjónustu ættu ætíð að ganga fyrir. Þörfinni var skipt í fjóra flokka og var lagt til að hámarks- biðtími í þjónustu yrði þrír til sex mánuðir. Hins vegar hefur ekki náðst pólitísk samstaða um að fjárveitingar taki mið af þessari forgangsröðun. Á fundi LSH, sem vísað var til hér að framan, kom ítrekað fram sú skoðun að það væri stjórnmála- manna að taka ákvörðun um það hver forgangs- röðunin og verkaskiptingin ætti að vera í heil- brigðiskerfinu. Þeirri ábyrgð, til dæmis þegar REGLUR UM YFIRTÖKUSKYLDU Í Kauphallartíðindum KauphallarÍslands segir nú fyrir nokkrumdögum: „Nokkur umræða hefur verið til staðar hér á landi um hvort æskilegt sé að lækka það þrep, sem þarf að ná til að yfirtökuskylda skap- ist. Ljóst er að eignarhlutur töluvert undir 50% getur falið í sér raunveru- leg yfirráð og fyrir vikið getur meiri- hlutinn í raun orðið áhrifalaus. Slík staða getur skaðað hinn almenna fjár- festi og grafið undan tiltrú á hluta- bréfamarkaði. Verðmyndun með bréf í slíkum félögum getur orðið ótraust og veltan lítil. Brýnt er að endurskoða reglur um yfirtökutilboð í þessu ljósi og færa þær meira til samræmis við það, sem gerist á mörkuðum, sem við berum okkur helzt saman við. Þannig verður lagður traustari grunnur að virkri og góðri verðmyndun á hluta- bréfamarkaði.“ Í Morgunblaðinu sl. miðvikudag var frá því skýrt að Búnaðarbankinn vilji að skoðaðir verði kostir þess og gallar að lækka eignamörk yfirtökuskyldu í 33% eða 40% eða til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndum. Í frétt blaðsins um þessa afstöðu Búnaðar- bankans segir m.a.: „Að því er fram kemur í mánaðarriti bankans, sem gefið var út í gær, myndast yfirtökuskylda við 40% eign- araðild í Noregi og Svíþjóð, við 33% í Danmörku og við 33% eignarhluta í Bretlandi.“ Sú afstaða, sem fram kemur hjá Búnaðarbanka Íslands og Kauphöll Íslands í þessu máli, er Morgun- blaðinu sérstakt fagnaðarefni. Blaðið hóf í byrjun tíunda áratugarins bar- áttu fyrir því að yfirtökuskylda mynd- aðist við 33% eignarhlut. Þeirri bar- áttu var illa tekið ekki sízt hjá aðilum viðskiptalífsins. Hins vegar tóku tveir af þáverandi þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins, þeir Matthías Bjarnason og Eyjólfur Konráð Jónsson, málið upp á Alþingi og fluttu tillögu um það í nokkur ár. Niðurstaða þingsins var sú, að miða við 50%. Það var skref í rétta átt en dugði ekki til. Þau rök, sem Kauphöll Íslands fær- ir fram fyrir sínum sjónarmiðum nú, eru nánast nákvæmlega þau sömu og Morgunblaðið flutti fyrir rúmum ára- tug í þessum umræðum þá. Þau standa fyrir sínu en vissulega er hægt að færa rök fyrir því að þau vegi enn þyngra nú vegna breyttra aðstæðna í íslenzku viðskiptalífi. Margt bendir til að viðhorf innan þingsins og í viðskiptalífinu hafi breytzt svo mjög frá því að þetta mál kom fyrst til umræðu, að þessi breyt- ing þyki nánast sjálfsagt mál. Þess vegna er æskilegt að viðskiptaráð- herra og Alþingi bregðist við á þann veg að fá nauðsynlegar lagabreytingar samþykktar á þessu þingi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Með því að færa þessi eignamörk niður í 33% mun Alþingi stuðla að heil- brigðara viðskiptalífi og tryggja betur rétt minni hluthafa, sem hafa orðið að sæta því að stórum fyrirtækjum og hlutafélögum sé stjórnað af litlum hópi manna í krafti umtalsverðs eign- arhlutar í fyrirtækjum, sem að öðru leyti eru í mjög dreifðri eignaraðild. Slík lagaákvæði þurfa ekki að vera neikvæð frá sjónarhóli þeirra, sem hlut eiga að máli í stjórn fyrirtækja, sem þetta á við. Eftir því sem mark- aðurinn verður þróaðri hér heyrist æ oftar að stjórnendur stórra fyrirtækja hafi áhuga á að taka þau af markaði m.a. vegna þess að athygli markaðar- ins hafi truflandi áhrif á rekstur fyrir- tækjanna. Í sumum tilvikum getur það því verið beggja hagur, hinna stóru og hinna smáu, að yfirtökuskylda verði til við eignamörk, sem augljóslega tryggja yfirráð yfir viðkomandi fyrir- tæki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.