Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UPPHAF greinar minnar, er ég byrjaði að skrifa fyrir meir en fimm vikum og bið Morgunblaðið nú vin- samlega birta, var mál- tækið hafa skal það sem sannara reynist. Grein- in er skrifuð af því til- efni að mér blöskrar áróður annars ágætra sjálfskipaðra verndara náttúru Íslands. Þeir telja sig vera þá einu réttu og sönnu. Það sem þeir segja er um margt upp- loginn hálfur sannleikur og því helber lygi, finnst mér. Þegar ég fór fyrst á gæsaveiðar til þess að fá í jólamatinn þann rétt er ég vandist í Þýzkalandi fann ég nýja vini, blessaðar gæsirnar. Ég þurfti nú að taka á honum stóra mínum þegar ég veiddi eina og reytti hana strax heita úti í móa. Tel ég mig hreint ekki minni náttúruvin en suma sem helst vilja reka tugi og hundruð þúsunda gesta eins og sauði um hálendi Ís- lands til þess að græða fé af þeim. Mér finnst að við eigum ekki síður að nýta auðlind hins sírennandi vatns. Eitthvað verður að gera til þess að halda úti háskólum í grasa- og fugla- fræðum. Sumt af því gefur reyndar eitthvað af sér, annað ekki. Lands- virkjun hefur síðustu árin gefið af sér í sjóð hvert ár fjóra, fimm, sex millj- arða í seðlum eftir að allt var borgað. Með slíkum peningum má borga allar skuldir upp á segjum sextán árum. Tuttugu og fimm ár teldust mjög góður kostur fjárfestinga, fjörutíu má semja um sem grunn raforku- verðs, en eftir afskriftatíma mala þessar virkjanir gull í hundrað ár. Búrfellsvirkjun var borguð upp á tuttugu og fimm árum af Ísali einu, þrátt fyrir fleiri notendur orkunnar. Nú segja menn sumir svo, jafnvel talnafræðingar, – virkjanamenn eru að gera bölvaða vitleysu! Reynslan kennir okkur annað og ég held að við ættum bara að treysta Landsvirkjun. Nóg er annars eftirlitið með þeim. Fjölmiðlafárið Já, mér hefur fundist að ég og við- horf mín væru sem Davíð litli er risi gegn tvíhöfða, jafnvel þríhöfða þursa fjölmiðla, sem meðal annars njóta kynngi frábærs flugmanns og myndasmiðs, ástmögurs þjóðarinnar, sem ýmist fljúgandi fælir þúsundir gæsa upp úr sefgrasi sínu á Eyja- bökkum eða sýnir aðrar byggðir sömu fugla vel fyrir ofan virkjanalón neðan Þjórsárvera. Einn hinn frá- bærasti ljósmyndari landsins, Ragn- ar Axelsson, útbýr stórgóðar ljós- myndir fyrir Morgunblaðið. Ég veit ekki hví hann tók ekki myndir af Shangri-la. Svæðin, sem sýnd eru og prentast ýmist yfir fimm eða sex dálka, eru ekki af lónsstæðinu fyr- irhugaða og því hrein lygi nema sannara kunni að sannast. Áróðurslið andstæð- inga umræddrar land- nýtingar prentar svo þessar myndir ljósmyndara blaðsins yfir áróðurs- skjali fjögurra hundraða manna. Ég staðhæfi hér, eftir að hafa klöngrast klukkutímum saman í jeppa sonar míns á svæðið til þess að kynna mér aðstæður að þetta fólk flest hefur aldrei komið þarna inn eftir. Margir láta blekkjast af áróðri hinna miklu náttúrumeistara og landsmálavitr- inga. Jafnvel aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar má þola það að fá mynd með andstæðum áróðri fyrir ofan annars góða grein sína í Morg- unblaðinu. Einn af þessum baráttu- mönnum, Sigþrúður Jónsdóttir, tók upphafsorðin af mér í Morgunblaðinu 9. október sl. er hún sagði: hafa skal það sem sannara reynist! Hún hag- ræðir síðan sannleikanum með því að búa til ný náttúruleg mörk friðlands- ins. Þá dregur hún upp feril í fimm kílómetra fjarlægð frá fyrirhuguðum lónum, hefur þau þá frekar tvö heldur en eitt, allt til þessa að prenta rautt yfir grænt. Hví ekki tíu kílómetra. Ég finn ekki töluna fimm í auglýsingu um friðland. Kannski er hún tilbúin af greinarhöfundi. Vatnið vonda Ræða má vafaatriði um bakvatns- áhrif. Kynni þeirra að gæta einhver hundruð metra. Svo kemur nú í út- varpið frægur flaggaberi og segir að lónið muni tæma verin af vatni! Hinir vísindamennirnar segja að það sé verið að fylla þau. Þær gæsir sem ég hefi kynnst fæl- ast ekki vatn. Fái hinir ógrónu melar næst lóninu vökvun neðan frá stækk- ar gósenlandið jafnvel. Vatnið, er nú liggur í verunum stendur þarna í 10– 40 cm hæð undir yfirborði á sumrin, vel yfir ánni og tollir þar af einhverj- um ástæðum. Þjórsá er mun lægra, sýnist mér. Hins vegar eru allar kvíslarnar, Innri- og Fremri-Múla- kvísl, Miklakvísl svo og Blautakvísl í 600 metra hæð eins og gróðurlendið. Þessar ár eru sem áveituskurðir í ald- ingarði. Við árnar dálítið neðar eins og Hnífá, Litlu Hnífá, Svartá og Ey- vindafenskvísl er dálítill gróður næst áveitunni en minni hærra. Austan Þjórsár er Þúfuverskvísl með gróðri allt um kring tæplega 600 metra háu flatlendinu. Þetta er vissulega flókið og hinir ágætu náttúrufræðingar við- urkenna að þeir viti lítið um þetta allt. Þó segja þeir þetta allt fara í kaf ef lónið er gert í 578 metra hæð. Vatnið er vont! Þeim finnst réttara að segja sem svo, það er vissara að fara ekki út að labba. Komið gæti bíll upp á gang- stétt og keyrt á mig. Ég er eins og eitt fífl fyrir framan tuttugu vitringa sem spyr. Gæti ekki verið að nýjar gróðurlendur mynduðust rétt fyrir ofan vatnsborð nýja lónsins? Þjórs- árver mundu stækka! 70 ferkílómetra áveita Þjórsárver eru í 600 metra hæð. Á landabréfi sér maður að gróðurinn er allt um kring árnar, en þær eru mitt í undralandinu. Hærra er lítill eða eng- inn gróður. Mér sýnist augljóst að þar vanti meira vatn. Nýja lónið mundi væntanlega hækka grunn- vatnsborðið. Eru um 70 ferkílómetr- ar neðan 600 metra en ef til vill u.þ.b. 50 ferkílómetrar neðan 590 metra. Eitthvað sogast þetta upp og ofan á bætist regnvatnið og leysingavatn. Mætti ekki græða landið okkar? Það mætti setja fyrirstöður í Hnífárnar, Svartá og ónefnda á rétt sunnar hennar og veita vatni dálítið út í ný- ræktina. Verði vatnið of mikið ofar í verunum, sem ég trúi reyndar ekki, mætti ræsa það fram. Erum við bændur ekki sérfræðingar í þeim efn- um? Skurðirnir þyrftu þó ekki að vera þráðbeinir og mættu hlykkjast dálítið um landið neðan Blautukvísl- ar. Guð gaf mönnum landið og dýrin svo margfaldast mættu. Sagði hann nokkuð að bara mætti lesa gamlar skræður en ekkert nýtt skrifa? Nær væri þessum fjórum hundruðum landverndarmanna að taka landið í fóstur, heldur en að þumbast gegn landvernd. Landsvirkjun sér um grunnvökvun. Ég skora á hann Rikka úr Höfnunum, en hann hvetur menn til þess að tileinka sér gróðurreiti um landið, að skipuleggja og raða mönn- um fjórum saman á ferkílómetra. Hver sæi um 250 x 250 metra spildu. Þeir gætu borið skít og gamalt gras á svæðið, sett varnarnet ofan á svo uppgræðslan gengi eitthvað þegar á okkar lífdögum. Síðar kæmi gambur- mosi, jafnvel mosalyng og sums stað- ar mýrastör og klófífa. Niðurlag Nú, ég fór þarna inn eftir og tók myndir, sem ég bið blaðið að birta. Þetta eru myndir af hrífandi melum, mörgum lítt eða ekkert grónum, svo og árkvíslum jökulárinnar. Fram- tíðarsýn mín er fallegt gróðurlendi með myndarlegt vatn í miðju. Einnig er hér mynd af uppblásnu barði við Bólstað. Ég spyr, hvar var lónið, þegar vindar og vatn surfu þessa þúfu? TILGANGURINN HELGAR MEÐALIÐ „Mér sýnist augljóst að þar vanti meira vatn.“ Eftir Svein Guðmundsson Höfundur er verkfræðingur. Þjórsá og kvíslar hennar. Myndirnar tók Benedikt Sveinsson. Melur – Hágöngur í baksýn. Rofabarð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.