Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur eiginmaður minn, BJÖRN A. BJARNASON frá Garði, Neskaupstað, síðast til heimilis í Funalind 13, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 17. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Axelsdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÞÓRARINSDÓTTUR, Hringbraut 69, Hafnarfirði. Árdís Pálmadóttir, Friðrik Ágúst Pálmason, Kristjana Vilhjálmsdóttir, Steinunn Pálmadóttir, Pétur Borgarsson, Þórarinn Pálmason, Guðlaug Björgvinsdóttir, Guðlaug J. Pálmadóttir, Magnús K. Bjarkason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við útför elsku- legs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, EIRÍKS ÁGÚSTS SÆLANDS fyrrum garðyrkjubónda Espiflöt, Þrastarrima 17, Selfossi. Einnig þökkum við þeim fjölmörgu, sem heiðruðu minningu hans með blómum og minningargjöfum. Sérstakar þakkir færum við sr. Gunnari Björnssyni og starfsfólki Heil- brigðisstofnunar Suðurlands fyrir góða umönnun. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Hulda G. Sæland, Sigríður Sæland, Árni Erlingsson, Gústaf Sæland, Elín Ásta Skúladóttir, Stígur Sæland, Kristín J. Arndal, Klara Sæland, Haraldur B. Arngrímsson, Sveinn Auðunn Sæland, Áslaug Sveinbjarnardóttir, Eiríkur Ómar Sæland, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærs föður, tengdaföður og afa, BJARNA ÁGÚSTSSONAR MÆHLE, Akurholti 9, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrun- arheimilisins Eirar fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Jóhann Bjarnason, Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, Birna Ágústsdóttir, Reynir Sigurðsson, Sigríður Ágústsdóttir, Sigurður Ari Elíasson, Selma Ágústsdóttir, Jens S. Herlufsen, Bryndís Ágústsdóttir, Bill Tork. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS SVANBERG KARLSSONAR fyrrv. bónda á Breiðabólsstað, síðast til heimilis á Bugðutanga 1, Mosfellsbæ. Kristín Guðmundsdóttir, Rúnar Karl Jónsson, Kristín Erla Guðmundsdóttir, Guðmundur Jónsson, Agnar Jónsson, Soffía Rut Jónsdóttir, Kjartan Jónsson, Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Sigríður Jóhann-esdóttir fæddist á Seyðisfirði 27. ágúst 1907. Hún lést 7. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Sveinsson úrsmiður á Seyðisfirði, f. 2.6. 1866, d. 21.11. 1955, og Elín Júlíana Sveinsdóttir kona hans, f. 10.7. 1883, d. 25.4. 1952. Systkini Sigríðar voru: Ágústa, f. 1898, d. 1981, Haraldur, f. 1903, d. 1982, Sigrún Svafa, f. 1905, d. 1919, Dóróthea, f. 1906, d. 1982, Klara, f. 1909, d. 1923, Sveinn, f. 1910, d. 1929, Inga, f. 1912, Einar Sveinn, f. 1914, d. 1994, Guðlaug, f. 1916, d. 1981, Ólafur Gísli, f. 1917, d. 1959, Þor- gerður Sigurrós, f. 1922, d. 1950, Guðmundur, f. 1925 d. 1981. Árið 1933 giftist Sigríður Hannesi Jónssyni, verkamanni frá Vopna- firði, f. 1905, d. 1986. Þau eign- uðust fjögur börn. 1) Sigurjón skipherra, f. 13.2. 1935, kvæntur Björgu Jónsdóttur og eiga þau tvo syni, Jóhann og Ólaf Gísla, sex barnabörn og eitt barnabarna- barn. 2) Elín Hrefna húsmóðir, f. 29.6. 1936, gift Árna Sig- urbergssyni og eiga þau fjögur börn: Hannes, Þóru, Sig- ríði Klöru og Berg- lindi Heiðu og átta barnabörn. 3) Sigrún Klara landsbóka- vörður, f. 9.10. 1943. Maki hennar var Indriði Hallgrímsson, f. 1944, d. 1979. Þau eiga einn son, Hallgrím, og eitt barnabarn. 4) Sveinn fram- kvæmdastjóri, f. 9.4. 1950, kvænt- ur Áslaugu Sigurðardóttur. Þau eiga fjórar dætur, Gunnhildi, El- ínu, Kolbrúnu og Margréti. Sigríð- ur eignaðist góðan félaga eftir að hún var orðin ekkja sem var Val- geir Sigurjónsson, f. 1916, d. 1999. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 16. desember, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er svo margt að minnast á frá morgni æsku ljósum er vorið hló við barnsins brá og bjó það skarti af rósum. Þegar öldruð móðir er kvödd eftir langa samveru streyma fram minn- ingarnar „um dalinn ljúfa í austurátt þar átti hún mamma heima“. Við eig- um margar kærar myndir af mömmu sem studdi okkur og vernd- aði af tærri móðurást og gaf okkur allt það besta sem hún mátti. Mamma í eldhúsinu, með renegant- inn að baka kleinur, eða með stóran pott af kjötsúpu því margir voru í heimili, ótrúlegasta lostæti lokkað fram úr misjöfnu hráefni. Bragð- laukarnir voru næmir og engin leið að fá nokkra uppskrift – var hneyksl- uð að ekki væri hægt að smakka slát- urhræruna til að kanna hvort hún væri rétt krydduð. Allir baukar fullir af smákökum, hnoðaðar tertur og pönnukökur til hátíðabrigða. Húsið ilmandi af einhverju góðgæti. Mamma heima þegar við komum inn frá því að hoppa í snjónum ofan af húsþaki, úr skólanum eða úr síldinni, köld og svöng. Kaldir fingur vermdir í handarkrika, heitt kakó og kleinur eða spenvolg mjólk úr kúnni til að hressa. Mamma í fjósinu að klappa kúnni áður en hún settist undir hana til þess að hún gæfi betur. Mamma við saumavélina að sauma jólanátt- fötin á okkur svo enginn færi í jóla- köttinn eða ballkjól ef mikið lá við. Mamma með fullt hús af fólki sem þurfti einhvers með – Berlín, húsið okkar á Seyðisfirði, orðið að nokkurs konar félagsmálastofnun þar sem hlúð var að þeim sem þurftu þess með. Við send með jólagjafir til Benjamíns og Karítasar til að gleðja þau og um leið fá fyrstu tilfinninguna fyrir jólunum með því að sýna þeim jólafötin. Mamma í heyskapnum eft- ir að hafa hjólað alla leið inn í Fjarð- arsel með nestið á hjólinu svo allir gætu fengið hressingu. Taðan ilm- andi og þurr – gott fóður í kindurnar og kýrnar til vetrarins. Þótt lífið væri að mestu leyti hörð vinna var líka slegið á létta strengi. Mamma að dansa við okkur í eldhúsinu við gömlu dansana í útvarpinu. Pabbi útivið, sífellt á þönum til að tryggja að alltaf væri nóg til heimilisins. Þau samhent í því að hlúa að fjölskyld- unni og tryggja að allir hefðu nóg að bíta og brenna. Eftir að flutt var til Reykjavíkur 1964 tók við nýtt líf. Mamma í ömmuhlutverki. Barnabörnin. Mamma með litla anga sem hún lagði undir vangann. Allir velkomnir í Glaðheima 8 sem báru nafn með rentu. Nóg pláss fyrir alla. Öll fjöl- skyldan samankomin í laufa- brauðsbaksturinn. Jafnvel minnstu fingur fengu að spreyta sig á að skera út. Kökurnar urðu gjarnan 300 áður en yfir lauk – heimagert eftir hennar uppskrift. Jólaboð fyrir alla fjölskylduna. Kvenfélag Langholts- kirkju var henni kært og ekki síður Félag austfirskra kvenna því skyndi- lega var tími til félagsstarfa. Mamma í hópi kvenna sem höfðu góð málefni á stefnuskrá. Bakað var fyrir góð málefni t.d. fyrir kirkjubygg- ingu. Eftir meira en hálfrar aldar sam- búð varð pabbi bráðkvaddur í Glað- heimum árið 1986. Þá var stórt skarð höggvið í líf mömmu. Stoð hennar og stytta var horfin. En lífið hélt áfram og hún eignaðist ljúfan vin, Valgeir Sigurjónsson sem var henni ómetan- legur félagi þegar ellin sótti að. Val- geir átti fjögur börn sem öll reynd- ust henni einstaklega vel. Valgeir lést 1999. Mamma hefur nú kvatt þennan heim og þessi hlýja, óeigingjarna sál er nú flogin á vængjum söngsins inn í land kvöldroðans. Hver endurminning er svo hlý að yljar köldu hjarta hver saga forn er saga ný um sólskinsdaga bjarta. (Einar E. Sæmundsson.) Sigrún Klara og Elín Hrefna. Nú hafa báðar ömmur okkar feng- ið langþráða hvíld með rétt tveggja vikna millibili. Þær voru mjög ólíkar en áttu það sameiginlegt að vera góðar ömmur. Það virðist fylgja ömmum að vilja gefa manni nóg að borða og var amma Sigga þar engin undantekn- ing. Hún naut sín vel þegar verið var í stórframkvæmdum með mat, hvort sem það var sláturat í þvottahúsinu, kindalappir soðnar í suðupotti á stærð við þvottavél, laufabrauðs- gerð, stórfjölskylduboð á jóladag eða „rétt hnoðað í nokkrar kleinur“ sem úr urðu nokkur kíló af ljúffengum kleinum. Ömmu fannst líka afskap- lega gaman að hlusta á söng, sér- staklega karlakóra og var létt á fæti þegar að dansinum kom. Á yngri ár- um fannst manni gaman að taka sporin með ömmu á eldhúsgólfinu í takt við harmónikkutónlist í útvarp- inu, síðan komu unglingsárin – þá var maður aðeins tregari en hafði samt lúmskt gaman af (ef enginn annar sá til). Amma Sigga átti góða ævi. Hún var hlý, hláturmild og dugleg kona. Flestar minningarnar eru tengdar við Glaðheima þar sem hún og Hann- es afi bjuggu mest allan þann tíma sem við munum eftir okkur, þar var oft glatt á hjalla. Seint gleymast felu- leikirnir þar, enda íbúðin full af skápum og skotum til að fela sig í. Eitt sinn faldi amma Sigga sig á mjög góðum stað, við vorum búin að gefast upp á því að finna hana og gaf SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR Nú er hann genginn á feðranna fund minn kæri vinur og tengda- faðir, Tómas. Það kom því miður aldrei að þeirri stund, sem við höfðum svo oft gantast með, að við sætum saman níræður og sextugur og sypum dús, en við vissum svosem báðir undir niðri að eiginkonur okkar yrðu löngu búnar að venja okkur af slíkum ósóma áður en til kæmi. Þegar ég kynntist konu minni fyrir knappt þrjátíu árum síðan, reyndust tengdaforeldrar mínir sannkallaður bónuspakki. Þau létu kannski ekki mikið yfir sér en reyndust vera ein- stakt par. Dísa eins og klettur í straumiðum lífsins og Tómas jákvæð- TÓMAS EMILSSON ✝ Tómas Emilssonfæddist á Stuðl- um í Reyðarfirði 14. maí 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 6. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seyðisfjarðarkirkju 14. desember ur á sinn lúmska hátt þess manns sem hefur ekki síður gaman af að gefa spilin öðru hvoru undir borðið. Það tók mig ekki langan tíma að sjá hvern vinning ég hafði hneppt. Við sátum iðulega saman að spjalli og sögðum hvor öðrum passlega sannar sögur, en inn á milli gants og glettni sagði Tommi mér sögur frá Seyðis- firði og af Héraði, og frá æsku sinni og uppvaxt- arárum. Líkt og tölvuvæðingin gekk almennt í garð fyrir rúmlega tuttugu árum síðan og bylti þjóðfélags- mynstrinu, gekk bílvæðingin í garð á ungdómsárum Tómasar og gjör- breytti því samfélagi sem hann ólst upp í. Bílar, útvarp og þjóðfélagsum- brot hernámsáranna voru vettvangur allflestra hans frásagna. Mér leiddist ekki hót að hlusta jafnvel á sumar sögurnar nokkrum sinnum, því Tóm- as hafði lýsandi sagnaminni sambæri- legt fornmönnum, og unaður að hlýða á nákvæmar lýsingar á mönnum og málefnum án þess að nokkru skeikaði milli ára. Hann hafði það minni og þann hæfileika til frásagnar sem forð- um gerði fornsöguritun okkar að veruleika. Störf hans hjá Þorsteini fóstra hans á Reyðarfirði. Afgreiðslstarf í kaup- félaginu, sem bílstjóri á flutningabíl- um fyrirtækisins, farþegaflutningur á drossíum, blindbylir, snjóflóð, aur- skriður, akstur um ónumið land og aðrar æskuminningar. Allt var þetta á sagnaseðlum Tómasar og meira til. Það hefði þurft steinhaus til að líka illa við þennan mann. Því miður eru þessar mjög skilmerkilegu og oft glettnu frásagnir hvergi skráðar nema í minningu okkar sem vorum svo heppin að kynnast honum. Nú veit ég að vinur minn Tómas hefur lagt bæði sælu og erfiðleika þessa jarðlífs að baki sér og stefnir á hærri hæðir. Ég veit að hann hefur rakað sig og sett á sig vellyktandi spíra. Farið í sinn besta búning og fengið örugglega flottustu drossíu sem völ er á þennan síðasta spölinn. Það er mögulegt að það verði kannski smá föl á heiðinni en ekkert til trafala vönum manni. Svo hittumst við þarna að handan kæri tengdafaðir, þegar mitt tímaglas er runnið út. Þú verður kannski til í að skutlast eftir mér? Valdimar Jörgensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.