Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 41
ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 41 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðlaugur Asberg Magnússon fæddist 16. desember 1902 í Svínaskógi í Fell- strandarhreppi. For- eldrar hans voru Magnús Hannesson bóndi í Skáley á Breiðafirði, f. í Guð- laugsvík á Ströndum 22. jan. 1866, d. 6. apr- íl 1945, og kona hans Kristín Jónsdóttir, f. á Úlfarsfelli í Helga- fellssveit 30. maí 1873, d. 28. jan. 1958. Hugur Guðlaugs stóð alla tíð til náms í hljóðfæra- leik. Systur hans Hansína og Borg- hildur, sem hafði greiðasölu á Ísa- firði, ákváðu að styðja hann til náms í hljóðfæraleik með því skil- yrði að hann næmi einhverja iðn auk hljóðfæranámsins. Á Ísafirði lærið hann því gullsmíði hjá Einari Oddi Kristjánssyni og hjá Karli O. Runólfssyni lærði hann að leika á trompet. Lúðrasveit Ísafjarðar var fyrst hljómsveitin sem hann lék með. Árið 1926 fór Guðlaugur utan til Danmerkur til framhaldsnáms í trompetleik og var Lauritz Sören- sen, þekktur trompetleikari, kenn- ari hans. 1924 fluttist Guðlaugur al- kominn suður og setti á fót gullsmíðaverkstæði í Hafnarfirði. 1927 fluttist hann til Reykjavíkur og rak verkstæði sitt fyrst við Bergstaðastræti. Guðlaugur var virkur félagsmað- ur í Lúðrasveit Reykjavíkur þar sem hann lék oftast fyrsta tromp- ett eða flugelhorn auk þess sem hann gengdi þar ýmsum trúnaðar- störfum. 1932 tók hann þátt í stofn- un Félags íslenskra hljómlistar- manna og sat í stjórn félagsins fyrstu árin. 1944 var Hljómsveit F.Í.H. stofnuð sem var arftaki Hljómsveitar Reykjavíkur og vísir að Symfóníuhljómsveit Ríkisút- varpsins sem nú heitir Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Jafnframt því að spila í lúðrasveitum og í sinfón- íunni spilaði Guðlaugur alla tíð með GUÐLAUGUR A. MAGNÚSSON ýmsum dans- og djasssveitum. Guðlaugur kvæntist 1929 Maríu Her- mannsdóttur, f. á Ket- ilseyri við Dýrafjörð 4. september 1905, d. 15. maí 2001. Þau eignuð- ust fjögur börn: Reyni, f. 3. apríl 1930, d. 24. desember 2001, Óttar Hermann, f. 8. október 1931, d. 3. september 1991, Jón- ínu Ernu, f. 15. nóv- ember 1933, og Magn- ús Hauk f. 20. des- ember 1943. Guðlaugur hélt 1936 á ný til náms til Danmerkur, að þessu sinni til framhaldsnáms í silfursmíð. Þar kynnti hann sér smíði borðbúnaðar og flutti þá þekkingu með sér heim. Einnig fékk hann hingað útlend- inga til starfa við að koma upp framleiðslu á borðbúnaði og skyld- um vörum úr silfri. 1947 gerði hann verkstæði sitt að hlutafélagi sem nefnist „Gull- og silfursmiðjan Erna“. Upp úr því jók hann vélakost smiðjunnar og flutti m.a. inn þá stærstu högg- pressu sem notuð hefur verið við þessa iðju hérlendis, með 200 tonna höggþunga. Smiðjan var búin full- komnustu tækjum sem þekktust í þá daga og eru margar vélanna í fullri notkun enn í dag 55 árum síð- ar. Smiðjan hafði það verkefni að smíða vörur fyrir verslunina sem alla tíð hefur borið nafn Guðlaugs. Silfurmunir frá Guðlaugi eru til á flestum heimilum landsins og margir erlendir fagurkerar hafa komið sér upp silfri frá Guðlaugi, meðal þeirra er fjöldi Vestur-Ís- lendinga sem safna íslensku silfri og segja það bera af öllu því sem í boði sé vestra hvað varðar hönnun og handverk. Mörg íslensk sendi- ráð eru búin silfri frá Guðlaugi og bera hróður íslenskra silfursmiða víða. Guðlaugur lést langt fyrir aldur fram hinn 13. nóvember 1952. Ásgeir Reynisson. MINNINGAR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ✝ Stella Árnadóttirfæddist í Reykja- vík 17. júlí 1938. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 30. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Árni Kristinn Eiríks- son, f. 1908, d. 1982, og Gústa Wium Vil- hjálmsdóttir, f. 1914. Systkini Stellu eru Sigurður Wium, f. 1935, Gréta, f. 1939, Eiríkur, f. 1940, og Jón, f. 1941, d. 1998. Eftirlifandi eiginmaður Stellu er Hilmar Mýrkjartansson, f. 5. ágúst 1928. Dætur þeirra eru: 1) Sigríður Ágústa, f. 7. júlí 1957, synir hennar eru Haukur Atli, f. 23. nóvember 1991, og Pétur Ágúst, f. 11. september 1993. 2) Ragnheiður, f. 17. október 1962, í sam- búð með Steinari Jónssyni, f. 13 apríl 1958, börn Ragn- heiðar eru: a) Hjör- dís Edda, f. 30. október 1981. Sonur Hjördísar og Hall- dórs Kristins Har- aldssonar er Pat- rekur Máni, f. 22. júlí 2002. b) Sólrún Björk, f. 6. mars 1983. Sonur Sólrún- ar og Ásmundar Sigfússonar er Vignir Blær, f. 2. júlí 2002. c) Hilmar Már, f. 16. nóvember 1985. d) Hjalti Þór, f. 21. maí 1987. e) Björn Gísli, f. 30. mars 1988. Útför Stellu var gerð frá Foss- vogskapellu 6. desember. Hetjan okkar er sofnuð. Oft höf- um við fjölskyldan dáðst að styrk mömmu en sjaldan eins og þessar síðustu vikur hennar. Uppgjöf var ekki til í hennar orðaforða. Miklu fremur af vilja en mætti fór hún fram í hjólastólnum, við sátum og skoðuðum „slúðrið“ eins og hún kallaði það. Það var mömmu afar dýrmætt að komast á líknardeild- ina, þar voru allar græjur til að hjálpa henni framúr. Það eru um það bil sex vikur síðan mamma lam- aðist upp að mitti vegna krabbans, í raun var það líkn Guðs því að megn- ið af kvölunum hvarf um leið. Mamma gat meira notað tímann til samveru með okkur sem nú syrgj- um stórbrotna konu. Eftir að okkur varð ljóst að nú yrði henni ekki bjargað, að tíminn var að renna út, reyndum við öll að eyða sem mest- um tíma hjá henni. Það voru dýr- mætar stundir og viðmót starfs- fólksins á líknardeildinni gerði þessar stundir mjög róandi. Oft hafði tíminn hlaupið frá okkur en það gerði ekkert til. Mamma hafði oft á orði að hún hefði ekki vitað fyrr að það væri til svona mikið af góðu fólki, þá átti hún við læknana sína og starfsfólkið allt á deildinni. Hún fékk Jakob lækni í heimsókn tveim- ur dögum fyrir andlát sitt. Hann sagðist hafa frétt að hún hefði verið heldur lasin helgina á undan. Jú, mamma staðfesti það, en sagði svo: „En við hristum þetta af okkur Jak- ob.“ Allan þennan tíma ætlaði mamma heim á Skólavörðustíg, hún ætlaði að komast upp úr þessum hjólastól. Við leyfðum henni að hafa það að sínum vilja þó að við teldum okkur vita betur. Kjarkurinn var óbugaður til hinsta dags. Þegar við systur vorum að alast upp vorum við mikið bara þrjár. Pabbi var ekki mikið heima vegna vinnu sinnar. Það breyttist þegar hann fór að keyra strætó. Mamma var oft lasin þegar ég var krakki og vann ekki úti nema öðru hvoru. Þau bjuggu lengi á Hrísateignum í Reykjavík en fluttu svo upp í Mos- fellsbæ eftir að þau voru orðin tvö heima. Mamma vann þar í Kaup- félaginu og hjá Ísfugli. Þau fóru að prófa að fara utan fyrir nokkrum ár- um og varð það líf og yndi mömmu. Þau voru ekki að fara til að flatmaga á sólarströnd heldur til framandi landa til að skoða og fræðast um líf annarra. Í vor ætlaði hún að byrja á Asíu, sú heimsálfa var enn eftir sagði hún. Sl. sumar varð hún langamma, það fannst henni merki- legt. Þeir komu báðir að heimsækja langömmu sína á líknardeildina. Mamma og Gréta systir hennar voru samrýndustu systur sem ég hef nokkurn tímann vitað um. Gréta var hjá okkur þegar mamma kvaddi og hafði sagt okkur ansi margt síðan þær mamma voru að alast upp. Þær voru fæddar rétt í stríðsbyrjun og þekktu skort eftirstríðsáranna, mamma henti helst aldrei neinu. Þangað var hægt að sækja tölur á hvað sem var, allt geymt þannig að hún gekk beint að því. Mamma var mikil húsmóðir, hvergi ryk né kusk og hvert einasta stykki straujað. Hún var að leggja okkur lífsregl- urnar með þvott á útsaumsmyndum og baráttu við spunamaura á blóm- um síðustu vikuna sem hún lifði. Hvern eigum við nú að spyrja? Mamma fékk hægt andlát, hún hélt í höndina á pabba, eina mann- inum sem hún hafði elskað, og Siggu frumburði sínum. Við vorum víst aldrei neitt sérstaklega líkar mömmu á neinn hátt en dáðumst að styrk hennar alla tíð. Þau byrjuðu að búa í Krossamýri, húsið þar var rafmagnslaust og vatnslaust. Það þurfti að bera inn allt vatn. Við urð- um aldrei vör við annað en að þetta væri eðlilegt, mamma afkastaði afar miklu án þess að tala nokkuð um það. Við höfum heilan hafsjó af minningum til að ylja okkur við. Það er samt ansi hart að fá ekki að njóta mömmu lengur en til 64 ára aldurs. Af þessu höfum við þó lík- lega lært að fjölskyldan þarf að vera meira saman. Gefa sér meiri tíma hvert fyrir annað. Mamma sagðist oft vera rík og taldi upp börn, barnabörn og barnabarnabörn. Pabbi var hennar stoð og stytta í rúm fjörutíu ár. Nú hefur hann mik- ið misst. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ragnheiður. STELLA ÁRNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.