Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALLT fólk, hvar sem það er í heim- inum, hefur tvö sameiginleg mark- mið; að forðast sársauka og öðlast hamingju. Hvort sem það er sjómað- urinn í Alaska, hrísgrjónabóndinn í Indlandi eða viðskiptamaður í kaup- höll Japans. Samt sem áður er ham- ingjan afstætt hugtak, það sem veitir einum hamingju getur öðrum fund- ist gagnslaust. Í nútímaheimi ríkir mikil ringul- reið um hvað eigi að færa okkur hamingju. Auglýsingarnar segja að hinar og þessar vörur geri okkur hamingjusöm, sumir trúa á æðri mátt eða sjálfa sig, aðrir segja að heilbrigði stuðli að hamingju og enn aðrir telja peninga og auð helsta lyk- ilinn að hamingjunni. Það fyrsta sem við þurfum að at- huga er hvaðan hamingjan kemur. Flestir meistarar 20. aldarinnar, svo sem Ghandi, Dalai Lama og Martin Luther King, voru sammála um það eitt að hamingjan kemur innan frá. En hvað þýðir það? Það þýðir jú að hún mun ekki birtast í gegnum ein- hverja veraldlega hluti, þótt þeir geti vissulega veitt þægindi. Þessir menn telja að ást, samkennd, kærleikur og ósérplægni séu eiginleikar sem nauðsynlegt sé að öðlast til þess að hlotnast sanna hamingju. Samt sem áður er það allt annað sem við sjáum í kringum okkur. Við sjáum myndir af hamingjusömu fólki að drekka vissa tegund af kaffi, fal- lega útlítandi fólk sem notar visst fæðubótarefni, sem er hamingju- samt. Við sjáum föt sem skapa okkur vissa ímynd, sem kannski færir okk- ur hamingju. Og svona er hægt að halda áfram endalaust. En hvers vegna er verið að sýna okkur þetta ef þetta er ekki satt? Ástæðuna er helst að finna í því að við lifum í kapítalísku þjóðfélagi þar sem pressan á að græða pening er sett fyrir ofan allt. Með tímanum hafa skilaboðin um að þessir verald- legu hlutir færi okkur þægindi breyst í þau skilaboð að þau færi okkur hamingju. Sumir hafa kannski aldrei fundið þessa innri hamingju og þess vegna kallað þessi þægindi hamingju. En hver svosem ástæðan er er ekki hægt að færa sökina einungis á kapítalísku hugsunina. Við mennirn- ir erum hugsandi verur sem gæddar eru hæfileikanum til að velja og hafna. Því er það á ábyrgð okkar að breyta þessum gamla misskilningi að veraldlegir hlutir færi okkur ham- ingju, og í stað þess hjálpa hvert öðru til að öðlast sanna innri ham- ingju með því að virkja ástina, sam- kenndina og kærleikann og minnka sérplægnina. Því að allir menn hafa þau sameiginlegu markmið, að forð- ast sársauka og öðlast hamingju. JÓN SKÚLI TRAUSTASON, Víðimel 47, 107 Rvk. Hamingjan – hvað þýðir hún fyrir mig? Jón Skúli Traustason skrifar: NÚ verð ég að taka til máls, því að mér blöskrar svo aðförin sem er í gangi á suðvesturhorninu gegn Austfirðingum. Þið náttúruverndar- sinnar getið trútt um talað að vernda þetta og hitt landsvæðið, en bróðir líttu þér nær. Væri ekki nær að þið beittuð ykkur fyrir því að vernda það umhverfi sem í kringum ykkur er. Ströndina við Reykjavík, hvernig er búið að fara með hana? Ég held að þið ættuð að skoða það mál. Allt það landsvæði sem búið er að „skemma og fara illa með“ vegna þenslu á íbúðarbyggingum og gatnagerð á Stór-Reykjavíkursvæðinu, hvað með það? Það er miklu stærra svæði en það sem fer undir uppistöðulónið við Kárahnjúkavirkjun þangað sem ekki fara nema örfá háfjallafrík, gæsa- og hreindýraveiðimenn. En til Reykja- víkur koma allir ferðamenn sem heimsækja þetta land. Ég man vel eftir þegar að Búrfellsvirkjun fór í gang, það þótti óskaplega stórt og dýrt dæmi, það alstærsta sem Ís- lendingar höfðu ráðist í og kostaði álíka mikið fyrir þjóðina þá og Kára- hnjúkavirkjun kostar í dag. Við meg- um ekki sýna þetta hugleysi og aum- ingjaskap að þora ekki að fara í framkvæmdir, sem verða allri þjóð- inni til framdráttar. Auðvita verða alltaf breytingar á umhverfi ef farið er í framkvæmdir hverju nafni sem þær nefnast, en við megum ekki leyfa okkur að standa í stað og daga uppi eins og nátttröll. Auðvitað eig- um við að gefa því verk- og tækni- menntaða fólki sem við höfum kostað til náms tækifæri til að sýna færni sína, til hvers er verið að mennta það. Væri nú ekki nær að taka hönd- um sama og hjálpast að við að halda jafnvægi og byggð í landinu öllu, í stað þess að vera með þennan áróður sem er orðinn eins og einelti gegn Austurlandi. Mér skilst að Reykvík- ingar vilji gjarnan ferðast út á land á sumarfríum sínum, þeir vilja örugg- lega fá einhverja þjónustu þar. En það verður engin þjónusta ef ekkert fólk er til að veita hana, þegar búið er að hrekja alla til Reykjavíkur og gera landsbyggðina að tómum draugabæjum eins og til er á Vest- fjörðum, er það það sem þið viljið? Nei takk segi ég, gegn því vil ég berjast. Ég vil að allir hafi valmögu- leika á að búa þar sem þeir vilja í okkar yndislega landi. Sýnið nú hug og þor og framsýn en hættið þessari hugleysislegu árás á Austurland, sem vill fá að lifa, lifandi. Komið heldur í heimsókn, það eru margir fallegir staðir hér þó einhver skiki fari undir lón, sem að öllum líkindum á eftir að verða fallegt stöðuvatn sem einhverjir eiga eftir að njóta. GÍSLUNN JÓHANNSDÓTTIR, Reyðarfirði. (Höfundur er fædd og uppalin í Reykjavík.) Nú er mér nóg boðið Frá Gíslunni Jóhannsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.