Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Balt- ica Hav kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er sunnudagsins 15. des. er 14950. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un félagsvist kl. 14, á þriðjudag samsöngur kl. 14, stjórnandi Kári Frið- riksson. Árskógar 4. Á morgun kl. 9–12 opin handa- vinnustofa, kl. 11 boccia, kl.13–16.30 opin smíða- stofa/útskurður, opin handavinnustofa, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11 samveru- stund, kl. 13–16 búta- saumur.Uppl. í s. 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á morgun kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan, Gullsmára 9, er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 myndlist, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, fram- hald. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun Kl. 8– 16 opin handavinnu- stofan, kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Á morgun kl. 9–16 handavinnustofan opin, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 versl- unin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun böðun kl. 9–12, opin handavinnustofan kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Handverks- sýning á Garðabergi. 8 leirlistarkonur, nem- endur hjá Svetlana Mat- usa, og 10 konur nem- endur í bútasaumi hjá Elísabetu Magnúsdóttur á námskeiðum hjá FAG með sýningu á Garða- bergi. Sýningarnar eru opnar á virkum dögum og á laugardag kl. 13–17. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un, mánudag, púttar í Hraunseli kl. 10 og fé- lagsvist kl. 13.30. Fé- lagsheimilið Hraunsel verður lokað fimmtu- daginn 19. des. til 3. janúar 2003. Áramótadansleikur fé- lagsins verður í Hraun- seli 30. desember. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöð- in og matur í hádegi. Sunnudagur Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Ljósaskreyt- ingar á Akranesi, stutt dagsferð 15. desember, brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 14. Mánu- dagur: Brids kl. 13. Línudanskennsla fyrir byrjendur kl. 18. Dans- kennsla Sigvalda fram- hald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn. Jólahlaðborð verður miðvikudaginn 18. des- ember kl. 12 í Kaffi Bergi, allir velkomnir. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handavinnu- stofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–17, kl. 10.45, hæg leikfimi (stólaleikfimi), kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun kl. 9 vefn- aður, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 róleg stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postlínsmálun, perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13. 30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 13 spilað, kl 13.30 ganga, fótaaðgerð- ir. Allir velkomnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10–11 ganga, kl. 9–15 fótaaðgerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálning, kl. 9.15–15.30 alm. handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Lyfjafræð- ingur á staðnum kl. 13 fyrsta og þriðja hvern mánudag. Vitatorg. Á morgun kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Gullsmárabrids. Brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík, öll mánudags- kvöld kl. 20. Hana-nú, Kópavogi. Hægt er að panta miða á Vínarhljómleikana 11. janúar 2003 fram að há- degi mánudag 16. jan- úar. Upplýsingar í Gjá- bakka 554 3400 og Gullsmára 564 5261. Minningarkort Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552-4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.parkinson.is/ sam_minningarkort.asp Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna, Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562- 5605, bréfsími 562-5715. Minningarkort Krabba- meinsfélags Hafnar- fjarðar ( K.H. ), er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suðurgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544- 5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minning- @krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkorta- greiðslur. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Hrafnkelssjóður (stofn- aður 1931) minningar- kort afgreidd í símum 551-4156 og 864-0427. Í dag er sunnudagur 15. desember, 349. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekk- ingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I. Kor. 8, 2.) Víkverji skrifar... ÍSLENDINGAR eru afar kapp-samir og það er sama hvað þeir taka sér fyrir hendur, takmarkið virðist alltaf vera að verða mestir og bestir. Að vera mestur og bestur skaut upp í huga Víkverja, er hann las um nýjan sprengjuleitarbúnað sem verður tekinn í notkun í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug- velli um næstu áramót. „Mun þetta vera fullkomnasti öryggisbúnaður af þessu tagi sem völ er á í heiminum,“ sagði í fréttinni og Víkverji sagði í hljóði: „Jæja, það er ekkert annað!“ Allar ferðatöskur sem fara um Keflavíkurflugvöll – út úr landinu, munu fara í gegnum búnaðinn, sem kostar um 210 milljónir króna. Það er greinilega ekkert til sparað til að hafa upp á töskum sem gætu geymt sprengjur. Í þó nokkuð langri flugsögu Ís- lendinga hafa sem betur fer fá óhöpp átt sér stað í háloftunum í flugvélum sem hafa lagt upp frá Íslandi. Þegar „stórfréttir“ úr háloftunum hafa bor- ist, hafa þær verið af því að einn og einn „flugdólgur“ hafi sprungið á limminu, vegna þess að hann setti of- an í sig of margar „sprengjur“ – áfengissopa fyrir og í flugi. Aðrar sprengjur hafa ekki sprungið, sem betur fer. x x x ÞEGAR Víkverji þurfti að bregðasér út fyrir landsteinana á dög- unum, vakti það athygli hans hvað tollverðir gengu hart fram í að leita í töskum og á mönnum, sem voru að fara inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ef þeir voru heppnir, eins og Leifur forðum daga, fundu þeir ein og ein naglaskæri eða naglaklippur í hand- farangri kvenna, eftir að þær þurftu að róta í tösku sinni. Langar biðraðir mynduðust við „vopnaleitina“ og sá Víkverji er kona ein varð að fara úr háhæluðum skóm sínum og setja þá á færiband, sem fór í gegnum röntgenmyndavél. Það var ekki laust við að mönnum blöskr- aði hamagangurinn, sem er miklu meiri en í flugstöðvum fyrir utan Ís- land. Aftur kom upp í huga Víkverja að Íslendingar gangi oft of langt til að verða mestir og „bestir“. Víkverja var sagt að tollverðir gómuðu um tuttugu naglaskæri og naglaklippur á dag. Það er furðulegt að taka hluti af farþegum áður en þeir koma inn í fríhöfnina – hluti, sem þeir geta keypt þegar inn er komið. Ef menn þurfa á vopni að halda, þá er hægðarleikur að stinga stálhnífi úr veitingasal flugstöðvarinnar inn á sig, eftir að hafa nýtt hann til að skera brauð. Það er hættulegri hlut- ur en naglaklippur. x x x ÞÁ VAKTI athygli Víkverja erhann hélt áfram lestri fréttar- innar um sprengjuleitarbúnaðinn: „Einnig hefur verið tekin í notkun á flugvellinum sérhönnuð bifreið sem búin er sérstakri gegnumlýsingarvél vegna leitar í vöru- og póstsending- um sem fara um flugvöllinn.“ Víkverji spyr – er hér ekki um að ræða ranga forgangsröð, til dæmis ef ætlunin er að koma í veg fyrir gegndarlausan innflutning á fíkni- efnum inn í landið? Er ekki kominn tími til að kanna hvað er í fleiri en tveimur af hverjum hundrað vöru- gámum, sem eru fluttir til landsins með skipum? Það væri þarft forvarn- arstarf! Betri dekk Í BRÉFUM til blaðsins 6. desember sl. birtist pistill eftir Bjarna Antonsson um loftbóludekk og nagladekk. Hann heldur því fram að nagladekk séu betri en loft- bóludekk, en þeir sem vit hafa á þessum dekkjum vita að aðeins í einu tilfelli eru þau betri; þegar ís myndast og vatn leggst of- an á ísinn. En þetta gerist mjög sjaldan á Reykjavík- ursvæðinu. Bjarna láðist að minnast á hversu miklum skaða nagladekkin valda. Hann endar pistilinn þannig að val á vetrardekkjum geti skilið á milli lífs og dauða og er ég honum ekki sam- mála. Hann tekur ekki fram að uppspæning tjör- unnar vegna nagladekkj- anna hefur aukið krabba- meinstíðni um mörg prósent og hefur það verið mælt í Noregi og Kanada og eru nagladekkin bönnuð í þessum löndum nema í undantekningartilfellum. Vil ég benda á að kostn- aður vegna viðgerða á gatnakerfinu vegna nagla- dekkjanna er um 300 millj- ónir á ári. Mörgum finnst að gatnamálayfirvöld og umferðarráð eigi að taka af skarið og banna nagladekk- in eða a.m.k. skattleggja þau hátt. Lesandi. Undrar það mig SJÁLFSBJÖRG lands- samband sendir út happ- drættismiða til fólks og einnig selja félagið geisla- diska í verslunum. Er það gott mál og fólk getur þá sjálft ákveðið hvort það kaupir og styrkir þessa starfsemi. Nýlega kom ég til konu sem er komin yfir nírætt og var hún með gíróseðil upp á 2.900 krónur frá Sjálfs- björgu sem hún hafði borg- að. Ég spurði ég hana hvers vegna hún væri að borga gíróseðil frá Sjálfsbjörgu en félagið tengist henni ekkert. Þá kom í ljós að hringt hafði verið í hana og hún beðin að styrkja að- gengið að Félagsheimili Sjálfsbjargar í Reykjavík. Undrar það mig að það skuli vera hringt í gamal- menni sem hafa ekkert fjárhagslegt bolmagn til að borga svona og geta engan veginn sagt nei og hvet ég líknarsamtök sem eru með svona herferðir að athuga vel í hvern verið er að hringja. Vil ég taka fram að þessi kona var með merkingu í símaskrá sem gefur til kynna að hún vilji ekki svona upphringingar. Erla. Tapað/fundið Giftingarhringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR með áletrun fannst í Bónus Video í Mjóddinni sl. laug- ardag. Uppl. í s. 821 4470. Leðurkápa týndist DÖKKBRÚN, síð leður- kápa var tekin í misgripum 26. júlí á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Kápan hef- ur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann sem saknar hennar sárt. Skilvís finnandi skili henni á Lækj- arbrekku eða hafi samband í síma 896-3125. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT: 1 rölta, 4 handsama, 7 andstuttur, 8 þráðorm, 9 deilur, 11 leðju, 13 lest- aði, 14 smámunir, 15 málmur, 17 agnar, 20 málmur, 22 skaut, 23 tákn, 24 flangsast upp á, 25 óbeit. LÓÐRÉTT: 1 sterkja, 2 reiði, 3 pen- inga, 4 faðmur, 5 manns- nafn, 6 skynfærið, 10 ánægja, 12 hnöttur, 13 mann, 15 jafningur, 16 á hverju ári, 18 afstyrmi, 19 snúið, 20 minnugir á misgerðir, 21 lyftast. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 þrotlaust, 8 grúts, 9 afmái, 10 kið, 11 stara, 13 innan, 15 flagg, 18 smátt, 21 lút, 22 titra, 22 arinn, 24 þróttlaus. Lóðrétt: 2 rjúpa, 3 tuska, 4 anaði, 5 samin, 6 Ægis, 7 kinn, 12 ríg, 14 næm, 15 fita, 16 aftur, 17 glatt, 18 stall, 19 átinu, 20 tind. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 NÝLEGA kom til mín krabbameinssjúklingur á sjötugsaldri vegna útburð- arkröfu frá fyrirtæki R-listans í Reykjavík. Ég sagði honum að mæta í Héraðsdómi og biðja um frest meðan mál hans væri athugað. Það gekk eftir. Fyrir dóminum stóð ung kona úr Grafarvogi með þrjú börn í sömu erindum vegna kröfu frá sama fyr- irtæki. Fyrir skömmu frétti ég af konu sem búið var að bera út þrisvar ásamt börnum sínum. Fólkinu er þá fleygt fram og aftur, eins og notuðum gólftuskum. Síðast er ég vissi kostaði útburður 140 þús. krónur og er þá kostn- aður borgarinnar 420 þús. krónur í þessu dæmi, lík- lega ársleiga konunnar. Ég veit ekki til þess að fólki gangi betur að greiða skuldir sínar að loknum út- burði. Útburður er ofbeld- isverk, einskonar opinber handrukkun. Slíkan harm- leik á að stöðva með því að banna hann með lögum enda leysir hann engan vanda heldur eykur hann líkt og önnur ofbeldisverk. Í gamla hreppsstjóraþjóð- félaginu sundruðu yfirvöld heimilum og buðu sveit- arómaga upp á hrepps- þingum. Kannski verður það næsta stig í fjöl- skyldustefnu R-listans. Stjórnmál snúast um vel- ferð og líðan fólks og for- maður VG hefur lofað vel- ferðarstjórn eftir kosningar, komist hann að. Vonandi er barnaútburður R-listans ekki vísir að slíkri stjórn né heldur boð- uð leiguhækkun sem varla fækkar útburðum. Nú bera VG líka ábyrgð á útburð- um R-listans. Jón Kjartansson frá Pálmholti. Útburðir í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.