Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 54
TÓNLEIKAR Sigur Rósar geta verið mikið ævintýri; þegar allt smell- ur saman, hljómur góður, ljós lifandi og sviðsmynd sýnileg, tekur tónlistin, sem vissulega er heillandi og sérstök ein síns liðs, á sig nýja mynd, lita- spjald tilfinninganna stækkar og hin- ar naumhyggjulegu ægifögru laglínur ná að teygja sig inn til hjartaróta áheyrenda. Iðulega er því öðruvísi farið, tónlistin vissulega ævinlega jafn sterk og tilfinningarík, en stundum er eitthvað að hljómnum, glasaglaumur og skvaldur truflar, ekki sést al- mennilega á myndtjaldið, ljósagangur í uppnámi og svo má segja. Stundum ganga hlutirnir aftur á móti og þá verður ógleymanleg stund, trúnaðar- samband milli hljómsveitar og áheyr- enda. Því er þetta nefnt hér að á tónleik- um Sigur Rósar í Háskólabíói sl. fimmtudag og föstudag fóru aðrir tónleikarnir nálægt þessari full- komnu upplifun og hinir náðu henni, voru hreint út sagt ógleymanlegir. Fyrri tónleikarnir voru sl. fimmtu- dag fyrir nærfellt fullu húsi. Lagalist- inn var áþekkur því sem hljómsveitin hefur leikið a ferð sinni um heiminn undanfarnar vikur, lög af plötunni nýju ( ), í bland við eldri lög, eitt nýtt lag og eitt glænýtt. Í ferðinni hafa sum laganna breyst lítillega, stundum meira skraut eða breytt, annars breyttar áherslur í söng og svo má telja; yfirleitt litlar breytingar en æv- inlega til bóta – svo ná lögin að taka út þroska og vaxa, ekki í stökkum heldur hægfara rökrétt þróun. Upphaf tónleikanna var lagaþrenn- an sem er einmitt fremst á plötunni nýju, heita þar Lag 1, Lag 2 og Lag 3, en ef við notum vinnuheiti hljómsveit- arinnar: Vaka, Fyrsta og Samskeyti. Flutningur þeirra var með besta móti þetta kvöld, hljómur óaðfinnanlegur, lýsing smekkleg og hnitmiðuð og bak- grunnurinn kom óhemju vel út, sér- staklega í Vöku og Samskeytum. Áheyrendur voru líka heillaðir frá fyrstu hljómum, bærðu ekki á sér til að spilla ekki galdrinum, svei mér þá ef salurinn hélt ekki niðri í sér and- anum þegar Jónsi sigldi upp í brot- hætta falsettuna í Fyrsta. Eftir þessa makalausu lagaþrennu, sem fékk að flæða saman sem eitt verk, ekkert klappað fyrr en þau voru öll búin, var lítillega skipt um gír í lag- inu Sölku, nýtt lag á tónleikadagskrá Sigur Rósar. Það er reyndar forvitni- legt að það lag er samið í gömlum anda, ef svo má segja, handbragðið minnir meira á Ágætis byrjun en ( ) – vísbending um næstu plötu? Hafi fólk verið heillað eftir upp- hafskafla tónleikanna voru allir dol- fallnir yfir laginu sem nú kom, gamalt og gott, Ný batterí af Ágætis byrjun. Flutningur á því var í meira lagi glæsilegur – röddin ótrúlega heillandi svo framarlega og taktskiptingar meitlaðar, frábært lag og er því lauk hefði mátt heyra samnál detta í saln- um áður en fagnaðarlæti brutust út. Njósnavélin var næst, en undir lok þess mátti heyra að röddin í Jónsa var farin að láta á sjá, sem átti eftir að ágerast þegar á leið tónleikana. Það mátti og heyra í næsta lagi, Svefn- g-englar af Ágætis byrjun, að tónsvið raddarinnar lækkaði lítillega og hún var orðin býsna brothætt. Mílanó var enn nýtt lag, eða nýlegt réttara sagt, lag sem komst á dagskrá sveitarinnar síðasta sumar en rataði ekki á ( ). Þegar ég heyrði það á tón- leikum í Sviss síðasta sumar var það mjög laust í reipunum, hugmynda- grind, en með tímanum hefur það batnað og er býsna glæsilegt í núver- andi mynd, mjög gott lag með skemmtilegri tvítekinni stígandi. Hafsól er lag af Von, fyrstu plötu Sigur Rósar sem kom út 1997. Lagið hefur nokkuð breyst frá því það kom út á Von og reyndar frá því það var lokalag útgáfutónleika Ágætis byrj- unar í Óperunni á sínum tíma, milli- kaflinn lengdur og með meiri söng og svo þegar allt ætlar um koll að keyra í lokin eru tilbrigðin líka meiri, ekki bara skruggur heldur líka dynur og dynkir. Þegar hér er komið á tónleikum Sigur Rósar hefur hljómsveitin yfir- leitt horfið af vettvangi um, en Að þessu sinni fór sveitin ekki af sviði heldur renndi sér beint í „uppklapps- lögin“ ef svo má segja, því Ólsen Ól- sen var næstur, enn lag af Ágætis byrjun – frábær syngjandi bassalína og söngur án orða. Lokalagið var svo lokalag disksins ( ) og það lag sem hljómsveitin leikur jafnan síðasta allra, enda ekkert hægt að segja eftir það tilfinningagos sem það felur í sér. Sama var líka hvað fólk klappaði, það var ekki meira að fá, hljómsveitin bú- in að spila í ríflega hálfan annan klukkutíma. Seinni tónleikarnir voru síðan á föstudagskvöld og meiri ókyrrð í fólki, meira drukkið og meira skvaldr- að, enda föstudagskvöld og fjölmargir á leið út á lífið. Ný batterí stöðvuðu þó skvaldur og ókyrrð, eftir það sátu allir sem dáleiddir næsta hálftímann, en eftir Hafsól var nokkuð rennerí fram að kaupa meiri bjór. Jónsi söng vel framan af en undir lokin var röddin tekin að gefa sig líkt og kvöldið áður, en Kjartan raddaði vel með og því kom það ekki að sök. Þessir tónleikar voru ekki eins vel heppnaðir og kvöld- ið áður en frábærir engu að síður. Líkt og kvöldið áður vildi fólk meira, en Orri Páll ruddi trommusettinu um koll er hljómsveitin lauk við Popplag- ið sem sagði sína sögu, allt búið í bili. Litaspjald tilfinninganna Sigur Rós Tónleikar Háskólabíó Tónleikar Sigur Rósar og strengjakvart- ettsins Animu í Háskólabíói 12. og 13. desember sl. Siggi Ármann hitaði upp. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Jón Þór Birgisson syngur í upphafslagi tónleika Sigur Rósar í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Árni Matthíasson FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Hádegistilboð alla daga og gott kaffi Cappuccino, Caffe latte og Espresso Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Sérstakar jólasýningar! 26. des. kl. 14 laus sæti 29. des. kl. 14. laus sæti 5. jan. kl. 14 laus sæti 12. jan. kl. 14. laus sæti 19. jan. kl. 14. laus sæti Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Frumsýning lau 11/1kl. 20 UPPSELT 2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, 3. sýn fö 17/1 kl. 20 rauð kort 4.sýn lau 18/1 græn kort SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Lau 28/12 kl 20, Su 29/12 kl. 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 29/12 kl 14 Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Má 30/12 kl 20, UPPSELT, Fö 3/1 kl. 20 SÓL & MÁNI eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR - GJAFAKORT Á TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Su 29/12 kl 20 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF JÓLAGAMAN Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl. Í dag kl 15:00 - UPPSELT 15:15 TÓNLEIKAR George Crumb. Benda Lau 21/12 kl 21 - ath. breytan tíma Vesturgötu 3 Í HLAÐVARPANUM Klundurjól Jólaskemmtun Hugleiks í kvöld sun. 15. des. kl. 20.00 Ljúffengur málsverður fyrir alla kvöldviðburði MIÐASALA: 551 9030 kl. 10-16 má.-fö. Símsvari á öðrum tímum. JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur Sun. 15. des. kl. 14 laus sæti Þri. 17. des. kl. 10 uppselt Mið. 18. des. kl. 10 uppselt Fim. 19. des. kl. 9 og 12 uppselt HVAR ER STEKKJARSTAUR? eftir Pétur Eggerz Mán. 16. des. kl. 14 uppselt Þri. 17. des. kl. 14 uppselt Mið. 18. des. kl. 8.30 uppselt Fim. 19. des. kl. 10.45 uppselt Miðaverð kr. 1.100. Netfang: ml@islandia.is ww.islandia.is/ml Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu Þri 17. des. UPPSELT, sun 29. des kl. 20, HÁTÍÐARSÝNING, nokkur sæti föst 3. jan, kl 20, laus sæti Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Lau 28/12. kl. 21 Jólasýning Föst 3/1 kl. 21 Uppselt Föst 10/1 kl 21 Munið gjafakortin Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 SÖGUSVIÐIÐ er írska hverfið í New York borg, Hell’s Kitchen, árið 1983. Hvissast hefur út að Sean Sullivan (Wood) hafi sést á barnum, en allir vita að hann dó fyrir þremur árum. Bróðir hans, bareigandinn Francis Sullivan (Burns), þarf að sverja fyrir að þetta hafi bara verið einhver líkur honum. En þremur ár- um áður drap Sean þrjá gaura úr ítölsku mafíunni, þar sem þeir ráð- gerðu að stúta Francis vegna spila- skulda. Sean var síðan drepinn, en mafían kemur samt að þjarma að Francis. Edward Burns hefur tekið að sér að vera fulltrúa hins írska banda- ríkjamanns á austurströndinni, líkt og Scorsese stendur fyrir Ítalina og Woody Allen gyðinga og gáfumenn. Verst er bara að Burns er enginn listamaður og hefur ósköp lítið fram að færa. Honum tekst þó upp að vissu marki að koma á framfæri sið- um og gildum sem ríkja í samfélagi síns fólks. Verst að hann sýnir þau ekki í áhugaverðu ljósi eða með góðri sögu. Það á einnig við hér. Sagan er reyndar ekkert slæm, en heldur ekki frumleg eða áhrifarík á neinn hátt. Einnig er leikurinn verri en hefði geta orðið. Burns leikur sjálfur að- alhlutverkið og er hálfóþolandi í sjálfumgleði sinni. Rosario Dawson, sem leikur eiginkonu Sean heitins, er reyndar mun líflegri en í MIB 2, en svo gefa fínir leikararar eins og Elijah Wood og Oliver Platt alls ekki helminginn af því sem þeir búa yfir. Wood hefði geta sýnt miklu meiri tilfinningar og Platt hefði get- að gert ferskan ítalskan mafíósa úr sinni persónu, en leikstjórnin var greinilega ekki nógu góð. Átök í eldhúsi helvítis KVIKMYNDIR Regnboginn – 101 Bíófélag ASH WEDNESDAY/ÖSKUDAGUR Leikstjórn og handrit: Edward Burns. Kvikmyndataka: Russell Lee Fine. Aðal- hlutverk: Edward Burns, Elijah Wood, Rosario Dawson, Oliver Platt, Pat McNamara, James Hardy og Michael Mulheren. 98 mín. USA. Marlboro Road Gang 2002. Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.