Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Flott kvenúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á mann Morgunblaðsins á dögunum. „Við höf- um mikið dálæti á landinu og vildum heim- sækja það að vetri til núna, höfðum séð það í sumarbúningnum.“ – Hvað er það eiginlega sem þið kunnið svona vel við? „Það er erfitt að segja. Landslagið, fólkið, Björk og Sigur Rós. Allt eitthvað svo mikilfenglegt, frábrugðið og ferskt. Og svo auðvitað Bláa lónið sem er eins og af öðrum heimi.“ – Hvað gerðuð þið ykkur annað til dundurs síðast þegar þið komuð? „Sáum þennan hver þarna sem aldrei gaus (Geysir) og mikinn foss (Gullfoss), skoðuðum landslagið á hraðferð út um bílrúður og héng- um á kaffihúsum og drukkum heitt kakó og bjór.“ – Eitthvað sem þú smakkaðir eða upplifðir sem þig langar að endurnýja kynnin við – eða munt forðast? „Eitt skal ég segja þér. Ef einhver býður mér þennan þurrkaða lúbarða þorsk þá mun ég afþakka kurteisislega. Síðast þáði ég og kunni því miður ekki að meta þann þjóðlega mat ykkar. Held ég haldi mig frá harðfisk- inum sem sagt að þessu sinni en ég fékk hins vegar frábæran humar sem ég mun reyna að hafa uppi á aftur.“ Háskólarokk Champion var síðastur til að ganga til liðs við Coldplay og trommur voru eiginlega það eina sem hann kunni ekki á þegar honum bauðst að setjast bak við settið. En hann var fljótur að læra og segist nú ekki vilja spila á neitt annað. Champion er að sögn félaga sinna harðjaxlinn í sveitinni, sá sem enginn þorir að abbast upp á. Sjálfur kemur hann af fjöllum þegar sú persónulýsing er borin undir hann en gerir samt enga tilraun til þess að hrekja EFTIR fjóra daga mun breska rokk-sveitin Coldplay stíga á svið Laug-ardalshallarinnar, í annað sinn á 16mánuðum. Þá var hún efnileg sveit, hafði sent frá sér frambærilegan frumburð sem gaf góð fyrirheit um framtíðina. Nú þeg- ar sú tíð er upp runnin hefur sveitin sann- arlega uppfyllt allar væntingarnar sem gerðar voru til hennar með annarri plötunni A Rush of Blood to The Head. Hún kom út síðsumars og er að mati margra skríbenta í hópi þeirra allra bestu sem komið hafa út á árinu og náði meira að segja að skipa sér meðal 100 bestu platna rokksögunnar í nýlegri lesendakönnun tímaritisins Q, þar sem platan var ennfremur valin plata ársins af aðstandendum tímarits- ins. Geysir sem aldrei gaus Það er því ekki að ástæðulausu sem talað hefur verið um að kominn sé fram á sjón- arsviðið líklegasti kandídatinn til að taka við rokkkrúnunni af U2, láti þeir hana þá ein- hvern tímann af hendi. Óvænt velgengni Coldplay í Bandaríkjunum hefur ekki hvað síst hrint þeim bollaleggingum af stað enda hafa breskar hljómsveitir síður en svo riðið feitum hesti þar vestra liðna tvo áratugi eða svo. Þegar Coldplay steig því fyrst á svið Laugardalshallarinnar var hún ný og upp- rennandi sveit, í leit að áhangendum. Nú mun hún stíga á svið sem ein eftirsóttasta hljóm- sveit heimsins í dag, sjóðheitir rokkarar sem gátu efnt til jólatónleika hvar í heiminum sem er en kusu Ísland og litlu snjóhúslaga hand- boltahöllina í Laugardalnum. „Reyndar var það eitt af fyrstu skilyrð- unum sem við settum þegar við lögðum upp í heimsreisuna, að því yrði komið í kring að við lékjum á Íslandi,“ segir Will Champion, trommuleikari Coldplay, í samtali við blaða- hana, tekur þó skýrt fram að félagarnir hafi sjálfir aldrei fengið að kynnast þeirri hlið á honum. Líkt og félagar hans var Champion í háskólanámi þegar Coldplay var stofnuð og áður en frægðin bankaði á dyrnar náðu þeir hver í sína gráðu. Champion er þannig með gráðu í mannfræði, Guy Berryman í verk- fræði, Johnny Buckland stærðfræði og Chris Martin fornaldarsögu. – Hvað hafiði annars verið að bardúsa upp á síðkastið? „Við spilum á endalausum tónleikum, nú síðast í Bandaríkjunum og Evrópu, líf sem ég sé ekki alveg fyrir endann á,“ segir Will. – Er það ekkert þreytandi? „Nei, það er frábært. Að sækja heim ný og ný lönd og kynnast nýjum siðum og nýju fólki. Við skemmtum okkur konunglega.“ – En finnst þér ekkert yfirþyrmandi til- hugsunin um að lífið sé skipulagt upp á mín- útu ár fram í tímann? „Nei, það myndi kannski hvarfla að mér ef ég kynni illa við tónleikalífið. Maður venst því hreint ótrúlega fljótt og fer að líta á það sem fastan og óumflýjanlegan hluta af lífi sínu – semja, fara í hljóðver, gefa út plötu, kynna hana fyrir blaðamönnum og leggja upp í tón- leikaferð, fara svo að semja, síðan í hljóðver, gefa út plötu o.s.frv.“ – Funduð þið fyrir hvenær það gerðist að þið urðuð allt í einu heimsfræg rokksveit? „Eiginlega ekki, við höfum eiginlega átt fremur hægvaxandi velgengni að fagna. Alla- vega hef ég aldrei orðið var við neina sprengju.“ – Rokkblaðamenn hafa talað um Coldplay sem næstu íþróttaleikvangasveitina. Eruð þið farnir að leika á íþróttaleikvöngum? „Nei,“ segir Champion og hlær. „Við höfum leikið í nokkrum íþróttahöllum, en ekki á leik- vöngum.“ – Finnst þér það heillandi tilhugsun að leika á leikvöngum? „Ég veit það satt að segja ekki. Eins og stendur reynum við hvað við getum til að gera þessa íþróttahallartónleika sem innilegasta – að reyna að vinna 10 þúsund manns á okkar band og snerta hvern og einn þeirra. Það finnst mér alveg nægilega erfið áskorun eins og stendur, þakka þér fyrir.“ Coldplay mun setja á svið sína fínustu sýn- ingu. Þannig er á leiðinni risaskjár sem sveitir ku einungis tjalda á útvöldum hljómleikum en á skjáinn verður varpað hreyfimyndum sem ku eiga að auka á áhrifamátt laganna og gera tónleikana að ennþá meira sjónarspili. – Funduð þið á ykkur þegar þið senduð frá ykkur plötuna að hún yrði meðal þeirra bestu sem út kæmu á árinu? „Það kom allavega aldrei til tals, því við gerum lítið af því sjálfir, að bera tónlist okkar saman við tónlist annarra. Látum öðrum það eftir. Það eina sem vakti fyrir okkur var að gefa út plötu sem við værum fullkomlega sátt- ir við. Enda gerist það æði oft að frábærar plötur fara fyrir ofan garð og neðan hjá fólki, af einhverri óskiljanlegri ástæðu. Þannig hefði getað farið fyrir okkar plötu.“ Champion segist ekki vita hvort Coldplay ætli sér að dveljast yfir jólin á Íslandi. Langar sjálfan að eyða nokkrum dögum með fjöl- skyldu sinni í Southampton og skella sér á völlinn, reyna að taka einhvern smáþátt í þeirri langþráðu og óvæntu velgengni sem fótboltaliðið hans nýtur um þessar mundir. Háskólarokksveitin Coldplay: Buckland stærðfræðingur, Berryman verkfræðingur, Martin sagnfræðingur og Champion mannfræðingur. Held mig frá harð- fiskinum Hann spilar á flestöll hljóð- færi, styður Southampton, er harðjaxl hinn mesti og mann- fræðingur að mennt. Skarp- héðinn Guðmundsson ræddi við Will Champion, trommara Coldplay, sem leikur á fimmtu- daginn í Laugardalshöll. Coldplay leikur í Laugardalshöll á fimmtudag ásamt Ash. Óseldir miðar eru innan við 500. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar og kostar miðinn 4.400 kr. skarpi@mbl.is ÚTVARPSMAÐURINN Ólafur Páll Gunnarsson stendur fyrir útgáfu á safnplötunni Rokklandi 2002. Platan heitir eftir þættinum Rokklandi, sem er á dagskrá Rásar 2 en Óli Palli, eins og hann er kallaður, hefur umsjón með þáttunum. „Þetta er í rauninni þverskurður af árinu 2002 eins og það hljómaði í þessum útvarpsþætti á þessari ákveðnu útvarpsstöð,“ útskýrir hann en segir þáttinn í raun miklu breiðari. „Ég hef verið með viðtal við Britn- ey Spears og Aliciu Keys. Þessar hljómsveitir á diskinum valdi ég hins vegar úr því mér fannst þær standa sem ein heild,“ segir Óli Palli og bæt- ir við að þetta séu lög, sem honum fannst standa upp úr á árinu. Á plötunni hljóma lög þekktari hjómsveita eins og Oasis og Coldplay. „Svo eru þarna nokkrar nýjar sem hafa vakið athygli á þessu ári,“ segir Óli Palli og nefnir í því sambandi Cor- al, The Hives og The Hellacopters. Rokkland 2002 er tileinkuð árinu í ár eins og nafnið gefur til kynna. Svo var ekki með fyrstu Rokkland-plöt- una, sem kom út í fyrra. Hún var upp- rifjun á þáttunum frá þeim tíma, sem Óli Palli byrjaði með þáttinn árið 1995. Aðeins ein íslensk hljómsveit á lag á diskinum, Leaves. „Þessi þáttur minn byggist að megninu til á er- lendri músík,“ segir Óli Palli til útskýringar. „Það er meiri kynning á íslenskri tónlist í hinum þættinum mínum, Popplandi.“ Auðveldar að kynnast tónlistinni Í plötuumslaginu er að finna ýmsar upplýsingar um hljómsveitirnar, sem eru á diskinum. „Þetta er ekki fyr- ir alla en fyrir tónlistar- áhugafólk er þetta skemmtilegt.“ Til viðbótar er vísað í vefsíður hljóm- sveitanna og birtar myndir af plötu- umslögum viðkomandi sveita, sem auðveldar fólki að kynna sér viðkom- andi hljómsveitir betur. „Allir plötusnúðar eiga það sam- eiginlegt að þeir vilja alltaf vera að leyfa öðrum að heyra eitthvað,“ út- skýrir Óli Palli og segir plötuna í raun framhald af þessari þörf. Þörfin hefur lengi verið til staðar hjá honum. „Þegar ég var pínulítill púki, 10 ára, var ég alltaf með kass- ettur á mér. Ég var búinn að taka upp hin og þessi lög og var alltaf að leyfa öllum vinum mínum að heyra.“ Hann segir Rokkland 2002 að vissu leyti gegna sama hlutverki. Tilgangurinn með útgáfunni er líka að hafa gaman af þessu, segir Óli Palli. „Það er ótrúleg orka búin að fara í þetta prógramm hjá mér. Það er búinn að fara stór partur af mínum tíma í þennan útvarpsþátt undanfar- in átta ár. Þetta er smáuppbrot í hversdagsleikann. Af hverju ekki að hafa gaman af þessu?“ Margt á seyði í Rokklandi 2003 „Hlutirnir eru svo fljótir að breytast og eftir að búið var að velja lögin á plötuna heyrði ég margt sem ég hefði viljað hafa með á plöt- unni. Ég hefði viljað hafa Johnny Cash, Datsuns og D4,“ segir Óli Palli aðspurð- ur hvort hann sakni ein- hvers. Hann segir margt á seyði í Rokklandi næsta árs. „Mér finnst mikið hafa gerst á þessu ári. Sérstaklega seinni hluta ársins. Það á ábyggilega eftir að lita næsta ár mjög mikið. Ég spái því að það verði svolítið mikið pönkrokk á næsta ári. Svona eins og Yeah Yeah Yeahs og líka bönd frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er meiri ládeyða í Bretlandi og Bandaríkjunum, nema að í New York er eitthvað að gerast. Þetta er málið í dag, svolítið eins og New York árið 1978.“ Óli Palli í hjóðveri Rásar 2 en hann stjórnar þættinum Rokklandi og stendur fyrir útgáfu Rokklands 2002. Þú verður að heyra þetta! Rokkárið gert upp á Rokklandi 2002 Rokkland 2002 er komin í verslanir en Skífan og Rás 2 gefa út. Þátturinn Rokkland er á dagskrá Rásar 2 á sunnudögum milli 16 og 18. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins VEÐUR mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.