Morgunblaðið - 18.12.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 18.12.2002, Síða 41
Fermingarárið mitt fluttu þau til Ak- ureyrar og tveimur árum síðar hóf ég nám við Menntaskólann á Akur- eyri. Þau hjón reyndust mér einstak- lega vel á þeim árum. Heimili þeirra einkenndist af hlýju og gestrisni og var mér ávallt opið. Það öryggi sem það gaf mér var mér mikils virði og fyrir það er ég þakklát. Þegar ég seinna bjó nokkur ár á Akureyri með fjölskyldu minni sýndu þau mér sömu umhyggju sem ávallt. Það var gott að koma til þeirra og þau héldu fast þeim gamla íslenska sið að gefa gestum kaffi og margar kökutegund- ir með. Ég hef búið erlendis stóran hluta fullorðinsára minna og eftir því sem árin líða verða rætur og upphaf mikilvægari. Hulda og Valdi áttu sitt líf í Óslandshlíðinni. Þau voru ávallt Skagfirðingar í huga og hjarta og fylgdust vel með. Síðustu árin töluðu þau oft um árin sem þau voru ung á Marbæli og það samfélag sem þá var í „Hlíðinni“. Þau sögðu frá því fólki með trega sem var samtíðarfólk þeirra og það væri allt farið. Nú eru þau farin líka. Síðasta skiptið sem ég heimsótti þau á heimili þeirra í Skarðshlíðinni sagðist Hulda gjarn- an vilja fá að deyja. „Ætli maður geri mikið gagn úr þessu?“ voru orð hennar. Hulda og Valdi höfðu gert sitt gagn. Löngu og farsælu lífsstarfi er lokið. Blessuð sé minning góðra hjóna. Ingibjörg K. Jónsdóttir. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu, vinur, mér sem vorið bjarta, það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson.) Það má segja að skammt sé stórra högga á milli hjá fjölskyldunni frá Marbæli. Þau hjón, Hulda Jónsdóttir og Rögnvaldur Jónsson, hafa bæði látist með stuttu millibili. Mig langar að skrifa fáein fátækleg kveðjuorð. Það er orðinn býsna langur tími sem við höfum þekkst, komið vel yfir 50 ár. Þegar maður lítur yfir farinn veg er margs að minnast. Við hittumst fyrst líklega 1943 eða 1944. Þá kom Hulda, þá nýlega orðin ljósmóðir og bjó á heimili foreldra minna á Hofs- ósi einn vetur, og sinnti ljósmóður- störfum í hreppnum. Það var oft glatt á hjalla í Bröttuhlíð þann vetur. Hulda var ákaflega glaðlynd kona og var nösk á að sjá spaugilegu hliðarn- ar á hlutunum. Valdi og Hulda voru þá trúlofuð og kom hann oft í heimsókn. Um vorið reistu þau sitt bú á Marbæli í Ós- landshlíð, en þar var æskuheimili Valda. Þar bjuggu þau í mörg ár og áttu sín börn. Síðar fluttu þau til Ak- ureyrar og bjuggu sér þar fallegt heimili. Hulda var einstök handa- vinnukona og hafði lag á að gera fal- legt í kringum sig. Eftir að ég fluttist suður hittumst við sjaldnar en héld- um alltaf góðu sambandi. Það voru oftast fastir liðir þegar farið var norður á sumrin að skreppa til Ak- ureyrar í heimsókn til Huldu og Valda. Þá voru gjarna rifjaðar upp gamlar minningar og hlegið mikið að ýmsum atriðum sem komu upp í hug- ann. Mér finnast það vera viss forrétt- indi að hafa fengið að kynnast fólki eins og þeim Huldu og Valda og hafa átt vináttu þeirra í öll þessi ár, þau voru einstaklega samrýnd og yndis- leg hjón. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi, eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. (Terri Fernandez.) Ég þakka vináttu og hlýju á langri ævi og sendi börnum þeirra og fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Friðriksdóttir frá Hofsósi. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 41 ✝ Þórdís Gunn-laugsdóttir var fædd á Reynihólum í Miðfirði 8. janúar 1914. Hún lést í Víði- nesi 10. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gunnlaugur Eiríks- son bóndi á Reynihól- um, f. 2.12. 1879, d. 19.10. 1947, og kona hans Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 19.8. 1880, d. 3.5. 1915. Stjúpmóðir hennar var Filipía Jónsdótt- ir, f. 1.7. 1876, d. 27.4. 1963. Systk- ini hennar voru Ingólfur, f. 17.6. 1906, d.1979, Þorbjörg Ragnhild- ur, f. 20.8. 1908, d. 1932, Ingunn, f. 4.1. 1910, d. 1995, Guðmundur, f. 8.1. 1911, d. 2001, Margrét Jónína, f. 3.8. 1912, d. 1995, Eiríkur, f. 30.4. 1915, d. 1.5. 1915. Þórdís var tvígift. Fyrri maður hennar var Þórður Gestsson, f. 26.3. 1914, d. 1946. Seinni maður hennar var Jóhannes Jóhannes- son, f. 18.12. 1918, d. 1997. Þórdís eignaðist átta börn. Þau eru: 1) Gunnlaug Björk Þorláksdóttir, f. 28.2. 1936, hún á sex börn og var gift Magnúsi Jónssyni. 2) Ólafur Þórðarson, f. 21.3. 1938, hann á átta börn, kona hans er Bjarney Gísladóttir. 3) Helga Þórðardóttir, f. 30.10. 1940, hún á eina dóttur og mað- ur hennar er Svavar Júlíusson. 4) Berg- ljót Þórðardóttir, á fjögur börn og var gift Hannesi G. Sig- urðssyni. 5) Ingi- björg Þórðardóttir, f. 12.8. 1944, d. 1990, átti fimm börn en eitt lést í æsku. 6) Katla Þórðardóttir, f. 3.10. 1945, á tvö börn. 7) Ingi Þór Jóhannesson, f. 6.3. 1948, á tvö börn, var kvæntur Völu Skúla- dóttur. 7) Heiðrún Bára Jóhann- esdóttir, f. 31.10. 1954, á þrjú börn, er í sambúð með Sigurði Georgssyni. Þórdís ólst upp í Reynihólum í Miðfirði og naut venjulegrar skólamenntunar þess tíma og var í Reykjaskóla í Hrútafirði. Hún vann við framreiðslustörf þar til hún gifti sig en síðar vann hún sem starfsstúlka, lengst af á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Þórdísar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég heiðra mína móður vil frá mættir sálar öllum og lyfti huga ljóssins til frá lífsins boðaföllum. Er lít ég yfir liðna tíð og löngu farna vegi, skín endurminning unaðsblíð sem ársól lýsi degi. Að færa slíka fórn sem þú mun flestum ofraun vera, en hjálpin var þín heita trú þær hörmungar að bera. Í hljóði barst þú hverja sorg sem hlaustu oft að reyna en launin færðu í ljóssins borg og lækning allra meina. Nú er of seint að þakka þér og þungu létta sporin, þú svífur fyrir sjónum mér sem sólargeisli á vorin. Þú barst á örmum börnin þín og baðst þau guð að leiða, ég veit þú munir vitja mín og veg minn áfram greiða. (Eiríkur Einarsson.) Þín yngsta dóttir, Heiðrún Bára. Tengdamóðir mín, Þórdís Gunn- laugsdóttir, hefur nú kvatt þetta jarð- líf og vil ég með greinarkorni þessu kveðja þessa merku konu, sem var mér mikils virði í lifanda lífi. Þórdís fæddist á Reynihólum í Húnavatnssýslu í byrjun síðustu ald- ar, hún var alin upp við almenn sveit- arstörf gamla bændasamfélagsins og fékk snemma að kynnast vinnu og skyldustörfum, sem algeng voru til sveita á þeim tíma. Hún fór í skóla á Reykjum í Hrútafirði og fékk þar sína menntun, sem var þó ekki almennt á þeim tíma. Bernskuárin voru henni ætíð hugleikin og þegar þeim lauk tók við alvara lífsins. Þórdís eða Dísa eins og hún var ávallt kölluð vann ýmis störf á lífsleiðinni, þar á meðal við síldarvinnslu á Siglufirði, þar kynntist hún fyrri manni sínum, Þórði Gests- syni, og með honum átti hún fjögur börn en tvö börn átti hún áður. Þau hófu búskap á Hjallaveginum í Reykjavík en Þórðar naut ekki lengi við því hann féll frá langt um aldur fram. Dísa stóð uppi ein með barna- hópinn og reyndi þar á þrautseigju hennar og áræði til að takast á við þau vandamál sem því fylgdi en hún mætti öllu andstreymi með bjartsýni og glaðværð sem urðu aðalsmerki hennar alla tíð. Á Hjallaveginum hélt hún myndarheimili og naut hún þar góðrar aðstoðar bræðra og systra. Síðar kynntist hún Jóhannesi Jó- hannessyni seinni manni sínum og með honum átti hún tvö börn og öllum börnum sínum kom hún vel til manns. Ég kynntist Dísu þegar ég kvænt- ist dóttur hennar, Helgu Þórðardótt- ur, en hún tók mér ákaflega vel frá fyrstu tíð en það var lán mitt í lífinu að kynnast þessum mætu konum. Dísa var meðalmanneskja á hæð, grönn og björt yfirlitum og hafði yfir að búa mikilli reisn. Þegar hún hafði lokið hlutverki sínu sem uppalandi og börn- in komin á legg hóf hún störf við umönnun bæði barna og eldri borg- ara. Hún hafði gaman af ferðalögum og til marks um ákveðni hennar þá tók hún bílpróf og keypti sér bíl þegar hún var um fimmtugt og ferðaðist um landið á honum. Þegar við hjónin bjuggum vestur á fjörðum kom Dísa til okkar öll þau ár sem við dvöldum þar, en það var mikið tilhlökkunarefni hjá dóttur okkar, Magneu, þegar Dísa amma var væntanleg. Síðustu árin átti Dísa við veikindi að stríða en hún var haldin sjúkdómi sem orsakaði minnisleysi og gat lítið tjáð sig en alltaf var stutt í gaman- semina hjá henni. Í einni heimsókn minni til Dísu varð mér það á orði að ég væri frekar illa haldinn í mat og innti hana eftir hvort ég bæri þess ekki merki. Ég átti ekki von á neinu svari frá henni miðað við ástand henn- ar en hún kom mér verulega á óvart og svaraði eftir stundarkorn: „Þú ert alveg sílspikaður,“ og hristist öll af hlátri. Þetta sýndi mér svo ekki varð um villst að alltaf skal hafa aðgát í nærveru sálar því að alltaf stendur einhver gluggi opinn þótt við höldum að þeir séu allir lokaðir. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamömmu fyrir samfylgdina á lífsleiðinni. Svavar Júlíusson. Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund og skrítið að hugsa til þess að ættmóðirin sé farin frá okkur. Þú varst alltaf stærst og sterkust og það var alveg sama hve afkomend- ur þínir urðu hávaxnir, þú hafðir ein- hvern veginn alltaf vinninginn og eng- inn efaðist nokkurn tíma um sann- leiksgildi þess. Nú á þessari stundu sækja að mér góðar minningar frá bernsku þar sem þú spilaðir stórt hlutverk í lífi mínu. Þú alltaf í góðu skapi, ég að fá að gista sem var eitthvað það skemmti- legasta sem ég gerði, þú að koma í lagningu til mömmu, þá beið ég alltaf spennt og fór ekkert út meðan þú varst í heimsókn. Jólaboðin þar sem alltaf var líf og fjör enda mikið fjölmenni. Þórdísarættarmótið í Húsafelli þar sem þú skemmtir þér manna best. Þú veik á spítala og hve allir höfðu miklar áhyggjur af þér. Síðustu árin voru þér erfið en þú naust góðrar umönnunar á hjúkrun- arheimilinu í Víðinesi. Nú eruð þið öll farin systkinin frá Reynhólum í Miðfirði og sé líf eftir þetta líf er örugglega gaman hjá ykk- ur núna. Ég bið Guð að geyma þig um alla framtíð, elsku amma mín, og finnst mér vel við hæfi að láta hér fylgja er- indi sem þú ortir fyrir Þórdísaættar- mótið árið 1990: Þar skal gleðin verða góð og gömlum vana halda, ættingjarnir yrkja ljóð um aldir alda. ( Þórdís Gunnlaugsdóttir.) Þín nafna, Þórdís Sigríður Hannesdóttir. Hún amma mín var yndislegasta kona sem ég hef kynnst fyrr og síðar. Amma var besti vinur minn í mörg ár og studdi mig í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur, til ömmu fór ég á hverjum einasta degi frá því ég var fær um að fara leiða minna einn og óstuddur alveg þangað til ég var 13 ára, enda bjuggum við fjölskyldan mín svo að segja í næsta húsi við ömmu. Amma bjó þá í Æsufelli 6 og við í Torfufelli 23, en þar bjó amma al- veg þangað til hún veiktist af alzheim- er og leið okkur mjög vel þar, en þar var ég nær öllum stundum nema kannski rétt á meðan ég var í skól- anum. Amma bjó seinustu árin í Foldabæ (stoðbýli fyrir alzheimer-sjúklinga) hjúkrunarheimilinu og í Víðinesi. Amma mín er enn í dag eina amman sem ég hef þekkt sem lagði stund á ljóðasmíðar, útsaum, prjónaskap, áfallahjáp, reiðhjólaviðgerðir og margt margt fleira. Amma kenndi mér að sauma og prjóna, að semja undurfalleg ljóð en þó með mikilli áherslu á atóm-ljóðagerð eins og hún kallaði það. Þegar ég lenti í fyrsta reiðhjólaslysinu mínu, þá hjólaði ég utan í vegginn á „Löngu vitleysunni“ í Fellahverfinu fór ég beinustu leið til ömmu en mamma var þá í vinnunni og amma tók á móti mér og hjúkraði mér. Þetta voru hreint alveg yndis- legir tímar og ég sakna ömmu minnar alveg gríðarlega. Við amma fórum í Miklagarð á hverjum einasta sunnu- degi á brúnu Toyotunni hennar og fengum okkur vínarbrauð, en amma var vön að leggja af sinni alkunnu snilld sem sló alla aðra ökufanta út þótt víðar væri leitað. Ef ekki var laust bílastæði bjó hún það bara til hvort sem var úti á miðri götu eða uppi á umferðareyju. Í Miklagarð skyldum við, hvað sem það kostaði. Amma var alveg einstök kona og hugsaði hún um þarfir allra annarra fyrst, á undan sínum eigin. Amma studdi ávallt við bakið á afa sem átti í erfiðleikum, hún var svo sannarlega hans stoð og stytta. Ömmu er sárt saknað og mun ég ávallt heiðra minn- ingu hennar. Vertu margblessuð og sæl, amma mín. Guðjón Egill. Nú hefur Dísa föðursystir kvatt, síðust af systkinunum sem ólust upp að Reynhólum í Miðfirði á fyrstu tug- um síðustu aldar. Á fimmta áratugn- um gerðust fjögur af fimm systkinun- um eins konar frumbyggjar í nýju íbúðarhverfi sem var að rísa í Klepps- holtinu. Fyrir voru hús á stangli þar sem fólk bjó hálfgerðum sveitabú- skap með kindur, kýr, svín, hesta og hænsni. Inn í þetta samfélag komu svo Þórður og Dísa, hófu húsbygg- ingu og bjuggu með fjölskylduna í vinnuskúr á lóðinni meðan húsið var að rísa. Þarna reis eins konar fjöl- skylduþorp þar sem börn og fullorðn- ir höfðu daglegan samgang og deildu gleði og sorgum. Mikill harmur var að fjölskyldunni kveðinn þegar Þórður féll frá langt um aldur fram frá fimm ungum börnum. En með óbilandi kjarki og bjartsýni og samheldni fjöl- skyldunnar tókst Dísu frænku að búa áfram í húsinu sem þau Þórður höfðu lagt svo mikið á sig við að byggja og koma svo barnahópnum sínum til manns. Hennar létta lund fleytti henni oft yfir erfiðleika sem aðrir hefðu lotið fyrir. Ég minnist hennar ætíð bros- andi eða hlæjandi og ákvað víst snemma að ég ætlaði að verða eins og Dísa frænka, kát og hress, fín í tauinu, litaglöð og grönn og létt á fæti. En því miður hefur það nú ekki ræst alveg. Nú er komin kveðjustund sem að vísu má segja að sé löngu liðin, því elsku frænka, síðustu árin hvarfst þú okkur smám saman á vit óminnisins. Eftir sem áður er það minningin um kátu léttu frænkuna sem efst er í huga. Við systkinin á Kambsvegi 13 sendum öllum aðstandendum samúð- arkveðjur og þökkum Dísu frænku samfylgdina. Inga, Hrafnhildur, Gunnlaugur, Magnea og Magnús. ÞÓRDÍS GUNN- LAUGSDÓTTIR Elsku Bassi frændi okkar er nú dáinn eftir hetjulega baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabbamein. Í huga okkar systranna var Bassi frændi eins og bróðir pabba okkar og litum við ávallt upp til hans með lotn- ingu, hlýju og kærleik, var það það sem hann sýndi okkur hverri og einni og fjölskyldum okkar. Bassi var mikill áhugamaður um margt í lífinu og var oft gaman að spjalla við hann um heima og geima. Hann hafði einnig mikla ánægju af BJÖRN A. BJARNASON ✝ Björn AlbertBjarnason fædd- ist í Neskaupstað 21. ágúst 1929. Hann andaðist á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi að morgni 8. desember síðast- liðins og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 17. des- ember. ættfræði og gat hann rakið ættir okkar og maka mjög langt aftur í tímann. Spilamennska var eitt af því sem Bassi hafði gaman af að grípa í og var oft glatt á hjalla hjá ömmu Ingu og afa Rikka þegar þau voru á lífi og setið var við bridge og spilað langt fram á nótt. Í huga okkar og hjarta munum við ávallt minnast Bassa frænda og eiga um hann fallegar og góðar minningar og þá ekki síður börnin okkar, einkum þau elstu, Orri, Geir og Erna, því að þau kynnt- ust honum vel og mun þeim alltaf þykja vænt um hann. Kæru ástvinir, sorg ykkar er mikil og söknuður. Megi Guð geyma ykk- ur öll. Sóley, Sonja, Katrín og Björg Geirsdætur. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.