Morgunblaðið - 18.12.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 18.12.2002, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 43 Mig langar til að kveðja hér hana Boggu frænku eins og hún var alltaf kölluð á mínu heimili. Ég hafði alltaf samband við hana fyrir jólin, ég sagði við hana að ég nennti aldrei að skrifa jólakort svo ég hringdi bara í hana. Það er miklu betra að fá símtal frá þér sagði Bogga alltaf og hló, en hún gat allt- af hlegið. Fyrst þegar ég man eftir Boggu var þegar hún kom til Reykjavíkur, þá var alltaf komið til ömmu en þar ólst ég upp. Þetta voru alltaf skemmtilegar minningar, mikið hlegið og mikið skrafað. Það var al- veg sérlega gaman þegar þær komu báðar systurnar Bogga og Sigga til ömmu en þá var glatt á hjalla. Svo man ég þegar ég fór með Boggu til Eyja, og sá eyjuna alla í ösku, allt var grátt, ég var hálf- smeyk við ógnarvald náttúrunnar en það fór fljótt af manni. Við lékum okkur saman krakkarnir, alltaf gat Bogga umborið okkur þó að við værum algerir prakkarar, hún hló bara að vitleysunni í okkur. KRISTBORG JÓNSDÓTTIR ✝ Kristborg Jóns-dóttir fæddist á Meðalfelli í Nesjum í Austur-Skaftafells- sýslu 4. maí 1919. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 7. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 14. desember. Svo var það nokkr- um árum seinna að ég flutti til Eyja og þá var alltaf komið til Boggu í kaffi og spjall þegar maður átti leið hjá. Eftir að ég kom til Blönduóss heyrði ég miklu sjaldnar í Boggu. Ég var alltaf á leiðinni í heimsókn til Eyja en var nú ekki farin að koma því í verk. Innilegar samúðar- kveðjur sendi ég hon- um Sigga, börnum og barnabörnum. Jóhanna Atladóttir. Ég kynntist Boggu frænku þegar ég flutti til Eyja, þá smápeyi. Alltaf var hægt að leita til hennar og hún átti ráð við öllu ef eitthvað bjátaði á. Það var fastur punktur í tilver- unni að koma alltaf við hjá Boggu ef maður átti leið hjá. Alltaf var hún í góðu skapi og gat gert gott úr öllu. Ef komið var til Boggu í þungu skapi var það alveg víst að maður fór ekki út frá henni nema í góðu skapi. Það var aldrei drungi yfir heimili Boggu og alltaf voru hlýir og glað- legir straumar sem tóku á móti manni þegar maður kom í heim- sókn. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til Sigga og barnanna þeirra og barnabarna. Ég bið þess að drottinn styðji ykkur í sorg ykkar. Atli Örvar. ✝ Norma Mooneyfæddist í Reykja- vík 6. maí 1949. Hún lést í Reykjavík hinn 30. október síðastlið- inn. Norma ólst upp í Ytri-Njarðvík. For- eldrar hennar voru Kristjana Mooney kennari, f. 1917, d. 2002, og Frank Mooney flugvirki, f. 1920, d. 2001. Systk- ini Normu eru Karl, verkfræðingur, f. 1945, og Ellen, lækn- ir, f. 1953. Árið 1969 giftist Norma Sigurði Eggert Davíðssyni, cand. mag í sagnfræði frá HÍ. Þau skildu 1976. Hún giftist Jan Aspaas, leikskóla- kennara og myndlistarmanni árið 1978. Þau skildu 1980. Eftirlifandi sambýlismaður Normu, frá árinu 1985, er Gunnar Berg, menning- arstjóri (kulturchef) í Rakkestad kommune í Noregi, f. 1948. Norma lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1968 og B.A.-prófi í bókasafnsfræði með ensku og íslensku sem auka- greinar frá Háskóla Íslands 1972 og stundaði nám í bóka- safnsfræði í Univers- ity of Denver í Col- orado 1973-74. Hún starfaði sem bóka- safnsfræðingur á Ís- landi og í Noregi, en þangað flutti hún ár- ið 1978. Hún sat í stjórn Félags bóka- safnsfræðinga 1974– 76 og í stjórn Félags gegn einelti á vinnu- stað í Ósló frá 1991. Hún nam sálar- fræði við Universitetet i Trond- heim 1986–87 og lauk Cand. psychol-prófi (embættisprófi í sál- arfræði) frá Óslóarháskóla 1993. Hún var sérfræðingur í klíniskri sálarfræði og taugasálfræði. Frá árinu 1993 starfaði hún sem sál- fræðingur á Voksenpsykiatrisk poliklinikk i Sarpsborg og rak einnig Sarpsborg psykolog klin- ikk frá 1999 til dauðadags. Útför Normu fór fram frá Foss- vogskapellu 4. nóvember sl. Hún var jarðsett í Sarpsborg í Noregi. Sú harmafregn hefur borist að Norma Mooney sálfræðingur og stjórnandi Krisesenteret – neyðar- athvarfs fyrir þolendur ofbeldis – hér í Sarpsborg í Noregi sé látin. Árið 1993 urðu margir fagmenn til að gagnrýna ófagleg vinnubrögð neyðarathvarfanna en þá tók Norma Mooney að sér það ögrandi verkefni að stýra athvarfinu hér í borg. Hún hafði þá nýlega verið ráð- in hjá Voksenpsykiatrisk poliklinikk sem er göngudeild fyrir fullorðna geðsjúklinga í Sarpsborg. Þetta var upphafið að ótrúlega gefandi og ár- angursríkri samvinnu bæði fyrir at- hvarfið sjálft og mig persónulega. Sem stjórnandi var hún einstök. Hlutverk hennar varð smám saman afar þýðingarmikið í öllu þróunar- starfi athvarfsins. Með umræðum opnaði hún bæði mér og athvarfinu nýtt og spennandi sjónarhorn byggt á reynslu hennar og fagmennsku. Hún hafði þau áhrif að vinnan í at- hvarfinu varð einstaklingsmiðaðri og að hinn hefðbundni, félagsfræði- legi skilningur á ofbeldi sem byggð- ur er á feminískum gildum fékk nýj- ar víddir. Á þennan hátt varð hún einstaklega mikilvægur hvati fyrir fagleg vinnubrögð og þróun at- hvarfsins á tíunda áratugnum. Allan þann tíma sem ég þekkti Normu vann hún með fólki, bæði körlum og konum sem höfðu orðið fyrir ofbeldi og kynferðislegri mis- notkun. Í gegnum þessa vinnu byggði hún smám saman upp yfir- gripsmikla þekkingu. Í sameiginlegu verkefni sem heyrði undir norska heilbrigðisráðu- neytið vann Norma að rannsókn á þeim konum sem nýttu sér athvarfið árið 2000. Eitt af því sem kom í ljós var að konurnar sem leitað höfðu hjálpar á mismunandi stöðum höfðu í fæstum tilvikum verið spurðar um reynslu af ofbeldi eða misnotkun. Allar konurnar sem þátt tóku í rannsókninni létu í ljós ósk um að þær hefðu viljað vera spurðar um þessi atriði fyrr og að það hefði ef til vill getað breytt framvindunni í lífi þeirra. Það var meðal annars þessi vinna sem myndaði grunninn að þessu ein- staka, þverfaglega samvinnuformi sem þróaðist á þessum tíma og sem í dag gengur undir nafninu Sarps- borgarlíkanið. Einn liður í þessu samvinnuverk- efni er áætlun um að þróa aðferðir til að afhjúpa ofbeldi. Eitt af síðustu verkefnum Normu var einmitt að búa til spurningalista sem allir gætu beitt og hægt væri með lítilli fyr- irhöfn að laga að ólíkum aðstæðum. Í seinni tíð hneigðist hugur Normu að því að vinna enn frekar úr reynslu sinni af ofbeldis- og mis- notkunarmálum og í því sambandi höfðum við báðar von um að tengja sérfræðikunnáttu hennar enn frek- ar athvarfinu og skjólstæðingum þess. En sú varð ekki raunin. Stórt skarð er höggvið í hóp okkar sem vinnum við athvarfið. Erfitt mun reynast að finna einhvern sem kom- ið getur í hennar stað. En við verð- um bara að halda áfram. Fleira fólk, konur, karlar og börn, mun leita eft- ir þjónustu okkar og sveitarfé- lagsins. Engin teikn eru á lofti um að ofbeldi fari minnkandi. Þvert á móti. Framundan er mikil vinna bæði við að bæta orðinn skaða og fyrirbyggja frekara ofbeldi ef við eigum að eygja von um að hægt verði að draga úr vandamálum sem tengjast ofbeldi í samfélaginu. Norma Mooney var einn fremsti talsmaður þess stóra hóps karla, kvenna og barna sem hafa mátt lifa í skugga ofbeldis. Hún var þess megnug að sjá lausnir og veita þess- um hópi fólks meiri og umfram allt betri hjálp en aðrir. Við munum af veikum mætti reyna að halda þess- ari vinnu áfram. Ég vil fyrir hönd athvarfsins tjá henni einlæga þökk okkar. Blessuð sé minning Normu Mooney. Wenche Karlsen, forstöðumaður Krisesenteret í Sarpsborg. NORMA MOONEY Oft vilja unglingar bregða á leik í fjar- veru foreldra og efna til skemmtanahalds í heimahúsi. Vorum við systkinin engin und- antekning frá því. Híbýlin voru í raðhúsi og aðeins einn veggur skildi að heimili okkar og næstu íbúð. Daginn eftir gleðskap kom iðrunin gjarnan – ekki vegna synda – heldur af tilhugsun um að hafa haldið vöku fyrir góðum nágrönn- um. Einhverju sinni mættust Soffía og Siggi nágranni á stéttinni fyrir utan daginn eftir gleði. Hin iðr- unarfulla stúlka segir við Sigga: „Fyrirgefðu hávaðann í gærkvöldi – mér finnst það svo leitt ykkar vegna.“ Og ekki stóð á svarinu: „Soffía mín. Þetta átt þú ekki að af- saka. Mest er um vert að þið hafið skemmt ykkur. Það er nefnilega svo mikilvægt að gleðjast í lífinu.“ Tilsvarið lýsir svo vel nágranna okkar, Sigurði Brynjólfssyni. Að njóta lífsins og hafa yndi af því. Okkur systkinum handan veggjar er ómetanlegt að hafa fengið að SIGURÐUR BJÖRN BRYNJÓLFSSON ✝ Sigurður BjörnBrynjólfsson fæddist í Hrísey 9. maí 1918. Hann lést á heimili sínu í Sunnu- hlíð hinn 9. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 17. desember. alast upp með Sigga við hlið okkar. Geta má nærri að samgang- ur fjölskyldna, er búa hlið við hlið, verður náinn og mikill. Aldrei bar skugga á það sam- býli og skapaðist eilíf vinátta. Við systkinin fáum seint þakkað þeim heiðurshjónum, Sigga og Deddu, að hafa fengið að njóta návistar við þau. Sam- heldni hjóna meiri en nokkurs staðar þekk- ist, lífsgleði og bjart- sýni, hnyttinn tilsvör, hæfilegur stráksskapur, dugnaður og elja á öllum sviðum, ásamt næmri tilfinn- ingu fyrir hinum mannlegu gildum lífsins. Þetta hafa verið einkenni Sigga og Deddu – lífsviðhorf sem við systkinin fengum að njóta og eiga sinn þátt í að móta okkur. Fyrir það fáum við seint fullþakk- að. Nú er Siggi genginn á braut. Leifturs hans og lífsgleði njóta nú aðrir með honum á öðrum stað. Söknuður Deddu og hinnar sam- heldnu fjölskyldu þeirra er mikill. Hugur okkar dvelur með þeim en sporin, sem Siggi skilur eftir sig, orna hjartanu. Megi blessun fylgja minningunni um okkar góða vin, Sigurð Brynjólfsson. Svava, Hjálmar, Kristín og Soffía, Árna og Ragnheiðar börn. Elsku Lena frænka. Ég minnist þín með virðingu og þakklæti í huga fyrir allar þær góðu stundir sem ég og móðir mín áttum með þér og Sæmundi manni þínum. Alltaf var jafn notalegt að koma til ykkar hjóna í gegnum öll árin sem orðin eru ansi mörg, og minningarnar því ekki fáar. Lena mín, ég veit að nú líður þér vel, og MAGDALENA S. BRYNJÚLFSDÓTTIR ✝ Magdalena S.Brynjúlfsdóttir fæddist á Hvalgröf- um á Skarðsströnd 17. nóvember 1914. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Skjóli í Reykjavík 29. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholts- kirkju 10. desember. ekki efast ég um að þín gamla frænka og vin- kona hefur tekið vel á móti þér. Sæmundur, Ásta, Brynjúlfur og fjöl- skyldur, þið eigið alla okkar samúð. Guð blessi ykkur öll. Svo viðkvæmt er lífið, sem vordagans blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina felur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni, og ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Fr. Stgr. frá Grímsstöðum.) Elín og Bragi. Okkur vini Svavars Guðlaugssonar langar að minnast hans fáum orðum og þakka fyrir frábær kynni á liðnum árum. Hjónin í Fögruhlíð Svavar og Ninna hafa verið ferðafélagar okkar í æði mörg sumur. Alltaf hefur verið tilhlökkunarefni að eiga saman helg- ardvöl víða um land. Hefur þá verið glatt á hjalla og mikið sungið enda uppistaða hópsins ættuð frá Skag- firsku söngsveitinni. Þeirra hjóna SVAVAR GUÐLAUGSSON ✝ Svavar Guð-laugsson fæddist í Vík í Mýrdal 27. apríl 1935. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 28. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey frá Breiða- bólsstaðarkirkju í Fljótshlíð 5. desem- ber. var sárt saknað síðast- liðið sumar þegar þau gátu ekki komið með vegna veikinda Svav- ars, en hann var búinn að ganga í gegnum mikil veikindi þetta síð- asta ár. Var það von okkar að margar skurðaðgerðir sem hann gekkst undir myndu bæta heilsu hans, en þær reyndust ekki bera þann árangur sem vonir stóðu til. Minningin lifir um frábæran félaga, sem ávallt var hress og léttur í lund. Við vottum Ninnu, börnum og afabörn- um innilega samúð okkar. Megi góð- ur Guð styrkja þau í söknuði þeirra, að sjá á bak eiginmanni, föður og afa. Knútur og Lóa, Ásgeir og Svanhildur, Þórður og Stella, Þorkell og Sigurbjörg. AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrit- uðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða send- anda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minn- ingargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Frágangur afmælis- og minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.