Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 300. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 mbl.is Bara eins og við erum Með fullri reisn í Þjóðleik- húsinu Fólk 57 Megas fer yfir aukinn og end- urútgefinn tónlistarferil 10 Að berjast fyrir frelsið Nóbelsverðlaunahafinn Fried- man í viðtali Sunnudagur 10 Megas og fortíðin TANZILA Mushanova, 11 ára, les fyrir systkini sín, Magomed og Nilönu, í tjaldi í flótta- mannabúðum við þorpið Slept- sovskaja í rússneska sjálf- stjórnarhéraðinu Íngúsetíu, skammt frá landamærunum við Tétsníu í gær. Flestir sem flúið hafa átökin í Tétsníu, þar sem aðskilnaðarsinnar berjast við rússneska herinn, hafa farið yf- ir til Íngúsetíu og eru þar nú um ellefu þúsund Tétsenar sem flestir búa inni á einkaheim- ilum eða í flóttamannabúðum. AP Í flóttamannabúðum Fá vopna- eftirlitinu leyniþjón- ustugögn Washington. AFP. BANDARÍSKIR emb- ættismenn ætla að af- henda vopnaeftirlits- nefnd Sameinuðu þjóð- anna leyniþjónustugögn, aðallega frá njósnahnött- um, í von um að þau verði til þess að eftirlitsmenn- irnir finni efna- og sýkla- vopn sem talið er að Írakar hafi falið. Að sögn The New York Times verða gögnin afhent á næstu dögum að beiðni Hans Blix, formanns eftirlitsnefndarinnar. Bandaríkjastjórn hafði verið treg til að af- henda gögnin þar sem hún óttast að þau geti orðið til þess að Írakar fái upplýsingar um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur aflýst ferð til Afríku, sem hann fyrirhugaði í janúar, og kynti það undir vangaveltum um að hann væri að undirbúa hernað í Írak. Bush hefur heimilað að 50.000 bandarískir hermenn verði fluttir á Persaflóasvæðið í byrjun janúar. Fyrir eru þar 65.000 banda- rískir hermenn, m.a. 15.000 í Kúveit við landamærin að Írak. Hans Blix FJÖLMENNUR fundur Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, sem haldinn var í gær að frum- kvæði borgarmálaráðs VG í Reykjavík, um samstarfið innan Reykjavíkurlistans lýsti yfir fullum stuðningi við borgarfulltrúa flokks- ins í R-listanum og ályktaði að í þeim viðræðum sem framundan eru verði staðfastlega unnið að því að tryggja áframhaldandi samstarf flokkanna þriggja – enda byggist það samstarf á málefnum. Um 70 manns sátu fundinn, sem var opinn öllum félagsmönnum í VG, en lokaður frétta- og blaða- mönnum. Árni Þór Sigurðsson, for- seti borgarstjórnar og oddviti vinstri-grænna í borgarstjórn, seg- ist mjög ánægður með þann góða stuðning, sem fram hafi komið á fundinum í garð borgarfulltrúa VG. „Það er mjög rík skoðun í okkar röðum og ég heyri það í Framsókn- arflokknum líka að þetta sé algjör- lega ósamrýmanlegt, að vera borg- arstjóri og vera líka í framboði fyrir Samfylkinguna og það er mjög erf- itt að hvika frá þeirri afstöðu,“ segir Árni Þór. „Við leggjum áherslu á að þetta kosningasamstarf flokkanna þriggja er um málefni, persónulegir hagsmunir einstaklinga, hvort sem það er nú Ingibjörg Sólrún eða ein- hver annar í þessu samhengi, mega ekki verða ofan á. Það eru hinir pólitísku hagsmunir sem verða að vera í fyrirrúmi,“ segir Árni Þór Sigurðsson. Ekki hvikað frá að Ingi- björg víki fari hún fram Morgunblaðið/Kristinn Ögmundur Jónasson, Steinar Ólafsson fundarstjóri, Árni Þór Sigurðs- son og Steingrímur J. Sigfússon við upphaf fundar borgarmálaráðsins. VG leggur ofurkapp á að viðhalda R-listasamstarfinu „VIÐ einfaldlega fórum yfir stöð- una, ræddum hana mjög opinskátt og ítarlega,“ segir Árni Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri-grænna í borg- arstjórn, um fund Vinstri-grænna um samstarfið innan R-listans. Fundurinn ályktaði að í viðræðum um framtíð samstarfsins verði unnið að því að tryggja áframhaldandi samstarf flokkanna. „Það eru alltaf skiptar skoðanir um það hvað menn vilja ganga langt, í hvaða skrefum og á hvaða tímapunkti hlutirnir eru gerðir og hvernig þeir eru sagðir. En þessi fundur var mjög fjölmenn- ur og hann var mjög eindreginn inni á þessari afstöðu sem kemur fram í ályktun hans,“ segir Árni Þór. Hann segir að það verði að koma í ljós hversu langt Vinstri-grænir eru tilbúnir að teygja sig til að halda R- listasamstarfinu. „Við leggjum ofur- kapp á að þetta samstarf haldi og við erum tilbúin til að leggja okkur mjög fram um það og við auðvitað gerum þá kröfu og væntum þess að aðrir geri það líka,“ segir hann. Árni segir R-listann eiga framtíð án Ingibjargar Sólrúnar. Hún hafi sjálf sagt það oftar en einu sinni í fjöl- miðlum að R-listinn snúist ekki um hana, heldur um pólitík og pólitískir hagsmunir verði að vera ofan á. Árni segir mikilvægt að framtíð samstarfsins verði ákvörðuð sem fyrst. „Svona þarf auðvitað að leysa tiltölulega fljótt en menn mega held- ur ekki rasa um ráð fram.“ R-listinn á framtíð án Ingibjargar Óttast hrun í breskum útvegi WWF segir ákvörð- un ESB ekki duga til BRESKIR sjómenn mótmæltu í gær sam- komulagi ríkja Evrópusambandsins um að minnka þorskkvóta um 45% og sögðu það myndu leiða til hruns í breskum sjávarút- vegi. Umhverfisverndarsamtökin WWF sögðu hins vegar að samkomulagið dygði ekki til bjargar stofninum og lýstu því sem dauðadómi yfir þorskinum í Norðursjó. Formaður samtaka breskra sjómanna, Barry Dees, lýsti samkomulaginu sem „samsulli sem enginn getur sætt sig við“. Niðurskurðurinn kemur verst niður á skoskum sjómönnum og leiðtogi samtaka þeirra sagði að samkomulagið myndi „leggja sjávarútveginn í rúst“. „Það er sið- laust að koma þannig fram við fólk.“ Samtökin óttast að mörg fyrirtæki verði gjaldþrota og 20.000 manns missi vinnuna. „Þetta er býsna útvatnað samkomlag,“ sagði talsmaður sænsku stjórnarinnar, sem greiddi atkvæði gegn samkomulaginu ásamt Þjóðverjum þar sem hún telur að niðurskurðurinn dugi ekki til að þorsk- stofninn nái að endurnýjast. Samkvæmt samþykkt ESB verður skip- um í Norðursjó bannað að vera lengur en í 15 daga á mánuði á sjó, en lagt hafði verið til að sóknin yrði takmörkuð við sjö daga. Kvóti verður skorinn niður um 45% í stað 80%. Framkvæmdastjórn ESB féllst einnig á að milda tillögu sína um að minnka styrki vegna smíði nýrra fiskiskipa.  Hliðaráhrif/2 ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.