Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VILJA ENN SAMSTARF Lýst var yfir fullum stuðningi við borgarfulltrúa Vinstrihreyfing- arinnar-græns framboðs á fjölmenn- um fundi sem haldinn var í gær að frumkvæði borgarmálaráðs flokks- ins um samstarfið innan Reykjavík- urlistans. Fundarmenn vildu að staðfastlega yrði unnið að því að tryggja áframhaldandi samstarf flokkanna þriggja en ekki yrði hvik- að frá því að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir yrði að velja hvort hún vildi vera borgarstjóri áfram eða fara í framboð til þings. Kvótum ESB mótmælt Breskir sjómenn hafa mótmælt málamiðlunarsamkomulagi Evrópu- sambandsins um að minnka þorsk- veiðar á næsta ári um 45% og segja að það verði til þess að mörg fyr- irtæki verði gjaldþrota og þúsundir manna missi atvinnuna. Umhverf- isverndarsamtök segja hins vegar að ESB, sem hafði boðað 80% nið- urskurð, hafi ekki minnkað kvótana nógu mikið til að bjarga þorskinum í Norðursjó. Gögn um vopn Íraka afhent Bandaríkjastjórn hefur orðið við beiðni vopnaeftirlitsnefndar Sam- einuðu þjóðanna um að afhenda henni leyniþjónustugögn, aðallega frá njósnahnöttum, í von um að hún finni gereyðingarvopn Íraka. Hótelherbergjum fjölgar Útlit er fyrir að hótelherbergjum í Reykjavík fjölgi um 20% á næstu mánuðum, úr 1.560 frá því í sumar í 1.900 með vorinu. Heilsárshótelum á landinu hefur fjölgað úr 54 í 58 á árinu sem er að líða. Of hátt verð fyrir bankann? Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður fimmmenninganna svo- nefndu úr hópi stofnfjáreigenda SPRON, segir þá hafa ástæðu til að ætla að verðið sem sparisjóðurinn greiddi fyrir hlut Kaupþings í Frjálsa fjárfestingarbankanum hafi verið alltof hátt. Sparisjóðsstjóri SPRON hefur sakað fimmmenn- ingana um ófrægingarherferð á hendur sparisjóðnum. Minni fólksfjölgun á Íslandi Íbúar á Íslandi voru 288.201 1. desember og þeim fjölgaði um 0,68% frá því á sama tíma í fyrra. Drottning, mær og njósnari Þótt Jörundur Jörundarson skrifaði margt um ævi sína, var hann ekki margmáll um kvennamál sín. Hann átti sér þó tilvonandi drottningu á Íslandi, bað um hönd skozkrar yngismeyjar í Frankfurt og giftist írskum njósnara í Tasmaníu. Freysteinn Jóhannsson hefur gluggað í heimildir um konurnar í lífi hundadagakóngsins. ferðalög Í skíðaferð um jólin sælkerarKalkún börnGullplánetan bíóTurnarnir tveir Út úr öngstrætinu Hilmar Jensson og sköpun í djassi Fer ekki troðnar slóðir í tón- sköpun sinni Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 22. desember 2002 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 49 Hugsað upphátt B8 Myndasögur 50 Listir 26/35 Bréf 50/51 Af listum 26 Dagbók 52/53 Birna Anna 26 Krossgáta 55 Forystugrein 32 Leikhús 56 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 56/61 Skoðun 38/39 Bíó 58/61 Minningar 40/44 Sjónvarp 54/62 Þjónusta 48 Veður 63 * * * VERÐMAT, sem fimmmenningarnir svonefndu úr hópi stofnfjáreigenda SPRON eru að láta vinna fyrir sig, bendir til þess að sparisjóðurinn hafi keypt Frjálsa fjárfestingarbankann af Kaup- þingi á of háu verði, þegar greiddir voru tæpir fjórir milljarðar króna fyrir bankann í haust. Þetta fullyrðir Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður fimmmenninganna, í samtali við Morg- unblaðið en vill ekki greina nánar frá niðurstöðu verðmatsins. Það sé þó meginástæða fyrirspurnar til Fjármálaeftirlitsins um viðskiptin. Auk þess vilji umbjóðendur sínir fá á hreint hvort SPRON hafi leitað til Fjármálaeftirlitsins fyrir eða eftir að kaupin fóru fram. Það séu mikilvægar upplýs- ingar því lög kveði á um að leita beri til eftirlitsins áður en slíkir samningar séu gerðir. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON og stjórnarformaður Kaupþings, sagði í Morgunblaðinu í gær að fyrirspurn fimmmenn- inganna væri liður í ófrægingarherferð þeirra á hendur SPRON. Ekkert óeðlilegt væri við við- skiptin og þau hefðu verið samþykkt af Fjármála- eftirlitinu. „Það er óskiljanlegur hroki í þessum viðbrögð- um Guðmundar,“ segir Jón Steinar, „og þetta er í raun nákvæmlega eins og hans fyrri viðbrögð í málinu. Það er líkt og að hann, og aðrir forsvars- menn sparisjóðsins, treysti sér ekki til að fjalla efnislega um málið. Alltaf þarf að hafa uppi ein- hver stóryrði um að árásir eða ófrægingarher- ferðir séu í gangi. Þessi vanstilltu viðbrögð við einfaldri fyrirspurn benda nú bara til þess að samviskan sé ekki góð af viðskiptunum.“ „Verið að taka stórfé út úr SPRON“ Jón Steinar segir umbjóðendur sína hafa ástæðu til að ætla að verðið sem SPRON borgaði fyrir hlut Kaupþings í Frjálsa fjárfestingarbank- anum á síðasta degi þriðja ársfjórðungs, eða 30. september síðastliðinn, hafi verið alltof hátt. Verðmatið, sem er á lokastigi, bendi til þessa. „Til að geta gætt hagsmuna sinna, sé þetta rétt, þurfa umbjóðendur mínir að sjálfsögðu að fá vitneskju um hvort staðið hafi verið lögformlega rétt að þessari sölu. Af þeirri ástæðu er fyr- irspurnin send til Fjármálaeftirlitsins og óþarfi er fyrir Guðmund að vera að hlaupa upp út af því. Hafi verðið verið allt of hátt þá er verið að taka stórfé út úr SPRON, hið heilaga, eigendalausa fé sem Guðmundur er búinn að tala um síðustu mán- uði með geislabaug yfir höfði sér, og færa yfir í Kaupþing, þar sem hann er stjórnarformaður. Menn þurfa að huga að réttarstöðu sinni gagn- vart þessu. Þarna virðist sparisjóðsstjórinn vilja hafa sjálfdæmi um að færa eigendalausa eigin féð úr sparisjóðnum yfir til Kaupþings,“ segir Jón Steinar. Verðmat fimmmenninga á bankakaupum SPRON af Kaupþingi Telja SPRON hafa keypt bankann á of háu verði NEYTENDUR virðast ætla að halda fastar um budduna fyrir þessi jól en síðustu því velta dagvöru var tæpum 3% minni í nóvembermánuði á þessu ári en í fyrra, skv. smásöluvísitölu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Ekki virðist eins fast haldið þegar kemur að áfengi því velta áfengis í nóvember er um 2% meiri en á sama tíma í fyrra. Þá jókst sala áfengis um tæp 10% frá því í október sl. Veltuvísitala dagvöru var 97,3 stig í nóvember og hækk- aði einungis um 2,6 stig frá því í október þegar hún var 94,7 stig. Hækkun vísitölu áfengis á milli mánaða var mun meiri eða um 9,8 stig, úr 92,2 stigum í október í 102,0 stig í nóvember. Veltuvísitala lyfja er í fyrsta sinn tekin með í smásöluvísi- tölu og er byggð á upplýsingum frá apótekum. Litlar breyting- ar hafa verið í lyfjasölu að und- anförnu en vísitalan er miðuð við september. Hún hækkaði um 3% í október en lækkaði aft- ur og stóð í 99,9 stigum í nóv- embermánuði. Smásöluvísitala SVÞ byggist á upplýsingum frá flestum dagvöruverslunum landsins og er ætlað að greina þróun í veltu. Minni matur en meira áfengi ÞAÐ eru ekki allir ánægðir með að fá lögregluna í heimsókn til sín en Elísa Líf Ingvarsdóttir, átta ára Mosfellingur, var fjarska glöð þeg- ar Heimir Ríkarðsson hverfislög- reglumaður bankaði upp á hjá henni í gær. Heimir kom enda fær- andi hendi, þar sem Elísa Líf var svo ljónheppin að vera dregin út í umferðargetraun barnanna. Í verðlaun fékk Elísa Líf jóla- pakka. Börnin sem eru dregin út í umferðargetrauninni, alls um 300 í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Sel- tjarnarnesi, fá einnig endurskins- merki að gjöf frá lögreglunni enda er nú svartasta skammdegið og því mikilvægt að vera vel sjáanlegur. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan kemur færandi hendi „MINNA framboð og hátt verð verð- ur sennilega til þess að neysla á þorski minnkar þegar til lengri tíma er litið,“ segir Gunnar Svavarsson, forstjóri SH, um niðurskurð Evrópu- sambandsins á þorskkvótanum. Hann segir að ákvörðun ESB hafi áhrif á viðskipti Íslendinga og hlið- aráhrif eins og áróður gegn þorsk- veiðum geti haft meiri áhrif. Eins og greint var frá í blaðinu í gær hefur Evrópusambandið sam- þykkt 45% niðurskurð á þorskkvóta en lagt hafði verið til að niðurskurð- urinn yrði 80%. Gunnar Svavarsson segir að minni niðurskurður þýði að þorskstofnarnir muni líklega byggj- ast hægt upp og það hafi áhrif á við- skipti Íslendinga á mörkuðunum. Gunnar bendir á að þorskveiði hjá ESB-ríkjunum hafi farið minnkandi undanfarin ár og áratugi og hafi í raun ekki skipt miklu máli varðandi framboð inn á markaðina. Hins vegar hafi hugsanleg hliðaráhrif eins og áróður gegn þorskveiðum meiri áhrif. Hann hafi verið nokkur undanfarin tvö til þrjú ár og sé að magnast. „Þar kemur til bæði misskilningur og eins nota fyrirtæki þennan áróður í mark- aðslegum tilgangi,“ segir hann og vís- ar til þess að þá leggi fyrirtæki áherslu á að bjóða aðrar vörur, jafn- vel aðrar fisktegundir frá öðrum heimshöfum, eins og bresk verslun- arkeðja hafi auglýst í vikunni. Gunnar segir að þar sem þorsk- veiði í norðurhöfum hafi farið hnign- andi sé framboðið tiltölulega tak- markað sem leiði til þess að þorskverð sé mjög hátt en lítið fram- boð og hátt verð dragi sennilega úr neyslu til lengri tíma og hún komi ekki til baka með auknu framboði. „Það er sú þróun sem menn hafa til dæmis séð í Bandaríkjunum.“ Niðurskurður á þorskkvóta hjá ESB Hliðaráhrif líkleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.