Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á ÞESSU ári minnast mennþrjátíu ára útgáfuafmælisMagnúsar Þórs Jónssonar,Megasar, og af því tilefni hafa fyrstu tíu hljómplötur hans ver- ið gefar út verulega endurbættar með miklu af aukaefni, auk þess sem úrval laga hans hefur komið út á þremur diskum. Engum tónlistar- manni íslenskum hefur verið sýnd önnur eins virðing og segja má að þessi útgáfa setji öðrum markmið að stefna að, því ekki verður betur gert að því séð er í fljótu bragði. Útgáfa sem þessi krefst mikils undirbúnings og aðdraganda, en einna mesti tíminn fór í að semja um útgáfurétttinn á plötunum, að koma samningum um allar plöturnar á eina hendi. Getur nærri að mikil vinna hafi legið að baki svo viðamiklum samningi, en að sögn Megasar hvíldi sú vinna að mestu á herðum Stefáns Ingólfssonar. Eins og Megas rekur söguna fékk hann bréf seint á síðasta ári frá Steinari Berg Ísleifssyni sem þá starfaði hjá Skífunni, þar sem fram kom að Steinar vildi bæta sam- skipti Megasar og Skífunnar sem hafa verið stirð eða jafnvel engin í mörg ár. „Ég varð fyrir slíku fram- ferði af hálfu Skífunnar á sínum tíma að ég leit á hana sem sjóræningjaút- gáfu og lokaði á allt samband við fyr- irtækið,“ segir Megas, „vildi ekki skipta mér af því sem það hafði fyrir stafni. Svo opnaði Steinar smugu en hætti síðan hjá Skífunni áður en lengra varð haldið með þessi mál. Hann skildi þó eftir alvarleg skilaboð til eftirmanns síns, Eiðs Arnarsson- ar, sem sá síðan um samninga af hálfu Skífunnar, en Stefán sá um mína hlið mála.“ Þegar samningur, sem Megas seg- ir að hafi verið mjög góður, var tilbú- inn í vor segir hann að opnaður hafi verið mikill gamall kassi með segul- böndum og byrjað að koma því sem á þeim var að finna í stafrænt form til þess að það væri hægt að hlusta, enda var talsverð áhætta tekin með því einu að spila böndin, sum þeirra voru orðin það gömul að hætt var við að ekki yrði hægt að spila þau nema einu sinni og jafnvel aldrei. „Í ein- hverjum tilfellum var ekkert hægt að gera við lög síðast á böndum, þau voru ónýt,“ segir Megas. „Ég fór svo að hlusta á upptökurnar byrjaði á upptökum frá 1969 til 1976 og hafði þá nokkra titla í huga sem ekki höfðu komist á plöturnar á sínum tíma, en þá voru 40 mínútur algjört hámark af músík.“ Hann segist hafa átt í erf- iðleikum með að hlusta á þetta sjálf- ur, heyrði ekkert nema klúður og vandræðagang og varð að fá menn til að hlusta með sér, enda er Megas einmitt þekktur fyrir það hve miklar kröfur hann gerir til þess sem hann sendir frá sér, vill ekki að neitt sé gefið út nema það sé í fullkomnu lagi. „Ég læt þó undan ef lögin hafa ein- hverja verðleika og því leitaði ég til annarra sem lögðu ekki sömu vigt og ég á feilana. Þegar þeir heyrðu ein- hvern þráð í lögunum sem ég ekki gat heyrt, vegna þess að ég heyrði bara feilana, þá lét ég það í hend- urnar á Bjarna Braga Kjartanssyni og fékk hann til að klippa út það versta,“ segir Megas, og bætir við að Bjarni Bragi unnið verkið af fágætri nákvæmni. Megas segir að sér finnist þessar gömlu upptökur standa sig furðu vel, tímans tönn hafi ekki gert þær ómerkar. „Það kom aldrei fyrir að ég hugsaði mikið hræðilega er þetta úr- elt, ofboðslega er þetta hallærislegt. Þetta eru auðvitað börnin manns, manns eigin hugarfóstur, en ég held að burtséð frá svoleiðis forsendum þá hafi ég ekki verið langt frá raun- veruleikanum, þau eru þannig í lag- inu þessi lög að þau eru alltaf jafn tímalaus og smella þar af leiðandi alltaf jafn vel inn í tímann.“ Það gefur augaleið að Megas er búinn að vera að grúska talsvert í fortíðinni á árinu og aðspurður hvernig höfundarverkið líti nú út er hann lítur til baka segir hann að sér sýnist þetta alltaf vera sama lands- lagið. „Það er einhver tæknileg þró- un, en þetta er bara kanón og það er engin sérstök prógressjón í því, það eru engin sérstök barnaverk og eng- in sérstök fullorðins-, enda hef ég blandað inn á milli lögum sem eru kannski frá því ég var ellefu eða tólf ára og menn heyra ekkert að þau séu neitt vanþroskaðri en hin. Á Far … þinn veg [sem kom út á síð- asta ári] dró ég þannig fram tvö lög frá 1972 og notaði í öðru tilvikinu meira að segja útsetninguna sem ég átti niðurskrifaða frá þeim tíma.“ Megas Fyrsta plata Megasar, sem hét einfaldlega Megas, kom út 1972. Út- gefendur voru íslenskir námsmenn í Noregi. Engin íslensk plata hefur vakið eins miklar deilur. „Eins og hún var nú lítið frumleg var hún alger nýlunda hér á landi því útgefendum hér hafði tekist að kom- ast hjá því að gefa út nokkuð svipað. Peter Paul & Mary þjóðlagasöngur var mjög í tísku og mjög margir trúbadúrar komnir í gang, en þeir studdust við Stein Steinarr og Lax- ness, rauluðu meinleysisljóð eftir Tómas og reyndu að vera sem blíð- astir. Þegar ég byrjaði að syngja fyr- ir Fylkingar- meðlimi á sínum tíma voru allir við- staddir sam- mála um það að útgefendur myndu aldrei gefa annað eins út, enda sér maður það einna best í dag hvað þetta var algerlega frábrugðið því sem var þá var á ís- lenskum markaði. Eftir þetta gat aft- ur á móti hvaða sótraftur farið á sjó, hann hafði fordæmið. Aukalögin á fyrstu plötunum eru ekki sett vísindalega niður, þ.e. þeim er ekki raðað eftur upptökudagsetn- ingu. Á Megas eru lögin þannig frá 1968 til 1974/75 og á Millilendingu frá 1973 til 1975/76 þannig að þetta skar- ast. Nota bene bónuslögin eru öll gerð sem demó og ég var afskaplega hroð- virknislegur í demógerð, ef mér tókst að ná einhverjum versum svo nálægt því sem þau áttu að vera að hægt væri að nota þau sem fyrir- mynd kallaði ég það teik. Uppleggið fyrir fyrstu plötuna var mjög klippt og skorið og ég taldi mig vera búinn að ná í burt öllu því sem gæti farið verulega illa fyrir brjóstið á fólki þannig afgangslög úr hljóðveri eða lög sem áttu að fara á plötuna en duttu út á síðustu stundu voru eig- inlega ekki til. Við höfðum reynt við nokkru lög sem ég var var búinn að skrifa út en áttuðum okkur á því að þau gengu ekki fyrir þetta litla band sem ég var með í Noregi. Eftir að ég kem heim frá Noregi fór svo í gang ansi mikill prósess og frá 1972 er mjög mikið af lögum sem kom síðan á Millilendingu og síðan lög sem ég flutti á tónleikum en voru eyrna- merki fyrir Drög að sjálfsmorði. Fyrsta lagið á bónuslistanum er Skutullinn í nýrri útgáfu, tónleikaút- gáfu sem er dæmigerð fyrir þá með- ferð sem þessi lög fengu hjá mér þegar fram í sótti. Ég fór að leika mér með þau og ef þau höfðu fengið einhverja spilun þá togaði ég þau og togaði svo að það reyndi mjög á þolrif og skilning þess sem heyrði.“ Millilending Millilending kom út 1975 og á henni leikur Júdas, hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, undir og fleiri tónlistarmenn. „Þær eru mjög skyldar, Millilend- ing og fyrsta platan, eineggja tvíbur- ar, en þar kom víðsýni íslensks æv- intýramanns til sögunnar, fjandvinar míns Jóns Ólafssonar, sem vildi fá plötu og var ekki að gera neinar kröf- ur um hvernig hún yrði. Ég sagði að ég vildi ekki gera fyrstu plötuna upp aftur, heldur bað um rokk og roll og lét fylgja að þar sem ég vissi ekkert um poppið á Íslandi vildi ég fá hljóm- sveit sem væri mjög ofarlega í vin- sældum og helst nútímaleg. Það hefði ekki verið heiglum hent að fá grúppu til að spyrða sig saman við eitthvað óþekkt x sem hafði fram- leitt plötu sem ekki átti upp á pallborðið. Ég hygg að Jón hafi gripið hér inn í, en í það minnsta þá reyndist Magnús Kjartansson vera sá haukur í horni sem öllu kom í lið. Hinir voru góðir spilarar en þessi tónlist var ekki þeirra. Magnús var hins vegar mun opnari og með meiri yfirsýn og hann bæði spilaði og stýrði sinni grúppu nákvæmlega eins og ég vildi fá það. Öll kubbslegheit og hallærislegheit á þeirri plötu eru því frá mér komið, dálítið skondið í dag en ekkert sem fellir lögin. Þetta var náttúrlega ekki nema afskaplega snyrt stúdíómynd af hrátt útlítandi manni. Tveimur árum áður en Millilend- ing kom út datt ég inn í að gera lög við Passíusálmana og því fylgdi al- mennur sálmaáhugi þannig að mér fannst vel við hæfi að fókusa á það í bónuslögunum á Millilendingu. Þetta sálmaefni, sálmar innan gæsalappa vitanlega, undirstrikar ákveðna til- finningu sem er til staðar á plötunni sjálfri þ.e.a.s. vangaveltur um dauða og eitthvað þvíumlíkt, þannig að þó að í því tilviki séu áhugamálin önnur en að búa til rokkplötu, þá eru þau mjög nálægt rokkinu. Passíusálmur #51 fjallar bara um almennan intolerans, er ekki útúr- snúningur á Passíusálmunum heldur árás á hina kristilega hugsun sem ekki er í samræmi við það sem menn eru í raun að játast undir. Passíu- sálmur #52 er svo útúrsnúningur á Passíusálmi #51, þar sem ekki stendur steinn yfir steini; maður sem er í því að láta krossfesta sig og hefur áhyggjur af því að buxurnar haldist ekki uppi. Þessir sálmar útskýra Millilendingu heilmikið og varpa líka ljósi fram fyrir sig því síðar kemur uppyrking á Passíusálmi #51 sem heitir Dagur hjólbarðasalans [á plöt- unni Til hamingju með fallið sem kom út 1996] – alveg sama þemað en með langtum meiri leiktjöldum og ýtarlegar farið í saumana á sam- kenndarleysinu.“ Fram og aftur blindgötuna Ári eftir Millilendingu kom út plat- an Fram og aftur blindgötuna. Und- irleikarar á þeirri plötu voru að stærstum hluta liðsmenn hljómsveit- arinnar Eikar. „Það gekk afskaplega vel að taka Blindgötuna upp, en það voru ljón í veginum; þegar kom að því að spila píanópartinn í síðasta laginu þá var farið í hvern virtúósann af öðrum sem litu á nóturnar og sögðu þetta er óspilandi eða þeir sögðust þurfa hálf- an mánuð til að æfa þetta. Það gekk loksins þegar við náðum skottið á ungri yndislegri dís sem var ekki verseruð í aðferðum virtúósa við að ýta svona frá sér. Í bónuslög- unum á þeirri plötu er ég kominn í svip- að eins og á fyrstu plöt- unni, dropout- in og útsensóreruðu lögin á útopnu. Að vísu eru þar lög sem hefðu nú vís- indalega heyrt til Millilendingar end- urútgáfunnar en vegna þess að þau eru létt og leikandi eins og Millilend- ingarlögin fannst mér gott að setja þau á þessa deprimerandi og þung- lyndislegu blindgötuplötu. Síðan dúkkuðu upp lög sem áttu að fara á Millilendingu eða Fram og aftur blindgötuna og ég kominn það langt með þau að demó var til en þau ekki sett á teip í stúdíói. Þarna voru lög sem voru á prógrammi þessi árin en duttu alltaf út þegar kom að því að Hugarfóstur Megasar Spessi Á árinu hefur þrjátíu ára út- gáfuafmælis Megasar verið minnst með endurútgáfu á tíu fyrstu plötum hans, bónuslögum, 84 óútgefnum lögum alls, og að auki hefur komið út þriggja diska safn með úrvalslögum. Árni Matthíasson ræddi við Megas um endurútgáfurnar og aukalögin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.