Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 11 Ska ta Skata Þorláksmessuskata Hnoðmör, hamsar, hangiflot. Hákarl, harðfiskur, stór rækja, hörpuskel, plokkfiskur, reyktur fiskur beint úr ofninum Opið í dag, sunnudag, frá kl. 9.00-18.00. Hjá okkur færðu ekta vestfirska skötu. Verið vandlát, það erum við. FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 Jólahumarinn kominn taka upp plötu. Þannig datt titillag plötunnar út og komst ekki einu sinni inn á endurútgáfuna, hún var orðin svo löng.“ Á bleikum náttkjólum Á plötunni Á bleikum náttkjólum nýtur Megas hjálpar Spilverks þjóð- anna og Karls Sighvatssonar og vakti hún mikla athygli á sínum tíma. Sú plata hefur oft verið valin besta plata íslenskrar rokksögu og í vali á plötu aldarinnar fyrir stuttu varð hún í þriðja sæti á eftir Ágætis byrj- un Sigur Rósar og Debut Bjarkar Guðmundsdóttur. Hún kom út 1977. „Þar gekk ég inn í samstarf þar sem Spilverkið ætlaði frá upphafi að ganga jafnt frá borði varðandi út- setningar og því kom ég ekki í stúd- íóið með lögin eins tilbúin og áður, ekki eins og með fyrstu tvær plöt- urnar þegar ég mætti í upptökurnar með allt útskrifað í nótur. Ég vissi að það myndi koma falleg togstreita um eitthvað sem við myndum síðan fall- ast á og ég féllst yfirleitt á þeirra til- lögur því þeir voru að sjá þetta með öðrum augum en ég og sáu þá ým- islegt sem ég hafði ekki átt- að mig á, skáru niður endurtekn- ingar og gerðu ýmis- konar litla uppskurði sem hjálpuðu lögunum mjög mikið. Þeir lögðu líka til allan hryllinginn í þessi pönkuðu lög, það var ákveðið gaman að vinna í svolitlu rænuleysi. Hvað aukalögin varðaði þá hafði um þetta leyti blossað upp hjá mér aftur áhugi á þjóðlögum Bjarna Þor- steinssonar, en ég hafði ungur að ár- um setið á Landsbókasafninu og skrifað upp allt það sem mér leist vel á; skrifað upp stemmur til þess að læra að gera stemmur. Á árinu sem Á bleikum náttkjólum kom út var ég búinn að ná ákveðnum hápunkti, ákveðnum árangri árangri í þessu, og dæmi um það er að heyra á plöt- unni í bónuslögunum. Stemmurnar eru gerðar eftir þeim formúlum sem eru yfir stemmur og í framhaldi af Bjarna kemur ákveðin skrýtin afstaða til rómantíkurinnar, ljóðskáldanna sem voru átdeited á þessum tíma, en lifðu samt í meðvit- und þjóðarinnar og blokkeruðu alla nýja hluti. Ég birti þarna mínar laga- smíðar við texta sem ég var að gera útúrsnúninga á, en á plötunni sjálfri var þannig Paradísarfuglinn sem er bónuslagið Brúðarnóttin í dagréttri gerð.“ Nú er ég klæddur og kominn á ról Enn vakti Megas deilur og hneykslan er hann sendi frá sér barnaplötuna Nú er ég klæddur og kominn á ról 1978, en á henni syngur hann ýmis þekkta barnalög í eigin út- setningu við undirleik Guðnýjar Guð- mundsdóttur fiðluleikara og Scotts Glecklers kontrabassaleikara. „Það er sama með barnaplötuna og Drög að sjálfsmorði sem kom ári síðar að henni var pakkað afskaplega vel inn, hún hófst og henni lauk og svo sem ekki miklu að bæta við það. Þar hafði ég þó drauminn upp á að hlaupa og gat lætt inn átta aukalög- um sem voru mun persónulegri en hitt, lög sem voru brúkslög fyrir strákana mína tvo og hending að ég tók þau upp. Það var bara vegna þess að ég var alltaf með teip í gangi, og líka hend- ing að þau varðveittust, ég leit nú ekki á þessi teip, sem voru ansi mörg, sem neitt til að halda upp á, en það er hverfandi sem ekki var hægt að ná af þeim þegar á reyndi.“ Drög að sjálfsmorði Drög af sjálfsmorði var tekin upp á tónleikum í hátíðarsal Menntaskól- ans við Hamrahlíð 1979 og gefin út á tvöfaldri breiðskífu sama ár. Eftir að platan kom út fóru á kreik miklar kjaftasögur af Megasi, meðal annars sú að hann hefði svipt sig lífi þegar platan var komin út, en frá honum heyrðist engin tónlist um tíma, ekki fyrr en hann tók upp samstarf við verkalýðspönksveitina Ikarus. „Ég valdi þá leið að taka þessi lög upp á tónleikum vegna þess að það var ekki til peningur til að vera í stúdíói, kostnaðurinn óx mönnum í augum. Þetta var aftur á móti ansi mikið álag á mig; ég var sérstaklega farinn að þreytast á þessum tíma og mér hefði betur gengið að hafa næði til að taka þetta upp. Svo voru tveir maxi tón- leikar settir á einn dag og jafn vondir báðir. Það var bara svo erfitt að fá inni í Menntaskólanum við Hamrahlíð, það voru alltaf kóræfing- ar í gangi og því varð þetta að vera svona. Það er alltaf merkileg hvað uppákoma getur lifað lengi og þetta er löngu orðið goðsögn, en ég á engar skemmtilegar minningar frá tónleik- unum þó að æfingartíminn hafi verið dýrlegur. Þegar kom að alvörunni hefði ég helst viljað pakka saman og segja bless, láta einhvern annan syngja þessi lög. Það eru engin bónuslög því það var út í hött að setja nokkur aukalög, tónleikarnir eru komplett og þeim lýkur svo afdráttarlaust að þar er engu hægt að bæta við.“ Í góðri trú Eftir Drög að sjálfsmorði heyrðist ekkert frá Megasi alllengi en þó kom út með honum tónlist, fyrst í safn- kassanum Megas allur sem kom út 1985, en í honum voru þær plötur sem þegar höfðu komið út með Meg- asi og að auki tvær plötur með áður óútgefinni tónlist, Gult og svart – Andinn og Gult og svart – Holdið; á þeirri fyrrnefndu lög Megasar við Passíusálma og þeirri síðarnefndu lög sem Megas gerði með Íkarusi, áður útgefin smáskífulög og annað óútgefið. Í góðri trú kom svo út 1986 og vakti mikla athygli. „Þetta var fyrsta platan með nýju efni í langan tíma og mér sem sóló- artista. Ég var með talsvert mikið meira af efni en þar komst fyrir en tíndi út ákveðin aðallög, var með konsept af plötu í kollinum. Þegar Krummi [Hrafn Gunnlaugs- son] tók við völdum í LSD [Lista og skemmtideild Sjónvarpsins] komust ýmsir inn sem höfðu verið úti í kuld- anum og ég fékk tækifæri á að gera tvo þætti sem skiluðu efni sem hefði get- að rúmast sirka á LP plötu. Í þátt- unum tók ég upp ný lög með Sykur- molunum sem ég hugðist síðan ann- aðhvort nota í aðeins æfðari og unn- inni versjón, en þegar ég fór að leita hófanna hjá útgefendum var það ekki auðsótt. Þegar loksins var samþykkt að gefa út plötu með mér var algjör- lega afvísað að hafa þessa röff mús- íkanta og Tomma [Tómasi M. Tóm- assyni] fengið þetta í hendur. Tómas gerði þetta ósköp fallega en það var meðal annars viðrað í dómi um plötuna að fyrri útgáfurnar væru meira lifandi og skemmtilegri. Sá sem það skrifaði hafði ýmislegt til síns máls og því fannst mér kjörið að útvíkka Í góðri trú og þá geta menn sest niður og borið saman, en þeir munu finna gæðin við báðar útgáf- urnar.“ Loftmynd Loftmynd kom út 1987 og enn vakti Megas deilur. Sérstaklega þótti mönnum mynd á bakhlið umslagsins krassandi, en Megas hefur látið þau orð falla að hann hafi valið hugljúfa mynd á bakhlið til að draga úr borg- argrámanum sem einkenndi fram- hliðina. Platan var öðrum þræði gerð í tilefni af afmæli Reykjavíkurborgar. „Loftmyndin var söguleg að því leyti að þar er ég loks gjaldgengur inn í Grammið, en innan þess var tendensinn að vera ekki mikið með öldunga og skallapoppara. Bubbi er tekinn þar inn á undan og menn ekki sammála um það innan Grammsins en þegar Bubbi var kominn inn var auðveldara að koma mér og Reykja- víkurplatan [Loftmynd] er eitt klár- asta verkefnið af þessu öllu. [Ás- mundur Jónsson] kom til mín og vildi gefa út plötu og bauð mér hljómlist- armenn og stúdíó. Ég vann hana það sumar, tók upp demó í tveimur sessj- ónum, og þá hitti ég Hilmar [Örn Hilmarsson], sem tók upp demóin. Þá komst ég loks í professional demó gerð, hann sleppti mér ekki með neitt sem ekki var nógu gott. Ég hef verið þeirrar skoðunar að þorri þjóðarinnar sé búinn að missa eyrun af hávaða og öskrum en ég hafði upp á þriðja eyranu þegar ég gerði Loft- mynd, Guð- laugi Kristni Óttarssyni. Loftmynd- in var fyrsta platan sem kom út sam- tímis á geisla- disk og vínil og þá innihéldu diskar gjarnan aukalög og ég fékk leyfi til að taka upp fleiri lög en komust á vín- ylplötu. Það fór síðan allt á diskinn sem var í kringum 60 mínútur. Það hafði ég nokkur intressant demó til að spila úr, en þegar til átti að taka var fyrra segulbandið týnt og ég átti ekki nema afrit af afriti á kassettu. Á seinni demóspólunni var aftur á móti meira af lögum sem enduðu á Höf- uðlausnum, þannig að ekki er nema eitt bónuslag á Loftmynd, en disk- urinn er samt 67 mínútur.“ Bláir draumar / Englaryk í tímaglasi Fyrir jólin 1988 kom út platan Blá- ir draumar sem þeir skiptu með sér Bubbi og Megas. Tónlistin var djass- skotin og meðal hljóðfæraleikara danski djasspíanistinn Kenneth Knudsen. Enn varð Megas til að hneyksla, nú með laginu Litlir sætir strákar, og í dag er furðulegt til þess að hugsa að menn hafi miskilið það eins rækilega og raun bar vitni. Á Englaryki í tímaglasi er hluti Megas- ar af Bláum draumum. „Í þessari útgáfuröð tek ég þetta sem hálfgerða trílógíu, Loftmynd, Höfuðlausnir og minn part af Bláum draumum. Sú plata rímaði eiginlega ekki við neitt nema sjálfa sig og pass- aði alls ekki að hafa Bubba með í þeim pakka. Þetta er þó alls ekki neitt gæðamat, bara að það passaði ekki að hafa það saman, þessi litli hali varð að vera aðskilinn. Hann fyllti þó ekki nema um hálfa hljómplötu, kvartdisk, og þá var hægt að leika sé með það að hafa þær tvær útgáfur sem til voru af efninu og gefa fólki kost á að átta sig á því til að mynda að söngurinn í demó-upptökunum er margfalt betri en í lokaútgáfunni, hann er algerlega gerilsneyddur í lokaútgáfunni en á demóunum er til- finningin.“ Höfuðlausnir Við endurútgáfurnar sjálfar þurfti mismikið að vinna, í sumum tilfellum var nóg að gera nýtt frumeintak, en aðrar þurfti að vinna meira. Engin krafðist þó meiri vinnu en Höfuð- lausnir sem kom út 1988, en hana þurfi að hljóðblanda upp á nýtt. Það gerðu þeir Hilmar Örn sem tók plöt- una upp með Megasi á sínum tíma, Bjarni Bragi og Guðlaugur Kristinn en Megas segir að Höfuðlausnir hafi ekki komið út í réttri mynd á sínum tíma. Hún vakti enn meira umtal og deilur en áður, bæði fyrir lagið um stúlkuna í Álafossúlpunni og svo lag- ið Drengirnir í Bangkok. „Í augnablikinu er Höfuðlausnir uppáhalds platan því hún er í raun nýjust; maður varð að sjá hana fyrir sér í huganum á sínum tíma því út- gefin platan gaf manni ekki nógu miklar vísbendingar. Það varð að hlusta á hana í heyrnartólum, en ekki í venjulegum hátölurum. Þetta var önnur plata hans Hilmars, hann gerði Crowley-messuna og það var hún sem kveikti í mér að fá hann til að pródúsera fyrir mig, ég var með lög sem hentuðu manninum sem gerði Crowleymass. Við fórum svo í stúdíóið til að taka eitt eða tvö lög, Ási [Ásmundur Jónsson í Gramm- inu] gaf leyfi til þess, en svo læstum við öllum portum, stungum okkur í kaf í kafbát og gerðum tíu. Fjármálin voru öll í ólagi þannig að það var eng- inn greiði að fara í stúdíó til að taka upp tvö lög en taka upp tíu. Þetta var mjög kons- entrerað, bara við Hilm- ar og Gulli og svo komu stelpurnar [Björk Guðmundsdóttir og Inga systir hennar] þegar á þeim þurfti að halda. Aukalögin voru demó en síðan undir Hilmari komið hvað hann vildi setja inn af ónotuðum rásum. Upp- haflega var einhver skátafílingur í Hilmari gagnvart Í Öskjuhlíð, en ég rústaði hann með því að setja inn blásara, hjálpræðishersblástur sem ég spilaði inn sjálfur og setur mark sitt á lagið. Svo lét Hilmar drauminn rætast þegar við vorum að setja inn aukalögin og þurrkaði út allan horna- blástur þannig að þetta er fabrikerað átteik en á rétt á sér því það gefur aðra mynd af laginu. Demóið af því er svo á plötunni, algjörlega strípað. Eitt bónuslagið er svo lag af Höf- uðlausnum í tiltölulega normal út- gáfu.“ Megas 1972–2002 Við ofangreint er svo því að bæta að um líkt leyti og Höfuðlausnir kom út, síðasta endurútgáfan í bili, kom út þriggja diska safnkassi, Megas 1972– 2002. Grunnhluti útgáfunnar er tvö- föld 43 laga safnplata með úrvali af öllum sólóplötum Megasar til þessa dags, en einnig er í pakkanum átján laga aukaplata með lögum af ýmsum hliðarverkefnum Megasar í gegnum árin auk áður óútgefinna verka. Um- búðir þeirrar útgáfu og reyndar end- urútgáfurnar allar hannaði Þórarinn Leifsson sem Megas segir að hafi unnið þrekvirki. arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.