Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ M ikil umskipti hafa orðið í starfi þjóð- kirkjunnar á undanförnum árum, að sögn séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og prests í Hallgrímskirkju. Hækkun sóknargjalda árið 1985 gaf aukið svigrúm til starfa og gerði kleift að fjölga starfsfólki sóknanna. Áður voru sjaldnast aðrir en prestar og organistar í föstum störfum. Í kjöl- farið hefur þátttaka almennra sókn- arbarna margfaldast. En hvar er al- menningur virkastur í kirkjulegu starfi? „Annars vegar í helgihaldinu, sem er elst og þekktast í starfi kirkj- unnar. Það er fyrst að telja mess- una, sem hefur haldið velli í gegnum allar aldir. Við erum nokkuð íhalds- söm gagnvart messugjörðinni sem hefur þróast um langan aldur, en á síðustu árum hefur kirkjan einnig boðið upp á meiri fjölbreytni í guðs- þjónustuhaldi.“ Jón Dalbú segir að auk aðalmessu sunnudagsins sé boðið upp á sam- verustundir með öðru sniði og ganga þær undir ýmsum nöfnum eftir umgjörðinni. Samkomur þess- ar eru sniðnar með ákveðna mark- hópa í huga og segir Jón Dalbú að á hverjum sunnudegi megi finna slík- ar samverustundir í einhverri af kirkjum prófastsdæmisins. Nefna má kvöldmessur, fjölskylduguðs- þjónustur, jazzmessur, poppmessur, rokkmessur, þjóðlagamessur, Tóm- asarmessur, Taizémessur og æðru- leysismessur. Samkomur af síðast- talda taginu hafa verið haldnar í Dómkirkjunni einu sinni í mánuði undanfarin fimm ár. Þær sækja að lágmarki 200–300 manns hverju sinni. En helgihaldið er ekki bundið við sunnudagana eina. „Helgihaldið hefur í auknum mæli dreifst yfir alla daga vikunnar. Það hefur gerst með kyrrðarstundum í hádegi, bænaguðsþjónustum, og bænastundum með einföldu sniði sem haldnar eru reglulega í nær öll- um kirkjum prófastsdæmisins. Auk þess vil ég nefna sérstaklega helgi- hald sem er á öllum sjúkrahúsum og mörgum stofnunum þar sem starfa sérþjónustuprestar og djáknar.“ Séra Jón Dalbú segir að sérþjón- ustuprestar í Reykjavík séu nú fimmtán talsins og djáknarnir fimm. Þetta fólk starfar við sjúkrahús og hinar ýmsu stofnanir, svo sem elli- heimili og fangelsi. Sérþjónustan hefur vaxið ört, en fyrir 18 árum var einungis einn sjúkrahúsprestur starfandi í sérþjónustu. Starf fyrir fólk á öllum aldri Boðið er upp á barna- og ung- lingastarf í öllum kirkjum prófasts- dæmisins. Starf fyrir yngstu kyn- slóðina, gjarnan kallað sunnudaga- skóli, er oft í tengslum við aðal- messu sunnudagsins. „Þá sameinast allir í messunni, börn og fullorðnir, síðan fara börnin í sunnudagaskóla, meðan predikun fer fram, þar sem þau fá fræðslu við sitt hæfi og sungið er með þeim. Á virkum dögum er boðið upp á kirkjuskóla fyrir börn. Kirkjuskól- inn er víða aldursskiptur og svo tek- ur unglingastarfið við. Þátttaka hefur aukist mikið í barnastarfinu. Það kemur ekki síst til af því að margir söfnuðir hafa ráðið æskulýðsfulltrúa til starfa. Þeir hafa meðal annars sem verk- efni að byggja upp góð tengsl við skóla og leikskóla og annað fé- lagsstarf í söfnuðunum þar sem börn og unglingar eiga í hlut.“ Jón Dalbú segir að í mörgum hverfum borgarinnar starfi sam- starfsráð þar sem sitja fulltrúar íþróttafélaga, skáta, kirkjunnar, KFUM, lögreglu, ÍTR og Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík. Sumarstarf í kirkjum fyrir börn og unglinga hefur einnig farið í vöxt. Við sumar kirkjur er boðið upp á fjölbreytt sumarnámskeið. „Sem dæmi um samvinnu borgar og kirkju þá hafa öll börn í Vinnu- skóla Reykjavíkur undanfarin sum- ur komið í Hallgrímskirkju og feng- ið fræðslu um kirkjuleg og menningarleg efni. Í fyrrasumar komu hingað um 2.000 unglingar í því sambandi. Þá er vert að geta þess að í tengslum við unglingastarfið í Reykjavíkurprófastsdæmum hefur verið komið á laggirnar Æskulýðs- sambandi kirknanna á svæðinu. Æskulýðssambandið heldur utan um unglingastarfið og býður m.a. upp á markvissa handleiðslu, sam- starf milli félaga og leiðtogafræðslu fyrir starfsfólk í æskulýðsstarfinu.“ Nánasti snertiflötur kirkjunnar við ungu kynslóðina er þó líklega í fermingarfræðslunni. „Yfir 90% unglinga sækja ferm- ingarfræðslu kirkjunnar og sú starf- semi hefur einnig verið í þróun,“ segir Jón Dalbú. „Það hafa verið reyndar ýmsar nýjar leiðir, til dæm- is að gefa kost á síðsumarnámskeið- um í ágúst áður en skólinn byrjar. Þannig má nýta tímann áður en skóla- og tómstundastarf hefst að hausti.“ Eldri kynslóðin verður heldur ekki útundan í starfi kirkjunnar. „Það er mjög skipulegt starf með öldruðum í kirkjum borgarinnar, opin hús með dagskrá og fræðslu, heimsóknarþjónusta þar sem ein- angraðir einstaklingar eru heim- sóttir og reynt að stytta þeim stund- ir með upplestri og samtölum. Þeir skipta hundruðum sem sækja þetta starf. Prófastsdæmið rekur starf- semi sem kallast Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma og fram- kvæmdastjóri þess heldur utan um þetta starf til samræmingar, upp- örvunar og leiðtogafræðslu.“ Kirkjurnar eru tónlistarhús Tónlistarlíf í kirkjum hefur eflst mjög á undanförnum áratugum. Auk hefðbundinna kirkjukóra starfa barna- og unglingakórar í flestum kirkjum borgarinnar. Fjöldi barna og unglinga sem koma til æfinga og söngkennslu vikulega skiptir hundr- uðum, að sögn Jóns Dalbú. Barna- kórarnir taka gjarnan þátt í fjöl- skylduguðsþjónustum og almennu helgihaldi. Víða er börnum og ung- lingum einnig gefinn kostur á að koma með hljóðfæri sín og leika við þessar athafnir. „Auk hefðbundinna kirkjukóra starfa einnig nokkrir stærri kórar sem fást við önnur verkefni og verða jafnvel sjálfstæðar stofnanir innan safnaðanna. Þessir kórar standa fyrir fjölbreyttu tónleika- haldi allt árið um kring. Í sumum söfnuðum prófastsdæmisins hafa verið haldnar listahátíðir og þeirra stærst er Kirkjulistahátíð Hall- grímskirkju, sem haldin er annað hvert ár. Næst verður hún um hvítasunnu vorið 2003 og þar koma fram þekktir listamenn innlendir og erlendir. Kirkjulistahátíðin hefur reynst gríðarleg lyftistöng fyrir kirkjutónlist á Íslandi. Það er einnig boðið upp á myndlist, dans og aðrar listgreinar, málþing og fleira. Í Dómkirkjunni, Hallgrímskirkju og Langholtskirkju eru stærstu kór- arnir. Í Langholtskirkju starfar t.d. kórskóli þar sem börn geta hafið nám 5–6 ára gömul og verið í tón- listar- og söngnámi til fullorðins- ára.“ Jón Dalbú segir að í þessu sam- bandi megi vekja athygli á að nú skuli vera góð orgel og önnur hljóð- færi í nánast hverri kirkju. „Klais-orgel Hallgrímskirkju er 10 ára um þessar mundir. Það er ekki vafi í mínum huga að tilkoma orgelsins hefur lyft orgeltónlist á Ís- landi á mun hærra svið en áður var. Mjög margir hafa lært orgelleik hér í kirkjunni og eru orðnir organistar. Hér eru reglulega orgeltónleikar sem eru mjög fjölsóttir. Bara yfir sumarið eru haldnir orgeltónleikar þrisvar í viku í tíu vikur samfleytt. Hingað hafa komið þekktustu org- anistar heims til að leika fyrir okk- ur.“ Kirkjurnar eru mikið notaðar sem tónlistarhús, að sögn Jóns Dalbú. Til dæmis hefur Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna aðsetur í Neskirkju, æfir þar og heldur tón- leika. „Kirkjutónlist hefur fengið það góðan byr að á síðasta ári voru nokkrir organistar og kórstjórar kirknanna tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Organistinn hér í Hallgrímskirkju, Hörður Ás- kelsson, var þar valinn flytjandi árs- ins 2001 á sviði klassískrar tónlistar fyrir flutning á kirkjulegri tónlist. Það sýnir hvað kirkjutónlist er á háu plani hjá okkur. Organistarnir Gunnar Gunnarsson og Jón Stef- ánsson voru einnig tilnefndir.“ Fræðslustarf og fundahöld Lengi hefur verið boðið upp á fræðslu í söfnuðum borgarinnar og þá fyrst í formi Biblíulestra og fræðslukvölda. Jón Dalbú segir að nú sé í auknum mæli farið að bjóða námskeið í grundvallaratriðum kristinnar trúar, svonefnd Alfa- námskeið og önnur svipuð. Þetta á sinn þátt í að hópastarf hefur aukist mjög í kirkjulegu starfi. „AA-fundir hafa lengi verið haldnir í húsakynnum kirkjunnar en nú hefur bæst við að kirkjan sjálf hefur farið af stað með 12-spora vinnu. Hún felst í því að fólk, sem hefur lent í áföllum, fær tækifæri til að vinna úr þeim með aðferð 12- sporanna svokölluðu. Þessi spor eru þekkt í starfi AA-samtakanna. Boð- ið er upp á þetta 12-spora starf í fimm kirkjum prófastsdæmisins. Í þessu starfi er gengið út frá krist- inni kenningu. Í sumum kirkjum eru allt upp í fimm 12-spora hópar starfandi nú þegar. Þetta hefur gef- ið mjög góða raun og vex ört. Þeir sem stunda hópastarfið tala um það sem hjálp til að byrja nýtt líf sem er byggt á kristinni trú og iðkun trú- arinnar. Þarna kemur alls konar fólk, einstaklingar sem lent hafa í skilnaði, tilfinningalegum áföllum, fjárhagserfiðleikum, ágreiningsmál- Lífskraftur í kirkjunni Morgunblaðið/Golli „Fólk er ekki eins feimið að tala um andleg málefni og var. Það vill gjarnan eiga samtal við kirkjuna sína,“ segir séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur Reykavíkurprófastsdæmis vestra og prestur í Hallgrímskirkju. Kirkjurnar í Reykjavíkur- prófastsdæmum iða af lífi alla daga vikunnar, ekki síst á jólaföstu. Í viku hverri koma þangað að jafnaði nærri 20 þúsund manns til helgihalds og til að njóta fræðslu, fagurrar tónlistar, fundahalda og alls annars sem boðið er upp á. Guðni Einarsson ræddi við séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prófast í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra og prest í Hallgrímskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.