Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gefðu öðruvísi jólagjöf Fallegu kertastjakarnir frá Bernardaud fást hjá Laugavegi 22a, sími 551 5272. HUGVÍSINDASTOFNUN Há- skóla Íslands hefur sent frá sér bókina „Ekkert orð er skrípi ef það stendur á réttum stað“ en hún er safn fyrirlestra sem fluttir voru á Laxnessþingi ráðstefnu um ævi og verk Halldórs Laxness sem Hugvísindastofnun, Edda – miðlun og útgáfa, Morgunblaðið og Stofn- un Sigurðar Nordals stóðu fyrir í tilefni af 100 ára afmæli hans í apríl á þessu ári. Markmiðið með ráð- stefnunni var ekki að efna til lof- söngs um afrek skáldsins heldur að safna saman fólki sem hefur rann- sakað hinar ólíku hliðar ævi hans og verka og sýna breiddina í því sem kalla má íslenskar Laxness- rannsóknir. 26 fyrirlestrar voru haldnir á ráðstefnunni utan erinda við setningu. Í bókinni birtast 23 fyrirlestranna auk setningarerindis Magnúsar Magnússonar en við setningu þingsins töluðu einnig Ólafur Ragnarsson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Fyrirlestrar Listasafn Íslands Rakel Péturs- dóttir deildarstjóri fræðsludeildar verður með leiðsögn um sýninguna Íslensk myndlist 1980–2000 kl. 15–16. Jólasöngvar í Dómkirkjunni Dóm- kórinn í Reykjavík og Barnakór Dómkirkjunnar flytja jólasöngva kl. 17. Flutt verða verk eftir eftir Praetorius, Eccard, Brahms, Þorkel Sigurbjörnsson o.fl. Báðir kórarnir syngja „Quempas-sönginn“ í þýðingu sr. Sigurbjörns Einarssonar og í lok tónleikanna verður kveikt á kertum í sálminum Blíða nótt sem Helgi Hálf- dánarson þýddi. Stjórnendur kór- anna eru Kristín Valsdóttir og Mar- teinn H. Friðriksson. Alla, Ása og Anna Sigga sjá um að- ventuvöku í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 22. Aðventuvakan sem ber yf- irskriftina Á dimmri nóttu er klukku- stundar kyrrlát dagskrá með kerta- ljósum, hugleiðingum og ljúfum tónum. Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteins- dóttir píanóleikari munu sjá um tón- list og Ása Björk Ólafsdóttir guð- fræðinemi mun flytja hugleiðingar um aðventu og jólahald. Kammerkór Vesturlands flytur dagskrá í Borgarneskirkju kl. 21.30 og hefur dagskráin yfirskriftina Náttsöngur í Borgarneskirkju. Á efnisskránni verða m.a. kantöntur, einsöngslög og jólasálmar. Með kórnum koma fram fiðluleik- ararnir Lilja Hjaltadóttir og Elfa Kristinsdóttir og Kristinn Örn Krist- insson píanóleikari. Einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga. Stjórnandi Kammerkórs Vest- urlands er Dagrún Hjartardóttir. Samkór Selfoss, undir stjórn Edit Molnar, verður með jólavöku í Sel- fosskirkju kl. 22. Jóhann Yngvi Stef- ánsson verður gestur Samkórsins ásamt eldri barnakór Selfosskirkju. Jóhann Yngvi leikur á trompet ásamt Miklos Dalmay píanóleikara og einn- ig með Samkórnum. Eldri barnakór Selfosskirkju flytur nokkur lög með stjórnanda sínum, Glúmi Gylfasyni. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is VORKVÆÐI um Ísland erheitið á nýjasta geisladiskiHamrahlíðarkórsins – ogmá með sanni segja að sé viðeigandi í þeirri einmunablíðu sem ríkt hefur í landinu þótt enn teljist desember ekki til vormánaða en eins og segir í Syngur sumarregn, eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við ljóð Hildigunnar Halldórsdóttur: Syngur sumarregn/á bárujárninu bratta/og svæfir sárþreyta veru,/ sætt lætur hljóðið í eyru. Syngur sumarregn. – og auðvitað á falleg tónlist við á öllum árstímum. Öll verkin á diskinum eru íslenskar tón- smíðar og eru flest þeirra samin fyr- ir Hamrahlíðarkórinn. Auk lags Hildigunnar eru á diskinum verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson, Snorra Sigfús Birg- isson, Hróðmar Inga Sigurbjörns- son, Jón Ásgeirsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Mist Þorkels- dóttur og Karólínu Eiríksdóttur. Þegar stjórnandi Hamrahlíð- arkórsins, Þorgerður Ingólfsdóttir, er spurð hvers vegna kórinn hafi valið að flytja eingöngu íslensk verk á diskinum, segir hún: „Þessi diskur hefur ákveðna sérstöðu. Því nær öll verkin á diskinum eru samin fyrir kórana sem kenna sig við Hamra- hlíð. Ef við skoðum málið í stærra samhengi en okkar litla andapolli hér, þá er mjög sérstakt að hér skuli vera til svona margar tónsmíðar sem samdar eru sérstaklega fyrir þetta unga fólk, sem allt er sprottið úr sama jarðvegi, það er að segja úr einum og sama menntaskólanum. Og þetta er bara smáhluti, því það hafa um áttatíu verk verið samin fyrir þetta unga fólk í Hamrahlíð – og þar má einnig nefna erlend tón- skáld, meðal annarra má nefna Arvo Pärt sem tileinkaði mér eitt af sín- um kórverkum.“ Öll ár eru stór Í ár eru þrjátíu og fimm ár frá stofnun Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og tuttugu ár frá stofnun framhaldskórsins, Hamrahlíð- arkórsins, og þegar Þorgerður er spurð hvort þetta sé þá ekki dálítið stórt ár hjá kórnum, svarar hún því til að öll ár séu stór og bætir við: „Ég hef að vísu aldrei verið upp- tekin af afmælum.“ Á þessum áratugum hefur kórinn hljóðritað þrjár plötur og fimm geisladiska en Íslensk tónverkamið- stöð gaf þrjá þeirra út. Vorkvæði um Ísland er fimmti diskurinn. Fjórir diskanna innihalda verk eftir íslensk tónskáld. Flest verkanna eru gjafir „Ég hef alltaf litið á flutning ís- lenskrar tónlistar sem ákveðið trú- boð,“ segir Þorgerður. „Ef við flytj- um þessa tónlist ekki hér á Íslandi, getum við ekki búist við því að aðrir geri það. Og við eigum að vera fyrst til. Þá á ég einkum við tónlist sem er samin fyrir raddir og við texta, vegna þess að aðrar þjóðir eiga oft í erfiðleikum með okkar tungu. Í útgáfu finnst mér það hafa verið verðugt verkefni, því kórtónlist eftir erlenda höfunda er fáanleg með öðr- um flytjendum. Það er ástæðan fyr- ir því að ég hef lagt mikla áherslu á okkar tónlist.“ Eins og áður segir eru nær öll verkin á diskinum samin fyrir Hamrahlíðarkórinn, það elsta frá 1971 og það nýjasta frá 1997, en þá var kórinn að ljúka upptökum á diskinum. „Það hefur tekið tæplega tvö ár að hanna umbúðirnar. Við lifum á miklum umbúðatímum,“ segir Þor- gerður. En hvers vegna hafa íslensk tón- skáld samið svona mikið af verkum fyrir Hamrahlíðarkórinn? „Það má eiginlega segja að líf mitt liggi í þessum diski, vegna þess að flest verkin eru gjafir frá vinum mínum til mín og fólksins sem ég starfa með – þetta eru vinagjafir.“ Alltaf á byrjunarreit Þorgerður hefur stjórnað Hamra- hlíðarkórunum frá upphafi og þegar hún er spurð hvort hana hafi aldrei langað til þess að gera eitthvað ann- að, svarar hún: „Jú, jú, það er ótal margt sem mig hefur langað til að gera. Þegar ég byrjaði á þessu starfi, ætlaði ég bara að láta á það reyna hvort hægt væri að halda saman hópi af unglingum og láta þá syngja vel. Síðan ætlaði ég mér nú bara að halda áfram í mínu fram- haldsnámi og vinna að vís- indastörfum og slíku í tónlist. En einhvern veginn hefur þetta togað svona í mig, annars hefði ég ekki verið í starfinu í allan þennan tíma.“ Hefurðu tölu á því hversu margir hafa sungið með kórnum frá upp- hafi? „Sennilega er það farið að nálgast hátt í annað þúsund manns, en ég er ekki í þessum þenkingum um fortíð- ina. Ég er meira að hugsa um fram- tíðina. Þetta er eins og hvert annað uppeldisstarf. Mig langar alltaf að gera betur. Mig langar til þess að hjálpa þessu unga fólki til að ná ár- angri. Það koma stöðugt inn nýir nemendur í skólann og í kórinn og því er þetta eins og að vera alltaf á byrjunarreit – að reyna að komast upp fjallið með þessu fólki. And- rúmsloftið og það umhverfi sem við búum við í dag er ekki heldur stuð- landi að starfi sem þessu, sem krefst svo mikils úthalds og þolinmæði – það að æfa eitt lítið lag, getur kostað þrotlausa vinnu í heilt ár. Mig lang- ar alltaf jafnmikið til þess styðja við þetta unga fólk, hjálpa því til að ná fögrum samhljómi og læra vönduð vinnubrögð.“ Það langar alla til að vera „Þetta er vinna sem krefst mik- illar natni. Í dag finnst okkur sjálf- sagt að ýta á takka – og þá gerist það! En þú ýtir ekki á takka og færð 80–90 ungmenni til að syngja tæran tón. Það er ekki hægt að ná honum með því að senda SMS-skilaboð, eða fletta upp á Netinu. Það er svo mik- ið að gera hjá öllum, æ fleiri nem- endur vinna með sínu námi. Það get- ur verið erfitt að ná saman svona stórum hópi til æfinga. Í dag hefur enginn tíma til að vera, hvíla í sjálf- um sér – þó langar alla til að vera. Það langar alla til að ná fallegum tóni. Það langar alla til þess að finna samkyrrleika og þá ró sem fylgir fallegu sköpunarverki. Þegar þú hlustar á þessa tónlist, heyrirðu að sá sem hefur skapað hana og þær ungu raddir sem eru að koma henni á framfæri, vilja hvíla í einhverju stóru og góðu; einhverju sem kemur frá andanum – en er ekki bara um- búðir.“ Syngur sumarregn í desember Fyrsta platan með söng Hamrahlíðarkórs- ins kom út fyrir jólin 1978. Þá hafði kórinn starfað í ellefu ár. Síðar bættust við tvær plötur og þá fjórir geisladiskar. Nú nýlega kom fimmti geisladiskurinn út og hefur að geyma íslensk tónverk. Súsanna Svav- arsdóttir spjallaði við Þorgerði Ingólfs- dóttur, stjórnanda kórsins frá upphafi, um diskinn og um starf kóranna sem kenndir eru við Menntaskólann í Hamrahlíð. Morgunblaðið/KristinnÞorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. Hringurinn í Reykjavík. Stofn- aður 1904 – Starfssaga er skráð af Björgu Einarsdóttur. Rit- ið er um starf Hringskvenna og eflingu heilbrigð- ismála á Íslandi. Hringurinn var fyrst skemmtifélag, síðan berklavarnafélag í nær 40 ár og reisti þá hressingarhæli í Kópa- vogi. Hælið ráku Hringskonur á ár- unum 1926–40 og stunduðu bú- skap á Kópavogsjörðinni 1931–48. Frá 1942 hefur markmið félagsins verið að koma upp barnaspítala hér á landi. Hringskonur hafa veitt hundruð milljónum króna til uppbyggingar hins nýja Barnaspítala við Hring- braut, auk hárra fjármuna til tækja- kaupa fyrir spítalann, styrkt börn til lækninga erlendis og stuðlað að sérnámi fagfólks. Allt er þetta veitt í sjálfsboðinni vinnu. Fjölmargar myndir prýða bókina sem margar hafa ekki birst áður. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag í samvinnu við Hring- inn í Reykjavík. Ritið er 700 bls. Starfssaga Kirkjur Íslands 3. bindi í sam- nefndri ritröð er komin út. Höf- undar eru Guð- mundur L. Haf- steinsson arkitekt, Páll Lýðsson, Þór Magnússon fyrrv. þjóðminjavörður og Gunnar Bolla- son. Fjallað er í máli og myndum um sögu, muni og minningarmörk Bræðratungukirkju, Búrfellskirkju, Miðdalskirkju, Mosfellskirkju og Tor- fastaðakirkju í Árnesprófastsdæmi. Allar eru kirkjurnar friðaðar og hver um sig heimild um byggingar- og listasögu fyrri tíðar. Fjöldi teikninga eru birtar. Útgefendur eru Hið íslenska bók- menntafélag, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd ríkisins og Bisk- upsstofa. Bókin er 178 bls. Verð: 3.600 kr. Kirkjur Hrollvekjur og hugvekjur Storm- skers hefur að geyma Morg- unhrollvekjur Stormskers á Stöð 2 ásamt fjöl- mörgum öðrum gráglettnum pistl- um hans og mein- legum blaðagreinum síðustu 12 ára, alls 42 talsins segir í fréttatilkynn- ingu. Útgefandi er Menn og málning. Bókin er 165 bls., prentuð í Bókfelli. Verð: 2.890 kr. Pistlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.