Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 39
sem voru í upphafi 20 milljónir á ári en voru síðan lækkuð. Mennta- málaráðuneytið hefur undir forystu Björns stutt þessa framkvæmda- áætlun fram til þessa og á hann þökk skilda fyrir það, svo því já- kvæða sé einnig haldið til haga. Mikið hefur áunnist og er ekki eftir annað en endurnýjun tveggja til- raunadýrahúsa. Hins vegar hefur húsnæði fyrir mýs verið stækkað og endurbætt verulega, auk stuðn- ings Alþingis nutum við styrks frá frá RANNÍS og Íslenskri erfða- greiningu til þess. Tilraunadýraað- staðan hefur nýst vísindamönnum í líf- og læknisfræði, einkum við læknadeild og líffræðiskor. Og þeir hafa notið þar aðstoðar sérmennt- aðs dýrahirðis og samvinnu dýra- lækna á Keldum sem hafa kynnt sér sérstaklega þætti sem lúta að tilraunadýrum enda eitt af hlut- verkum Tilraunastöðvarinnar að annast eldi tilraunadýra fyrir rann- sóknarstofnanir. Það hefur ekki vafist fyrir áhugasömum vísinda- mönnum við Háskóla Íslands að bregða sér þennan spöl sem tekur 10–15 mín. að aka frá Læknagarði eða Grensásvegi eða úr Vatnsmýr- inni til að nýta sér aðstöðu til dýra- tilrauna sem stofnunin býður upp á. Hins vegar gæti komið annað hljóð í strokkinn ef þetta dýrahald flyttist að Hvanneyri. En Björn getur þess að það hafi verið í umræðunni. Auk þess getur hann þess að það hafi einnig verið rætt um flytja dýrarannsóknir á sama stað. Ekki getur hann þess hverjir hafi verið að ræða þessa möguleika, en eitt er víst að þeir munu alls ófróðir um hlutverk stofnunarinnar sem eins og að ofan segir eru þjónustu- og grunnrann- sóknir í dýrasjúkdómum. Þeim er sennilega ekki ljóst að viðfangsefni Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri eru annars eðlis en þær rann- sóknir í sjúkdómafræði sem Til- raunastöðin fæst við og eiga í raun ekki samleið. Ennfremur er þeim greinilega ekki ljóst að starfsmenn yfirdýralæknis, sem hafa fengið inni á Keldum vegna húsnæðis- skorts og stofnunin hefur leigt, vinna með einni undantekningu ekki að rannsóknarstofugreiningu á sjúkdómum. Þeir hafa ekki sér- menntun í þeim sérgreinum sem beitt er við slíkar greiningar. Þeirra menntun og reynsla nýtist best á vettvangi (þ.e. í feltinu) við að greina sjúkdóma við klíníska skoðun og velja síðan sýni og senda Tilraunastöðinni rannsókn- ar. Rétt er að geta þess að sam- vinna við þá hefur verið mjög góð og náin. Eins og þú bendir réttilega á síð- ar í grein þinni þá er fráleitt að skilja að grunnrannsóknir og „svo- nefndar þjónusturannsóknir á dýrasjúkdómum (sic)“ og kveður raunar þar með niður þær raddir sem vilja skilja þjónusturannsókn- irnar frá og flytja að Hvanneyri enda væri í raun verið að rústa Til- raunastöðinni með því að skilja þetta að. Það má vera að það sé ósvífni af mér að minna lögfræð- inginn á að samkvæmt stjórnsýslu- lögum væri það í hæsta lagi óheppilegt að fela sama aðila, þ.e. yfirdýralækni, rannsókn og grein- ingu á dýrasjúkdómum og ákveða viðbrögð við þeim. Nú er þetta í höndum tveggja aðila, þ.e. sjúk- dómsgreining í höndum Keldna en viðbrögð í höndum yfirdýralæknis. Í orðalagi Björns, „svonefndar þjónusturannsóknir á dýrasjúk- dómum“, finnst mér felast nokkuð neikvæði gagnvart rannsóknum á dýrum og kemur það víðar fram. Það er eins og hann átti sig ekki á því að það alþjóðlega orðspor sem stofnunin hefur getið sér er vegna rannsókna á dýrasjúkdómum. Að lokum skal tekið fram að áhyggjur Björns af framtíð Til- raunastöðvarinnar á Keldum eru óþarfar enn um langa framtíð. Borgin hefur ekki hug á að stugga við Tilraunastöðinni og borgar- stjóri hefur ekki skipt um skoðun um nýtingu landsins, þ.e. að það verði öðru fremur nýtt til að byggja upp rannsóknar- og tækni- stofnanir. Og borgin hefur aldrei lagst gegn frekari uppbyggingu Tilraunastöðvarinnar eins og skilja mætti af grein Björns. Það var hins vegar Björn sem hafnaði beiðni minni í síðustu fjárlagatil- lögum mínum áður en ég lét af starfi forstöðumanns, um viðbygg- ingu til að koma upp rannsókn- araðstöðu sem uppfyllir staðla til að vinna með hættuleg efni. Að lokum að fjármálum, sem eru kannski ofarlega í huga margra vegna fyrirhugaðrar sölu á landi og byggingum Tilraunastöðvarinnar og sjá þar peningavon. Þar fer fremst ríkisvaldið, en einnig virðist háskólayfirvöldum ofar í huga fjárvon en framtíð Til- raunastöðvarinnar. Læknadeild mun einnig gera sér vonir um hlut- deild. Ef byggja á yfir Tilrauna- stöðina annars staðar á þann hátt að aðstaða verði sem sambæri- legust við það sem nú er mun kostnaður nálgast milljarð. Höfundur er læknir og fyrrverandi forstöðumaður Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði á Keldum. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.