Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 47 Rolex Explorer II. Krónómeter í stáli. LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla VA arkitektar ehf óskar viðskiðtavinum, samstarfsmönnum og velgjörðarmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. www.vark.is BISKUP Íslands Karl Sigurbjörns- son mun predika á jólamarkaðnum á Lækjartorgi á Þorláksmessu- kvöld klukkan 20 og minna okkur á kjarna jólanna ásamt hinum elsku- legu konum í Léttsveit Reykjavíkur sem munu syngja jólasálmana und- ir stjórn Jóhönnu V. Þórhalls- dóttur. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir flytja jólaguðspjallið. Jólastund barnanna JÓLASTUND barnanna verður í Hressingarskálanum mánudaginn 23. desember kl. 16. Þar mun Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg- arprestur flytja börnunum jóla- guðspjallið á myndrænan hátt. Það eru allir velkomnir að staldra við í miðborginni og heimsækja barna- hornið í Hressingarskálanum. Miðborgarstarf KFUM/K og kirkjunnar. Jólasöngvar á Akranesi JÓLASÖNGVAR verða sungnir í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi í dag, sunnudag, kl. 20. Kirkjukór Akraness syngur falleg tónverk. Einsöngvarar verða Lauf- ey Geirsdóttir og Sigríður Elliða- dóttir. Timothy Knappett leikur á píanó. Akurnesingar og nærsveit- ungar eru hvattir til þess að koma og hlýða á jólasöngvana. Kyrrum hugann í jólaannríkinu og njótum helgra tóna og hljóma. Þetta er stund fyrir alla fjölskylduna. Akra- neskirkja. Jólastund barnanna í Hjallakirkju Á AÐFANGADAG kl. 16 verður jólastund barnanna í Hjallakirkju í Kópavogi, auk hefðbundins aftan- söngs kl. 18. Á jólastundinni fá börnin síðustu myndina fyrir jól í sunnudagaskólabókina, tendrað verður á síðasta aðventukertinu og jólasálmar sungnir. Góðvinir okkar úr sunnudagaskólanum, Kalli, Sól- veig og Engillinn, koma í heimsókn og Tóta trúður mætir í jólaskapi. Einnig munu börn úr kirkjustarfinu sýna helgileik. Jólastund barnanna verður í senn hátíðleg og fjörug, til- valinn kostur fyrir fólk með ung börn og eldri börn sem eiga erfitt með að bíða þar til klukkan slær sex. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Dómkirkjan – æðruleysismessa í nánd jóla ÆÐRULEYSISMESSA verður í Dómkirkjunni sunnudaginn 22. des- ember kl. 20. Í síðustu messu var þess minnst að 5 ár voru liðin frá upphafi þessarar nýbreytni í helgi- haldi Dómkirkjunnar. Æðruleys- ismessan hefur fest sig í sessi sem nýr og frísklegur þáttur starfsins í kirkjunni. Hún er komin til að vera. Á sunnudaginn predikar sr. Karl V. Matthíasson og sr. Jakob Ágúst flytur bæn. Stundina leiðir sr. Hjálmar Jónsson. Messan tekur til- efni af nánd jólanna. Anna Sigríður Helgadóttir syngur jólalög og leiðir almennan söng við undirleik Bræðrabandsins, sem er skipað þeim Herði og Birgi Bragasonum. Styrkjum vináttu okkar, frið og fögnuð vegna komu jólanna. Allir hjartanlega velkomnir. Þorlákstíð í Dómkirkjunni Á ÞORLÁKSMESSU kl. 12.10 verð- ur sungin Þorlákstíð í Dómkirkj- unni. Þetta er stutt samkoma sem ætlað er að minna á trúarlegt inn- tak þessa dags og hafa fyrirbæn fyrir jólum landsmanna. Hópur karla úr Dómkórnum mun syngja hluta úr Þorlákstíðum og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiða bæna- gjörðina. Það er einkar viðeigandi að koma við í Dómkirkjunni í þessu skyni áður en farið er í skötuveislu. Kolaportsmessa og KK HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðsþjónustu í Kolaportinu á Þorláksmessu (mánudagur) 23. desember kl. 14. Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur mun predika og þjóna ásamt Bjarna Karlssyni sókn- arpresti í Laugarneskirkju og Jónu Hrönn Bolladóttur miðborg- arpresti. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörðina ásamt Margréti Scheving. Áður en Kolaportsmessan hefst, kl. 13.40, mun Þorvaldur Halldórsson flytja þekktar dægurperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í messunni. KK mun mæta með gítarinn sinn og gleðja kirkjugesti með söng. Í lok stundarinnar verður blessun með olíu, þar erum við minnt á ná- lægð Guðs og að Kolaportsmess- urnar eru stundir nálægðarinnar. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM&KFUK og kirkjunnar. Morgunstund gefur gull í mund Í FYRRAMÁLIÐ, á Þorláksmessu, kl. 7, verður efnt til síðustu morg- unstundarinnar á aðventu í Graf- arvogskirkju. Alla virka daga aðventunnar hef- ur verið boðið upp á sérstakar helgistundir á morgnana. Hver morgunstund samanstendur af ritningarlestri, hugleiðingu og bæn. Stuðst er við bókina „Expect- ing Jesus“ sem er eftir Martyn Day. Að helgihaldi loknu gefst fólki kostur á að snæða morgunverð í safnaðarsal kirkjunnar. Morgunstundir þessar gefa fólki tækifæri til að eiga friðar- og kyrrðarstund í erli aðventunnar áð- ur en haldið er af stað út í lífið til að sinna margvíslegum verkefnum í dagsins önn. Séra Bjarni Þór Bjarnason. Beðið eftir jólunum í Grafarvogskirkju Á AÐFANGADAG kl. 14–15 verður sérstök barnastund í Grafarvogs- kirkju á meðan beðið er eftir jól- unum. Er þetta nýbreytni í starfi kirkjunnar. Það sem einkennir þessa stund er mikill söngur, leikir og létt gaman. Góðir gestir koma í heimsókn. Gengið verður í kringum jólatréð og jólasaga sögð. Prestur séra Bjarni Þór Árnason. Helgihaldið í Akureyrarsókn FJÖLBREYTT helgihald verður í Akureyrarsókn um hátíðarnar að venju en prestarnir sr. Svavar A. Jónsson og sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir messa í Akureyrarkirkju, Minjasafnskirkjunni, á FSA og Seli. Mikið verður lagt upp úr vönduðum og fjölbreyttum tónlistarflutningi og leggja þar margir hönd á plóg- inn. Má þar nefna Eyþór Inga Jóns- son, organista, Kór Akureyr- arkirkju, Barnakór Akureyrarkirkju , Unglingakór Ak- ureyrarkirkju, Krossbandið og Ingu Eydal, Björgu Þórhallsdóttur, sópran, Sigrúnu Örnu Arngríms- dóttur, mezzosópran og Vilhjálm Sigurðsson, trompetleikara. Sunnudagur 22. desember: Helgistund kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18. . Sr. Svavar A. Jónsson. Miðnæturmessa kl. 23.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Jóla- dagur: Hátíðarmessa á FSA kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Há- tíðarmessa í Akureyrarkirkju kl. 14. Sr. Svavar A. Jónsson. Hátíð- armessa á Seli kl. 14.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Annar dagur jóla: Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.Dansað kringum jólatréð eftir messu í Safn- aðarheimili. Hátíðarguðsþjónusta í Minjasafnskirkjunni kl. 17. Sr. Svavar A. Jónsson. Biskup Íslands predikar á Lækjartorgi Dómkirkjan. Þorlákstíð mánudag, Þor- láksmessu, kl. 12.10. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Lágafellskirkja. Sunnudagaskólinn kl. 13 í safnaðarheimili kirkjunnar í Þver- holti 3, 3. hæð. Allir velkomnir. Bæna- hópur í kvöld, sunnudag, í Lágafells- kirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Laugar- dagur 21. des. Bænastund kl. 20. Sunnudagur 22. des. Syngjum jólin inn – söngsamkoma kl. 16.30. Gospelkór Fíladelfíu. Einsöngvarar: Edgar Smári Atlason, Erdna Varðardóttir og Ester Sara, Jóhannes Ingimarsson ogHjalti Gunnlaugsson. Hugvekju flytur, Guðni Einarsson. Allir hjartanlega velkomnir. Konur hjartanlega velkomnar. KFUM og KFUK Holtavegi 28. Sam- koma kl. 17. Þorsteinn Arnórsson byrj- ar samkomuna með nokkrum orðum. Friðrik Hilmarsson talar. Sönghópur Ragnhildar Ásgeirsdóttur sér um tón- listina. Allir eru hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.