Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN 18 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400, Kringlunni, sími 568 0400, www.myndlist.is Hefur þú fjárfest í myndlist á þessu ári? ÞETTA er skaðræðishugmynd, en hún gæti orðið að veruleika fyrr en menn grunar. Engir fjármunir fást til að reka TF-LIF, hvað þá önnur tæki sem Landhelgisgæslan (LHG) rekur fyrir ríkisins hönd. Þetta verð- ur væntanlega næsta skref í sparn- aði í ríkisrekstri, aðhaldi og hagræð- ingu, það á víst að leggja varðskipunum einu af öðru. Annað er ekki hægt að lesa úr atburðum og aðgerðum stjórnvalda síðustu miss- eri varðandi málefni LHG. Hvað á að knýja fram með þessu algera skeyt- ingarleysi gagnvart LHG? Hvað telja menn sig græða? Eða spara? Hverju reikna menn með að starfs- menn LHG geti áorkað með því að „gefa skít í þá“ og segja þeim að ekki séu fjármunir á lausu til að stofnunin geti starfað eðlilega? Þetta hét í mínu ungdæmi vestur á fjörðum „að ulla framan í fólk“! Eru ráðamenn alveg að tapa glór- unni? Ætla þeir kannski að tapa ær- unni líka þegar næsta stórslys verð- ur og LHG hefur engin ráð til að sinna skylduverkefnum sínum sök- um peningaleysis? Hverjar eru efnd- irnar um nýtt og öflugt varðskip sem allir voru sammála um að við þyrft- um eftir snjóflóðin mannskæðu á Flateyri og í Súðavík? Þjónustuskáli fyrir alþingismenn er nýlegt dæmi um forgangsröðun í molum. Að vísu þarfur fyrir þingmenn sem sinna störfum sínum og skyldu gagnvart þjóðinni, en óþarfur liðleskjum sem sitja á þingi til þess eins að þiggja fyrir það laun. Og 7% launahækkun til æðstu manna ríkisins? Á árs- grundvelli eru það talsverðir pening- ar. Senn líður að kosningum og þá skulum við sjá hvort þjóðin sam- þykkir svona framkomu. Óbreyttur launamaður borgar háa skatta en stórfyrirtækin með sinn ofurhagnað borga enga skatta! Og svo skal spar- að í þjónustunni við landsmenn. Við verðum að leggja rækt við þá sem bera björg í bú. Bara hreinlega verð- um! Þetta eru fjárráðamenn þjóðar- innar, stýrimenn þjóðarskútunnar að verða að búnir að eyðileggja fyrir okkur. LHG er í svelti. Og hvað með það? Við þurfum ekki þessi varðskip, það er ekkert sem þeir eru að gera þar um borð hvort sem er. Bull! Við eigum í höggi við grimm náttúruöfl hér við land sem eira ekki þeim sem valsar um í kæruleysi og telur sig yf- ir náttúruöflin hafin. Og við eigum sannarlega í höggi við eiturlyfja- smyglara og viðlíka misyndismenn sem sjá sjóleiðina til landsins sem eina af mörgum leiðum fyrir ógeðið sem þeir eitra börn þjóðarinnar með. Sjóslys, snjóflóð, mengunarslys og umferðarslys? Hvað gerum við í þeim tilvikum? Ekkert, við erum bú- in að selja (eða leggja) björgunar- tækin fyrir hallalaus fjárlög og lægri stýrivexti. Andvirðið fór í að greiða sölulaun af óseldum bönkum, kost- gæfnisathuganir, byggingu sendi- ráða o.m.fl. Talað hefur verið um að manns- lífið kosti 120-150 milljónir. Mér dettur ekki í hug að rengja þá tölu, nema mér finnst hún heldur lág. Munið þið hvað TF-LIF reyndist okkur vel í mars 1997? Í þremur sjó- slysum á 10 dögum björguðust millj- arða verðmæti í mannslífum. Ég get nefnt fleiri dæmi, en geri það ekki, því þið skiljið hvað ég meina. Við er- um búin að vinna að því hörðum höndum að verja sjálfstæði okkar og landhelgina, fara í stríð við heims- veldi til að verja fiskinn í sjónum, auðlindina okkar. Við erum meðal fremstu þjóða í að tileinka okkur tækni og viða að okkur búnaði til björgunarmála til sjós og lands. Við eigum tækin, stjórnstöðina, þyrlur, skip og þrautþjálfaðan mannskap, en nú á að koma í veg fyrir að við getum notað bjargræðið af einhverju viti. Í fullri hreinskilni, hvað halda menn að gerist þegar landhelgin sem svo hart var barist fyrir verður orðin óvarin fyrir ágangi þjóða sem eru búnar að ganga af eigin lögsögum dauðum og sjá gull í sjónum hér? Hver á að verja landhelgi okkar þá? Kannski stöðvarstjórinn á Kára- hnjúkum? Geir og Grani? Sendiherr- ann í nýju japönsku 850 milljóna höllinni? Ég spyr. Ég gæti skrifað fleiri blaðsíður af svipuðum toga og þessar hugleiðing- ar sem hér eru komnar. Sennilega geri ég það í fyllingu tímans. Hver eru rökin fyrir þessu fjársvelti? Á að reka þetta á loftinu einu og láta al- menning í landinu borga reksturinn (þjónustuna) með samskotum og söfnunum, þjónustu sem LHG á samkvæmt lögum að veita? Eru ráðamenn virkilega svo tregir, að þeir skilji ekki að fólkið í landinu vill að bjargræðið sé til staðar? Yndis- legt, velviljað og hugsandi fólk um allt land er að gefa peninga í söfnun fyrir nætursjónaukum, en ríkið krefst þess að meira verði sparað ...! Þetta er móðgun við þetta góða fólk og væri ekki úr vegi að dómsmála- ráðherra, yfirmaður LHG, kæmi fram opinberlega og útskýrði með gildum rökum hverju þetta sætir og hver framtíðarsýn ríkisins er varð- andi þessi mál. Að lokum, er virkilega enginn frambærilegur stjórnmálamaður í þessu landi sem tilbúinn er að leggja okkur lið í baráttunni? Ef einhver er í leit að atkvæðum fyrir komandi kosningar, þá er ég hér með eitt sem er falt, og ég veit um fleiri atkvæði sem féllu með þeim sem eitthvað létu sig málið varða. Starfandi ráðamenn fengju meira að segja atkvæðið mitt ef bætt verður úr hið snarasta. TF-LIF verður seld Eftir Friðrik Höskuldsson „Eru ráða- menn alveg að tapa glór- unni?“ Höfundur er starfandi stýrimaður/ sigmaður hjá LHG. VEGNA skrifa undirritaðs á síð- kastið er rétt að líta á bestu rökin gegn fyrningarleið, en þau er að finna á heimasíðu LÍÚ (www.liu.is): Fyrningarleið eykur óvissu! Lágmörkun óvissu er mikilvæg til að auka arðsemi atvinnugreina. Í nú- verandi kerfi getur Alþingi hvenær sem er innheimt kvóta bótalaust, en í fyrningarleið myndu útgerðir leigja kvótann til 5–20 ára. Óvissu núver- andi kerfis má því líkja við að búa í lánshúsnæði þar sem eigandinn get- ur hvenær sem er vísað manni á dyr, og fyrningarleið við að leigja hús- næðið og hafa 5–20 ára uppsagnar- frest. Ljóst ætti að vera að leigunni fylgir minni óvissa, en það er vissu- lega ódýrara að borga enga leigu. Fyrningarleið fylgir opinber kvótamarkaður sem kostar sitt! Markaðir eru grundvöllur mark- aðshagkerfa, og því virkari sem þeir eru, því meiri er hagkvæmnin. Þann- ig flytjast framleiðsluþættir til þeirra sem geta skapað úr þeim mest verðmæti. Kvóti er þar engin und- antekning. Þetta vita útgerðarmenn og hafa á seinustu árum hópast með fyrirtæki sín á opinberan hlutabréfa- markað. Fyrningarleið er eignaupptaka! Alltaf hefur legið fyrir í lögum að auðlindin er þjóðareign, en ekki eign kvótaþeganna. Kvótaþegar hafa því aldrei getað selt eignarkvóta sem þeir hafa aldrei eignast. Verðlagning þess kvóta sem þeir hafa selt hefur þess vegna ætíð endurspeglað þá óvissu að breyting gæti orðið á kerfinu og kvót- arnir innkallaðir. Hæstiréttur hefur einnig staðfest að innköllun á kvóta sé ekki bótaskyld eignaupptaka. Kvóti yrði of dýr í fyrningarleið! Nú ákveða stjórnmálamenn auð- lindagjald en í fyrningarleið yrði kvóti seldur á markaði. Á markaðn- um yrði verð kvóta of hátt fyrir þann meginhluta landsmanna sem ekki kann að reka hagkvæma útgerð. Þeir sem aftur á móti kunna það munu sjá sér hag í því að kaupa kvóta. Fyrir þá yrði kvótinn ekki of dýr. LÍÚ bendir einnig á að fyrning- arleið sé þjóðnýting, sósíalismi, rík- isvæðing og miðstýring, og að þeir eiginleikar séu slæmir. Ekki get ég mælt á móti slæmum einkennum þeirra eiginleika en rök skortir aftur á móti til að tengja þá við fyrning- arleið. Á móti ofangreindum rökum er aftur á móti að finna mörg önnur með fyrningarleið sem OECD, Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, Samtök iðnaðarins, auðlindanefnd (Jóhannes Nordal), Starfsgreinasambandið, 105 prófessorar við HÍ, fjölmargir hagfræðingar (Þorvaldur Gylfason, Markús Möller, Jón Steinsson), Frjálslyndir, Vinstri grænir, Sam- fylkingin, fjöldi sjálfstæðismanna (Pétur Blöndal, Gunnar Birgisson), fjöldi framsóknarmanna (Kristinn H. Gunnarsson) taka allir undir. LÍÚ um fyrn- ingarleið Eftir Guðmund Örn Jónsson Höfundur er verkfræðingur með meistaragráðu í viðskiptafræði. „Alltaf hefur legið fyrir í lögum að auðlindin er þjóðareign, en ekki eign kvótaþeg- anna.“ ÞÁTTASKIL urðu á íslenskum fjármálamarkaði með gildistöku EES-samningsins árið 1994 og ann- arra laga sem stórjuku frelsi í fjár- magnsflutningum og bankaþjónustu. Afleiðingin varð sú að íslenskir bank- ar og fjármálafyrirtæki brutust á fáum árum úr kyrrstöðu til kraftmik- ils fjármálamarkaðar. Þessar breyt- ingar hafa aukið samkeppnishæfni landsins og eiga án efa stóran þátt í þeim árangri að landsframleiðsla þjóðarinnar hefur aukist um 30% síð- an 1995. EES-samningurinn olli einnig þáttaskilum á íslenskum vátrygg- ingamarkaði en með gildistöku hans fengu evrópsk tryggingafélög heimild til að bjóða þjónustu sína hérlendis. Margir fögnuðu þessum breytingum og vonuðust til að þær myndu binda enda á fákeppni og samtryggingu ís- lensku tryggingafélaganna sem fram að þessu höfðu skipt markaðnum bróðurlega á milli sín. Fáir tryggingamiðlarar Segja má að íslenski vátrygginga- markaðurinn sé enn fremur óþrosk- aður þótt átta ár séu nú síðan EES- samningurinn tók gildi. Frá upphafi var ljóst að smæð íslenska markaðar- ins og yfirburðastaða íslensku trygg- ingafélaganna myndi ekki gera það eftirsóknarvert fyrir erlend félög að opna útibú hérlendis. Mörg erlend fé- lög bjóða Íslendingum samt þjónustu sína fyrir milligöngu sjálfstæðra vá- tryggingamiðlara. Fremur fáir vátryggingamiðlarar eru enn starfandi hérlendis en það er einkenni margra þroskaðra trygg- ingamarkaða að mikill meirihluti við- skipta fer fram fyrir milligöngu þeirra, t.d. í Bretlandi. Hér heldur það hins vegar aftur af þróuninni að flest íslensku tryggingafélögin vilja ekki eiga samstarf við vátrygginga- miðlara. Er það miður því vátrygg- ingamiðlun kemur jafnt neytendum sem tryggingafélögum til góða. Hvert er hlutverk miðlara? Vátryggingamiðlari er óháður milliliður milli kaupanda tryggingar og tryggingafélags. Hlutverk hans er að leita uppi hagstæðustu kjör fyrir viðskiptavini og sinna sérþörfum þeirra. Víða erlendis er komin löng reynsla á starfsemi slíkra miðlara og þar þykir meirihluta neytenda sjálf- sagt og eðlilegt að leita eftir þjónustu þeirra. Á hinum þróaða breska trygginga- markaði ganga dæmigerð viðskipti þannig fyrir sig að viðskiptavinur kemur á skrifstofu miðlara og leggur spilin á borðið. Hvaða eignir hann vilji tryggja og hvers konar trygginga- og/ eða sparnaðarform hann telji henta sér. Miðlarinn veitir honum ráðlegg- ingar og setur síðan saman pakka, sem miðaður er við þarfir þessa við- skiptavinar. Miðlarinn hefur síðan samband við nokkur tryggingafélög, gefur þeim kost á að bjóða í pakkann, og nær þannig fram bestu hugsan- legu kjörum fyrir viðskiptavininn. Viðskiptavinir íslenskra trygginga- félaga kvarta gjarnan undan löngum og flóknum samningstexta í skilmál- um og tilhneigingu félaganna til und- anbragða þegar tjón verður. Margir kannast við að kaupa tryggingu af tunguliprum sölumanni en mæta allt öðru viðmóti þegar þeir koma síðar til að fá tjón sitt bætt. Ein helsta ástæða þess að þjónusta miðlara hefur náð að festa sig ræki- lega í sessi í mörgum öðrum löndum, er sú að miðlarar gegna því lög- bundna hlutverki að vera fulltrúi kaupanda gagnvart tryggingafélagi. Þeir eru sérfræðingar í því að ráða í smáa letrið og veita viðskiptavinum upplýsingar um hvað það nær ekki til. Reyni síðan á trygginguna með tjóni, er það hlutverk miðlarans að verja rétt vátryggingartaka. Hlutleysi og gegnsæi viðskipta Strangar kröfur eru gerðar til vá- tryggingamiðlara samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi frá árinu 1994 og reglugerðum settum á grund- velli þeirra, en þeim er ætlað að tryggja hlutleysi miðlara og gegnsæi viðskipta. Kveðið er á um að miðlar- inn skuli gæta hagsmuna beggja aðila og veita vátryggingartaka leiðbein- ingar og ráðgjöf eftir að samningur er kominn á. Miðlara ber ávallt að benda vátryggingataka á hagkvæmustu leiðina hverju sinni og er óheimilt að þiggja aðrar greiðslur frá trygginga- félagi en þær sem eru þóknun vegna viðkomandi viðskipta. Þá er miðlari skyldugur til þess að gefa upp hversu há þóknunin sé, fari viðskiptavinurinn fram á það. Eins og áður sagði, eru margir sem kvarta undan vinnubrögðum og sam- tryggingu íslensku tryggingafélag- anna og hefur margoft verið deilt á þau fyrir samráð, skort á samkeppni og flókin og ógegnsæ viðskipti. Reikna má með að hægt yrði að draga verulega úr þessum göllum og auka ánægju með þjónustuna ef kerfið yrði gert gagnsærra og almenningi auð- veldað að leita sér hlutlausrar ráð- gjafar en nú er. Neytendur jafnt sem tryggingafélög ættu því að fagna vax- andi starfsemi íslenskra vátrygginga- miðlara og leitast við að efla þennan litla en ört vaxandi hóp. Bætt vinnubrögð á vátryggingamarkaði – mikilvægt hlutverk miðlara Eftir Andrés Magnússon „Neytendur jafnt sem trygginga- félög ættu að fagna starfsemi íslenskra vá- tryggingamiðlara.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar – FÍS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.