Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HELLIR sem hefur verið ósnortinn í 6-8 þúsund ár fannst fyrir skömmu á ónefndum stað á norð- anverðum Reykjanesskaga. Að ósk Hellarannsóknarfélags Íslands er staðsetningunni haldið leyndri til að koma í veg fyrir að spjöll verði unnin á viðkvæmum hraunmynd- unum sem hellirinn hefur að geyma. Að sögn Jakobs Þórs Guðbjarts- sonar, jarðfræðings í Hellarann- sóknarfélaginu, er þetta einn fal- legasti hellirinn sem hefur fundist á þessum slóðum um áraraðir og einn af fáum sem eru ósnortnir. Hellirinn er á tveimur hæðum og var sú efri um aldir notuð sem fjár- hellir. Neðri hæðinni var lokað með grjóti sem bændur hlóðu fyrir innganginn, væntanlega til að koma í veg fyrir að kindurnar flæktust þangað niður og um leið tryggðu þeir varðveislu hellisins. Gömul frásögn um fjárhelli Það var ferðahópur rannsókn- ardeildar lögreglunnar í Reykja- vík (FERLIR) sem fann hellinn en hópurinn hefur gert víðreist um Reykjanesið undanfarin misseri. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, hafði hópurinn af og til leitað að löngu týndum helli á svæðinu sem, samkvæmt gamalli frásögn, átti að ganga inn úr tilteknum fjárhelli. Hellirinn er í hrauni sem rann fyr- ir um 6-8 þúsund árum. Eftir ábendingu frá Sesselju Guðmundsdóttur, húsfreyju frá Brekku í Vogum, gerðu félagar úr FERLI nýlega enn eina tilraun til að finna hellinn, að þessu sinni í þessu svæði sem hafa fund raðir og einn af fáum hellu fundist hafa ósnertir. Það ekki einu sinni rolla farið þ niður því hefði hún komist öðrum fjárhelli en nefndur var í frásögninni. Í hellinum voru víða fyrirhleðslur en eftir vandlega skoðun þóttust þeir vissir um að annar hellir kynni að leynast þar bakvið. „Við fórum að velta fyrir okkur hvernig hellirinn hefði myndast og komumst að þeirri niðurstöðu að sýnilegi hlutinn hefði orðið til þeg- ar mikið gas streymdi upp og út úr hrauninu. Tvær grannar útrásir voru uppi við loft svo við töldum víst að það hefði komið einhvers staðar inn. Slík rás var ekki sjáan- leg þrátt fyrir leit svo við töldum að hún hlyti að vera undir gólfinu. Gólfið var að mestu slétt en innan við opið mátti sjá ummerki,“ segir Ómar. Þeir ákváðu því að færa til nokkra steina og heyrðu um leið dimmt bergmál í fjarska. Þrátt fyr- ir talsvert puð tókst þeim ekki að ná öllum steinunum upp og urðu frá að hverfa, moldugir upp fyrir haus. Hellarannsóknarfélaginu var gert viðvart og nokkrum dögum síðar fóru fulltrúar þess á staðinn og tókst þeim að ná síðustu hnull- ungunum upp og komast niður í hellinn. Gerist einu sinni – aldrei aftur „Um leið og ég kom niður birtust dropasteinar og hraunrósir og í loftinu voru hraunstrá í tugþús- undatali,“ segir Jakob Þór Guð- bjartsson, jarðfræðingur, sem var meðal fyrstu manna til að fara of- an í hellinn. „Í rauninni er hellirinn ekki ýkja stór, um 80 metrar á lengd og 10 metra breiður. En þetta er með fallegri hellum á Fallegur, ósnortinn „kjalla Hraunstrá í tugþúsundatali, hraunrósir og dropasteinar Tugþúsundir hraunstráa h Dropasteinarnir eru yfir FJÁRVEITINGAR til minja- og safnavörslu eru að mati Félags íslenskra safna og safna- manna, FÍSOS, ekki í samhengi við safnalög sem samþykkt voru í maí á síðasta ári. Með lög- unum var settur á stofn safnasjóður sem söfn, skilgreind í safnalögum, geta sótt um rekstr- arstyrki úr svo og verkefnastyrki. Á fjárlögum næsta árs nemur framlag til sjóðsins 58 millj- ónum sem er nánast sama upphæð og fyrir lagasetninguna þrátt fyrir að fleiri söfn geti nú sótt um styrki í sjóðinn samkvæmt nýju safna- lögunum en áður var. Safnamenn segja að sjóð- urinn þyrfti í það minnsta að hafa 100 milljónir til að úthluta til safnanna. Mörg söfn sækja einnig um fjárveitingar beint til Alþingis og er því styrkjakerfið tvöfalt að mati FÍSOS. Að sögn Jóhanns Ásmundssonar, formanns FÍSOS, tóku nýju safnalögin við af þjóðminja- lögum hvað varðar t.d. styrkveitingar til byggðasafna landsins. „Ríkið veitti áður styrki upp á hálf laun forstöðumanna safna. Byggða- söfn með viðurkennda stofnskrá gátu því gert ráð fyrir þeirri fjárhæð í sínum rekstri. Með safnasjóði var launastyrkurinn lagður af og rekstrarstyrkur kom til sögunnar. Þar með er styrkur til safna ekki lengur bundinn við laun heldur er horft á heildarrekstur safnanna. Nú er einnig hægt að sækja um verkefnastyrk sem fleiri söfn, sem ekki hafa viðurkennda stofn- skrá, geta sótt til.“ Jóhann segir að með safnalögunum hafi ver- ið útvíkkuð hefðbundin skilgreining á þeim söfnum sem rétt hafa á verkefnastyrk. „En framlög í safnasjóð aukast ekki sem því nemur. Það þýðir að mörg söfn fá úthlutað lægri upp- hæð en áður.“ Hann segir að sé miðað við launastyrkinn sem áður var myndi fjárhæðin sem úthlutað verður úr safnasjóði á næsta ári af fjárlögum, 58 milljónir króna, vart duga fyr- ir rekstrarstyrkjum, hvað þá verkefnastyrkj- um. vei saf er u þei um lag má uta sók mil eru hei me úth J fra að sam þyr ræm lag úth hat sem sty fen bei kjö ekk sum mik Það um sty ina ver upp mið an hlu Það Söfn sækja um styrki til Alþingis Mörg söfn sækja um beinar fjárveitingar til Alþingis og segir Jóhann því um tvöfalt styrkja- kerfi að ræða. Þó sæki sum söfn um stofnstyrki til Alþingis sem eiga lögum samkvæmt að fara þá leið. Hluti umsókna um styrki sem veittir eru beint ætti samkvæmt lögum að berast safn- aráði og úthluta ætti styrkjunum úr safnasjóði. „Alþingi virðist í úthlutunum sínum ekki gera mikinn greinarmun á söfnum eða stofnunum sem hafa lögbundnar skyldur í safna- og minja- vörslunni og þeim sem hafa engar skyldur, né heldur á söfnum sem rekin eru í almannaþágu og fyrirtækjum með virðisaukarekstur.“ Jóhann segir að samkvæmt sínum útreikn- ingum þyrfti sjóðurinn að hafa að lágmarki 100 milljónir til úthlutunar svo ekki komi til lækk- unar til byggðasafna. „Á sama tíma og Alþingi er að veita 58 milljónum í safnasjóð er það að Félag íslenskra safna og safnamanna vil Tvöfalt styrkjakerfi v Morgunblaðið/Ásdís Söfn víðs vegar um landið hafa m.a. það hlut- verk að varðveita forna gripi og fræða nú- tímafólkið um notagildi þeirra svo og gamla siði. Hér eru börn að kynna sér kertagerð upp á gamla móðinn í Árbæjarsafni. RÁÐGJÖF FJÁRMÁLAFYRIR- TÆKJA OG VERND FJÁRFESTA Ýmis helztu verðbréfafyrirtæki íBandaríkjunum, þar á meðalfyrirtæki á borð við Morgan Stanley og Goldman Sachs, samþykktu í síðustu viku að greiða himinháar sekt- ir, nærri milljarð dollara (yfir 80 millj- arða króna) vegna vinnubragða grein- ingardeilda sinna. Auk þessa fallast fyrirtækin á að leggja fram 450 millj- ónir dollara til að kaupa sjálfstæða greiningu frá utanaðkomandi aðilum og 85 milljónir til fræðslu fyrir fjárfesta. Fulltrúar greiningardeilda mega ekki taka þátt í neins konar kynningarstarf- semi á vegum viðkomandi fyrirtækja og mjög er hert á reglum um svokallaða Kínamúra innan fyrirtækja; þannig mega yfirmenn í fjármálafyrirtækjum til dæmis ekki reyna að hafa áhrif á greiningardeildir í því skyni að þær fegri um of fyrir fjárfestum tiltekin hlutabréf. Fyrirtækin fallast á þetta til að binda enda á rannsókn bandaríska fjármála- eftirlitsins á því hvort þau hafi ráðlagt fjárfestum að kaupa ýmis varasöm bréf, sem síðan féllu mjög í verði og hyglað sumum viðskiptamönnum með óeðlileg- um hætti. Ekki fer á milli mála að nið- urstaðan er verulegur álitshnekkir fyr- ir stóru fjármálafyrirtækin og vinnu- brögð þeirra. Gera má ráð fyrir að það taki þau langan tíma að vinna aftur fullt traust fjárfesta. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, segir hér í blaðinu á að- fangadag að vart hafi orðið við umræðu um ráðgjöf fjármálafyrirtækja hér á landi og slík mál hafi verið tekin til skoðunar hjá stofnuninni, en þau séu ekki nógu mörg til að hægt sé að draga af þeim víðtækar ályktanir. Þó hafi lög- gjöf um þessi efni verið styrkt og fyr- irtækjum í verðbréfaþjónustu og lána- stofnunum sé skylt að setja sér reglur um „Kínamúra“. Þá hafi verið birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins „drög að leiðbeinandi tilmælum um greiningar- deildir og greinendur“ en þar sé m.a. gerð krafa um að fjármálafyrirtæki geri grein fyrir hagsmunum sínum vegna verðbréfa sem greiningin fjalli um. Af orðum Páls Gunnars má ráða að fáar ábendingar hafi borizt Fjármála- eftirlitinu frá fjárfestum, sem hafi talið sig hlunnfarna í viðskiptum við fjár- málafyrirtæki. Þó fer ekki á milli mála að slík mál hafa komið upp; einstakling- ar, sem fóru að ráðum fjármálafyrir- tækja og keyptu tiltekin bréf fyrir nokkrum misserum þegar öll hlutabréf hækkuðu verulega í verði, hafa síðan orðið fyrir miklum áföllum þegar bréfin hríðlækkuðu. Hugsanlega hafa almenn- ir fjárfestar ekki talið sig geta leitað réttar síns með neinum hætti og því lát- ið kyrrt liggja. Þá leikur enginn vafi á að þúsundir manna, sem lagt hafa fjármuni í sér- eignarlífeyrissparnað, hafa spurt spurninga þegar þeir hafa séð hvernig inneign þeirra hefur rýrnað undanfarin misseri. Þetta fólk hefur þegið ráð fjár- málafyrirtækja um hvernig það ávaxtar fé sitt til elliáranna og útkoman hefur ekki orðið betri en þetta, enda hefur til- tölulega hátt hlutfall þeirra eignasafna, sem um ræðir, samanstaðið af bréfum sem hafa lækkað verulega í verði. Spyrja má hvort viðkomandi fjármála- fyrirtæki hafi alltaf útskýrt nægilega vel hvaða áhætta sé falin í tilteknum sparnaðar- og fjárfestingarleiðum. Þó má ekki gleyma því að þeir, sem lögðu til hliðar í séreignarsjóði, högnuðust verulega þegar hlutabréfaverð hækkaði sem mest. Málalokin í Bandaríkjunum benda til þess að þar sé talið að hinn almenni fjárfestir eigi ekki að taka hverju sem er frá hendi fjármálafyrirtækjanna. Niðurstaðan hlýtur að verða þeim, sem hafa það hlutverk að marka fjármála- markaðnum hér á landi ramma og starfsumhverfi, tilefni til að skoða hvort ástæða sé til að herða reglur um ábyrgð fjármálafyrirtækja og vernd viðskipta- vina þeirra. SAMKEPPNIN BÆTIR SAMBANDIÐ Stór hluti atvinnulífsins á Íslanditreystir orðið á öruggt net- og símasamband við útlönd. Á undanförn- um árum hefur það gerzt nokkrum sinnum að sæstrengurinn Cantat3, sem segja má að sé lífæð upplýsinga- þjóðfélagsins á Íslandi, hefur rofnað. Þá hefur oft gengið hægt að koma á varasambandi um gervihnetti og net- samband hefur legið niðri klukku- stundum saman. Með hverju árinu sem líður verða afleiðingar þessara uppá- koma alvarlegri – fyrir fjármálamark- aðinn, ferðaþjónustufyrirtæki og ýmsa aðra starfsemi, sem verður sífellt al- þjóðavæddari. Landssíminn hefur um árabil haft stöðugt gervihnattasamband fyrir hluta af talsímasambandi við útlönd. Þannig hefur landið aldrei orðið alveg símasambandslaust þótt Cantat3 hafi rofnað, en öðru máli gegnir um gagna- flutninga og netsamskipti. Hjá Síman- um hafa menn til þessa talið of kostn- aðarsamt að hafa stöðugt netsamband um gervihnetti eða hafa þann háttinn á að um leið og sæstrengurinn rofnaði, flyttist netsambandið sjálfkrafa yfir á gervihnött. Um miðjan nóvember síðastliðinn tilkynnti Íslandssími, helzti keppi- nautur Landssímans á fjarskipta- markaðnum, að samið hefði verið við danska fyrirtækið TDC um aðgang að gervitungli, sem gerði kleift að haga tengingum þannig að netumferð flytt- ist sjálfkrafa yfir á varasambandið um leið og sæstrengurinn rofnaði. Fyrir þau mörgu fyrirtæki, sem eru háð alþjóðlegum gagnaflutningum, hlýtur þetta að hafa virkað sem veru- legur hvati til að færa viðskipti sín yfir til Íslandssíma, enda stóð ekki á við- brögðum Landssímans; í Morgun- blaðinu á aðfangadag er sagt frá því að Síminn hafi gert samning við Globe- Cast um „öflugt og sítengt samband í gegnum gervihnött fyrir Netið sem muni taka við allri netumferð Símans samstundis og truflana verði vart á Cantat3.“ Hér hefur samkeppnin enn sannað gildi sitt og íslenzka upplýsingasam- félagið er betur sett en áður, með því að tryggt er að netsamband til útlanda rofni aldrei alveg. Þá er þess nú skammt að bíða að öryggi í gagnaflutn- ingum til og frá landinu aukist stórlega með lagningu FARICE-strengsins um Færeyjar til Skotlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.