Morgunblaðið - 27.12.2002, Page 21

Morgunblaðið - 27.12.2002, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 21 skilja að þessar hraunmyndanir séu óbætanlegar. Mörg dæmi séu um að hraunstrá og fleiri hraun- myndanir hafi verið hreinsuð út úr frægum hellum, t.d. Surtshelli og Víðgelmi í Hallmundarhrauni. Fólk álíti sig hafa rétt til að fjar- lægja þetta úr hellinum til að geta notið þess heima í stofu eða úti í garði. Af þeim sökum hefur Hella- rannsóknarfélagið ákveðið að gefa ekki upp staðsetningu hellisins. Leita fleiri hella Að sögn Ómars Smára hefur FERLIR leitað að og skoðað nokkra þjóðsagnakennda hella á Reykjanesi, s.s. Bálkahelli, Arn- grímshelli, Krýsuvíkurhelli, Sæng- urkonuhelli og útilegumannahelli norðan Selsvalla. Og enn er leitað að fleirum þjóðsagnakenndum hellum á Reykjanesi. Má þar nefna Breiðabáshelli við Herdísarvík, en hann er sagður ná frá sjó upp í mitt Mosaskarð í Herdísarvíkurfjalli. úr lofti hellisins. Hraunstráin eru 30-40 sentimetra löng og mjó eins og blýantur. Þau eru afar viðkvæm og brotna við minnstu snertingu. „Stráin myndast þegar hraunið er nýhætt að renna og er byrjað að kólna og kristallast. Þegar hraunið rennur er það um 1.000°C heitt en þegar kólnun hefst hefur aðeins hluti þess kristallast. Á ákveðnu hitabili myndast gríðarlega mikill vökvaþrýstingur í hrauninu og sá hluti sem ekki hefur kristallast spýtist út og til verða hraunstrá. Þetta gerist einu sinni og aldrei aftur,“ segir hann. Á hellisgólfinu eru dropasteinar og víða má sjá svonefndar hraun- rósir sem myndast þegar gas leitar upp úr hrauni sem er að storkna. Séð að ofan, líkjast þessi fyrirbæri helst útsprungnum rósum og draga nafn sitt af því. „Þetta er mjög, mjög flott,“ segir Jakob. Hann segir að á hinn bóginn sé það svo að margir virðist ekki hellinn hefði hún brotið þetta allt saman.“ Viðkvæmustu hraunmynd- anirnar eru svonefnd hraunstrá sem hanga í tugþúsundatali niður dist í ára- um sem hefur þarna t ofan í ari“ í gömlum fjárhelli á Reykjanesi Ljósmynd/Guðmundur Þorsteinssonhanga niður úr lofti hellisins og fyrir neðan eru dropasteinar og hraunrósir. Ljósmynd/ÓSÁhálfur metri á hæð. HVER verður staða Ís-lands í breyttri Evr-ópu, þegar aðildarríkiEvrópusambandsins verða orðin 25 og þau jafnvel bú- in að setja sér stjórnarskrá, eins og stefnir í að hvort tveggja verði orðin raunin á árinu 2004? Hver verður þróunin í Noregi? Eigum við að bíða með ákvarðanir varðandi framtíðar- tengsl okkar við Evrópusambandið unz aðstæður krefj- ast þess að við tök- um þær í snatri? Þetta voru meðal spurninga sem Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, bar fram í lok erindis um stækk- un Evrópusambandsins og áhrif hennar á EES-samninginn, sem hann flutti á aðalfundi Íslands- deildar Alþjóðaverzlunarráðsins á Hótel Sögu. Erindið flutti hann sem staðgengill Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra. Kostir og gallar Í erindinu fór Gunnar Snorri, sem um árabil var sendiherra Ís- lands hjá Evrópuambandinu, yfir það hverju innganga tíu ríkja um austan- og sunnanverða álfuna í ESB muni breyta fyrir íslenzka hagsmuni. Sagði hann að frá ís- lenzkum bæjardyrum séð fælust bæði kostir og gallar í þessu ferli. Pólitískur stuðningur Ís- lands við stefnu umsóknarríkj- anna í Mið- og Austur-Evrópu inn í ESB hefur að sögn Gunnars verið afdráttarlaus frá upphafi, einkum að því er varðar Eystra- saltslöndin þrjú. Það séu þó fáein atriði sem valdi vissum áhyggj- um í tengslum við þessa sögulegu stækkun ESB til austurs. Sem EFTA-ríki hefur Ísland haft fríverzlunarsamninga við ríkin sem nú eru á leiðinni inn í ESB. Í þessum samningum var kveðið á um tollfrelsi í viðskipt- um með sjávarafurðir, en þessir samningar falla úr gildi við inn- göngu landanna í ESB. Gert hef- ur verið ráð fyrir að nýju ESB- ríkin gerist samtímis aðilar að EES-samningnum, og að sögn Gunnars Snorra opnast með þeirri stækkun innri markaðarins ýmis tækifæri fyrir nánari efna- hagsleg tengsl Íslands við þessi lönd. Einn gallinn sé þó sá, að óhagstæðari ákvæði EES-samn- ingsins um markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir taki við af gömlu fríverzlunarsamningunum. Um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB þarf þó að semja, og eins og komið hefur fram í fréttum að undanförnu hefur ESB hug á því að bera í þessu samhengi fram ýmsar kröfur á hendur Íslandi og hinum EFTA-ríkjunum í EES (Noregi og Liechtenstein). Snúa þær einkum að því að fá EFTA-ríkin til að taka ríkari þátt í að axla fjárhagslegar byrðar Vestur- Evrópuríkja af því að taka hin fá- tæku fyrrverandi austantjalds- lönd inn í sínar raðir. Þá hefur kröfu Íslendinga og Norðmanna um að tollkvótar komi í staðinn fyrir markaðsaðganginn sem tap- ast í nýju aðildarríkjunum verið svarað með því að krefjast að- gangs að fjárfestingum í íslenzk- um og norskum sjáv- arútvegi. Hörð samn- ingarimma Formlegar samn- ingaviðræður á milli fulltrúa EFTA-land- anna og ESB hefjast hinn 9. janúar og þeim þyrfti að ljúka fyrir 15. apríl, þegar aðildarsamningarnir við tilvonandi nýju ESB-ríkin verða lög- formlega undirritaðir. Til að af stækkun EES geti orðið um leið og stækkun ESB tekur gildi þurfa samningarnir um aðild nýju ESB-ríkjanna að EES-samningnum að vera sam- ferða ESB-aðildarsamningunum sjálfum í gegnum fullgildingar- ferlið; það knýr á um að sam- komulag um aðlögun EES-samn- ingsins að stækkun ESB liggi tímanlega fyrir. Sagðist Gunnar Snorri bjart- sýnn á að það markmið næðist, en spáði því að hörð samninga- rimma stæði fyrir dyrum. Hann sagði ljóst að áhugi innan ESB á EES-samningnum færi stöðugt minnkandi. Eftir stækkun ESB úr 15 í 25 aðildarríki mætti enn- fremur búast við því að vanþekk- ing þar á bæ um samninginn yk- ist enn frá því sem nú er. Í stækkuðu Evrópusambandi er fyrirsjáanlegt að Ísland og hin EFTA-ríkin í EES munu þurfa að leggja mun meira á sig til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þá sem ákvarðan- irnar taka innan ESB; ná þurfi eyrum ráðamanna í 25 höfuð- borgum í stað 15 til þessa. Sagði Gunnar Snorri þó ekki ástæðu til að taka alvarlega tal um að ESB vilji segja EES-samningnum upp. En ráðuneytisstjórinn bar í lok erindisins upp áleitnar spurning- ar, sem Íslendingar þyrftu að taka afstöðu til. Hvernig yrðu tækifærin í hinni breyttu Evrópu bezt nýtt? Hver verður staða Íslands í hinu stækkaða Evrópska efnahags- svæði, með samtals yfir 450 millj- ónir íbúa (þar af innan við fimm í „EFTA-stoðinni“)? Brýnt væri að fylgjast vel með því sem Norð- menn ætluðu sér í þessu breytta umhverfi; fari svo að Norðmenn semji um aðild að ESB yrði ekki lengur grundvöllur fyrir rekstri EES-samningsins. „Eigum við að bíða með að taka ákvarðanir unz aðstæður krefjast þess að við tökum þær í snatri? Eða eigum við að byggja þær á yfirveguðu mati og víð- tækri umræðu?“ spurði Gunnar Snorri í orðastað utanríkisráð- herra, og bætti við að þjóðin þyrfti að vera viðbúin því að bregðast við hröðum breytingum á okkar nánasta umhverfi í al- þjóðasamfélaginu. Nauðsynlegt að Íslendingar haldi vöku sinni Í erindi á fundi Íslandsdeildar Alþjóðaverzl- unarráðsins sagði Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, að mikið væri í húfi fyrir Íslendinga að fylgjast vel með þeim breytingum sem ESB er að ganga í gegnum. Auðunn Arnórsson hlýddi á erindið. Gunnar S. Gunnarsson auar@mbl.is SÖFN og garðar sem veita upplýsingar um gestafjölda voru 101 talsins árið 2000 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Sögu- minjasöfn voru 63, listasöfn 14, náttúrugripasöfn 18 og fiska- og dýrasöfn og grasagarðar 6 talsins. Aðsókn að söfnum er mun meiri hér á landi en meðal ann- arra Norðurlandaþjóða sem hlutfall af íbúafjölda, sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Alls komu 1.055.082 gestir, inn- lendir og erlendir, í íslensk söfn á árinu 2000 eða sem svarar nánast til fjórfalds fjölda íslensku þjóðarinnar. Sambærilegar aðsóknartölur að söfnum á Norðurlöndum eru 188 á hverja 100 íbúa í Danmörku, 189 í Noregi, 185 í Svíþjóð og 94 af hverjum 100 íbúum í Finnlandi. Fjöldi safna og gesta þeirra             ta um 200 milljónum í annars konar styrki til fnaheimsins sem segir okkur að fjárþörf hans um 250 milljónir.“ Jóhann telur eðlilegra að ir fjármunir sem veittir eru í beinum styrkj- m til safna sem falla undir skilgreiningu safna- ganna væru færðir undir safnasjóð. „Eins og álin standa núna er orðið mjög erfitt að halda an um hver fjárþörf safnaheimsins er. Um- knir til safnasjóðs hafa numið um 150–200 lljónum króna árlega, umsóknir til Alþingis u hugsanlega um 300 milljónir, þannig að ildarfjárþörfin eða óskir safnanna er mun eiri en sú upphæð sem safnasjóður hefur til hlutunar.“ Jóhann segir verklagsreglur sem settar voru am í safnalögum skýrar og því ekki ástæða til endurskoða lögin. „Það vantar hins vegar mræmi í því hvernig Alþingi veitir styrki og rfti það að endurskoða sína starfshætti í sam- mi við safnalögin. Það var eitt af markmiðum ganna að Alþingi myndi leggja af einstakar hlutanir og þeim yrði safnað saman undir tt safnasjóðs. Þetta er mjög erfitt fyrir söfn m vilja fara að safnalögum, þau sækja um yrk í safnasjóðinn en hefðu hugsanlega geta ngið meira úthlutað hefðu þau sótt um styrk int til Alþingis í gegnum t.d. þingmann síns ördæmis eins og stundum er raunin. Það er ki nógu mikið tillit tekið til safnasjóðsins og mir vantreysta honum orðið. Mér finnst mjög kilvægt að endurskoða úthlutanir til safna. ð er mikilvægt að safnamenn og Alþingi ræði m hvaða verklagsreglur eiga að gilda um yrki til safnanna, á að senda sömu styrkbeiðn- a til Alþingis og til safnasjóðs? Þetta þarf að ra mjög skýrt, annað setur starfsemi safna í pnám. Alþingi er farið að vinna gegn mark- ðum laganna sem er að tryggja fjárhagsleg- grundvöll safnanna, þegar verið er að út- uta eftir erfiðu og óskilgreindu tvöföldu kerfi. ð er óhagstætt fyrir alla,“ segir Jóhann. ll endurskoða úthlutanir styrkja til safna í landinu viðgengst SAMKVÆMT safnalögum sem samþykkt voru í maí á síðasta ári er safn „stofnun, opin almenningi, sem hefur það hlutverk að safna heimildum um manninn, sögu hans, umhverfi og náttúru landsins, standa vörð um þær, rannsaka, miðla upplýsingum og hafa þær til sýnis svo þær megi nýtast til rannsókna, fræðslu og skemmtunar“. Einnig eru skilgreind höfuðsöfn sem eru í eigu íslenska ríkisins og eru „miðstöð safnastarfsemi hvert á sínu verk- sviði“. Höfuðsöfnin eru Þjóðminjasafn, Listasafn Íslands og Náttúruminja- safn Íslands. Öll söfn sem falla undir skilgreiningu safnalaga sem söfn mega sækja um verkefnastyrki úr safnasjóði en til að geta sótt um rekstarstyrki þarf safn að uppfylla eftirtalin skilyrði: 1. Safnið skal hafa sjálfstæðan fjárhag og vera stjórnað af forstöðumanni í a.m.k. hálfu starfi. 2. Safnið skal starfa eftir stofnskrá sem hlotið hefur staðfestingu safnaráðs og skal starfa eftir stefnu sem endurskoðuð er á fjögurra ára fresti. 3. Safnið skal rekið óaðfinnanlega að mati safnaráðs og fjárhagsgrundvöll- ur þess skal vera tryggður. Safnið skal vera opið almenningi daglega á auglýstum tíma, a.m.k. þrjá mánuði á ári. 5. Safnið skal bjóða upp á safnfræðslu eftir því sem við verður komið. 6. Safnið skal skrá safngripi eftir viðurkenndu skráningarkerfi. 7. Safnið skal fylgja viðurkenndum alþjóðlegum siðareglum safna. Höfuðsöfn og önnur söfn sem rekin eru af ríkinu geta ekki notið styrkja úr safnasjóði. Samtals sóttu 63 aðilar um styrki úr safnasjóði vegna ársins 2002. 56 fengu styrk, samtals um 52 milljónir. 24 hlutu rekstrarstyrki og 52 verkefnastyrki. Hvað er safn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.